Morgunblaðið - 11.03.2000, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ
54 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
......
MINNINGAR
HALLDÓR BRAGI
ÍVARSSON
+ Halldór Bragi ív-
arsson fæddist á
Melanesi á Rauða-
sandi 26. mars 1933.
Hann lést á Patreks-
firði 28. fcbrúar síð-
astliðinn. Hann var
sonur hjónanna á
Melanesi, sem þar
bjuggu um langan
tíma, Ingibjargar
Júlíönu Júlíusdóttur
og Ivars Rósinkrans
-Halldórssonar. Þeim
varð sex barna auð-
ið. Þau eru: Júlíus
Reynir, f. 1927, kona
hans, Jóhanna Gunnlaugsdóttir;
Ari Guðmundur, f. 1931, kona
hans, Arnfríður Stefánsdóttir;
Halldór Bragi sem hér er minnst;
Hörður, f. 1935, kona hans Erla
Kristófersdóttir; Rósa Magnfríð-
ur Sesselja, f. 1940, maður hennar
Ragnar Guðmundsson; og Erla
Fanney, f. 1944, hennar maður,
Gísli Kjartansson.
Bragi ólst upp við vanaleg
sveitastörf og stundaði nám eins
og aðrir þarna við Farskóla
Rauðasandsskólahverfis. Hann
--- var á sínum yngri árum nokkuð
við sjó, bæði á vertíðarbátum og
togara. Um árabil var hann hjálp-
arhella foreldra sinna við búskap-
inn á Melanesi.
Hann hóf sambúð með Vigdísi
Þóreyju Þorvaldsdóttur 1958.
Hún er dóttir hjón-
anna Ólafar Dag-
bjartsdóttur og Þor-
valds Bjarnasonar,
lengi í Holti á Barða-
strönd, en síðar í
Gröf á Rauðasandi.
Systkini Vigdísar
eru Steingrímur,
Ásta, Jóhanna, sem
nú eru látin, og
bræðurnir Bergur
og Bjarni.
Þau Vigdís og
Bragi bjuggu lengi
með foreldrum
Braga, en tóku _svo
alveg við búinu. Ingibjörg og ívar
létust bæði á Melanesi. Síðar
komu foreldrar Vigdísar þangað
og voru hjá Vigdísi og Braga þar
til þau létust, Þorvaldur á Mela-
nesi, en Ólöf á Patreksfirði.
Vigdís og Bragi létu af búskap
og fluttu á Patreksfjörð 1981. Eft-
ir það vann Bragi í fiskvinnu í
Odda. Þó var hann um þriggja
sumra bil við að endurreisa gömlu
Reykhólakirkju í Saurbæ á
Rauðasandi.
Ekki varð þeim Braga og Vig-
dísi barna auðið, en Vigdfs átti áð-
ur dóttur, Ólöfu Matthíasdóttur,
sem býr á Melanesi með sambýlis-
manni sínum, Skúla Hjartarsyni.
Útför Halldórs Braga fer fram
frá Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Mánudagurinn 28. febrúar rann
upp. Ekki bjai-tur og fagur eins
mörgum er tamt að minnast eftir-
minnilegra daga. Heldur með stór-
hríð og mikilli ófærð. Bragi frá
Melanesi bjó sig til vinnu eins og
aðra daga. Var hann á báðum átt-
um hvort hann kæmist vegna
ófærðar. Hafði hann það á orði að
ekki léti hann það spyrjast um sig
að hann kæmist ekki til vinnu
vegna veðurs. Sú ferð var hans síð-
asta. Hann komst á vinnustaðinn
en þá bilaði hjartað. Ekki tókst að
koma honum undir læknishendur
fyrr en of seint, vegna veðurs.
Hafði hann gengist undir uppskurð
fyrir allmörgum árum vegna sama
sjúkdóms sem var búinn að taka
sig upp aftur.
Mig langar til að minnast bróður
míns með nokkrum orðum. Mér
finnst ég eigi honum skuld að
^jalda þó að hún verði ekki greidd
með þessum skrifum. Ekki er hægt
að minnast hans nema segja lítið
eitt frá umhverfinu sem við ólumst
upp í. Foreldrar okkar voru fædd
og uppalin á Rauðasandi, sem er
sveitin milli Látrabjargs og Skor-
ar. Þau voru bæði af þeirri kynslóð
sem er nú kölluð aldamótakynslóð-
in. Þá sveif andi ungmenna- og
samvinnuhreyfingar yfir vötnum.
Þau trúðu því að með því að standa
saman að málum mundi nást meiri
og betri árangur. Það má segja á
þeim árum hafi Rauðsendingar
staðið saman sem ein fjölskylda. I
þessu umhverfi ólumst við systkin-
in upp og þurftu allir að hjálpast
gP-
Margs er að minnast frá upp-
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
L_____________
vaxtarárum. Leikir og störf. Minn-
isstæðust eru þó ferðalög okkar
bræðra eða landkönnuðarleiðangr-
ar og smalamennska í Skor og Sjö-
undárhlíðum, þar sem ekki voru
farnar troðnar slóðir. Hafði Bragi
forustu og fórst vel. Hann var
óvenju brattgengur eða „fær“ eins
og það var kallað. Fóru þar saman
líkamleg hreysti og dirfska. Menn
kölluðu þetta fífldirfsku en það var
ekki. Hann vissi hvað hann gat og
og kunni ekki að hræðast. Reynsla
þessi kom sér vel síðar á ævinni við
að bjarga sauðfé úr Stálfjalli úr
sjálfheldu og svelti. Líklega hefur
enginn maður verið jafn kunnugur
í Skor og Stálfjalli sem hann.
A Melanesi var aldrei unnið að
heyskap eða annarri vinnu á
sunnudögum nema nauðsyn krefði.
Höfðum við krakkarnir þá frí og
máttum gera það sem við vildum.
Var þá oft farið á vorin til eggja í
Skor sem og kolanámurnar í Stál-
fjalli upp á Napa og víðar. Var þá
sanleikanum oft hagrætt hvaða
leiðir voru farnar. Tvær ferðir eru
mér sérstaklega minnisstæðar. Hin
fyrri var ferð á Napa en hann er
hæsti tindur á fjallgarðinum milli
Rauðasands og Barðastrandar. A
heimleiðinni var lögð lykkja á leið-
ina og ákveðið að fara vesturbrún-
ina á fjallinu en það skerst í sund-
ur með nokkrum skörðum. Leið
ekki á löngu áður en við komumst í
þrot. Þurftum við þá að snúa til
baka en það var löng leið. Bragi
trúði að hægt væri að komast niður
þar sem við vorum. Var hann kom-
inn niður fyrir brúnina svo höfuðið
eitt stóð uppfyrir. Losnaði þá
steinn undan fótum okkar er ofar
stóðum. Steinninn hitti Braga í
höfuðið og hurfu þeir báðir fram af
brúninni. Hlaupum við hinir langan
veg til baka til að komast á slysst-
að.
En heppnin var með. Undir var
snjóskafl sem sólbráð var í. Bragi
hafði ekki slasast í fallinu. En orð
hafði hann á að ekki væri hægt að
ferðast með þessum ösnum.
Mörgum árum seinna voru við á
vertíð í Vestmannaeyjum. Var þá
ferðinni heitið í Herjólfsdal til að
príla í klettunum þar. Var Bragi
kominn hátt upp er honum skrikaði
fótur. Var hann byrjaður að hrapa
en tókst með ótrúlegu snarræði að
ná handfestu og stöðva sig í fallinu
og komst niður á eðlilegan hátt.
Þar skall hurð nærri hælum.
Um tvítugs aldur fór Bragi að
stunda sjó. Var hann við það í
nokkur misseri bæði á togurum og
bátum og líkaði honum það vel.
Kom hann svo heim og tók við
búinu á móti foreldum okkar. A
þeim árum voru þessar afskekktu
sveitir að komast í samband við
umheiminn. Vegasamband, sími á
hvern bæ og síðast rafmagnið. Með
bættum samgöngum var farið að
nota skurðgi-öfur og jarðýtur til
ræktunar. Búin stækkuðu og af-
koman batnaði hjá þeim sem vel
héldu á málum.
Arið 1958 byrjuðu þau í sambúð
Bragi og Vigdís Þorvaldsdóttir frá
Holti á Barðaströnd. Hún átti fyrir
dótturina Olöfu sem Bragi gekk í
föðurstað. Búnaðist þeim vel öll ár-
in sem þau bjuggu á Melanesi og
tryggðu foreldum okkar áhyggju-
laust ævikvöld. Bjarni föðurbróðir
okkar var einnig hjá þeim og dóu
þau öll frá heimilli þeirra á Mela-
nesi.
Á þessum árum ræktuðu þau
nær allt land sem ræktanlegt var á
Melanesi. En húsakosturinn eltist
og var ekki endnýjaður nema
byggja nýtt frá grunni. Bestu árin
voru að baki. Óðaverðbólga geisaði
í landinu og ekki árennilegt_ að
leggja í stórframkvæmdir. Árið
1981 bregða þau búi og flytja til
Patreksfjarðar. Skömmu áður en
þau flytja komu til þeirra tengda-
foreldrar hans, Þorvaldur og Ölöf,
en þau voru orðin öldruð. Þorvald-
ur dó á Melanesi en Ólöf eftir
nokkur ár á heimili þeirra á Pat-
reksfirði.
Eftir að þau flytja til Patreks-
fjarðar stundaði Bragi fiskvinnu,
mest í sama fyrirtæki, Odda hf.,
sem matsmaður á saltfisk. Vann
hann sér þar traust og virðingu
sem góður starfsmaður. Ekki yfir-
gáfu þau Rauðasand að öllu þó að
þau flyttu þaðan. Þau byggðu sum-
arbústað í Melanesskógi þar sem
Suðurfossá fellur með öllum sínum
fossum. Kölluðu þau býli þetta
Fossabrekku en það átti vel við því
að frá Melanesi séð var alltaf talað
um að fara fram undir Fossa. Þar
dvöldu þau flestar helgar á sumrin
og var oft gestkvæmt. Þann hátt
höfðu þau á að leigja sér sumar-
bústað einhvers staðar á landinum
og ferðast þaðan frá í vikutíma.
Voru þau orðin vel kunnug víða um
land. Sl. sumar voru þau í sumar-
bústað við Úlfljótsvatn. Fórum við
þá ferð í Þórsmörk og höfðum öll
gaman af. Bragi hafði þá á orði að
hann hefði ekki vitað að svona feg-
urð væri til á íslandi. Ekki datt
mér það í hug að þetta væri í síð-
asta sinn sem við ferðumst saman.
Elsku bróðir, þín er sárt saknað.
Vigga mín, við sendum þér og
fjölskyldu þinni innilegustu samúð-
arkveðjur.
Margs er að rainnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerrri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Hörður og Erla.
Rauðisandur er lítil sveit vestra
þar sem Vestfirðir og Breiðafjörð-
urinn mætast. Með fjallahringinn
að baki leikur hafið við rauða sand-
ströndina, Látrabjargið stendur
vaktina í vestri og Stálið á eystri
hreppamörkum. Bæjaröðin teygir
enn úr sér sveitarenda á milli, þótt
þar séu færri íjölskyldur nú en áð-
ur byggðu Sandinn.
I þessu umhverfi lifði og starfaði
föðurbróðir minn, Bragi á Mela-
nesi, stærstan hluta ævinnar.
Hann fæddist á Melanesi árið 1933
og ólst þar upp við öll venjuleg
sveitastörf að hætti þeirra tíma.
Þáttaka barna og unglinga í dag-
legum störfum hinna fullorðnu var
eðlilegur og óhjákvæmilegur hluti
daglegs lífs. Vinnan var forsenda
þess að sjá sér og sínum farborða.
Hvíldartímareglur eða útreikning-
ur starfsdaga voru óþekkt fyrir-
bæri í huga fólks. Slíkur jarðvegur
skilar oft einstaklingum sem eru
ekki vílnir út af smámunum en
herðast við hverja raun. Þannig
var Bragi.
Bragi stundaði um tíma sjó á
yngri árum frá Vestmannaeyjum
og Suðurnesjum. Féll honum sjó-
mennskan vel og var hér áður
stundum að heyra hjá honum
nokkra eftirsjá yfir því að ekki
skyldi hafa teygst meir úr sjó-
mennskunni en raun bar vitni, en
búskapurinn kallaði.
Melanes er á ýmsan hátt erfið
jörð og snúningasöm til búskapar,
sérstaklega þó fyrir fjárbúskap.
Það er ekki óalgengt þar vestra.
Hlíðarnar og Stálið eru spordrjúg
og ekki á hvers manns færi að fara
þar um eins og til þarf þegar srnal-
að er. Segir fátt af einum í slíkum
ferðum við misjafnar aðstæður á
öllum árstímum.
Bragi var forðagæslumaður í
sveitinni um árabil. Hann var fær
og ódeigur klettamaður enda átti
hann ófá sporin um brattgenga út-
haga. Hann var því iðulega tilkall-
aður er fé var komið í sjálfheldu í
klettum vegna færni sinnar og
reynslu í þeim efnum. Grenja-
skytta var hann um áraraðir og
átti marga snerru við skolla sem
oftast lauk á einn veg.
Það er margs að minnast frá
liðnum tímum, enda þótt strjálla
hafi orðið um samfundi hin seinni
ár. Upp koma í hugann ótölulegar
heimsóknir og erindi milli bæjanna
fyrr og síðar. Samvinna við hey-
skap, smalamennsku eða annað
sem þörf var á hverju sinni. Æfin-
týraferðir niður að Ós í selalagn-
irnar eða eggjaleit inn í Skor. Þeg-
ar aldurinn leyfði þótti það nokkur
áfangi að vera treyst til að fara
með Braga í kletta að taka fé úr
svelti eða upp á fjöll að leita
grenja.
Bragi og Vigga, eiginkona hans,
stunduðu búskap á Melanesi fram
til ársins 1980, framan af í félags-
búi með afa og ömmu. Þá tóku þau
ákvörðun um að bregða búi og
flytja yfir á Patreksfjörð. Þar
komu þau sér þægilega fyrir og
undu hag sínum vel. Bragi stund-
aði síðan almenna verkamanna-
vinnu af ýmsum toga á Patreksfirði
í nær tvo áratugi og átti einungis
nokkrar vikur í starfslok þegar yfir
lauk í lok febrúar sl.
Þegar yfir á Patreksfjörð var
komið togaði sveitin engu að síður.
Því hófust þau fljótlega handa við
að reisa snotran sumarbústað
frammi við Suðurfossá. Þar dvöld-
ust þau Bragi og Vigga mörgum
stundum og nutu þess besta sem
Rauðisandur hefur upp á að bjóða.
Bragi var hlédrægur að eðlisfari
en hafði drjúggaman af léttum
strákapörum og góðlegum glettum.
Hann sóttist ekki eftir vegtyllum
gegnum tíðina eða frama samfé-
lagsins. Viðurkenning þess birtist
hinsvegar í að hann var eftirsóttur
og vinsæll starfsmaður vegna
dugnaðar, samviskusemi og vel-
virkni. Þar skipti mestu máli að
skila því sem skila skyldi. Það var
að mörgu leyti dæmigert fyrir
Braga, að hann skyldi að lokum
sigraður af vetrarstórviðri, botn-
lausri ófærð og iðulausri stórhríð,
þegar hann braust til vinnu sinnar
morguninn sem hann lést. Hættu-
merkjum heilsunnar var ekki sinnt,
aldurinn ekki viðurkenndur, skyld-
uræknin sett öðru framar.
Ég votta Viggu og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Braga frá
Melanesi.
Gunnlaugur frá Móbergi.
Bognar aldrei - brotnar þó
í bylnum stóra seinast.
(St. G. Stephansson.)
Það var mánudaginn 28. febrúar
að mikið óveður gekk yfir landið. A
Patreksfirði gerði gríðarlega ófærð
í miklum veðurham, slíkum að
varla var farandi út úr húsi nema
erindið væri brýnt. Bragi Ivarsson
var ekki vanur að láta sig vanta til
vinnu þótt heilsan væri farin að
bila og eldsnemma þennan morgun
kafaði hann skaflana í glói-ulausum
byl á leið til vinnu sinnar. Þessi
ferð reyndist honum ofraun og lést
hann skömmu síðar eftir átökin við
„Kára í jötunmóð" sem varnaði
honum vegarins. Já, skylduræknin
getur orðið of mikil.
Ein fyrstu kynni mín af Braga,
föðurbróður mínum, voru þegar ég
var sendur með mjólkurbílnum í
sveit að Melanesi til ívars afa míns
og Ingibjargar ömmu minnar.
Þetta hefur líklega verið um mán-
aðamótin maí júní 1967. Bflstjórinn
var Pálmi Magnússon. Þessi til-
tekna ökuferð hefur komið í huga
mér æ oftar á seinni árum, líklega
vegna þess að veðrið og náttúran
voru alveg dýrðleg þennan morg-
un, lagt var af stað eldsnemma um
morguninn frá Patreksfirði og
brunað sem leið lá „vestur á Sand“.
Á leiðinni söng Pálmi og trallaði til
að reyna að hressa við lítinn og
hálffeiminn labbakút.
Bragi átti þá stálpaða fóstur-
dóttur, Ólöfu, en engin börn sjálf-
ur, því var það að móðir mín sagði
að hún ætlaði að lána Braga mig
svo hann hefði einhvern strák til
snúninga. Ég var talsvert uppveðr-
aður yfir því að ég ætti að hjálpa
Braga frænda. Líklega var ég nú
ekki til neinna stórræða en fékk þó
nafnbótina kúarektor. Eins og
nafnbótin gaf til kynna þá var hlut-
verk mitt einkum það að reka kýr
úr og í haga tvisvar á dag.
Nú á dögum þætti þáverandi
íbúðarhús á Melanesi afskaplega
lítið, en þetta litla hús veitti ein-
hverja sérstaka hlýju og vernd
sem maður finnur ekki í íbúðarhús-
um nútímans. Sérstaklega fékk
maður þessa tilfinningu þegar veð-
ur var vont, þá trekkti vel í
kabyssunni og því fylgdi afskap-
lega róandi niður.
Á Melanesi voru ætíð einhver
tökubörn í sveit á sumrin og
kynntist ég nokkrum frændsyst-
kinum mínum þar. Glettist Bragi
oft við okkur krakkana, sérstak-
lega á kvöldin eftir að vinnu var
lokið. Fyrsta glettan kostaði
reyndar skælur af minni hálfu,
enda lítið hjarta hálfókunnugs
drengsins gegn gi’jóthörðum
stríðnum fyrrum togarajaxli. Ég
lærði fljótt að meta leikinn og grín-
ið hjá þessum hrausta og á yfir-
borðinu harðgerða manni og varð
okkur vel til vina, en líklega hefur
Bragi viljað vita hvursu ger bróð-
ursonurinn væri eða verður frænd-
seminnar. „Þekkirðu þennan?“
Glórði ég þá rangeygur á grjót-
harðan krepptan hnefa Braga við
nebbann, „þetta er bróðir hans,“
blimskakkaði ég þá á þá bræður
tvo, og í bóndabeygjunni: „Hvað
geturðu nú?“
Grip nokkurn átti Bragi sem ég
dáðist mikið að og hafa slíkir gripir
alla tíð síðan verið mér tákn karl-
mennsku með skóru Kái, það var
Winchester-riffillinn hans. Bragi
var annáluð tófuskytta og sá lengi
um að halda fjölda refa niðri í
Rauðasandshreppi. Einhverju sinni
áttum við Ivar afi minn og Bragi
leið inn að Sjöundá. Líklega stóð til
að smala fé til rúnings, nema hvað,
þegar á Sjöundá er komið verðum
við varir við tófu sem situr uppi í
hlíð og horfir á okkur. Um þriggja
kílómetra leið er frá Sjöundá að
Melanesi og þótti mér það nokkur
heiður að vera sendur eftir vopn-
inu heim að Melanesi. Hljóp ég
leiðina heim og aftur inn að Sjö-
undá í einum spreng. Þegar þang-
að var komið sat tófan hin róleg-
asta og féll síðan rétt á eftir.
Ég var líklega tvö sumur í sveit
„að hjálpa Braga“ á Melanesi og
alltaf voru ævintýrin að gerast.
Langt er orðið síðan ég ílutti að
heiman, en ég hef haft það fyrir
reglu að vitja Rauðasands að
minnsta kosti einu sinni á ári og
gista þá í litlu sumarhúsi foreldra
minna við Suðurfossá, það stendur
steinsnar frá sumarhúsi Braga og
Viggu. Nánast í hvert skipti hefur
hist þannig á að þau hafa þá verið í
sínu húsi og ekki hefur verið hægt
að kvarta undan trakteringunum á
þeim bænum.
Mestan hluta starfsævi sinnar
var Bragi bóndi á Melanesi en þar
bjó hann ásamt sambýliskonu
sinni, Vigdísi Þoi'valdsdóttur. Áður
hafði hann stundað sjómennsku á
togaranum Keflvíkingi og vertíðar-
bátum.
Ái'ið 1981 hættu þau búskap á
Melanesi og fluttu til Patreksfjarð-
ar. Þar vann Bragi hjá útgerðar-