Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 55

Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 55 fyrirtækinu Odda hf., en við búi á Melanesi tóku Skúli og Ólöf, dóttir Viggu. Þá um vorið gerir Bragi mér boð um að koma með sér í egg inn í Skor en það hafði ég ekki áð- ur gert. Finnst mér eins og að hann hafi viljað nota þetta síðasta tækifæri til að manna mig og kynna mér frekar stórbrotið um- hverfi Skorar og nágrennis. I þess- ari góðu ferð töluðum við manna- mál. Kveður þig rós úr kjarri, klettafrú á gljúfravegg, blágresi úr brekku, burknastóð úr gjá. Lambagras úr lyngmó, ljósberi og víðikló, eyrarrós af auðnum, hvönn úr klettató. Burn úr bröttum skriðum, blálilja við fjöruhlein, draumsóley af tindum, dýragras við stein. Fífan mjallahvíta, fjólan himinblá beri blómakveðjur barmi landsins frá. (Ólafur B. Guðmundsson.) Kæri Bragi, hjartans þakkir fyr- ir samfylgdina. fvar Arason. Drengskaparmaðurinn Bragi frá Melanesi er farinn. Alfarinn. Óaft- urkallanlega. Hans er sárt saknað. Traust var handtakið. Traust var lundin. Orð- fár, orðheldinn. Hnyttinn, sumum fannst hann glotta, okkur fannst hann kíma. Hann var fundvís á spaugilegu hliðarnar og hló þá hjartanlega. Sumum fannst hann hafa harða skel en í hörðu skeljun- um þróast líka eðalperlurnar sem þeii- finna, sem leita. Þannig perla var í hjartanu hans Braga. Bragi fann sinn gimstein í henni Viggu sinni. Þau voru einstaklega samhent og báru fulla virðingu hvort fyrir öðru. Fjölskyldan samhryggist henni af heilum huga. Við eigum erfitt með að trúa því að skógurinn hans í kring um sumarhúsið þeirra kæra hafi sama lit eftir sem áður. Það verður erfitt að hugsa sér þann stað án hans. En allt hefur sinn enda, einnig samveran okkar góða. Blessi þig blómjörð, blessi þig útsær, blessi þig heiður himinn, elski þig alheimur, eilífð þig geymi, signi þig sjálfur guð. (Jóh. úr Kötlum). Kæri vinur, farðu í friði. Við sökn- um þín. Ásta og íjölskylda. Genginn er góður og vænn mað- ur, Bragi Ivarsson, maðurinn hennar Viggu frænku. Fyrstu kynni mín af honum urðu þegar ég var strákur í sveit hjá afa og ömmu í Gröf á Rauðasandi. Eg var ekki upplitsdjarfur, 11 ára guttinn eða þar um bil, á flugvellinum í Örlygs- höfninni þegar Bragi kom á jepp- anum yfir fjallið að sækja mig til að færa mig til sumardvalar hjá afa og ömmu. Eg áttaði mig á því mörgum árum seinna að á leiðinni niður Bjarngötudalinn hélt hann mér uppteknum frá snarbröttum skriðunum í fjallinu og bugðgóttum veginum sem sannarlega getur skotið mörgum skelk í bringu svona í fyrsta sinn allavega. Mér gafst síðan tækifæri í þrjú sveita- sumur að kynnast honum betur. Stór var hann og sterkur í augum strákstaula af mölinni og virtist strangur. Sem unglingur og síðar sem fullorðinn fjölskyldumaður kynntist ég hans innri manni og persónueiginleikum. Mannauður er vissulega ríkidæmi, það endur- sj)eglaðist vel i Braga heitnum. Areiðanleiki og traust, geðprýði og göfuglyndi, nægjusemi og trú- mennska eru orð sem koma mér til hugar er ég rifja upp minningar mínar í samvistum og samskiptum við Braga heitinn og Viggu mína. Hann unni sveitinni sinni og sýsl- unni og bar hag hennar fyrir brjósti. Þjóðmálaumræðan var honum ætíð ofarlega í huga og maður fann strax hversu heilbrigð- ar skoðanir hans voru á mannlífinu og atvinnuháttum lands og þjóðar. A aflraunum og íþróttum almennt hafði hann sérstakan áhuga. Ósér- hlífinn svo eftir var tekið og góður félagi. Ég tel mig vera morgun- hana, hann sló öll met. Oft var margt um manninn í gamla bænum á Melanesi og þröngt máttu sáttir sitja og liggja því aldrei kynntist ég öðru en góð- vild og kærleika og sérstaklega þessari skilyrðislausu gestrisni sem er einkenni íslenskrar bænda- stéttar fyrr og síðar. Ég trúi því að það hafi verið þeim gæfuspor er þau létu af búskap á Melanesi og fluttust búferlum til Patreksfjarð- ar og hófu þar störf. Enda var búið á Melanesi skilið eftir í góðum höndum, höndum sem þeim báðum þótti innilega vænt um, höndunum á Lóu og Skúla og börnum þeirra. Ljósgeislarnir í augum þeirra beggja. Þau áttu og eiga sér líka griðastað í sveitinni sinni ljúfu við Suðurfossána, lítið og persónulegt sumarhús á yndislegum stað. Þar hef ég og fjölskylda mín fengið að njóta ánægjulegra stunda með þeim báðum í sveitinni sem á svo stóran sess í mínu hjarta. Það er ekki okkar að skilja af- hverju. Lífið og dauðinn er ekki á okkar valdi. Þar er það Skaparinn sem ræður för. Guð sem gefur og Guð sem tekur. „Þinir vegir eru ekki mínir vegir og mínir vegir ekki þínii*,“ segir í heilagri ritn- ingu. „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðurn." (Sálm.46.1-2) Ég bið Drottin Guð að hugga þig og varðveita, Vigga mín. Megi Hann þerra tárin og fylla tómarúm hjartans sem nístir svo sárt. Megi myrkrið verða að Ijósi, ljósi sem skín þér og öðrum til blessunar. Ég votta öðrum aðstandendum og fjölskyldum þeirra dýpstu sam- úð og bið Guð að varðveita ykkur á þessari sorgarstundu. Ingólfur Ármannsson og fjölskylda. Þeim hefur fækkað bændunum á Rauðasandi frá því ég flutti þangað úr Reykjavík fyrir nærri þrem ára- tugum. Nú síðast Bragi frá Mela- nesi, sem lést 28. febrúar sl. Hugur minn leitar til þeirra daga er ég flutti til Rauðasands á vordögum 1971. Það var vor í lofti og horft var til framtíðar. Búskap- ur í íslenskum sveitum var þá al- mennari en nú er, og vorum við þá fleiri, sem höfðum fasta búsetu í fallegri sveit hér á Rauðasandi. Mér er minnisstæð sú gestrisni og hlýja sem mætti mér, þegar ég kom í fyrsta skipti í heimsókn að Melanesi. Þá voru þar foreldrar Braga, Ivar og Inga, ásamt Bjarna, föðurbróður Braga. Það er styrkur að eiga góða nágranna, og ég átti ávallt góðu að mæta er ég þurfti að leita til Braga og Viggu í mínum veikindum. Bragi hafði ekki mörg orð um hlutina, en öryggi og festa einkenndi hans persónu. Síðar fluttu þau Bragi og Vigga til Patreksfjarðar, en þar hóf Bragi störf við fiskvinnslufyrirtækið Odda og starfaði hann þar til hinsta dags. Þegar komið er að kveðjustund leitar hugurinn til liðinna ára og þeirra daga þegar ég kynntist þeim samtakamætti sem var hér í sveit. Nokkrum árum áður en ég flutti hingað hafði kirkjan í Saur- bæ fokið í ofsaveðri. Fljótlega hófst umræða um að reisa þyi-fti nýja kirkju. Þáttur Braga og Viggu í kirkjubyggingunni var mikill, og var hún vígð í september 1982. Oft hjálpaði Bragi okkur Tryggva við að slá kirkjugarðinn, þar sem við erum nú orðin fá eftir hér á Rauðasandi. Héðan frá Lambavatni sendum við þér, kæra Vigga, okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Erla Þorsteinsdóttir. + Benedikt Gabríel Egilsson fæddist á ísafirði 26. desem- ber 1922. Hann lést á sjúkrahúsinu á Isa- fírði 1. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Egill Krislján Jónsson, f. 4. ágúst 1893, og Hrafnhildur Eiðs- dóttir, f. 31. júlí 1899. Systkini Benedikts voru Böðvar, látinn; Þórólfur, látinn; Gróa; Jónína, látin; Ólöf, látin; Anna; Guðni, látinn; Bára og Björn. Hálf- systkini Halldóra og Högni. Hinn 9. aprfl 1944 kvæntist Benedikt Gróu Loftsdóttur, f. 23. febrúar 1925. Börn þeirra eru: 1) Guðjóna Elí, f. 22. janúar 1945, gift Páli Ólafssyni, f. 13. nóvember 1945, börn þeirra eru Sólveig, Hrafnhildur, Berglind og Kristján. 2) Eiður Kristján, f. 24. júní 1946, kvæntur Svanhildi Björgvinsdótt- ur, f. 25. maí 1945, börn þeirra, Sigurbjörg Agnes, Hrafnhildur, Auður Árdís og Einar Björgvin. 3) Egill, f. 11. nóvember 1947, kvænt- ur Þorlaugu Guðfinnu Þorleifs- dóttur, f. 30.desember 1948, börn þeirra, Rún, Benedikt Gabrí- el, Jóhann og Gróa. 4) Bjarni Loftur, f. 14. mars 1949, kvæntur Margréti Jóhanns- dóttur, f. 14.septem- ber 1947, börn þeirra, Sigrún Gróa, Jóhann Þórarinn og Álfheiður Elín. 5) Gísli, f. 23. ágúst 1950, kvæntur Alrúnu Kristmanns- dóttur, f. 17. október 1950, börn þeirra, Arnheiður Klausen, Kristmann og Jóhanna Klausen. 6) María Þóra, f. 29. mars 1952, gift Jóni Ægi Guðmundssyni, f. 18. ágúst 1939, börn þeirra, Ágúst Norðfjörð og Gróa Norðfjörð. 7) Sævar Hreiðar, f. 1. mars 1955, kvæntur Bjarnveigu Elísabet Páls- dóttur, f. 23. desember 1954, börn þeirra, Sigi-ún Ósk, Guðfinna Magnea, Vilhelm Páll og Benedikt Egils. 8) Gestur, f. 29. júní 1956, kvæntur Bergljótu Pálmadóttur, f. 21. desember 1955, börn þeirra, Þorri, Aðalheiður Ýr, Drífa og Pét- ur. 9) Halldóra Kolbrún, f. 21. aprfl 1959, gift Jóhanni Gíslasyni, Ólafs- son, f. 11. maí 1958, börn þeirra, Gunnar Pétur, Þorbjörn og Loftur Gísli. Barnabörn þeirra Benedikts og Gróu eru 31 talsins og barna- barnabörn eru 18. Benedikt ólst upp í foreldrahús-* um á Isafirði og 13 ára eða 1935 hóf hann sjómennsku frá Isafirði á Mumma ÍS. Skipstjómarprófi frá Stýrimannaskólanum á Isafirði lauk hann 1943. Var háseti og stýrimaður á Djúpbátnum Fagra- nesi 1943 til 1946. Þau hjónin flutt- ust til Hólmavíkur 1946 þegar hann tók við skipsstjórn á Braga ST-29. Tók við skipstjórn á Brynj- ari ST-47 og var með hann til sum- arsins 1957 en það sumar varð fyr- ir alvarlegu slysi. Benedikt var á ýmsum öðrum bátum, meðal ann- ars Samvinnubátunum frá ísafirði. *' Benedikt, var með eigin útgerð um árabil. Hann starfaði sem verslunarmaður hjá Kaupfélagi Stcingrímsfjarðar frá 1963 til 1972 er hann tók aftur að sér skips- stjóm á rækjubát frá Hólmavík. Þau hjónin fluttust til Isafjarðar 1975 þegar Benedikt varð skip- stjóri á Djúpbátnum Fagranesi og lauk þar sjómannsferli sínum. Eft- ir það vann hann meðal annars hjá Kaupfélagi Isfirðinga, sem kjötiðn- aðarmaður en sfðustu 13 ár starfs- ævi sinnar vann hann hjá Isaljarð- arbæ sem verkstjóri í áhaldahúsi. Utför Benedikts verður gerð frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. BENEDIKT GABRÍEL EGILSSON Orrustu er lokið. Hún var stutt, en hörð og þjáningarfull. Hvíldin og friðurinn eru vel þegin. Benedikt tengdafaðir minn er dáinn. Það var spennandi og eftirvæntingarfull stund þegar ég, ungur að árum, kom fyrst inn á heimili þeirra Bensa og Gróu. Eftirvæntingin var ef til vill ekki síðri hjá yngri systkinum stóru systur að fá að sjá og kynnast þess- um ókunnuga pflti. Það var gott og auðvelt að kynn- ast þessari stóru fjölskyldu. Mér var tekið af kostgæfni og ætíð sýnt fyllsta traust og sú vinátta og tryggð sem ríkir innan stórfjöl- skyldu Benedikts og Gróu era okkur öllum ákaflega mikils virði. Það kom berlega í ljós síðastliðið sumar er af- komendur þeirra komu saman á Isa- firði á fjölskylduhátíð. Af 81 afkom- anda og tengdabörnum vantaði aðeins sex. Þetta var sannkölluð fjölskylduhátíð sem Benedikt og Gróu þótti afar vænt um að var haldin. Benedikt var sjómaður. Um það bára hendur hans glögg merki, þykkar og vinnulúnar. Hann stund- aði sjóinn lengi einn og síðar með sonum sínum þegar þeir höfðu aldur og áræði til, en einnig var hann skip- stjóri á stærri bátum. Lífsbaráttan var hörð, búskapur hófst með lítið á milli handanna, barnahópurinn stækkaði fljótt og marga munna þurfti að metta. Þröngt var búið til að byrja með. Eldri bömin hjálpuðu til við heimil- isstörfin því Benedikt var lengst af á sjó og þurfti hvfld þegar heim var komið. Þegar eldri börnin gátu farið að vinna lögðu þau til heimilisins og léttu undir með foreldmm sínum. Það var ekki langt um liðið frá því að þau fluttu í stærra hús á Höfða- götu 5 á Hólmavík þegar ég kom fyrst inn á hlýlegt og notalegt heim- ili þeirra. Benedikt slasaðist illa 1959 og bar hann þess alltaf merki þótt hann léti sem minnst á því bera. Hann bar ekki þjáningar sínar utan á sér. Eftir að hann hætti sjómennsku vann hann hjá Kaupfélagi Stranda- manna á Hólmavík og sá þar um kjötvinnslu. Snyrtimennska og hreinlæti var honum í blóð borið þar sem annars staðar, en glöggt mátti sjá það á bílunum hans sem hann hirti um af einstakri natni. Margar ferðir fóram við saman um landið eða til berja. Minnisstæðar era berjaferðirnar fram í Staðardal, en þar vissi hann hvar helst var von að finna stór og gómsæt aðalbláber. Þetta brást aldrei. Benedikt og Gróa fluttu til ísa- fjarðar 1975 þar sem Benedikt gerð- ist m.a. skipstjóri á Fagranesinu og vann síðar sem verkstjóri hjá ísa- fjarðarbæ. Báðum þessum störfum sinnti hann af alúð. Snemma festu Benedikt og Gróa sér íbúð í Hlíf II, en það var umhyggja af Benedikts hálfu að sjá til þess að Gróa hefði alla þjónustu og öryggi þegar hann félli frá. Fyrirhyggjan var í fyrir- rúmi. Eftir að þau settust í helgan stein fóra þau að ferðast og vetrai'- fríin til Kanaríeyja vora orðin tals- vert mörg. Þar nutu þau sólar, hita og hvíldar sem ekki var svo mikið af á fyrstu búskaparárunum. Þau ferð- uðust á milli barnanna sem bjuggu vítt og breitt um landið og dvöldu að jafnaði um tíma hjá hverju þeirra, en ég hygg að vorið hafi verið besti tíminn fyrir Benedikt þegar hann fór til Hólmavíkur að hjálpa Sævari syni sínum við að skera af teinum og fella net fyrir grásleppuvertíðina. Þá var hann á heimavelli. Börnin urðu níu sem öll starfa sem nýtir þjóðfélagsþegnar vítt og breitt um landið, flest þó á heima- slóðum fyrir vestan. Þeim hafa verið falin trúnaðarstörf sem sýnir að uppeldið hefur verið gott og sannar einnig að ekki er alltaf nauðsynlegt að hafa langt nám að baki til að skila arði til þjóðarbúsins. Benedikt og Gróa hafa ekki lagt minna til þess en aðrir, með þeim mannauði sem býr í bömum þeirra og barnabörnum. Að leiðarlokum er vert að þakka samverastundirnar. Þakka þá rækt sem afi sýndi bömum okkar alla tíð. Þau þakka og kveðja. Elsku Gróa mín, mágkonur og mágar. Ykkar harmur er mestur, en verið þakklát fyrir allar góðu minn- ingarnar og þær rætur sem ykkur vora skapaðar. Páll Ólafsson. Elsku besti afi minn, nú ert þú farinn frá okkur og við munum ekki hittast í bráð, við vissum öll að þú varst hvíldinni feginn þegar að því kom vegna mikilla veikinda, en það breytir því ekki að ég sakna þín rosalega mikið. Ég man ekki betur en það hafi verið þú, afi minn, sem stóðst með mér í öllu mínu hestaves- eni, þú og pabbi unnuð baki brotnu við að gera hesthúsin upp. Þú varst alltaf til staðar ef maður þurfti einhverja hjálp eða bara fé- lagsskap og ég gleymi aldrei þegar ég fékk gefins hestinn Gosa frá Sævari frænda og þú og amma vor- uð hjá mér þegar ég fór fyrst á bak. Og hann hrekkti mig svo mikið en við bara hlógum en amma hló ekki eins mikið og hótaði að skjóta hann, þá hlógum við bara meira. I raun- inni vissi ég aldrei hvort hún var að tala um hestinn eða Sævar. Já, afi, svona vora sumir dagar. Síðustu dagarnir okkar voru á sjúkrahúsinu hér heima, ég gat aldrei sætt mig við það að þú værir að fara því þú hefur alltaf verið hér, heilsuhraustur, heiðarlegur og ein- lægur. Líkaminn gat ekki alltaf tek- ið við þeirri hörku sem bjó í þér, elsku afi minn, en ég veit að hluti af þér verður alltaf hjá mér, bæði í minningu og í hjarta mínu því að ég var alltaf litla skellan þín. Nú ertu kominn til margra ann- arra sem þótti vænt um þig og fylgý ast með okkur að ofan. Ég mun allt- af sakna þín. Þín sonardóttir, Drífa. Elsku afi minn, nú ertu horfinn á braut á vit ævintýranna sem bíða okkar fyrir handan. Ég er viss um að langamma og langafi hafa tekið vel á móti þér og hugur minn segir mér að þér líði ör- ugglega vel. Samt er svo skrítið að við eigum ekki eftir að hittast meira héma megin og ekki á ég eftir að sjá þig ánægðan og glaðan á afmæliá^- daginn þinn, þar sem við hittumst öll og gerðum okkur glaðan dag. Elsku afi, það var alltaf stutt í bros- ið þitt og hreinskilinn varstu, þú mátt eiga það. Sumarið 1999 hélduð þið amma ættarmót með ykkar níu börnum og tengdabörnum, bama- börnum og bamabarnabömum. Og þar, afi minn, sungum við og lékum okkur, ég man þegar þú gekkst að mér og tókst um öxl mína er ég var með yngstu dóttur bróður míns og spurðir mig að því hvort ég væri ekki með eitt á leiðinni. Ég sneri mér að þér og sagði, ekki strax afi minn. Þá sagðir þú, ég veit það elsk- an mín, ég á orðið nóg af barna- barnabörnum í bili og það á eftir fjölga. Já, elsku afi minn, ég dáist að því hvað þú varst duglegur þrátt fyrir erfiða baráttu við þín veikindi. I dag, laugardaginn 11. mars, er tími sorgar og saknaðar er ég fylgi afa mínum til grafar. Ég þakka þér, elsku afi minn, fyrir stundirnar sem við áttum saman, minninguna um þig mun ég varðveita í hjarta mínu um ókomnar stundii-. Ég bið góðan guð að styrkja ömmu og börnin í sorginni. Megi hann hvfla í friði. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðai’hnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Þín Álfheiður Elín.^.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.