Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 72
72 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Gúllas
Bettinu
Kristín Gestsdóttir skrifar þetta á
bolludaginn, 6. mars. Þá hafði gengið
gjörningaveður yfír N-Austurland eins
og maður einn komst að orði í útvarpinu.
FYRIR allmörg-
um árum var ég
ásamt systur
minni á ferð með
strandferðaskipi
frá Seyðisflrði í
slíku veðri. Sú
lífsreynsla
gleymist aldrei.
Við hér á höfuð-
borgarsvæðinu
býsnumst yfir
veðurhæð og
snjóþyngslum,
sem er hreinn
bamaleikur sam-
anborið við aust-
firskt gjörninga-
veður. Full
ástæða er þó til
að býsnast yfir
hálkunni, sem er
geysimikil eftir
að fraus ofan í
blotann á föstu-
daginn. Þótt ekki
viðri til göngu-
túra læt ég það
ekki aftra mér frá
að stunda útiveru og dreg þrek-
hjólið út og hjóla úti.
í síðustu viku auglýsti Karla-
kórinn Fóstbræður vortónleika
og bætti við að vorið væri komið.
Blómabúðir auglýsa sumarblóma-
sáningu, sem vafalaust varpar
vetrarkvíða frá viðkomandi. Ég
hresstist öll við að setjast á þrek-
hjólið og hugsaði um leið til
kríunnar, sem er lögð af stað frá
suðurheimskautinu á 300 km
hraða á sólarhring. Aður hafði ég
sett afar ljúffengan gúllasrétt
með mjög miklum lauk í pott, en
hann matreiddi austurrísk vin-
kona fyrir okkur hjónin þegar við
vorum í heimsókn hjá móður
hennar í Graz sl. vor. Réttinn
kalla ég einfaldlega:
Gúllas Bettinu
maður steikir lítið í einu verður
ekki eins mikil kæling og kjötið
brúnast betur. Setjið síðan allt
kjötið í- pottinn með lauknum,
stráið salti og paprikudufti yfir.
Setjið síðan edikið í vatnið og hell-
ið yfir. Vatnið á að vera lítið, en
hugsanlega má bæta aðeins við
það. Sjóðið við hægan hita í
minnst 1 klst., jafnvel lengur.
4. Takið kjötbitana upp úr pott-
inum, setjið rósavatn í pottinn, ef
þið notið það. Merjið síðan lauk-
inn í pottinum með kartöflustapp-
ara.
5. Setjið kjötið út í og hitið vel í
gegn.
Meðlæti. Soðin hrísgrjón eða
kartöflustappa (mús).
Kartöflustappa (mús)
1 kg bökunarkartöflur
1 kg laukur 2 tsk. salt
1 kg nautagúllas vatn svo fljóti yfir kartöflurnar
Vi dl matarolía 15 g smjör (1 smópakki)
3 tsk. salt ögn af sykri, ef ykkur hentar
1 msk. milt paprikuduft hluti kartöflusoðsins
1 msk. rauðvíns- eða hvítvínsedik Vi 1 lítri vatn 1. Afhýðið kartöflumar og skerið í sneiðar. Setjið í pott
2 tsk. rósavatn (mó sleppa) ásamt salti og vatni og sjóðið þar til þær em meyrar. Hellið soðinu af og geymið. 2. Stappið kartöflurnar, þynnið með hluta soðsins, setjið smjör út í og sykur, ef þið notið hann. Kona hringdi til Kristínar um daginn og bað um uppskrift að kólesterol-lausum bollum. Ekki tókst að birta uppskrift að þeim fyrir bolludaginn og biður Kristín konuna að hringja í sig.
1. Afhýðið lauk og saxið smátt, gjaman í grænmetiskvörn. 2. Setjið olíu á pönnu og sjóðið laukinn við hægan hita á henni í 7 mínútur. Setjið í pott. 3. Smyrjið matarolíu á pönn- una, aukið hitann og steikið V4 hluta kjötsins í einu, þerrið pönn- una á milli með eldhúspappír, smyrjið síðan aftur með olíu og steikið aftur Vt og síðan áfram. Ef
Byggingaplatan WDK©(S®
sem allir hafa bedið eftir
VIROCbyggingaplatan er fyrir
veggi, loft og gólf
VIROC*byggingaplatan er eldþolin,
vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og
hljóðeinangrandi
VIROC®byggingaplötuna er hægt
að nota úti sem inni
VIROC® byggingaplatan
er umhverfisvæn
VIRQC®byggingaplatan er platan
sem verkfræðingurinn getur
fyrirskrifað blint.
PP
&CO
Leitið frekari upplýsinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100
Ekkert spaug
MÉR hefur fundist „Tví-
höfði“ stundum bara
nokkuð fyndnir - og
þeirra spaug var ágætis
mótvægi við aðra spaug-
þáttagerðarmenn - þar til
nú. Þetta, sem þeir buðu
uppá sl. miðvikudag-
skvöld þ. 8. mars á Stöð 2,
á besta sýningartíma, var
nánast allt eitt allsherjar
ógeð, þar sem saman fór
sóðaskapur, ljótt orð-
bragð, ofbeldi, illmennska
og almennur vesaldómur í
hrærigraut. Þetta átti
ekkert skylt við grín,
hvað þá list.
Að mínu viti eiga svona
grófir þættir ekkert er-
indi við almenning.
Almenningur vill ekki
hafa sitt grín á svona lágu
plani. A.m.k. er ég fokreið
yfír að þurfa að greiða
fyrir svona viðbjóð. Ég
veit um ömmu og afa, sem
hreiðruðu um sig í stofu
með barnabörnunum sín-
um þetta kvöld og ætluðu
að gleðja þau með því að
leyfa þeim að horfa á ís-
lenskan skemmtiþátt, en
sátu orðlaus og miður sín
undir þessum ósköpum.
Þið, „Tvíhöfði“(/„Fóst-
bræður") virðist ekki hafa
tilfinningu fyrir þeirri
hárfínu línu, sem góðir
spaugarar verða að vera
sér meðvitaðir um, til að
fara ekki yfir strikið. Þið
fóruð yfir strikið. Og það
er ekkert spaug.
Ég hef heyrt fleiri tala
um þetta; venjulegt fólk
vill almennt ekki sjá þætti
um sk. „öfuguggahátt",
sóðaskap, fantaskap og
nauðgun, illmennsku, ljótt
orðbragð, „dóp“, morð,
VELVAKAIVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
geðveiki eða andlega van-
heilsu í íslenskum grín-
þáttum - því þetta eru
grafalvarleg mál og sorg-
leg og eiga margir um
sárt að binda einmitt
vegna þannig vandamála.
Það er heldur ekkert
spaug.
Mér finnst Stöð 2 vera
mikil minnkun að því að
stuðla að gerð/útsendingu
þátta sem þessa.
Ef þið getið ekki betur
en þetta, þá hættið þið
heldur „Tvíhöfða“-par!
Ps. Ég treysti alveg
þeim, sem vilja sjá sora
og ógeð í sjónvarpi til að
verða sér úti um það á
öðrum vettvangi.
Virðingarfyllst,
Rafnhildur Björk
Eirfksdóttir,
hjúkrunarfræðingur
Þakklæti til Míru
ÞAÐ er nú svo oft minnst
á það sem miður fer hjá
verslunum og verslunar-
fólki gagnvart viðskipta-
vinum þeirra, en sjaldan
minnst á það sem vel er
gert. Þess vegna langar
okkur hjónin að koma á
framfæri þakklæti til
verslunarstjóra og alls
starfsfólksins hjá hús-
gagnaversluninni Míru
við Bæjarlind í Kópavogi.
Fyrir stuttu festum við
kaup á sófa hjá þeim og
voru þau svo indæl að
senda okkur hann heim
vegna sérstakra að-
stæðna, sem er alls ekki
venja hjá húsgagnaversl-
unum. Eftir nokkra daga
urðum við þess áskynja
að þessi sófi hentaði okk-
ur ekki fullkomlega eins
og tilefni stóð til. Við
færðum þetta í tal við
verslunarstjórann og hún
sagði okkur að hún myndi
láta sækja sófann og við
myndum síðan koma í
verslunina og ræða um
hvernig við myndum
ganga frá málinu. Daginn
eftir sóttu sömu .tveir
ungu mennirnir sófann og
þar voru sannarlega fag-
menn á ferð. Jafnframt
komu þeir með bréf frá
verslunarstjóranum með
kredit-reikningi og ávísun
fyrir endurgreiðslu á sóf-
anum. Við erum mjög
ánægð og þakklát á allri
þeirri vinsemd og elsku-
legheitum sem við urðum
aðnjótandi af hendi alls
starfsfólks verslunarinnar
og mega eigendur versl-
unarinnar sannarlega
vera stoltir af og ánægðir
með sitt st'arfsfólk.
Anna og Halldór
Óánægð með
þjónustuna
ÖLDRUÐ vinkona bauð
okkur hjónunum í kaffi á
veitingahúsið Apótekið í
Reykjavík. Hún hlakkaði
mikið til að fara þangað,
vegna þess að þarna voru
engar breytingar gerðar á
húsnæðinu. Þegar við
komum þangað báðum við
um reyklaust borð, sem
var ekki hægt að fá. Við
pöntuðum drykki og báð-
um um að sígarettuaska
yrði þurrkuð af borðinu.
Drykkirnir komu á borðið
en ekkert bólaði á tertun-
um, sem við höfðum einn-
ig pantað. Eftir um það
bil korter kom ung stúlka
með servíettur og gaffla
og varð vinkonu minni á
að spyrja, hvort verið
væri að baka tertuna,
unga stúlkan svaraði önug
að það tæki nú tíma að
skera tertuna. Okkur
fannst ófært að fá drykk-
ina löngu áður en tertan
kom á borðið því það er
lítið spennandi að drekka
hálf kalda drykki með og
vera jafnvel búinn með
þá, þegar meðlætið kemur
loksins á borðið. Okkur
fannst þjónustan afar lé-
leg og lítil þjónustulund í
starfsfólkinu, okkur var
til dæmis ekki þakkað
fyrir komuna eða boðin
velkomin aftur.
Jónína Ásbjarnardóttir
Hvar er bflstjórinn ?
LAUGARDAGINN 4.
mars sl. um kl.18.30 var
keyrt á bílinn minn, rauð-
an Nissan Terrano, fyrir
utan Engihjalla 3. Ég
týndi númerinu hjá mann-
inum sem keyrði á bílinn,
hann var á dökkum jeppa
og bið hann um að hafa
samband við mig í síma
862-2828.
Jóhanna
Tapað/fundió
Þrír gullhringir
týndust
ÞRÍR gullhringir, sem
þræddir voru upp á armb-
andsúr, týndust fimmtu-
dagsmorguninn 2. mars
sl. á leiðinni frá Hjúkrun-
arheimilinu Eir niður í
bæ og upp í Húsahverfið í
Grafarvogi. Hringirnir
hafa mikið tilfinningalegt
gildi fyrir eigandann og
er skilvís finnandi vinsa-
mlegast beðinn að hafa
samband við Asgerði í
síma 567-0806 eða 567-
2956. Fundarlaun.
Víkverji skrifar...
YÍKVERJI sá sem pistilinn rit-
ar er hlynntur rekstri Ríkis-
útvarpsins, eins og margoft hefur
komið fram á þessum vettvangi. A
það einkum við um „gömlu guf-
una“ þar sem Víkverja finnst
margt hafa verið vel gert á undan-
förnum árum, enda starfa þar
margir fagmenn með áralanga
reynslu í dagskrárgerð. En þótt
finna megi ýmislegt jákvætt í
starfsemi Ríkisútvarpsins er stofn-
unin ekki hafin yfir gagnrýni og
Víkverji getur tekið undir margt
af því sem fram kemur í Viðhorfs-
grein Hávars Sigurjónssonar
blaðamanns í Morgunblaðinu síð-
astliðinn miðvikudag. Þar segir
Hávar meðal annars:
„Hinn geðþekki framkvæmda-
stjóri Sjónvarpsins lofar því í DV
í fyrradag að ef hann hefði úr
meiri peningum að spila þá
myndi hann endurtaka hrylling-
inn frá síðasta laugardagskvöldi.
Vonandi lætur enginn neitt af
hendi rakna til þess arna. Pen-
ingaleysi er ekki vandi sjónvarps-
ins. Meginástæðan fyrir því að
Sjónvarpið hefur dagað uppi er
einfaldlega getuleysi til að gera
eitthvað fyrir þá peninga sem til
eru. Það er hinn raunverulegi
vandi. Kunnáttuleysi í grundvall-
aratriðum er ástæðan fyrir frá-
munalega lélegri innlendri dag-
skrá í vetur, kunnáttuleysi og
lágkúrulegur undirlægjuháttur
við lægstu samnefnara alþjóð-
legrar dagskrárgerðar. Samfara
misskilningi á því hvað felst í
hugtakinu „afþreyingarefni11. Þar
þarf ekki að vera um illa undir-
búið og illa framleitt efni að
ræða, heldur efni sem lýtur
ákveðnum lögmálum hvað varðar
efnistök og úrvinnslu."
Líklega hittir Hávar hér nagl-
ann á höfuðið og ekki síður í eftir-
farandi klausu: „Hvaða tilgangi
þjónar það að dubba upp dag-
skrárgerð undir heitinu Sunnu-
dagsleikhús þegar enginn virðist
finnast innan Sjónvarpsins sem
getur metið hvort handrit eru hæf
til framleiðslu eða ekki?“
xxx
1* FRAMHALDI af þessu fór Vík-
verji að velta því fyrir sér hver
væri ábyrgur fyrir efnisvali í
Sunnudagsleikhús Sjónvarpsins.
Hér með er óskað eftir upplýsing-
um þar að lútandi. Víkverji verður
að játa að hann og kona hans
störðu opinmynnt hvort á annað að
lokinni sýningu Sunnudagsleik-
hússins síðastliðinn sunnudag.
Langt er orðið síðan önnur eins
lágkúra hefur sést í íslensku sjón-
varpi og er þó ekki úr háum söðli
að detta hvað varðar íslenska
sjónvarpsleikritun. Hver var eigin-
lega boðskapur verksins? Var
þetta lofsöngur til íslensku hand-
rukkarastéttarinnar eða ádeila á
ungu athafnamennina? Víkverji
bara spyr. Hver svo sem boðskap-
urinn var gekk verkið engan veg-
inn upp. Það er einfaldlega ekki
hægt að bjóða fólki upp á svona
vinnubrögð.
Já, Víkverji vill fá að vita á
hvern hjá Sjónvarpinu hann á að
stíla handritið að leikritinu, sem
hann ætlar að semja nú í kvöld og
ljúka fyrir miðnætti. Það getur
fjandakornið ekki orðið verra en
það sem boðið var upp á síðastliðið
sunnudagskvöld.
xxx
VÍKVERJI ætlar svo að ljúka
pistli dagsins á jákvæðum
nótum og fjalla dálítið um knatt-
spyrnu. Það var einkár ánægjulegt
að verða vitni að því í beinni út-
sendingu síðastliðið þriðjudag-
skvöld hvernig Norðmaðurinn geð-
þekki Ole Gunnar Solskjær kom,
sá og sigraði í leik Manchester
United gegn franska liðinu Bord-
eaux, og notaði til þess þær örfáu
mínútur sem hann fékk til umráða
í leiknum.
Þessi glaðbeitti leikmaður, með
strákslega grallarasvipinn, hefur
fyrir löngu unnið hug og hjarta
stuðningsmanna Manchester Unit-
ed, og þó á hann ekki fast sæti í
byrjunarliðinu. En það eru ef til
vill mestu töfrarnir við þennan
skemmtilega leikmann, hvernig
hann notar oft þann litla tíma sem
hann að jafnaði fær í hverjum leik
til að „klára dæmið“ fyrir liðið sitt.
Á þriðjudagskvöld vann enginn
betur fyrir kaupinu sínu en einmitt
Ole Gunnar og þó var hann ekki
nema sjö mínútur inni á vellinum.
Geri aðrir betur!
Talandi um þetta fornfræga
enska knattspyrnufélag, sem lík-
lega hefur aldrei notið meiri vin-
sælda víða um heim en einmitt nú,
vill Víkverji lýsa yfir stuðningi við
Búlgarann, sem nú berst fyrir að
fá nafni sínu breytt. Og hvað hald-
ið þið að maðurinn vilji heita: Jú
vitaskuld „Manchester United".
Víkverji tekur ofan fyrir svona
mönnum.