Morgunblaðið - 26.03.2000, Side 14

Morgunblaðið - 26.03.2000, Side 14
14 E SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ í Ráðhús Reykjavíkur I Kjaraþróunardeild Verkefnisstjóri starfsþróunar og símenntunar Kjaraþróunardeild óskar að ráða sem fyrst verkefnisstjóra sviði starfsþróunar og símenntunar. Helstu ábyrgðarsvið eru: 1. Undirbúningur stefnumótunar í starfs- þróunar- og símenntunarmálum starfs- manna Reykjavíkurborgar og daglegur rekstur verkefnisins. 2. Ráðgjöf og aðstoð við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar, m.a. varðandi þarfa- greiningar og starfsþróunaráætlanir. 3. Upplýsingabrunnur/vefur um starfs- þróunar- og símenntunarmöguleika starfsmanna Reykjavíkurborgar. Verkefnisstjórinn tekur þátt í teymisvinnu með öðrum sérfræðingum kjaraþróunar- deildar við úrlausn vandasamra verkefna. Reynsla af starfsmannamálum og mann- auðsstjórnun auk kennslufræðilegrar þekk- ingar er æskileg. Samstarfslipurð, tungu- málakunnátta, gott vald á íslensku og leiðtogahæfilekar eru sömuleiðis æskilegir eiginleikar, svo og vefsíðugerð. Gerð er krafa um háskólamenntun og framhaldsmenntun á fagsviði er æskileg. Launakjör samkvæmt kjarasamningum hlutað- eigandi stéttarfélags. Umsókn er tilgreinir menntun og fyrri störf skal skilað tii kjaraþróunardeildar, Ráðhúsi Reykja- víkur. Auk þess geri umsækjandi grein fyrir hvernig hann sér fyrir sér starfsþróunarmál Reykjavíkurborgar og hvaða áherslur hann telur mikilvægar í þessum efnum. Upplýsingar um starfið veitir Grétar Jónasson, lögfræðingur, í síma 563 2243 netfang: gretarj@rhus.rvk.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars n.k. HEILBRIGÐISSTOFNUNIN'J BLÖNDUÓSI Læknar Lausertil umsóknar staða heilsugæslulæknis við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi frá og með 1. sept nk. Æskilegt er að viðkomandi hafi sérfræðimenntun í heimilislækningum. Um- sóknarfrestur ertil 10. apríl nk. Stöðunni fylgir embættisbústaður. Um er að ræða stöðu sem skiptist í 65% stöðu á heilsugæslusviði og 35% stöðu á sjúkrasviði. Þá er jafnframt laus til umsóknar staða afleys- ingalæknins í eitt ár frá og með 1. júní nk. Umsóknarfrestur og starfshlutföll eru þau sömu og að framan greinir. Stöðunni fylgir embættisbústaður. Stofnunin skiptist í tvö svið, sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Sjúkrasviðið starfar sam- kvæmt lögum sem almennt sjúkrahús og veitir sérfræðiþjónustu á sviði handlækninga og lyf- lækninga. Undir sjúkrasviðið heyrir einnig rekstur hjúkrunar- og dvalardeildar. Heilsu- gæslusviðið veitir íbúum héraðsins heilbrigð- isþjónustu í samræmi við ákvæði heilbrigði- slaga um starfsemi heilsugæslustöðva. Þrír læknar starfa við stofnunina. Umsóknir skulu sendar til Péturs Arnars Péturs- sonar framkvæmdastjóra á sérstökum eyðu- blöðum sem fást hjá Landlæknisembættinu. Upplýsingar um störfin veita Páll N. Þorsteins- son yfirlæknir og framkvæmdastjóri í síma 452 4206. Sumarvinna Gardyrkjudeild Kirkju- garda Reykjavíkurpró- fastsdæma leitar að rösku fólki til sumarstarfa Um er að ræða störf í eftirtöldum kirkju- görðum: Fossvogskirkjugarði, Gufunes- kirkjugarði og Suðurgötukirkjugarði. Garðarnir eru alls um 63 hektarar að stærð. Leitað er að starfsfólki í almenn garð- yrkjustörf, í flokkstjórastörf og einstakl- ingum með dráttarvélaréttindi. Laun eru greidd samkvæmt taxta stéttarfélagsins Eflingar, auk þess er greiddur kaupauki eftir vinnuhvetjandi kerfi, sem hefur gefið góða raun fyrir báða aðila. Þeir, sem hug hafa á að sækja um sum- arvinnu hjá kirkjugörðunum, athugi eft- irfarandi skilyrði fyrir ráðningu: • Umsækjandi sé fæddur árið 1983 eða fyrr. • Umsækjandi eigi lögheimili í Reykja- vík, Kópavogi eða á Seltjarnarnesi. • Skrifleg umsókn berist Skrifstofu kirkju- garðanna í Fossvogi fyrir 15. apríl 2000. • Umsækjandi skili meðmælum eða mætingarvottorði frá skóla með umsókninni. Umsóknareyðublöð eru afhent á Skrif- stofu kirkjugarðanna í Fossvogi og þar er hægt að fá upplýsingar um starfið. Skrifstofusími 551 8166. Myndsími 562 0244. Heimilisfang Vesturhlíð 8, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar um kirkjugarðana má nálgast á netinu og þar er hægt að prenta út umsóknareyðublöð: http://www.kirkjugardar. Garðyrkjudeild kirkjugarðanna. Almannavarnir ríkisins (AVRIK) Sviðsstjóri áhættugreiningar Ný staða sviðsstjóra á sviði áhættugreiningar er laus til umsóknar. í starfinu felst m.a.: • Gagnasöfnun og -úrvinnsla um byggð og vá í landinu. • Greining á áhættu og afleiðingar hamfara. • Náið samstarf við vísindamenn, skipulags- stofnanir o.fl. • Tengsl við almannavarnanefndir. • Áætlanagerð og skipulagsvinna í samvinnu við framkvæmdastjóra. • Dagvaktarstörf (tengist viðbraðgsþjónustu stofnunarinnar). Einnig mun viðkomandi vinna að verkefnum á öðrum sviðum stofnunarinnar skv. nánari fyrirmælum framkvæmdastjóra. Æskileg menntun er byggingarverkfræði. Um er að ræða heilsdagsstarf sem heyrir undir framkvæmdastjóra. AVRIK eru viðbragðsstofn- un og allir starfsmenn bera símboða. Laun samkvæmt viðeigandi kjarasamningnum við fjármálaráðherra f.h. ríkisins. Samkvæmtforsendum í aðlögunarnefndar- samningi raðast starfið í ramma C. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf fljót- lega. Umsóknir skulu berast skriflega til Almanna- varna ríksins, Seljavegi 32, 101 Reykjavík, fyrir 3. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veita Sólveig Þorvalds- dóttir eða Erna Antonsdóttir í síma 552 5588. RANNÍS Deildarsérfræðingur vísindasviðs RANNÍS Rannsóknarráð ísiands óskar eftir að ráða í stöðu deildarsérfræðings vísindasviðs RANNÍS. Starfssvið Starf deildarsérfræðings á vísindasviði felur í sér sjálfstæð störf undiryfirstjórn forstöðu- manns vísindasviðs. Deildarsérfræðingur hefur m.a. umsjón með framkvæmd úttekta á vís- indasviðum eftir ákvörðunum Rannsóknarráðs íslands og sér um framkvæmd á mati á hluta umsókna sem koma til sjóða ráðsins. Þá mun deildarsérfræðingur sjá um framkvæmdahlið á tilteknum alþjóðlegum samstarfsáætlunum og samskipti við norrænar/evrópskar sam- starfsstofnanir, sem Rannsóknarráð íslands á aðild að eða samskipti við. Hæfniskröfur Krafist er vísindalegrar sérmenntunar á fag- sviði hug- eða félagsvísinda. Áhersla er lögð á góða samskiptahæfileika, nákvæmni og metnað til að beita vönduðum vinnubrögðum. Góð kunnátta í íslensku er áskilin svo og færni í ensku og einu Norðurlandamáli. Haldgóð tölvuþekking er nauðsyn. Laun samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags. Þess er vænst að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra Rann- sóknarráðs íslands, Laugavegi 13, 101 Reykja- vík, eigi síðar en 7. apríl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum um- sóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri RANNÍS, og Kristján Kristjánsson, for- stöðumaður vísindasviðs RANNÍS. Laus störf í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2000-2001 Kennarar Hlíðaskóli, sími 552 5080 Almenn kennsla Ölduselsskóli, sími 557 5522 Tónmenntakennari í skólanum er mjög góð aðstaða til tónmennta- kennslu og eindreginn vilji til þess að gera tón- mennt að veigamiklum þætti í skólastarfinu. Upplýsingar gefa skólastjórar og aðstoðarskóla- stjórar. Umsóknarfrestur ertil 24. apríl nk. Umsóknir ber að senda í skólana. Laun skv. kjarasamningum kennarafélaganna og Launanefndar sveitarfélaga. Önnur störf Ölduselsskóli, sími 557 5522 Við skólann eru lausar nokkrar stöður starfs- fólks til að hafa umsjón með nemendum í kennsluhléum og aðstoða við ýmis tilfallandi verkefni o.fl. Vinnutími erfrá kl. 08.00 til 16.00. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjórar. Umsóknir ber að senda í skólann. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar- félög. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavik, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.