Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ ,26 E SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 Ekki missa af sólinni! Nú er rétti tíminn til grisjunar og klippinga á stórum trjám. Skrúðgarðyrkjumeistari. Leigjum einnig út smágröfur, hentugar í snjómokstur o.fl. Gevmið auqlvsinquna. 4 Jóhann Helgi & Co ehf., s. 565 1048 og 894 0087. www.johannhelgi.is Aukakílóin burt! Ný öflug vara Náðu varanlegum árangri. Síðasta sending seldist strax upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. VISA/EURO. Hringdu strax! íris í síma 898 9995 Tækifæri á Internetinu! Frábærir möguleikar. Vinna að heiman. Fullt starf/hlutastarf. Stór- kostlegt þjálfunarkerfi. Áhugasamir sendi tölvupóst á iris@workoninternet.com. s M Á A U G L V S 1 N G A TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag íslands Sálarrannsóknar- félagið Sáló 1918-2000, Garðastræti 8, Reykjavík Miðlarnir og huglæknarnir Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, María Sigurðardóttir, Þórunn Maggý Guðmundsdóttir og Skúli Lórentzson starfa hjá félag- inu og bjóða upp á einkatíma. Friðbjörg Óskarsdóttir leiðir og heldur utan um bæna- og þróunarhópa. Nemendur úr bæna- og þróun- arhópum bjóða upp á heilun á mánudags- og þriðjudagskvöld- um. Ath. að bóka þarf tíma fyrir- fram. Væntanlegir eru bresku miðlarn- >ir Diane Elliot og Elizabet Hill. Byrjað er að taka niður á bið- lista. Munið skyggnilýingafundinn með Þórunni Maggý í dag kl. 14.00. Ath. að Skúli Lórentzsson verður með einkatíma 30. og 31. mars. Skrifstofusími og símsvari 551 8130 (561 8130). Netfang: srfi@simnet.is. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 19 s 1803278 = Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. □ HELGAFELL 6000032719 IVA/ Héðinsgötu 2, s. 533 1777. Sunnudagssamkoma kl. 17 Predikun Hilmar Kristinsson „Þetta þarf ekki að vera svona." Þriðjudagskvöld kl. 20.00 Biblíuskóli. Föstudagskvöld kl. 21.00 Gen-X fyrir unga fólkið. Vertu frjáls - kíktu í Frelsið. Miðvikudagskvöld kl. 20.00 Sókn gegn sjálfsvígum. Stuðningsfundur. Líflína, sími 577 5777. hlu verkið á nýrrí öld II hlatvcrkid@bolBiail.com Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Fjölskylduhátíð kl. 11.00. Fögnuður og gleði í húsi Drott- ins. Léttar veitingar eftir sam- komuna. Samkoma kl. 20.00. Fögnuður, lausn og frelsi. Michael A. Cotten predikar. Allir hjartanlega velkomnir. www.vegurinn.is. KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Þriðjudagur: Mikil blessun kl. 20.30. Laugardagur: Samkoma kl. 20.30. Netfang: Krossinn@skima.is KIRKJA JESÚ KRISTS hinna Síðari daga heilögu Ásabraut2 Garðabæ Samkomur á sunnudögum Aðildafélög og prestdæmi kl. 11:10 Sunnudagaskóli kl. 12:10 Sakramentissamkoma kl. 13:00 Allir velkomnir Mán.: Fjölskyldukvöld í heimahúsum ÞrL: Pilta og stúlkna félög kl. 18:00 Mift.: Ættfiræðisafh fiá kl. 20:00 Kristilegt félag JfcPj heilbrigðisstétta Fundur verður haldinn mánudag- inn 27. mars í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, kl. 20.00. Efni: Tengsl kirkju og heilsugæslu. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Allir velkomnir. fíwnhjnlp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 14.00. Ath. breyttan samkomutíma. Fjölbreyttur söngur. Ræðumað- ur Heiðar Guðnason. Barna- gæsla. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.00. Hjálpræðissam- koma. Majórarnir Turid og Knut Gamst stjórna og tala. Mánudag kl. 15.00. Heimilasamband. KlettMrify Kriitit simlélig Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sunnudagur 26. mars. Kl. 11.00 Krakkakirkja fyrir alla fjölskylduna. Kl. 20.00 Almenn samkoma. Jón Þór Eyjólfsson predikar. Allir velkomnir. www.islandia.is/~kletturinn □ GIMLI 6000032719 III I.O.O.F. 10 S» 1803278 = Dn. I.O.O.F. 3 =■ 1803278 = 8.40.III Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Samkoma kl. 17.00. Upphaf kristnihátíðar og kristniboðsátaks 2000 Stjórnandi: Jónas Þórisson. Kristniboðsþáttur: Kristnitaka — kristniboð. Ræðumaður: Skúli Svavarsson. Söngur: Ingibjörg Hilmarsdóttir og Arild Melberg. Boðið verður upp á efni við hæfi barna I öðrum sölum hússins hluta sam- komunnar. Skipt í hópa eftir aldri. Eftir samkomuna verður seld Ijúffeng máltíð á fjölskyldu- vænu verði. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfia Samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Ungbarna- og barnakirkja meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomnir. Mán.: Marita samkoma kl. 20.00. Þri.: Samvera á vegum systra- félagsins kl. 20.00. Mið.: Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30. Fös.: Unglingasamkoma kl. 20.30. Lau.: Bænastund kl. 20.00. Bænastundir alla virka morgna kl. 06.00. www.gospel.is □ MÍMIR 6000032719 1 Sjálfsheilunarnámskeið Ethericos — Lífsorkuheilun Dagana 30. mars til 3. apríl verð- ur Nicholas Demetry M.D. geð- læknir, sálfræðingur og heilari á (slandi. Hann verður með tvö námskeið í Mannræktinni, Soga- vegi 108. Sjálfsheilunarnámskeið með hugleiðslum, þar sem farið verð- ur í andlegt ferðalag með innri leiðbeinendum. Námskeiðið er haldið kvöldin 30., 31. mars og 3. apríl. Námskeiðið er opið öllum og kostar 15.000- Merki sektarinnar (Badge of Guilt) námskeið sem er hluti af sex námskeiða námi í Ethericos haldið helgina 1.og 2. apríl. Þetta námskeið er aðeins fyrir þá nemendur sem lokið hafa nám- skeiðunum Innra barnið og Heil- un fyrri lífa. Einnig býður Nichol- as upp á einkatíma í heilun. Skráning í síma 568 7000 og 557 7809, Kristín. íslcnska S' / KIUSTS KIRKJAN lAlhmk fríkirkja Bíldshöfða 10 Morgunguðsþjónusta kl. 11.00. Sameiginlegur matur eftir stundina. Samkoma kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Allir velkomnir. www.kristur.is. Á ÞESSUM velgengnistímum, þegar næstum engan virðist skorta neitt og margir hafa miklu meira en þeir þurfa, er hollt að minnast þeirra daga, þegar verald- legu gæðin voru af skornum skammti og lífið allt virtist einfald- ara og ljúfara heldur en það er á þessum síðustu og verstu timum. Ekki það, að ég sé að kvarta yfir góðærinu og gjöfunum, sem það hefir fært okkur. Síður en svo. En ég held, að lífið sé þónokkru flókn- ara og jafnvel erfiðara heldur en það var áður fyrr. Ný tækni, ný tæki og ný tækifæri sameinast við að útheimta meira af manna börn- um en áður var. Það eru ef til vill alls ekki allir sammála um það, að lífið sé eitt- hvað strembnara nú en áður var. Skiljanlega hefir yngri kynslóðin engan samanburð, svo henni er náttúrulega vorkunn. Alþjóðlegar skoðanakannanir hafa reyndar sýnt, að Islandsmenn eru með allra hamingjusamasta fólki á jarð- kringlunni. I gamla daga voru eng- ar skoðanakannanir. Ekki svo að skilja, að fólkið hefði ekki skoðan- ir, langt frá því, en það var bara enginn til að kanna þær. Ég held, að okkur hafi fundist, að við vær- um alveg sæmilega hamingjusam- ur hópur, eftir því sem ég bezt man, þótt það væri ekki básúnað út um allan heiminn. Látum okkur nú hverfa aftur um stund til hinn gömlu, góðu daga. Á árunum eftir stríðið var almennur skortur á alls lags varningi. Meðal annars var mjög erfitt að komast yfir flestar tegundir af skótaui. Ég Stofnauki nr. 12 fjalla um þetta vegna þess, að ég var, í nokkur sumur, sendisveinn hjá Hvannbergsbræðrum, sem ráku, í Eimskipafélagshúsinu, eina stærstu skóverzlun í Reykjavík. Vegna þessa tel égmig sérfræðing í skótausmálum íslands á eftir- stríðsárunum. í stríðinu hafði ver- ið skömmtuð ýmis matvara, svo og fatnaður og skór. Mig minnir, að búið hafi verið að afnema matar- skömmtunina, þegar þetta gerðist, en skórnir og fatnaðurinn var enn háður skömmtun, og varð fólk að framvísa svokölluðum stofnauk- um, þegar kaup voru gerð. Ég held, að skammturinn hafi verið ein föt og einir skór á ári og var stofnaukinn fyrir skótaui nr. 12, að mig minnir. Þótt skór væru þannig skammt- aðir, var samt almennt stöðugur skortur á erlendum skófatnaði og mikill handagangur í öskjunni, þegar sendingarnar bárust frá út- landinu. Innlend framleiðsla var á boðstólum, en íslenzku skórnir þóttu heldur klunnalegir og var það sér í lagi kvenfólkið, sem var óánægt með gæði og útlit. Sendill- inn hjá Hvannbergsbræðrum hafði vitneskju um það, hvenær nýjar vörusendingar yrðu teknar til sölu og gátu slíkar upplýsingar gert hann mjög vinsælan hjá vinum og ættingjum hans, sérstaklega af kvenkyni. Furðu margir virðast Þórir S. Gröndal skrifar frá hafa fengið svona innherjaupplýs- ingar, þvi á dularfullan hátt mynd- aðist þyrping við búðardyrnar að morgni þeirra daga, sem byrjað var að selja útlendu skóna, og höfðu sumir viðskiptavinirnir beð- ið í marga klukkutíma. Njósnarfréttir af nýjum skó- sendingum voru mikils metnar af kvenþjóðinni, en það jafnaðist ekki á við upplýsingar um bomsusend- ingar. Fósturlandsfreyjur núdags- ins, sem fara allra sinna ferða bíl- andi og stíga sjaldnast fæti á gangstétt, nema hún sé þá hituð með hitaveituvatni, þurfa skiljan- lega ekki á bomsum að halda. Óðru máli gegndi hér áður fyrr, þegar ferðast var mest á tveim jafnfljót- um og svo með strætó. Og vernda varð nýju, ensku skóna frá Hvann- berg með bomsunum ómissandi. Það var jafn áríðandi að eiga góðar bomsur og það var að hafa góða slæðu til að binda yfir hárið. Eitt sumar, á þessum táningsár- um, vorum við þrír vinir og félagar allir skotnir í sömu stelpunni, aust- ur í bæ. Stúlka þessi átti tvær eða þrjár eldri systur og lét ég þeim í té leynilegar upplýsingar um skó- og bomsukomur til Hvannbergs- bræðra. Vonaðist ég til þess, að gengi mitt myndi rísa hjá þeirri margelskuðu, en ekki varð það. Ef til vill varð ég eitthvað vinsælli hjá systrum hennar, sem dugði mér lítið. Þrátt fyrir skóskort á þessum árum, uxu og döfnuðu skóverzlanir bæjarins. Nokkrar þeirra sköpuðu reyndar auð, sem skipaði fjöl- skyldum eigenda þeirra í hóp þeirra ríkustu í landinu, og entist auðurinn í meira en eina kynslóð í sumum tilfellum. Stór hluti söl- unnar, a.m.k. hjá Hvannbergs- bræðrunum, lá í gúmmístígvélum, en innflutningur þeirra var að mestu frjáls, enda gat þjóðin ekki komist af án þeirra. Sjómenn landsins notuðu klofstígvél, en mikill hluti þeirra var ofanálímdur, þ.e. stígvélin voru útlenzk, en Hvannberg, sem flutti líka inn gúmmí í rúllum, lét sína fagmenn líma efnið ofan á þau. Önnur framleiðsluvara voru hin- ir alræmdu gúmmískór. Þeir voru gott dæmi um það, hvernig neyðin kennir naktri konu að spinna. Skór þessir, ef skó skyldi kalla, voru sniðnir úr gömlum bíldekkjaslöng- um og límdir saman. Lagið var svipað og á kúskinnskóm svo það hefir líklega verið þjóðlegt að ganga í þeim. í þessu skótaui gengu allir strákar í stríðinu og næstu ár á eftir, en þó voru sumir ríkra manna drengir í innfluttum gúmmískóm, svörtum með hvítri rönd og tungu að ofan, og þar að auki fóðruðum. Bílslöngugúmmíið „andaði“ vitanlega ekki, svo lopa- sokkarnir og líka lappirnar, sem í skónum voru, urðu að sætta sig við sífelldan raka. Hægt og sígandi jókst svo vel- gengnin, þótt vöruskortur og gjaldeyrisþurrð væri viðloðandi í mörg næstu árin. Á skólaárunum og fyrstu árum hjúskaparlífs, þótt- ist maður góður að eiga tvenna skó, eina brúna og eina svarta. Og auðvitað bara ein spariföt og farið var alltaf í svörtu skóna við þau. Á þeim árum gengu karlar líka í bomsum, sem var nauðsynlegt til að arka í gegnum regn, krap og snjó. Blessaðar konurnar hafa ef- laust átt eitthvað fleiri skópör og urðu þær að hafa úti allar klær til þess að geta tollað í tízkunni. Á þessum góðæristímum seinni ára eiga mörg okkar allt of mikið af skótaui. Það er svo skrítið, að núna þegar við göngum miklu minna en i gamla daga, vitum við ekki okkar skópara tal. Svo virðist, sem íbúar hins vestræna heims séu allir að keppa við Imeldu Marcos, fyrrver- andi forsetafrú Filippseyja, sem ku hafa átt 1.400 eða 1.700 pör af skóm. Ekki hefi ég samt heyrt um, að hún hafi átt neinar bomsur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.