Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atkvæðagreiðsla Sjómannafélags Reykjavikur um verkfallsboðun Niðurstöðu að vænta í dag VON er á niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu Sjómannafélags Reykjavíkur um verkfallsboðun í dag en fyrirhugað er að samninganefnd félagsins fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara á morgun. 400 konur mótmæla uppsögn læknis UNDIRSKRIFTALISTAR með nöfnum um 400 kvenna, sem mót- mæla uppsögn Jónasar Franklíns kvensjúkdómalæknis við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, hafa verið sendir framkvæmdastjóm sjúkra- hússins og heilbrigðisráðuneytinu. Konumar, sem em búsettar á Ak- ureyri og nágrenni, segjast þekkja til starfa Jónasar og vilja hafa hann í starfi áfram og fara í því skyni fram á það við framkvæmdastjórn sjúkra- hússins, að uppsögn hans verði dreg- in til baka. Halldór Jónsson forstjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri gat ekki tjáð sig um viðbrögð sín við kröfum kvennanna í gærkvöldi. Fulltrúar Mjólkurfræðingafélags íslands og SA áttu fund í kjaradeilu félaganna í gær en ekki er gert ráð fyrir tíðindum úr þessum kjaradeil- um fyrr en eftir páska. Að sögn Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara bíða fundir í öðram kjaradeilum fram yfir páska. Auk samningamála mjólkurfræð- inga og Sjómannafélags Reykjavík- ur gagnvart SA bíða úrlausnar hjá ríkissáttasemjara kjaradeilur Flug- virkjafélags Islands gagnvart samn- inganefnd ríkisins, deilur Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis við SA og loks mál tveggja hópa fiskimjöls- verksmiðja og viðsemjenda þeirra. Þar er annars vegar um að ræða Alþýðusamband Austurlands, sem semur fyrir hönd nokkurra bræðslna, gagnvart SA og viðræður nokkurra verkalýðsfélaga sem semja fyrir starfsfólk í fiskimjöls- verksmiðjum SR-mjöls. Ungt Og leikur sér ÞEIR Tfmon og Snati eru ærsla- fullir og kátir hvuttar og vildu ólm- ir bregða á leik í vorsólinni sem skein á höfuðborgarbúa í gær og það var Eygló augljóslega ekki á móti skapi. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Sinueldar slökktir við erfiðar aðstæður UM 20 manns úr Slökkviliði Borgarness og björgunar- sveitinni Brák í Borgarnesi þurfti að kalla til vegna mikilla sinuelda í landi Anastaða á Mýrum í gær. Aðstæður til slökkvistarfs vora afar slæmar að sögn slökkviliðsstjóra enda þurftu menn að fara fótgang- andi um þungfært land, um 5-6 km vegalengd frá vegi, að þeim stað þar sem eldarnir brannu. I ofanálag espaðist eldurinn vegna mikils roks og var það erfiður viðfangs að 11 manna lið frá Slökkviliði Borg- arness, sem fór fyrst á vett- vang, þurfti að fá aðstoð 8-10 manna úr björgunarsveitinni Brák. Slökkviliðið var sent til slökkvistarfa að beiðni sýslu- mannsins og yfirlögreglu- þjónsins í Borgarnesi og var á fimmtu klukkustund að ljúka slökkvistörfum. Abúandinn á Anastöðum hafði byrjað að brenna sinu á laugardag í heimildarleysi og var kvartað yfir athæfinu. Lögreglan hafði afskipti af málinu og var eldurinn látinn deyja út í kjölfarið. í gær kviknaði aftur í en ekki liggur ljóst fyrir hvort lifnað hafi í gömlum glæðum eða beinlínis verið kveikt í aftur. Sérstakar heimildir þarf til að mega brenna sinu og voru þær ekki fyrir hendi í þessu tilviki. Lögreglan í Borgamesi hefur málið í vinnslu hjá sér. Andlát NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR NÍNA Björk Amadótt- ir skáld lést á heimili sínu í Reykjavík síðast- liðinn sunnudag, 58 ára að aldri. Nína var fædd að Þóreyjamúpi í Lín- akradal í Vestur-Húna- vatnssýslu 7. júní 1941 og vora foreldrar henn- ar hjónin Lára Hólm- freðsdóttir og Ámi Sig- urjónsson, en hann var systursonur Stefáns skálds frá Hvítadal. Fósturforeldrar henn- ar vora hjónin Ragn- heiður Ólafsdóttur og Gísli Sæ- mundsson að Garðsstöðum við Ögur í ísafjarðardjúpi. Nína Björk gaf út fyrstu Ijóðabók sína, Ung ljóð, árið 1965 sem vakti mikla athygli og var strax þýdd á dönsku. Síðan sendi hún frá sér Ijóða- bækur, tvær skáldsögur og fjölmörg leikrit sem vora sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur, í Þjóðleik- húsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar, Nemenda- leikhúsinu og víðar. Leikrit hennar voru einnig flutt í sjónvarpi hérlendis og á Norður- löndunum. Þá flutti hún marga útvarpsþætti um norrænar skáldkonur. Ljóð Nínu Bjarkar vora þýdd á fjölmörg tungumál, m.a. þýsku, spænsku, pólsku, rúss- nesku, nokkur indversk mál auk Norðurlanda- mála og margra fleiri. Hún fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, m.a. úr Rithöf- undasjóði Ríkisútvarpsins og hún var borgarlistamaður í Reykjavík árið 1985. Eiginmaður Nínu Bjarkar var Bragi Kristjónsson bókakaupmaður og eignuðust þau þrjá syni og áttu orðið eitt bamabam. 21 árs piltur játar á sig morð á 19 ára stúlku RANNSÓKN á morði á 19 ára stúlku í Reykjanesbæ heldur áfram hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík og hefur tæplega 22 ára pilt- ur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. júní, en hann játaði verknaðinn á sig hjá dómara. Lýst er eftir há- vöxnum og Ijóshærðum manni á fer- tugsaldri sem sást á tali við piltinn að- faranótt laugardags. Stúlkan hét Áslaug Óladóttir, fædd 6. ágúst 1980, og bjó við Skólaveg 2 ásamt unnusta sínum. Banamaður hennar heitir Rúnar Bjarki Ríkharðs- son, fæddur 16. ágúst 1978. Lögreglan var kölluð á vettvang kl. 4.35 aðfaranótt laugardags, en þá höfðu aðrir íbúar í húsinu kvatt til sjúkraflutningsmenn. Tilkynnt var að stúlkan hefði hlotið alvarlega áverka af völdum eggvopns. Hún var flutt á Landspítalann í Fossvogi og var úrskurðuð látin þegar þangað kom. Þórir Maronsson, yfirlögreglu- þjónn í Keflavík, segir að árásarmað- urinn hafi brotið sér leið inn í íbúðina gegnum útihurðina. Stúlkan var þar ásamt sambýlismanni sínum, en óljóst er um ferðir þriðja mannsins, þ.e. hvort hann var þar fyrir eða hvort hann var í fór með árásarmanninum. Segir Þórir að verið sé að rannsaka þann þátt málsins. Lögreglan hand- tók árásarmanninn nokkru eftir at- burðinn þar sem hann hafði leitað til Sjúkrahússins í Keflavík vegna áverka sem hann hafði hlotið. Hinir tveir piitamir vora einnig handteknir en þeim sleppt síðdegis á laugardag eftir yfirheyrslur. Pilturinn játaði á sig verknaðinn við yfirheyrslur hjá dómara síðdegis á laugardag. Var hann í framhaldi af því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. júní og til að sæta geðrannsókn. Þórir sagði að svo virtist sem áfengi hefði verið haft um hönd. Á aðild að öðru sakamáli Sami gemingsmaðurinn var fyrir mánuði kærður fyrir að nauðga stúlku. Verðui- það mál sent ákæru- valdinu næstu daga. Stúlkan sem var myrt var vinkona þeirrar sem nauðg- að var og bar hún vitni í því máli. Þór- ir sagði óljóst hvort málin tengdust, en einhver hefði fyrir nokkra sent þeirri látnu hótanir með SMS-skila- boðum og beindist granur að árásar- manninum. Lögreglan hafði hann í haldi helgina 8.-9. apríl þar sem hann hafði áreitt stúlkuna sem hann hafði nauðgað. Unnið var að rannsókn málsins alla helgina og í gær. Sagði Þórir atburða- rásina ekki skýrast gjörla fyrr en eft- ir frekari yfirheyrslur. Gert var ráð fyrir að árásarmaðurinn yrði fluttur að Litla-Hrauni í gærkvöld. Vegna rannsóknar málsins lýsir lögreglan í Keflavík og Grindavík eft- ir karlmanni á aldrinum 30 til 35 ára, frekar háum vexti, Ijóshærðum með lítið hár og gleraugu. Maðurinn sást á tali við kærða á veitingahúsinu Ránni aðfaranótt laugardags síðastliðins. Maðurinn er beðinn um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunn- ar í Keflavík. Lögreglan biður enn- fremur þá sem gætu gefið upplýsing- ar um manninn, að hafa samband. Sérblöð í dag Magnaðar móttökur í >#Stoke 481^7,8^9..... Grindavík vann fyrsta leikinn gegn KR /B3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.