Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Atkvæðagreiðsla Sjómannafélags
Reykjavikur um verkfallsboðun
Niðurstöðu að
vænta í dag
VON er á niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu Sjómannafélags Reykjavíkur um
verkfallsboðun í dag en fyrirhugað er að samninganefnd félagsins fundi með
samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara á morgun.
400 konur mótmæla
uppsögn læknis
UNDIRSKRIFTALISTAR með
nöfnum um 400 kvenna, sem mót-
mæla uppsögn Jónasar Franklíns
kvensjúkdómalæknis við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, hafa verið
sendir framkvæmdastjóm sjúkra-
hússins og heilbrigðisráðuneytinu.
Konumar, sem em búsettar á Ak-
ureyri og nágrenni, segjast þekkja
til starfa Jónasar og vilja hafa hann í
starfi áfram og fara í því skyni fram
á það við framkvæmdastjórn sjúkra-
hússins, að uppsögn hans verði dreg-
in til baka.
Halldór Jónsson forstjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri gat
ekki tjáð sig um viðbrögð sín við
kröfum kvennanna í gærkvöldi.
Fulltrúar Mjólkurfræðingafélags
íslands og SA áttu fund í kjaradeilu
félaganna í gær en ekki er gert ráð
fyrir tíðindum úr þessum kjaradeil-
um fyrr en eftir páska.
Að sögn Þóris Einarssonar ríkis-
sáttasemjara bíða fundir í öðram
kjaradeilum fram yfir páska.
Auk samningamála mjólkurfræð-
inga og Sjómannafélags Reykjavík-
ur gagnvart SA bíða úrlausnar hjá
ríkissáttasemjara kjaradeilur Flug-
virkjafélags Islands gagnvart samn-
inganefnd ríkisins, deilur Bifreiða-
stjórafélagsins Sleipnis við SA og
loks mál tveggja hópa fiskimjöls-
verksmiðja og viðsemjenda þeirra.
Þar er annars vegar um að ræða
Alþýðusamband Austurlands, sem
semur fyrir hönd nokkurra
bræðslna, gagnvart SA og viðræður
nokkurra verkalýðsfélaga sem
semja fyrir starfsfólk í fiskimjöls-
verksmiðjum SR-mjöls.
Ungt Og
leikur sér
ÞEIR Tfmon og Snati eru ærsla-
fullir og kátir hvuttar og vildu ólm-
ir bregða á leik í vorsólinni sem
skein á höfuðborgarbúa í gær og
það var Eygló augljóslega ekki á
móti skapi.
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Sinueldar
slökktir
við erfiðar
aðstæður
UM 20 manns úr Slökkviliði
Borgarness og björgunar-
sveitinni Brák í Borgarnesi
þurfti að kalla til vegna mikilla
sinuelda í landi Anastaða á
Mýrum í gær. Aðstæður til
slökkvistarfs vora afar slæmar
að sögn slökkviliðsstjóra enda
þurftu menn að fara fótgang-
andi um þungfært land, um
5-6 km vegalengd frá vegi, að
þeim stað þar sem eldarnir
brannu. I ofanálag espaðist
eldurinn vegna mikils roks og
var það erfiður viðfangs að 11
manna lið frá Slökkviliði Borg-
arness, sem fór fyrst á vett-
vang, þurfti að fá aðstoð 8-10
manna úr björgunarsveitinni
Brák.
Slökkviliðið var sent til
slökkvistarfa að beiðni sýslu-
mannsins og yfirlögreglu-
þjónsins í Borgarnesi og var á
fimmtu klukkustund að ljúka
slökkvistörfum.
Abúandinn á Anastöðum
hafði byrjað að brenna sinu á
laugardag í heimildarleysi og
var kvartað yfir athæfinu.
Lögreglan hafði afskipti af
málinu og var eldurinn látinn
deyja út í kjölfarið. í gær
kviknaði aftur í en ekki liggur
ljóst fyrir hvort lifnað hafi í
gömlum glæðum eða beinlínis
verið kveikt í aftur.
Sérstakar heimildir þarf til
að mega brenna sinu og voru
þær ekki fyrir hendi í þessu
tilviki. Lögreglan í Borgamesi
hefur málið í vinnslu hjá sér.
Andlát
NÍNA BJÖRK
ÁRNADÓTTIR
NÍNA Björk Amadótt-
ir skáld lést á heimili
sínu í Reykjavík síðast-
liðinn sunnudag, 58 ára
að aldri.
Nína var fædd að
Þóreyjamúpi í Lín-
akradal í Vestur-Húna-
vatnssýslu 7. júní 1941
og vora foreldrar henn-
ar hjónin Lára Hólm-
freðsdóttir og Ámi Sig-
urjónsson, en hann var
systursonur Stefáns
skálds frá Hvítadal.
Fósturforeldrar henn-
ar vora hjónin Ragn-
heiður Ólafsdóttur og Gísli Sæ-
mundsson að Garðsstöðum við Ögur í
ísafjarðardjúpi.
Nína Björk gaf út fyrstu Ijóðabók
sína, Ung ljóð, árið 1965 sem vakti
mikla athygli og var strax þýdd á
dönsku. Síðan sendi hún frá sér Ijóða-
bækur, tvær skáldsögur og fjölmörg
leikrit sem vora sýnd hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, í Þjóðleik-
húsinu, hjá Leikfélagi
Akureyrar, Nemenda-
leikhúsinu og víðar.
Leikrit hennar voru
einnig flutt í sjónvarpi
hérlendis og á Norður-
löndunum. Þá flutti hún
marga útvarpsþætti um
norrænar skáldkonur.
Ljóð Nínu Bjarkar
vora þýdd á fjölmörg
tungumál, m.a. þýsku,
spænsku, pólsku, rúss-
nesku, nokkur indversk
mál auk Norðurlanda-
mála og margra fleiri.
Hún fékk fjölmargar viðurkenningar
fyrir skáldskap sinn, m.a. úr Rithöf-
undasjóði Ríkisútvarpsins og hún var
borgarlistamaður í Reykjavík árið
1985.
Eiginmaður Nínu Bjarkar var
Bragi Kristjónsson bókakaupmaður
og eignuðust þau þrjá syni og áttu
orðið eitt bamabam.
21 árs piltur játar á sig
morð á 19 ára stúlku
RANNSÓKN á morði á 19 ára stúlku
í Reykjanesbæ heldur áfram hjá
rannsóknardeild lögreglunnar í
Keflavík og hefur tæplega 22 ára pilt-
ur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald
til 15. júní, en hann játaði verknaðinn
á sig hjá dómara. Lýst er eftir há-
vöxnum og Ijóshærðum manni á fer-
tugsaldri sem sást á tali við piltinn að-
faranótt laugardags.
Stúlkan hét Áslaug Óladóttir, fædd
6. ágúst 1980, og bjó við Skólaveg 2
ásamt unnusta sínum. Banamaður
hennar heitir Rúnar Bjarki Ríkharðs-
son, fæddur 16. ágúst 1978.
Lögreglan var kölluð á vettvang kl.
4.35 aðfaranótt laugardags, en þá
höfðu aðrir íbúar í húsinu kvatt til
sjúkraflutningsmenn. Tilkynnt var að
stúlkan hefði hlotið alvarlega áverka
af völdum eggvopns. Hún var flutt á
Landspítalann í Fossvogi og var
úrskurðuð látin þegar þangað kom.
Þórir Maronsson, yfirlögreglu-
þjónn í Keflavík, segir að árásarmað-
urinn hafi brotið sér leið inn í íbúðina
gegnum útihurðina. Stúlkan var þar
ásamt sambýlismanni sínum, en
óljóst er um ferðir þriðja mannsins,
þ.e. hvort hann var þar fyrir eða hvort
hann var í fór með árásarmanninum.
Segir Þórir að verið sé að rannsaka
þann þátt málsins. Lögreglan hand-
tók árásarmanninn nokkru eftir at-
burðinn þar sem hann hafði leitað til
Sjúkrahússins í Keflavík vegna
áverka sem hann hafði hlotið. Hinir
tveir piitamir vora einnig handteknir
en þeim sleppt síðdegis á laugardag
eftir yfirheyrslur. Pilturinn játaði á
sig verknaðinn við yfirheyrslur hjá
dómara síðdegis á laugardag. Var
hann í framhaldi af því úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 15. júní og til að
sæta geðrannsókn. Þórir sagði að svo
virtist sem áfengi hefði verið haft um
hönd.
Á aðild að öðru sakamáli
Sami gemingsmaðurinn var fyrir
mánuði kærður fyrir að nauðga
stúlku. Verðui- það mál sent ákæru-
valdinu næstu daga. Stúlkan sem var
myrt var vinkona þeirrar sem nauðg-
að var og bar hún vitni í því máli. Þór-
ir sagði óljóst hvort málin tengdust,
en einhver hefði fyrir nokkra sent
þeirri látnu hótanir með SMS-skila-
boðum og beindist granur að árásar-
manninum. Lögreglan hafði hann í
haldi helgina 8.-9. apríl þar sem hann
hafði áreitt stúlkuna sem hann hafði
nauðgað.
Unnið var að rannsókn málsins alla
helgina og í gær. Sagði Þórir atburða-
rásina ekki skýrast gjörla fyrr en eft-
ir frekari yfirheyrslur. Gert var ráð
fyrir að árásarmaðurinn yrði fluttur
að Litla-Hrauni í gærkvöld.
Vegna rannsóknar málsins lýsir
lögreglan í Keflavík og Grindavík eft-
ir karlmanni á aldrinum 30 til 35 ára,
frekar háum vexti, Ijóshærðum með
lítið hár og gleraugu. Maðurinn sást á
tali við kærða á veitingahúsinu Ránni
aðfaranótt laugardags síðastliðins.
Maðurinn er beðinn um að gefa sig
fram við rannsóknardeild lögreglunn-
ar í Keflavík. Lögreglan biður enn-
fremur þá sem gætu gefið upplýsing-
ar um manninn, að hafa samband.
Sérblöð í dag
Magnaðar móttökur í
>#Stoke 481^7,8^9.....
Grindavík vann fyrsta leikinn
gegn KR /B3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is