Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Foreldrar barna í Víðistaðaskóla hafa áhyggjur af þrengslum í skólanum. Foreldraráð Víðistaðaskóla Ahyggjur af húsnæðismálum Hafnarfjörður Byrgið fær frest til 29. aprfl til að koma brunavörnum í gott horf Bíða eftir ákvörðun um framtíð hússins Hafnarfjörður Morgunblaðið/Kristinn Hús Byrgisins við Vesturgötu í Hafnarfirði. í ERINDI foreldraráðs Víði- staðaskóla til skólanefndar Hafnarfjarðar er lýst yfir þungum áhyggjum vegna hús- næðismála skólans næsta vet- ur og skorti á kennslurými vegna lögbundinnar kennslu- skyldu. Skólanefnd Hafnar- fjarðar hefur samþykkt að beina því til bæjarráðs að leit- að verði allra leiða til að setja niður fjórar lausar kennslu- stofur, tvær við Setbergsskóla og tvær við Víðistaðaskóla fyrir upphaf næsta skólaárs. Sótt um þrjár stofur Að sögn Jónasar Jónasson- ar formanns foreldraráðs Víðistaðaskóla hefur verið sótt um þrjár lausar kennslu- stofur við skólann til að leysa úr brýnasta húsnæðisvanda skólans. „Þetta er svo þétt setinn skóli miðað við að hann er tvísetinn að við sáum fram á að bömin þyrftu að vera í skólanum langt fram eftir degi jafnvel fram til kiukkan sex á kvöldin til að halda úti lögbundinni kennsluskyldu og því munu foreldrar ekki una,“ sagði hann. Húsnæðið að hluta ókennsluhæft Nemendum og bekkjar- deildum hefur fjölgað og sagði Jónas að húsnæðismál skól- ans væru hrein hörmung. „Hluti af skólahúsnæðinu er svo tii ókennsluhæft," sagði hann. „Það er búið að taka húsnæðið út en þetta gengur allt mjög seint.“ í erindi foreldraráðs til skólanefndar kemur fram að ljóst sé að ekki verði boðið upp á sömu þjónustu og undanfar- in ár ef engar úrbætur eigi sér stað. Ekki verði hægt að bjóða foreldrum yngstu barna upp á að velja skólatíma barna sinna svo dæmi sé tekið. Bent er á að foreldrar og yfirstjórn skólans hafi á undanförnum árum bent skólayfirvöldum í Hafnarfirði, bæjarráði og bæjarstjórum bréflega og munnlega á óviðunandi ástand í húsnæðismálum, sérstaklega yngstu barnanna. BYRGIÐ hefur fengið frest til 29. apríl nk. til að gera við- eigandi ráðstafanir varðandi ástand brunavarnamála í áfangaheimili félagsins á Vesturgötu 18-24 í Hafnar- firði. Aðstandendur Byrgis- ins bíða hins vegar eftir ákvörðun um hvort rífa eigi húsið og vilja því ekki fara út í dýrar framkvæmdir fyrr en fyrir liggur hvort húsnæðið stendur þeim til boða um lengri tíma. Byrgið, kristilegt líknarfé- lag hefur rekið þarna áfanga- heimili frá 1997. Afskipti byggingaryfirvalda hófust í ársbyrjun 1998, en ástand brunavarnamála var talið ófullnægjandi. Slökkviliðs- stjóri Hafnarfjarðar fór fram á það við sýslumann í mars 1999 að hann lokaði húsnæð- inu þar til úrbætur yrðu gerð- ar. Umhverfisráðuneytið úr- skurðaði hins vegar, eftir að lögmaður Byrgisins kærði þá ákvörðun sýslumanns að loka húsinu, að vegna annmarka á vinnubrögðum slökkviliðs- stjóra væri ekki heimilt að loka húsnæðinu, en hann veitti Byrginu ekki umbeðna lýsingu á því hvað væri brýn- ast að laga í húsnæðinu. Ráðuneytið taldi þó að ekki væri ágreiningur um það, að um almannahættu væri að ræða í húsinu. A fundi bæjan-áðs Hafnar- fjarðar hinn 23. mars sl. var fjallað um úrskurð ráðuneyt- isins og jafnframt var þar lagt fram bréf slökkviliðs- stjóra sent Eimskipafélaginu, sem er eigandi hússins. Þar var gerð krafa um næturvakt í húsinu alla daga og að eigi síðar en 6. apríl yrði búið að sækja um leyfi til byggingar- nefndar bæjarins til að gera breytingar á húsnæðinu með brunavarnir í huga. Helgi Ivarsson, slökkviliðs- stjóri í Hafnarfirði, segir að sendur hafi verið eldvarnaeft- irlitsmaður á staðinn eftir 6. apríl og þá hafi komið í Ijós að ekkert hafði verið gert varð- andi brunavarnamál í húsinu og ekki verið sótt um það til byggingaryfirvalda bæjarins. Hann hafi því óskað eftir því við sýslumann að hann lokaði húsinu samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði ráðu- neytisins, en þar stendur að hafi Byrgið ekki framkvæmt þær úrbætur sem nauðsyn- legar eru innan þeirra tíma- marka sem slökkviliðsstjóri setur, skuli hann þegar í stað krefjast lokunar húsnæðisins. Að sögn slökkviliðsstjóra stendur nú til að loka húsinu þann 29. apríl, en sýslumaður gaf frest fram að þeim tíma. Ekki Ijóst hvort rífa á húsið Hilmar Baldursson, lög- maður Byrgisins, segir að málið sé á viðkvæmu stigi og snúist um það að ekki liggi fyrir endanleg ákvörðun um hvort rífa eigi húsið eða ekki. Hann segir að fyrst verði að fást svör um það, áður en far- ið verður í dýrar fram- kvæmdir við brunavarnir af hálfu Byrgisins. „Byrgið fer auðvitað ekki út í stórkostlegar fram- kvæmdir nema það sé tryggt að hægt sé að vera þarna í einhver ár að minnsta kosti. Það er búið að leggja nokkrar milljónir í húsnæðið og það er búið að útvega ákveðna hluti eins og brunastiga, þetta er allt saman klárt, en menn vilja ekki fara út í dýrar fram- kvæmdir fyrr en það kemur í ljós hversu lengi menn geta notað húsnæðið. Það verður því tekin ákvörðun um það fljótlega hvort húsið verður rýmt eða farið út í þær lag- færingar sem nauðsynlegar eru.“ Fjölmargir hafa lent í vanda vegna útfellinga í heitu vatni frá Nesjavöllum í vetur Kópavogsbær leitar bóta og skýringa Kópavogur BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt að krefja Orkuveitu Reykjavíkur skýringa og bóta vegna vandræða sem útfelling- ar í hitaveituvatni hafa valdið í rekstri Sundlaugar Kópavogs. Fjöldi húseigenda í sveitárfélög- unum, sem nota Nesjavallavatn fra Orkuveitu Reykjavíkur, hef- ur lent í vandræðum vegna út- fellinga firá síðasta hausti. Steingrímur Hauksson, for- stöðumaður hönnunardeildar tæknideildar Kópavogs, sagði í samtali við Moi'gunblaðið að bærinn hefði frá því sl. haust átt í vandræðum með að halda uppi hita í Kópavogslauginni. Skýringin hefði fundist í útfell- ingum í vatni sem stíflað hefði inntakssíur. „Við fengum Orkustofnun til að taka sýni af vatninu og greina það og þar voru verulegar útfellingar sem menn gátu ekki skýrt,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að við hitun laugarinnar væri not- að jafnmikið vatn og þyrfti til að hita 3-400 íbúðarhús en vegna útfellinga sem sest hefðu í forhitara, varmaskipta, hefði ekki náðst viðunandi nýt- ing út úr hitakerfinu og afköst þess dottið niður um fjórðung. Útfellingarnar komu í ljós þeg- ar forhitarar voru teknir í sundur og hreinsaðir. „Okkur vantar skýringar á því hvað er þarna á ferðinni." Samkvæmt uppiýsingum Morgunblaðsins hafa fjölmarg- ir húseigendur í Kópavogi, Garðabæ og Hafnaifii'ði lent í vandræðum vegna útfellinga í hitaveituvatni. T.d. komu upp vandamál í verslunarmiðstöð- inni Smáratorgi vegna útfell- inga í forhitara. Þá er vitað um stífluð snjóbræðslukerfi við íbúðarhús, svo og ofna, sem hafa fyllst af úrfellingunum og hefur þurft að skola út. Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður Eigendur forhitara hafa mikið leitað til Byggingavöru- verslunar ísleifs Jónssonar, þar sem starfsmenn hafa átt annríkt við að hreinsa upp for- hitara, sem hafa orðið illa starfhæfir vegna úrfellinga í vetur. „Við höfum heyrt um marga, sem hafa lent í vand- ræðum,“ sagði Grétar Leifs- son, framkvæmdastjóri Bygg- ingavöruverslunar Isleifs Jónssonar. „Mér sýnist þetta hafa verið sérstaklega áber- andi á Nesjavallahluta kerfis- ins í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.“ „Þetta eru ekki venjulegar útfellingar, þar sem myndast hörð skel. Þetta er meira eins og slím en getur þó sest fyrir og valdið því að það renni minna í gegn eða að rennsli hætti,“ sagði Gestur. Fyrirtæki Gests veitir þá þjónustu að taka varmaskipt- ana í sundur og hreinsa með sterkum efnum. Gestur sagð- ist að í langflestum eða öllum tilfellum hefði tekist að koma þeim í nothæft horf með hreinsun. Iðulega væri um að ræða nýja varmaskipta, 1-2 ára gamla, en ekki væri eðli- legt að slíkir hlutir kölluðu á viðhald fyrr en eftir a.m.k. 5 ár. Þrátt fyrir að margir hús- eigendur hafi leitað til Grétars segist hann telja stóran hluta vandans dulinn. Grétar kvaðst gera ráð fyrir að margir vildu láta skoða varmaskipta, snjó- bræðslukerfi ogslaufuloka hjá sér í sumar. „Ég held að ég geti sagt að það séu talsverð dulin áhrif. Það dregur úr hita í húsi og þarf að hleypa á meira vatni eða þá að einn ofn í húsi hættir að hitna án þess að menn geri sér grein fyrir hvað veldur," sagði hann. Þegar vatni frá Nesjavöllum var um 1990 fyrst veitt á hús á svæði Hitaveitu Reykjavíkur var því blandaði saman við jarðhitavatn og af hlaust vandamál vegna útfellinga. Þá greiddi Hitaveitan húseigend- um fyrir vinnu pípulagningar- manna, a.m.k. í ákveðnum til- fellum og hafði einnig hóp eigin starfsmanna við að vinna á vandanum. Gestur sagðist vita til þess að fjölmargir pípu- lagningarmenn hefðu átt ann- ríkt vegna þessa vandamáls frá því í haust, einkum þeir sem mest starfa í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Velti fyrir mér hvort þetta sé vegna mengunar Kópavogur HREFNA Kristmannsdótt- ir, jarðefnafræðingur og deildarstjóri á Orkustofn- un, hefur unnið að rann- sóknum á heitavatnssýnum, sem tekin voru úr forhitara Sundlaugarinnar í Kópa- vogi. Hún segir útfelling- arnar vera illa kristölluð álsiliköt og telur að breyt- ingar hafi orðið á vatninu frá Nesjavöllum. Styrkur kísils hafi hækkað, vænt- anlega vegna affalls frá háhitavatni á Nesjavöllum, en styrkur áls sé óútskýrð- ur auk þess sem fosfat finnist í vatninu í nokkrum mæli. „Það finnst mér sér- kennilegt og ég sé ekki fyrir mér hvaðan það kem- ur. Ég velti því fyrir mér hvort það geti verið vegna mengunar," segir Hrefna. Heita vatnið á Nesja- völlum er framleitt þannig að kalt vatn, sem tekið er úr Grámel, er hitað upp með orku frá orkuverinu á Nesjavöllum. Þegar vatni frá Nesja- völlum var fyrst hleypt á árið 1990 var því blandað við jarðhitavatn en þá komu upp útfellinga- vandamál, sem leiddu til þess að hætt, var að blanda upphituðu vatninu þaðan saman við jarðhitavatn og nú er vatn frá Nesjavöll- um leitt beint til sveitarfé- laganna sunnan Reykja- víkur. Hrefna segir að álsilikat- útfellingar í hitaveituvatni hafi verið þekktar lengi. „Vatn getur orðið yfir- mettað af silikötum eins og þarna hafa verið að falla út. Það hafa greinilega orðið einhverjar breytingar á vatni frá Nesjavöllum,“ segir Hrefna. „Vandamálið virðist fylgja þeim hluta Hitaveitu Reykjavíkur, sem notar Nesjavallavatn." Hrefna segir vitað að breytingar geti orðið á há- hitavatni vegna kísils. Af- fallsvatnið frá orkuverinu á Nesjavöllum rennur niður í sprungur í Nesjavalladaln- um og þá sé viðbúið að kís- ilstyrkur í vatnstökusvæð- unum við Grámel fari hækkandi. „Hins vegar eru þarna aðrar breytingar sem ég átta mig ekki á. Það er t.d. fosfat í vatninu, sem mér finnst ólíklegt að eigi uppruna þarna, en Hitaveitan verður að svara því hvaðan það kernur," sagði Hrefna. Það hefur greinilega eitthvað gerst Hrefna hefur lengi unn- ið að rannsóknum á útfell- ingum og fékk til rann- sóknar sýni úr forhiturum frá Sundlaug Kópavogs og segist fljótlega hafa kom- ist að því að útfellingarn- ar væru illa kristölluð álsiliköt. Hún sagði út- fellingarnar nú allt ann- arrar gerðar en þær sem urðu þegar vatni frá Nesjavöllum var upphaf- lega hleypt á. „Þá var um að ræða magnesíumsiliköt, sem eru allt öðruvísi og myndast þegar köldu vatni og jarðhitavatni er bland- að saman. Samsetningin á því vatni var allt önnur en á vatninu sem ég skoðaði núna frá Kópavogi. Þetta var eins og hlaup. Það hefur greinilega eitthvað gerst. Mér finnst eðlilegt; að kís- illinn í vatninu við Grámel hækki með tímanum. En það er líka mjög mikið ál í vatninu og auk þess fosfat, sem mér finnst sérkenni- legt, og ég sé ekki fyrir mér hvaðan það kemur. Ég velti fyrir mér hvort það geti verið vegna mengunar. Mér finnst óeðlilegt að ál- styrkurinn aukist svona mikið og fosfatinu skil ég ekki neitt í. Það getur reyndar komið úr fuglageri en af hverju ætti það að gerast allt í cinu núna, auk þess sem mér finnst styrk- urinn of mikill til þess,“ segir Hrefna. Hrefna segir einnig að meiri styrkur brennisteins- vetnis í vatninu frá því sem var bendi til þess að gufu sé blandað í vatnið í meira mæli en áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.