Morgunblaðið - 18.04.2000, Side 22

Morgunblaðið - 18.04.2000, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aukinn áhugi erlendis á íslenskum fj ármálamarkaði Morgunblaðiö/Kristinn „Við byrjuðum að kynna ísland erlendis 1993-1994 og höfum ekki enn gef- ist upp,“ segir Sigurður Einarsson, forsfjóri Kaupþings. Erlendlr fjárfestar hafa í vaxandi mæli beint sjónum sínum að ís- lenskum fjármálamark- aði undanfarin misseri. Þetta heyrði Sigrún Davíðsdóttir á kynning- arfundi Kaupþings í Lúxemborg í gær. ÁHUGI erlendra fjárfesta á íslandi hefur vaxið til muna undanfarna mánuði. Þetta kom fram á kynning- arfundi Kaupthing Bank Luxem- bourg í gær, þar sem íslenskum stofnanafjárfestum var kynnt starf- semi banka Kaupþings í Lúxem- borg, en bankinn fékk starfsréttindi nú í janúar. Á fundinum kynntu starfsmenn Kaupþings ýmsar hlið- ar á þjónustu fyrirtækisins. Þar kom meðal annars fram að áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fjár- málamarkaði hefur stóraukist und- anfarið. Áhuginn hefur meðal annars birst í umfjöllun um íslensk fyrir- tæki og íslenskar aðstæður í er- lendum fjölmiðlum. Mesta athygli hefur Islensk erfðagreining hlotið. Önnur fyrirtæki hafa einnig vakið athygli, svo sem eins og Oz, sem er mjög þekkt í hátæknigeiranum. Fyrirhuguð einkavæðing Lands- símans vekur einnig áhuga eins og umfjöllun Berlingske Tidende og Financial Times nýlega sýnir. I gær var svo stutt grein um íslenska greiðslukortamarkaðinn í viðskipta- blaði franska blaðsins Le Figaro, þar sem varpað er fram þeirri spurningu hvort hin mikla notkun greiðslukorta á íslandi geti hugsan- lega verið innblástur annars staðar. Áhersla á einstök svið ekki aðeins á íslandi ■ sjálfu sér „Við byrjuðum að kynna Island erlendis 1993-1994 og höfum ekki enn gefist upp,“ sagði Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, og bætti því við að fyrirtækið hefði lagt í þetta mikla vinnu og fé, sem vonandi ætti eftir að skila sér. Þetta hefði verið gert með því að senda stórum fjármálastofnunum kynn- ingarefni, ekki síst einstökum kost- um á íslenska skuldabréfamarkaðn- um og nú í vaxandi mæli íslenska hlutabréfamarkaðnum. „Áhuginn framan af var þó lítill og menn ein- blíndu á gengisáhættu." Nú er þetta að breytast og Kaup- þing hefur einnig nálgast efnið á annan hátt. Upp á síðkastið hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að vekja áhuga á einstökum atvinnu- greinum og einstökum fyrirtækjum. „Þessi stefna er að bera mjög góðan árangur," sagði Sigurður. „Við finn- um nú fyrir vaxandi áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum tæknifyrir- tækjum. Það horfir allt öðru vísi við að geta til dæmis sagt að stoðtækja- fyrirtækið Össur sé næst stærsta fyrirtæki í heimi á sínu sviði. Auk áhuga á einstökum fyrir- tækjum eins og Össuri, íslenskri erfðagreiningu, Nýherja og svo á óskráðum fyrirtækjum eins og bepaid.com þá hafa augu útlendra fjárfesta opnast fyrir möguleikum á íslenska skuldabréfamarkaðnum. Þar hafa útlendingar verið að fjár- festa undanfarna mánuði meira en nokkru sinni áður.“ Stöðug vinna í stað víkingaferða „í stað þess að fara í víking stöku sinnum, halda kynningarfundi til að kynna fjárfestingarmöguleika á ís- landi, þá sinnum við nú erlendum fjárfestum reglulega," sagði Ragn- ar Guðmundsson, sjóðsstjóri hjá Lúxemborgarsjóðum Kaupþings. Þessir möguleikar hafa snarbatnað með því að Kaupþing hefur fært út kvíarnar erlendis. Þannig starfa fjórir Danir hjá Kaupþingi í Lúx- emborg, sem ferðast um og kynna löndum sínum Island. „Það er hringt í okkur og við beðnir um að koma og kynna Island sem fjárfest- ingarland og þessi áhugi nú er ein- stakur," sagði Ragnar. „Nú erum við á staðnum og getum sinnt þess- um beiðnum.“ Sigurður tók undir að áhuginn hefði aldrei verið meiri og nú und- anfarna mánuði. Þar skipti það miklu máli að það væru til dæmis Danir sem kynntu ísland fyrir lönd- um sínum. Þeir ættu mun greiðari aðgang að þeim og mættu meira trausti, þar sem þeir þekktu bæði aðstæður í eigin landi og svo á Is- landi. A 'V> Aðalfundur Aðalfundur íslenskra aðalverktaka hf. verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl n.k. á Grand Hótel Reykja\ríkr Sigtúni 38 og hefst fundurinn kí. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins 2. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga 3. Önnur mál, löglega upp borin Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofum félagsins á Keflavíkurflugvelli og í Hátúni 6a, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað í fundarbyrjun. Stjórn íslenskra aðalverktaka hf. / Ekki nóg að bjóða þjónustu heima fyrir MAGNÚS Guðmundsson, banka- stjóri Kaupthing Bank Luxem- bourg, leggur áherslu á að Kaup- þing sé ekki aðeins þjónustuaðili við íslensk fyrirtæki, heldur taki það þátt í samkeppni á alþjóð- legum fjármálavettvangi. „Við er- um ekki lengur bara í samkeppni við íslensk fjármagnsfyrirtæki, heldur erum við í alþjóðlegri sam- keppni. Til að vera samkeppnis- hæfur þarf að byggja upp stað- bundna þjónustu," sagði Magnús Guðmundsson, bankastjóri Kaup- thing Bank Luxembourg, í samtali við Morgunblaðið. Kaupþing hélt í gær kynningarfund í Lúxemborg fyrir íslenska fjárfesta, þar sem starfsemi bankans var kynnt, en hann fékk starfsleyfi í janúar. Hjá bankanum starfa nú 25 manns, þar af tíu íslendingar. í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús Guðmundsson bankastjóri bankans að líta mætti á pcninga sem hráefni. Með bankastarfseminni gæti Kaupþing stigið feti framar í að fullnýta þetta hráefni, svo það skilaði virð- isauka til íslenskra aðila. Á næstu fimm árum stefnir Kaupþing að því að helmingur af tekjum sam- steypunnar komi frá umsvifum erlendis. Vöxturinn verður erlendis „Þegar við fórum af stað 1994 með fjárfestingar erlendis töldum við að nægilegt væri að hafa hæf- asta fólkið, góða tækni og góð viðskiptatengsl erlendis," sagði Magnús Guðmundsson. „Við sáum þó fljótt að ef við værum bara að þjóna viðskiptavinum okkar 1 gegnum þriðja aðila erlendis þá misstum við af mörgum góðum viðskiptatækifærum með því að vcra ekki á staðnum. Nýjasti lið- urinn í þeirri viðleitni er stofnun bankans í Lúxemborg. Upphaf- lega hugmyndin um að geta sinnt erlendri þjónustu við íslenska við- skiptavini hefur þróast undan- farin ár. „Nú sjáum við að við er- um allt eins góðir að sinna er- lendum fjárfestum erlendis og getum þá einnig sinnt því betur að fá þá til að fjárfesta á Islandi. Auk umsvifa í Lúxemborg er Kaupþing einnig með starfsemi í New York, Stokkhólmi og í Fær- eyjum. „Við sjáum fram á að til að geta haldið áfram að vaxa þá er vandséð hvernig við náum meiri vexti heima fyrir en sem nemur vexti markaðarins heima,“ segir Magnús. „Til að vaxa verðum við að vera erlendis og fá þá sneið af kökunni þar. Lúxemborg býður upp á marga kosti Uppbygging Kaupþings í Lúx- emborg miðast að því að fyrirtæk- ið lítur á sig sem þátttakanda á alþjóðlcgu fjármálasviði. „Upp- byggingin er þó mikilvægust gagnvart íslenskum aðilum, auk þess sem við viljum vinna að því að fjármálamarkaðurinn þróist á íslandi og verði mikilvæg at- vinnugrein. Peningar eru hráefni og við viljum gjarnan stuðla að útflutningi þeirra í jákvæðri mynd þannig að virðisaukinn af vinnslu þeirra skili sér til ís- Magnús Guðmundsson, bankastjóri Kaupthing Bank. lenskra aðila, til Kaupþings, en ekki aðeins til erlendra banka. I umræðum á kynningarfundin- um í gær kom fram að íslenski fjármagnsmarkaðurinn gæti ekki sinnt öllum íslenskum fjárfesting- um, því það væru einfaldlega ekki fjárfestingartækifæri fyrir hendi. Því væri nauðsynlegt fyrir Islend- inga að fjárfesta erlendis. Magnús tók undir þetta sjónarmið, enda væru mörg tækifæri á þessu sviði erlendis. Hann benti einnig á að það yki stöðugleika á íslandi, bæði ef íslendingar fjárfestu er- lendis og eins ef erlendir fjárfest- ar fjárfestu á Islandi. I erindi sínu á kynningarfundinum í gær kynnti Magnús kosti þess að stofna eignarhaldsfélög í Lúxem- borg, því þannig gætu íslensk fyr- irtæki sýnt skattafyrirhyggju, sem væri jafn eðlilegt og að há- marka afköst. ESB agnúast en varla vilji til breytinga Ástæðan fyrir því að Lúxem- borg varð fyrir valinu segir Magnús að Lúxemborg sé heppi- legur staður fyrir einkabanka- þjónustu eins og þá sem banki Kaupþings leggi áherslu á. í Lúx- emborg sé auðvelt að fá hæfi- lcikaríkt starfsfólk, bankalöggjöf- in og —eftirlit sé öflugt, banka- leyndin virk, lagaumhverfið stöðugt, auk þess sem Lúxemborg sé í hjarta Evrópu, í Evrópusam- bandinu, ESB, og hluti af alþjóð- legu fjármálaumhverfi. Undanfarið hafa ýmis ESB-lönd verið að agnúast út í ýmsa þætti í laga- og skattaumhverfi í Lúxem- borg, til dæmis lága skatta og bankaleynd. Magnús segist þó ekki hafa áhyggjur af að þarlend- ir þurfi að breyta aðstæðum sín- um. Lúxemborg sé háð tekjum af fjármálamarkaði Iandsins rétt eins og Islendingar séu háðir sjávarútvegi. Um 20 prósent þjóð- arframleiðslu kemur frá banka- starfsemi, tíu prósent landsmanna vinna við hana og 35 prósent skatttekna koma frá bankastarf- seminni. Magnús bendir á að Lúxem- borgarmenn hafi því gert það Ijóst að þeir hiki ekki við að beita neitunarvaldi sínu til að hindra einstakar breytingar á þessu sviði, en séu hins vegar til við- ræðu um heildarathugun á evrópsku skattaumhverfi og sam- ræmingu á því sviði. Því Ieggist hins vegar mörg önnur lönd gegn svo á þessu sviði verði varla breytingar í bráð. KONFEKTMÓT PASKA- GGJAMÓX PIPAR OG SALT MATARLITIR Póstsendum Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.