Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í sdlarhringsheimsókn í Bretlandi Hæstiréttur staðfestir sýknudóm yfir Nikitin Moskva. AP, AFP. HÆSTIRÉTTUR Rússlands stað- festi í gær sýknudóm yfir Alexander Nikitin, fyrrverandi sjóliðsforingja, sem sakaður hafði verið um landráð eftir að hann upplýsti um hættulegan kjamorkuúrgang í flotahöfn á Kóla- skaga að því er Interfáx-fréttastofan greindi frá. Nikitin ritaði árið 1996 grein í tíma- rit norskra umhverfisvemdarsam- taka, Bellona, þar sem fram kom að hætta væri á að geislavirk efni lækju í hafið frá 52 kjamorkukafbátum sem sjóherinn hafði hætt notkun á. I kjölfarið ákærði rússneska leyniþjón- ustan, FSB, hann fyrir að hafa ljóstr- að upp ríkisleyndarmálum og fór sak- sóknari fram á að Nikitin yrði dæmdur til 12 ára vistar í vinnubúð- um. í desember á síðasta ári komst dómari herréttar hins vegar að þeirri niðurstöðu að ákærumar brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Nikitin hefði verið sakaður um að brjóta leynilegar reglur vamarmálaráðu- neytisins sem hefðu ekki öðlast gildi fyrr en eftir handtöku hans. Sá dóm- ur var síðan staðfestur af hæstarétti í gær. „Ég vonaðist alltaf til að þetta yrði útkoman, en var kvíðinn þar til yfir lauk,“ sagði Nikitin eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. „Þetta er frábær sigur og við eram öll mjög ánægð.“ Það var í febrúar 1996 að Nikitin var handtekinn af FSB í tengslum við rannsókn á starfsemi Bellona í Múrmansk og í kjölfarið dvaldi hann tíu mánuði í einangran. Vill aukin samskipti Rúss- lands við vestræn ríki London. AP, AFP, Reuters. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í gær í London, að Rúss- ar vildu auka samskipti sín við vest- ræn ríki og stuðla að efnahags- umbótum í því skyni m.a. að laða að erlenda fjárfesta. Pútín er nú í heim- sókn í Bretlandi, sinni fyrstu ferð til Vesturlanda síðan hann var kjörinn forseti. Á sameiginlegum fréttamanna- fundi þeirra Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, og Pútíns sagði Blair, að Vesturlönd ættu ekki að einangra Rússland þrátt fyrir stríðið í Tsjetsjníu. Sagði hann, að kjör Pút- íns væri upphafið að nýjum og góð- um kafla í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Kvað hann þá hafa orðið ásátta um að hittast a.m.k. einu sinni árlega, í London eða Moskvu. Blair kvaðst hafa rætt ástandið í Tsjetsjníu við Pútín, sem hefði varið hernað Rússa af hörku. Á frétta- mannafundinum í gær sagði Pútín, að í Tsjetsjníu væra Rússar að berj- ast gegn hættulegum öfgahópum og hryðjuverkamönnum. Það væri hins vegar miður, að Rússar skyldu standa einir í þessu stríði því að hér væri um að ræða öfl, sem Vestur- landamenn hefðu ástæðu til að ótt- ast. Framtíð Rússa er í Evrópu Pútín átti einnig fund með frammámönnum í bresku atvinnulífi og kvaðst hann þá viðurkenna, að óvissan í Rússlandi hefði fælt fjár- Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, á fréttamannafundinum í gær. festa burt. Hann sagði hins vegar, að stjóm sín væri ákveðin í að koma á umbótum og læra af mistökunum. Á þessum fundi og við önnur tækifæri lagði Pútín ávallt áherslu á, að fram- tið Rússa væri í Evrópu. Ekki fer á milli mála, að Blair þótti mikið til Pútíns koma og að fulltrúum stórfyrirtækjanna líkaði málflutn- ingur hans vel. „Áherslurnar era réttar og fái hann einhverju af þessu framgengt þá horfir ekki illa,“ sagði Richard Olver, einn yfirmanna BP. Eitthvað var um, að heimsókn Pútíns væri gagnrýnd vegna Tsjetsj- níustríðsins, og um 50 til 60 manns söfnuðust saman til mótmæla skammtfrá Downingstræti 10. Attu vélsleða? Taktu hann með eða við leiqjum þér einn! Jöklaferðir bjóða upp á hressilegar vélsleðaferðlr og ógleymanleg æulntýrl þar sem teklst er á við náttúruöflin undir styrkri stjórn þaulvanra og gjörkunnugra leiðsögumanna. riægt er að koma með eigin vélsleða eða lelgja góðan vélsleða hjá Jöklaferðum. Öryggls er gættí alla staðl og notast við GP5 tæki, MMT síma og Vri5 talstöðvar. Otvegum vélsleðagalla, örygglshjálma og skó ef á þarf að halda. Jöklasel er aðalbækistöð Jöklaferða. Þar er veitingahús með bar, svefnpokagistlng fyrlr 20 manns og aðstaða öll mjög góð. Jafnframt er hægt er að útvega gistingu á hótell eða glstihúsl skammt frá Jöklasell. Farið er í 8-10 tíma ferðir um jökullnn. V/atnajökull er stórkostlegur. Landslagið er óviðjafnanlegt með háum göllum, djúpum dölum og endalausri víðáttu sem er elnstök hér á landl. Þar bíður ferðalanga opinn faðmur ævlntýra og fegurðar sem spannar 8400 ferkílómetra. / Jk JÖKLAFERÐIR 78 ÍOOO - 01 - póstur: lnfo@glaciertours.ls KVERKFJÖLL - QOÐAHMJÖKAR - EYJABAKKAR - 5HÆFELL - QRÍM5V/ÖTH ÖRÆFAJÖKULL - E5JUFJÖLL - MÁVABYGGÐIR - HUMARKLÓ - BRÓKARJÖKULL \ Fjármálaráðherra Austurríkis hótar að slá aðildargreiðsium til ESB á frest Hótun Grassers harðlega gagn- rýnd í Brussel Berlín. Morgunblaðið. AUSTURRÍSKI fjármálaráðherr- ann Karl-Heinz Grasser hefur hót- að að Austurríki seinki greiðslum af sinni hálfu í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins (ESB) vegna hinna pólitísku einangrunarað- gerða sem hin aðildarríkin fjórtán hafa beitt landið frá því sam- steypustjórn Þjóðarflokks og hins umdeilda Frelsisflokks tók við völdum í Vín fyrir rúmum tveimur mánuðum. Þetta yrði þó að gera með þeim hætti, að Austurríki ætti ekki á hættu að vera dæmt fyrir brot á ESB-sáttmálanum. Hefur Vínarblaðið Der Kurier þetta eftir Grasser í gær. Talsmenn framkvæmdastjórnar ESB gagnrýndu þessi orð fjár- málaráðherrans harkalega. Grass- er, sem er flokksbróðir Jörgs Haiders í Frelsisflokknum, sé að „leika sér að eldinum", hefur Reut- ers eftir ónafngreindum embættis- mönnum framkvæmdastjórnarinn- ar í Brussel. „Að sýna óstundvísi - það getum við gert,“ sagði Grasser í Kurier- viðtalinu. Austurríki verði í ríkari mæli en hingað til að sýna ESB fram á, að það geti ekki unað ein- angrunaraðgerðunum. Að Austur- ríki fyrir sitt leyti hóti að beita neitunarvaldi við ákvarðanatöku á vettvangi ESB sé fullkomlega rétt- mætt. „ESB þarf á Austurríki að halda,“ sagði hann. Sambandinu væri nær að losa sig við þá for- dóma og þann skort á umburðar- lyndi sem lýsti sér í aðgerðunum gegn landi hans og að láta þær fjara út þannig að sem fyrst væri hægt að koma samskiptunum inn- an ESB í samt lag. Allt annað sagði hann vera sambandinu skaðlegt. Grasser segir það vera takmark sitt að lækka ESB- aðildargjöld Austurríkis. Ákvarðanir um það „hvað verði um peningana okkar“ verði að taka að meira leyti heima fyrir. í Suður-Evrópu sé „ESB-fé gróflega misnotað“. Framkvæmdastjórnin hissa Talsmaður framkvæmdastjórn- arinnar í Brussel sagði að öllum aðildarlöndum bæri að standa við skuldbindingar sínar. Þetta gilti einnig um Austurríki. Talsmaður Michaelu Schreyer, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn- inni, lýsti því yfir, að seinki Aust- urríki viljandi greiðslum til sam- bandsins yrði það að borga drátt- arvexti og dragist greiðslur úr hófi gæti framkvæmdastjórnin stefnt austurrískum stjórnvöldum fyrir Evrópudómstólinn. Það sé hins vegar ekkert sérstakt við að greiðslum frá aðildarríkjum seinki. Það hafi nokkrum sinnum gerzt að framkvæmdastjórnin hafi dregið ríki fyrir dóm sem ekki hafi staðið í skilum. Allir slíkir dómar hafi fallið framkvæmdastjórninni í vil. Sögðust fulltrúar framkvæmda- stjórnarinnar hissa á því að austur- ríski ráðherrann beindi spjótum nú að framkvæmdastjórninni, þar sem þeir hefðu staðið í þeirri trú að deilan stæði milli Austurríkis og ríkisstjórna hinna aðildarríkjanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.