Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
N ína Bj örk
Arnadóttir
» Ljóð Nínu eru ljóðræn og gædd hrynjandi sem
naut sín af hennar eigin vörum. Þau þóttu stundum
einum of viðkvæmnisleg og döpur, vígð sorginni. 44
eftir Jóhann Hjálmarsson
EGAR ég hitti Nínu Björk Árna-
dóttur síðast var það við útför Guð-
rúnar Nielsen, móður Alfreðs
Flóka. Um Flóka, vin sinn, skrifaði
Nína að honum látnum Ævintýrabókina um
Alfreð Flóka (1992).
Ljóst var að heilsu Nínu hafði hrakað. Hún
sagði: „Nú get ég ekki meira.“
Þótt Nína væri þrátt fyrir allt kraftmikil
eins og verk hennar leiða í ljós, var hún brot-
hætt og átti oft í erfiðleikum með að sinna
kröfum lífsins.
Eftir hana liggja margar Ijóðabækur,
skáldsögur, smásögur og leikrit.
Fyrsta bók Nínu voru Ung ljóð (1965). í
ljóðinu Núna stendur m.a.: „Eg var ungt blóð
og undraðist að sjá þig7 Ég var ungt blóð og
tært og ég beið þín. Ég var ungt blóð og bylt-
ist og bað þig um líf.“
í Ungum ljóðum er eftirvænting ungrar
stúlku sem er lögð af stað út í lífíð og skáld-
skapinn og hefur líka fundið óttann sem átti
ekki eftir að yfirgefa hana: „Ottinn bíður mín
þama inni./ Fingur myrkursins fálma um axl-
ir mér./ Ætti ég kannski að kalla til ykkar/
sem eruð að dansa í hringnum."
Ung ljóð var hikandi ferð Nínu Bjarkar
Árnadóttur inn í skáldskapinn, ljóðið, hið
vandmeðfarna form. Hún efaðist um getu
sína.
En það var fljótlega ljóst að Nína átti er-
indi og sína eigin rödd. Næst kom Undarlegt
er að spyrja mennina (1968) og með henni og
Börnunum í garðinum (1971), Fyrir börn og
fullorðna (1975) og Mín vegna og þín (1977)
var Nína orðin þekkt og virt skáld.
Ekki spillti framhaldið, enn sjálfstæðari
tónn með Svörtum hesti í myrkrinu (1982) og
bókunum sem fylgdu í kjölfarið, Hvíta trúðn-
um (1988) , Engli í snjónum (1994) og Alla
leið hingað (1996).
Ég hygg að leikrit Nínu hafi verið nokkuð
vanmetin og sama er að segja um skáldsögur
hennar sem eru athyglisverðar og vel skrif-
aðar. Nína þýddi líka, einkum verk danskra
rithöfunda.
Hún hafði numið leiklist og var ágætur
upplesari.
Ljóð Nínu eru ljóðræn og gædd hrynjandi
sem naut sín af hennar eigin vörum. Þau
þóttu stundum einum of viðkvæmnisleg og
döpur, vígð sorginni.
Þetta var þó ekki alltaf þannig. í Borgara-
legum athugasemdum í Börnunum í garðin-
um og fleiri ljóðum er Nína raunsæisleg og
skarpur athugandi. Hún getur jafnvel verið
vandlætingarfull í anda gömlu spámannanna.
Kristileg efni sóttu líka á hug hennar.
Tök Nínu á ljóðrænu og einföldum mynd-
um hversdagsins gerðu ljóð hennar sérstæð.
Hún var líka eitt þeirra skálda sem voru
ófeimin við að hleypa frásögn inn í ljóðin,
opna þau að hluta. Þetta gerði hún í ljóðum
um staði, til dæmis Flatey á Breiðafirði.
Það einkenndi ljóð Nínu að hún beitti oft
endurtekningum. Hljómur málsins, stundum
leikur, mótaði bækur hennar.
Þegar Nína setti saman bókina um Flóka
og leitaði til margra vina hans til að fá krydd
í frásögnina, voru ýmsir í vafa um aðferð
hennar en létu samt tilleiðast. Sjálf orti hún
mikið í bókina. Þetta voru tækifærisljóð en
einlæg. Nína kemur fram í þeim eins og hún
var.
Ég er fegin þvi að Nína skrifaði þessa bók.
Án hennar skorti margar heimildir um Flóka
og ýmsar hefðu glatast.
Við Nína unnum saman við Ijóða- og jass-
dagskrár ásamt öðrum skáldum og tónlistar-
mönnum. Nína var mjög áhugasöm og las af
þrótti. Athygli vakti að mörg ljóðanna sem
hún flutti undir lokin voru minningaljóð, eft-
irmæli um vini. Hún vildi heiðra minningu
fólks sem hafði skipt hana máli og gefið henni
góðar gjafir lífsins. Það var engu síður áber-
andi að hún virtist altekin af hugsunum um
dauðann. Lífið varð æ torsóttara og hún gat
ekki fótað sig í hversdagsleikanum.
Jafnvel skáldskapurinn og líka trúin gátu
ekki hjálpað henni. Hún sá aðeins svartan
hest í myrkrinu.
Freistandi er að grípa til einkunnarorða
eftir J. P. Sartre úr Börnunum í garðinum:
„Það er kalt. Þetta er ekkert vor fremur en
vanalega."
Kór Snælandsskóla heldur til Bandaríkjanna á morgun á Alparósarhátíðina.
Kór Snælandsskóla á
Alparósarhátíðina
Leikhúsdagur
í Borgarfirði
SVEINN Einarsson, leikstjóri og
rithöfundur, mun halda fyrirlestur í
kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 18, í safn-
aðarsal Reyk-
holtskirkju. Fyr-
irlesturinn, sem
fengið hefur heit-
ið „Spjall um
Loft“, er liður í
svokölluðum
Fyrirlestrum í
héraði á vegum
Snorrastofu.
Sveinn var feng-
inn til að sækja
Snorrastofu heim
í tilefni af uppfærslu á Galdra-Lofti á
vegum Ungmennafélags Reykdæla í
félagsheimilinu Logalandi í Reyk-
holtsdal.
Eftir fyrirlesturinn verður leikrit-
ið sýnt en einungis eru fimm sýning-
ar eftir, sú síðasta annan í páskum.
Yorinu
til dýrðar
BLESSAÐ vor er yfirskrift
vortónleika Samkórs Selfoss
sem haldnir verða í Selfoss-
kirkju annað kvöld, miðviku-
dagskvöld, kl. 20.30. Tónleik-
arnir eru liður í undirbúningi
fyrir ferð kórsins til Ung-
verjalands í sumar.
Á efnisskránni má m.a. sjá
Silunginn eftir Schubert sem
sunginn er í 10 tilbrigðum
Franz Schöggl í stíl hinna
ýmsu höfunda við texta Hjart-
ar Þórarinssonar.
Stjómandi Samkórs Selfoss
er Edit Molnar og undirleikari
Miklós Dalmay og munu þau
hjón leika fjórhent á píanó.
KÓR Snælandsskóla í Kópavogi
heldur kveðjutónleika í Hjalla-
kirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl.
20, en kórinn fer til Norfolk í
Bandaríkjunum til að taka þátt i
menningarhátíðinni Alparósar-
hátíð á miðvikudag. Hátíðin er
haldin á hverju ári og er ávallt ein
NATO-þjóðanna í heiðurssæti. í ár
eru það Islendingar sem verma það
sæti og er ferð kórsins hluti fram-
lags íslendinga til hátíðarinnar.
Á tónleikunum í kvöld verður
frumflutt lag sem sérstaklega var
samið af þessu tilefni. Lagið er eft-
ir Ilildigunni Rúnarsdóttur við
ljóðið „Móðir blómanna" eftir Sig-
rúnu ísleifsdóttur. Sigrún er kórfé-
lagi og samdi ljóðið fyrir þremur
árum, þá 12 ára, en Sigrún hefur
hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir
ljóð sín. Hjallakirkja kostar verkið
og sýnir þannig stuðning sinn við
kórinn.
Undirleikarar á píanó á tónleik-
unum eru þau Kristinn Örn Krist-
insson og Lóa Björk Jóelsdóttir.
Stjórnandi kórsins er Heiðrún Há-
konardóttir og hefur hún starfað
með kórnum síðustu fjögur árin.
Kórinn mun einnig syngja á nor-
rænu víkingasýningunni sunnu-
daginn 30. apríl sem opnuð verður
27. apríl í Smithsonian-safninu í
Washington. í ferðinni mun kórinn
kynna íslenska tónlist frá ýmsum
tímum.
í Snælandsskóla starfa 110 börn
í ýmsum kórum eftir aldri, þau
yngstu eru 9 ára og þau elstu eru
nú útskrifuð úr skólanum. Kórinn
fór í sína fyrstu ferð til útlanda ár-
ið 1998, á norrænt barna- og ung-
lingakóramót, Norbusang 9, í Stav-
anger í Noregi. Árið 1999 gaf
kórinn út gcisladiskinn „Fagur er
Fossvogsdalur", en nafn disksins
er dregið af samnefndu lagi sem
Mist Þorkelsdóttir tónskáld samdi
fyrir kórinn í tilefni 25 ára afmælis
skólans.
Vorsýning
Listdans-
skóla
Islands
VORSÝNING Listdansskóla ís-
lands verður á Stóra sviði Borgar-
leikhússins á morgun, miðvikudag,
kl. 20.
Á sýningunni koma fram allir
nemendur skólans og hafa þeir verið
á annað hundrað í vetur. Á sýning-
unni verður sýnd sú breidd í dansin-
um sem skólinn kennir: klassískur
listdans, nútíma listdans, djass,
karakterdans og spuni. Frumsamin
verk eftir kennara skólans verða
ílutt ásamt atriðum úr ballettinum
Svanavatninu.
Nemendaflokkur skólans fer til
Avignion í Frakklandi í ágúst og bor-
ist hefur boð frá Nuuk á Grænlandi
um að koma með nemendahóp í júlí í
sumar á unglingamót og koma þeir
til með að sýna í menningarhúsi
Grænlendinga.
----f-4-*---
Vortónleikar
Rangæinga-
kórsins
RANGÆINGAKÓRINN í Reykja-
vík heldur tónleika í Seltjarnarnes-
kirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl.
20.30. Einsöng með kórnum syngja
Elín Ósk Óskardóttir, Kjartan Olafs-
son og Gissur Páll Gissurarson.
Undirleikari á píanó er Hólmfríður
Sigurðardóttir og á þverflautu Marí-
anna Másdóttir.
Á efnisskránni eru íslensk kóra-
lög. Stjórnandi kórsins er Elín Ósk
Óskarsdóttir
Sveinn
Einarsson