Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 33
VORTONLEIKAR
hann nyti að vísu einhvers góðs af
hlutfallslega hæn-i meðalaldri en
hinir. Stjórnandinn hélt fullum
töglum og högldum frá orgelinu, og
luku Langhyltingar fremur stuttu
en bráðvel fluttu prógrammi á afar
frumlegu og tilkomumiklu litlu
kanadísku nútímaverki (nöfn titils
og höfundar skiluðu sér því miður
ekki til undimtaðs), sem kór og
organisti fluttu með glæsibrag.
Tónninn úr lengst að komnum
gestum mótsins, Unglingakór Sel-
fosskirkju, var töluvert frábrugðinn
Gradualekórnum; skærari og með
minni fyllingu í alt (e.t.v. færri og
yngri en i GKL), en engu að síður
tandurhreinn og sérlega vel mótað-
ur í hæðinni, auk þess sem hend-
ingamótun almennt var streymandi
mjúk og eðlileg. Verkefnavalið var
óvænt ferskt og leitandi; hófst á
kvennakórslagi úr fangabúðum
nazista sem um hefur verið gerð
kvikmynd, og tefldi m.a. fram
tveim fyiirtaks íslenzkum þjóðlaga-
útsetningum eftir Victor Urbancic,
skemmtilegu lagi eftir Tryggva
Ungar
raddir
TÓNLIST
II a 11 g r í m s k i r k j a
KÓRTÓNLEIKAR
Ymis inn- og erlend lög. Barna- og
Unglingakórar Hallgrímskirkju u.
stj. Bjarneyjar I. Gunnlaugsdóttur;
Graduale-kór Langholtskirkju u.
stj. Jóns Stefánssonar; Unglingakór
Selfosskirkju u. stj. Margrétar
Bóasdóttur; Kór Snælandsskóla u.
stj. Heiðrúnar Hákonardóttur.
Orgelundirleikur: Hörður Áskels-
son, Jón Stefánsson og Jörg Sond-
ermann. Laugardaginn
lö. aprfl kl. 15.
UNDIR yfirskriftinni Vorsöngur
í Hallgrímskirkju hélt Barnakór og
Unglingakór staðarins tónleika á
laugardaginn var ásamt ofantöldum
gestakórum. Þar eð tónleikarnir
teygðu sig yfír á fjórðu klukku-
stund með tveim hléum var fjöldi
viðfangsefna eftir því mikill, og hef-
ur því að líkindum verið tekið til
bragðs að prenta aðeins tímaáætl-
un kóranna í tónleikaskrá (ekki
einu sinni nafna stjórnenda var get-
ið) og láta nægja að kynna atriðin
munnlega. Því miður er hætt við að
margt hafi þar með farið á mis við
hlustendur, enda hljómburður og
núverandi hátalarakerfi kirkjunnar
ekki beinlínis hliðhollt töluðu orði.
Þegar við bætist téður lagafjöldi
verður því að stikla mjög á stóru.
Það var ánægjulegt að sjá þann
mikla fjölda unglinga saman kom-
inn sem nútíma kirkju- og grunn-
skólakórstarf getur laðað, og ekki
síður að heyra þann athygliverða
árangur sem það hefur skilað á
seinni árum og sem vissulega
mætti gefa meiri gaum en verið
hefur, enda að mörgu leyti sam-
bærilegt við kórstarf fullorðinna,
með eðlilegum fyrirvara vegna ald-
ursmunar og þroska. Að enginn
kóranna skuli kalla sig stúlknakór,
þrátt fyrir litla eða jafnvel enga
þátttöku drengja, er kannski jafn-
framt einkennandi fyrir von
aðstandenda um betri tíð framund-
an, þegar knattspyrna og tölvuleik-
ir hætta að „fífla ungu hjörtun og
deyfa andans glóð“.
Yngstu þátttakendur mótsins í
Barnakór Hallgrímskirkju sungu
fyrst nokkur einrödduð lög hreint
og fallega. Þar var endað á afrísku
sálmkeðjunnni Zum gali gali og
Fræ í frosti sefur, síðasttalda með
þátttöku Unglingakórsins. Sá söng
síðan hátt á annan tug laga, og
mætti m.a. nefna þjóðlagaútsetn-
ingar Jóns Asgeirssonar á Gloria
tibi og Hjálmars H. Ragnarssonar
á Víst ertu Jesú kóngur klár sem
vel heppnuð dæmi. Þá var og nokk-
uð um glettilega góðan smáhópsöng
og einsöng kórstúlkna, t.d. í aríu
eftir Hándel og í Quia respexit úr
Magnificati Bachs. Óvænt þroskuð
söngrödd heyrðist í Pie Jesu Faur-
és, og aftur (sú sama) - með jafnvel
smá sveifluvotti - í skemmtilegri
útsetningu á He had to run úr
negrasálmasyrpu UH í lokin. Syrp-
an tókst mjög vel, sérstaklega áð-
urnefnt lag, Mary had a baby
(þrátt fyrir glissandóið sem átti lík-
lega að vera „blá“ nóta) og hið sí-
hressa Joshua fit de battle ob Jer-
icho (þó að fingrasmellirnir hefðu
betur átt heima á 2. og 4. slagi í
stað 1. og 3.). Um pósitíforgelundir-
leik sá Hörður Askelsson af öryggi
og smekkvísi.
Hljómur kóranna var skemmti-
lega ólíkur, og mótaðist sjálfsagt
töluvert af ólíkum persónuleikum
stjórnenda. Graduale-kór Lang-
holtskirkju var þannig með lang-
opnasta tónblæ allra og virtist í
heild lengst kominn í þjálfun, þótt
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson,
Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. fsafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95.
Keflavlk: BG bllakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrismýri 5, slmi 482 37 00.
Baldvinsson og öðru ekki síðra eftir
Selfyssinginn Elínu Gunnlaugsdótt-
ur, sem kórinn söng sérlega vel.
Um undirleik sá enginn verri en
kirkjuorganisti staðarins, Jörg
Sondermann, og lukkaðist framar
vonum í Tryggva, þótt ekki hefði
verið samæft áður með orgeli að
sögn stjórnandans.
Yngsti kórinn í starfsárum talið
var ef að líkum lætur Kór Snæ-
landsskóla, sem kom fram síðast á
dagskrá, næst á undan samsöng
allra kóranna. KS kvað aðeins fjög-
urra ára gamall, en hætti sér þrátt
fyrir það út á djúpt með því að
syngja allra kóra mest a cappella
án stuðnings frá orgelinu. Það var
ekki lítil áhætta því samfólgin í
gímaldi Hallgrímskirkju, sem
krefst verulegrar staðarreynslu af
jafnvel langsjóuðu söngfólki, enda
átti kórinn framan af í vandræðum
með inntónun einkum neðri radda,
mest í Maístjörnu Jóns Asgeirsson-
ar, auk þess sem stjórnandinn virt-
ist taka fermötugrúa séra Bjarna í
Island farsældar frón fullbókstaf-
lega. En allt fór þó þokkalega vel
að lokum, ekki sízt að meðtöldum
snotrum einsöngsþætti í Augun
mín og augun þín (JA).
Tónleikunum lauk á fyrrtöldum
samsöng allra kóranna undir hand-
leiðslu stjórnendanna til skiptis,
þar sem ungmennin náðu skínandi
fallegri hæð í Sumarsálmi og
mjúkri lokalendingu í tveim rúss-
neskum þjóðlögum.
Ríkarður Ö. Pálsson
Rangæingakórsins
í Reykjavík
Rangæingakórinn í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í
Seltjarnarneskirkju í kvöld þriðjudaginn 18. apríl, kl. 20.30.
Efinisskrá tónleikanna mun einkennast af íslenskri tónlist, m.a.
tónlist af nýútkomnum geisladiski kórsins
„TÍMINN LIÐUR“
Stjórnandi kórsins er Elín Úsk Óskarsdóttir
og undirieik á tónleikunum annast
Hólmfríður Sigurðardóttir.
Kórinn á 25 ára aímæli á þessu ári og af því tilefni bjóða kórfélagar
tónleikagestum sínum i afmæliskaffi að tónleikum loknum.
!'li.
Þorbergur Guomundsson
Sölustjóri
Hefurbu prófað SUZUKi
Grand Vitara dísil?
Dísilvélin í Grand Vitara er 2 lítra meö
afar gott tog, 216 á 2000 snúningum,
sem gefur mjög skemmtilega vinnslu
í öllum hefðbundnum akstri. Ef þú
keyrir mikið að jafnaði (meira en 20
þús. km á ári) er dísilvél mun hag-
kvæmari en bensínvél. Grand Vitara
dísil er afar vel búinn staðalbúnaði og
aksturseiginleikarnir frábærir, hvort sem
þú ekur innanbæjar eða um hálendið.
Þér liður vel um leið og þú sest inn, hann
er mjúkur í fjöðrun, sæti eru þægileg og
þú hefur gott útsýni til allra átta.
$ SUZUKI
✓4»
Grand Vrfara - Þægilegi jeppinn
TEGUND: VERÐ:
GR. VITARA 2,0 L dísil 2.395.000 KR.
Sjálfskipting 150.000 KR.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is