Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 43
+ Ernst P. Sig-
urðsson fæddist
á ísafirði 6. ágnst
1918. Hann lést á
Selfossi í Arnessýslu
miðvikudaginn 5.
apríl siðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Olafur Sigurðsson
kaupmaður og kona
hans Peta Kristine
Petersen. Eiginkona
hans 26.12.1947, var
Ingeborg Bodil Jen-
sen, hjúkrunarfræð-
ingur frá Ábyhöj í
Danmörku. Foreldr-
ar hennar voru hjóninog verk-
fræðingarnir Jensen.
Ernst fluttist með foreldrum
sínum til Danmerkur,
sex ára gamall og var
þar í barnaskóla. Síð-
an var hann við nám í
Verslunarskólanum í
Reykjavík, en hvarf til
mjólkuriðnaðarfræði-
náms I Nörre Lyng-
else Mejeri á Fjóni, ár-
in 1945-1946. Síðan
hjá Aashöj bymejeri í
Kaupmannahöfn. Er
Ernst kemur heim
gerist hann mjólkur-
fræðingur hjá Mjólk-
ursamsölunni í
Reykjavík, á árunum
1940-1961, en á þeim tíma kvænist
hann heitkonu sinni. Árið 1961
flytja þau svo til Selfoss og starfar
hann síðan við Mjólkurbú Flóa-
manna, sem ostagerðarmaður uns
hann hættir störfum árið 1988.
Ernst var mikill áhugamaður
um frímerkjasöfnun og vann mikið
að þeim málum á Suðurlandi, með
stofnun félaga frímerkjasafnara á
Selfossi, í Hveragerði, á Eyrar-
bakka auk þess að halda frí-
merkjasýningu á Hellu. Þjálfaði
hann nýja frímerkjasafnara á Sel-
fossi á nær hveijum vetri. Hann
var og einn af þrem frumkvöðlum
að stofnun Landssambands ís-
lenskra frímerkjasafnara og fyrsti
varforseti þess.
Þau Ingeborg og Emst; eignuð-
ust tvær dætur: Kristín Sigurðs-
son, f. 27.7. 1948. Maður hennar er
Einar Gunnarsson og eiga þau
þijú börn; Margrét Sigurðsson, f.
12. 6. 1958. Maður hennar er Bald-
ur Jóhannsson og eiga þau þrjú
börn.
Emst var kvaddur frá Selfoss-
kirkju, laugardaginn 15. apríl sl.
ERNSTP.
SIGURÐSSON
Ernst Sigurðsson fæddist 1918 á
ísafírði. Þar ólst hann upp til sex ára
aldurs en fluttist svo úr landi til Dan-
merkur, sem lengst af átti sterkan
þátt í lífi hans og fjölskyldunnar.
Það er ekki fyrr en um 1968 að við
Ernst kynnumst í sambandi við
áhuga hans á frímerkjasöfnun. Var
hann þá að vinna með fleira fólki á
Selfossi að þessu áhugamáli og hafði
stofnað Félag frímerkjasafnara á
Selfossi.
Þá var undirritaður að vinna að
stofnun Landssambands íslenskra
frímerkjasafnara, ásamt þeim
klúbbum og félögum er að því vildu
vinna.
Var aðstoð Emsts og félagsins
hans vel þegin liðveisla. En Ernst lét
ekki staðar numið við þetta félag.
Jafn hægur maður og hann var í al-
mennri umgengni fór mikinn í þessu
máli. Hann var einn af þremur í
fyrstu stjórn þegar LÍF var stofnað
árið 1968 og það ekki að ástæðu-
lausu. Honum hafði tekist að stofna
nokkra frímerkjaklúbba á Suður-
landinu. Nefna má Félag frímerkja-
safnara í Hveragerði, Frímerkja-
klúbbinn Magna á Eyrarbakka, auk
félagsins á Selfossi. Þá sá hann um
að skipuleggja og halda einu frí-
merkjasýninguna, sem haldin hefir
verið á fæðingarstað mínum, að
Hellu á Rangárvöllum.
Áhugi Ernst á félagsmálum var
einstakur. Held ég að það sama hafi
verið hjá konu hans, til dæmis í
skátastarfi. Var því einstaklega gam-
an að heimsækja þau hjón eða fá þau
í heimsókn. Bæði voru áhugamálin
sameiginleg með okkur Torfhildi.
Áttum við marga góða stund með
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
r*
SOLSTEÍNAK
Legsteinar
í Lundi
vlð Nýbýiaveg, Kðpavogi
Sími 564 4566
GARÐH EIMAR
BLÓMABÚÐ STEKKJARBAKKA 6
SÍMl 540 3320
þeim, bæði austan heiða og sunnan.
Á þessum tíma var Aðalsteinn Sig-
urðsson framkvæmdastjóri LIF og
er Ernst lagði niðm- starf sem vara-
forseti LÍF tók Gísli Þorkelsson
verkfræðingur við því. Nú eru allir
þessir samstarfsmenn horfnir yfir
móðuna miklu.
Það fækkar óðum í framvarðasveit
þeiira er reyndu að koma frímerkja-
söfnun á hærra stig um miðja öldina,
en margir eru þeir enn sem minnast
þó þeirra daga.
Áð leiðarlokum skal Ernst og fjöl-
skyldu hans þökkuð samferðin í
þessu starfi og fleiru. Hann vann vel
á meðan tími gafst. Var hann enn að
sinna kvabbi samferðamanna um til-
sögn og útvegun frímerkja eftir að
hann kom á síðasta dvalarstaðinn í
ellinni.
Dætrum hans og fjölskyldum
þeirra votta ég samúð mína, en
þakka Emst langt samstarf, vitandi
að hann er nú kominn heim, eins og
við segjum að skátasið.
Sigurður H. Þorsteinsson,
heiðursforseti LIF.
UPPLÝSINGAR f SÍMUM
562 7575 & 5O5O 925
9
I
1 HOTEL LOFTLEIÐIR.
O ICELANDAIR HOTCLS
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður
Utfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt
verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar.
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu.
v
s/mi 896 8242
Baldur Bóbó
Frederiksen
útfararstjóri.
sítni 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Persónuleg þjónusta
Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar-
svæðinu sem og þjónustu við landsbyggðina (10 ár
og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta
verð allra á Kkkistum og þjónustu við útfarir.
Sími 567 9110 & 893 8638 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
www.utfarir.is utfarir@itn.is útfararstjóri útfararstjóri
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
S 1®».
%
w
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR,
frá Teygingarlæk,
síðast til heimilis í Engihjalla 3,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 16. apríl síðastliðinn á
Sunnuhlíð, Kópavogi.
Margrét Runólfsdóttir, Jón Steinþórsson,
Þuríður Runólfsdóttir,
Bjarni Ó. Runólfsson, Erla Stefánsdóttir,
Sigurður B. Runólfsson, María Emma Suarez,
Dagbjartur Sigursteinsson, Bjargey Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær vinur, faðir og bróðir,
HARALDUR SIGURGEIRSSON,
Spítalavegi 15,
Akureyri,
andaðist á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn
15. apríl.
Arnfríður Róbertsdóttir,
Agnes Guðný Haraldsdóttir, "'VI
Helga Haraldsdóttir,
Sigurgeir Haraldsson,
Jón Sigurgeirsson.
t
Móðir okkar,
frú ÞÓRA EINARSDÓTTIR
heiðursformaður Verndar,
sem lést á dvalarheimilinu Seljahlíð föstu-
daginn 14. apríl, verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunnl þriðjudaginn 25. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á láta
indversku barnahjálpina njóta þess.
Pétur Jónsson,
Helga Jarðþrúður Jónsdóttir,
Einar Guðni Jónsson.
t
Ástkæra systir okkar,
systir MARÍA HILDEGARD
fyrrv. priorinna
á St. Jósefsspítala Landakots,
andaðist á hjúkrunarheimili okkar í Kaup-
mannahöfn mánudaginn 17. apríl.
St. Jósefssystur.
t
Ástkær tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
Suðurgötu 8,
Keflavík,
lést mánudaginn 17. apríl.
Jón A. Snæland,
barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær sonur minn og bróðir okkar,
INGÞÓR LÝÐSSON,
Vallarbraut 1,
Akranesi,
lést laugardaginn 15. apríl. Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vigdís Matthíasdóttir
og systkini hins látna.