Morgunblaðið - 18.04.2000, Side 49

Morgunblaðið - 18.04.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 49 4 i i i _________UMRÆÐAN________ Mikilvægt skref fyrir foreldra á vinnumarkaði RÍKISSTJÓRNIN kynnti fyrir stuttu að hún myndi leggja fram frumvarp að nýjum lögum um fæð- ingar- og foreldraorlof. Jafnframt var aðilum vinnumarkaðarins kynnt meginefni væntanlegs frumvarps. Óhætt er að fullyrða að verði frum- varpið, eins og það hefur verð kynnt, að lögum felur það í sér mikilvægar réttarbætur fyrir þungaðar konur og foreldra á vinnumark- aði. Mikilvægt er að ný löggjöf um fæðingar- og foreldraorlof verði afgreitt á yfirstandandi þingi og að þær réttar- bætur sem þar er að finna komi sem fyrst til framkvæmda. Barátta ASÍ skilar árangri Rétt er að hafa í huga að frumvarp rík- isstjórnarinnar nú fell- ur ekki af himnum of- an. Alþýðusamband íslands hefur síðustu misseri beitt sér sér- staklega fyrir úrbótum í réttindamálum foreldra og þung- aðra kvenna á vinnumarkaði og sett fram heildstæða stefnu á því sviði. Réttindamál foreldra voru meðal þess sem Alþýðusambandinu var af aðildarsamtökum sínum falið að ræða sérstaklega við stjórnvöld í tengslum við gerð kjarasamninga nú. I framhaldi af kröfu ASÍ var í yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 10. mars sl. heitið endurbótum í þeim málaflokki. I þvi frumvarpi sem rík- isstjómin hefur kynnt er í öllum atriðum komið verulega til móts við sjónarmið og áherslur Alþýðusam- bandsins. Það er mikilvægur áfangi í þá átt að bæta réttindi þungaðra kvenna, foreldra á vinnumarkaði og bama þeirra. Jafnframt liggur iyrir að gera þarf enn betur á næstu áram. Réttindi þungaðra kvenna og kvenna með barn á bijósti loks tryggð Af hálfu ASÍ hefur verið lögð rík áhersla á að treysta réttarstöðu þungaðra kvenna á vinnumarkaði. TOskipun Evrópusambandsins nr. 92/85 um réttindi þungaðra kvenna og kvenna með böm á brjósti er ætl- að að tryggja tiltekin lágmarksrétt- indi í þessum efnum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Gildistaka tilskip- unarinnar hér á landi var hins vegar ófullnægjandi og því kærði Alþýðu- sambandið hana á síðasta ári til Eft- irlitsstofnunar EFTA. í því framvarpi sem nú hefur verið kynnt hefur ríkisstjómin tekið að fullu tillit til kæraefna og athuga- semda ASÍ. Með samþykkt frum- varpsins era réttindi þungaðra kvenna og kvenna með börn á brjósti treyst og verða í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Launafólk og samtök þess hljóta að fagna þessum réttarbótum sérstak- lega. Lengra og sveigjanlegra fæðingarorlof tengt tekjum Af hálfu ASÍ hefur verið lögð meg- ináhersla á að auka rétt beggja for- eldra, lengja fæðingarorlofið, að greiðslur í fæðingarorlofi verði ákvarðaðar sem hlutfall af heildar- launum og að mögu- leikar foreldra á sveigj- anleika við töku orlofsins verði auknir veralega, auk þess sem réttindi foreldra í fæð- ingarorlofi verði treyst. I framvarpi ríkis- stjómarinnar er komið til móts við þessar áherslur með afdrátt- arlausum hætti. Fæð- ingarorlofið verður 9 mánuðir þegar lögin era að fullu komin til framkvæmda, 3 mán- uðir bundnir móður, 3 mánuðir bundnir föður, og þremur mánuðum geta foreldrar ráðstaf- að sín á milli að vild. Með þessu er stigið róttækt skref í að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs um leið og vonir standa til að þessi ráðstöfun leiði til jafnari stöðu og jafnari mögu- Frumvarp * I frumvarpi ríkisstjórn- arinnar, segir Halldór Grönvold, felast mikil- vægar réttarbætur fyrir foreldra á vinnumarkaði. leika kynjanna á vinnumarkaði. Körlum er gert mögulegt að axla meiri ábyrgð á bömum og heimili og atvinnurekendur eiga síður að geta gengið að því vísu, eins og nú er, að konurnar beri jafnan ábyrgð á að annast bömin en karlamir taki yfir- leitt starfið fram yfir fjölskyldu- ábyrgðina. Sveigjanleikinn er aukinn og gert er ráð fyrir því að foreldrar geta tek- ið fæðingarorlofið í einu lagi eða tek- ið það í áföngum og/eða samhliða skertu starfshlutfalli. Þessi sveigjan- leiki er eitt af því sem ASÍ lagði sér- staka áherslu á. Fæðingarorlof má nýta allt til 18 mánaða aldurs bams- ins og lengur ef um er að ræða ætt- leiðingu eða varanlegt fóstur. Framvarpið gerir ráð fyrir að greiðslur í fæðingarorlofi miðist við 80% af heildarlaunum, en ekki að fullu. Þetta þýðir mjög mikla réttar- bót fyrir þorra foreldra á almennum vinnumarkaði frá því sem nú er um leið og tryggt er að enginn tapi á frá því sem nú er. Þá er ekki síður mikil- vægt að fólk heldur áfram að ávinna sér öll réttindi á vinnumarkaði með- an á orlofstökunni stendur. Má nefna sem dæmi lífeyrisréttindi, ýmis rétt- indi tengd starfsaldri og réttindi til töku orlofs. Þá er vemd foreldra tengd töku fæðingar- og foreldraor- lofs treyst enn frekar. Foreldraorlof - framtíðarverkefni Auk fæðingarorlofs er í framvarp- inu kveðið á um rétt foreldra til töku foreldraorlofs, í allt að 13 vikur fyrir hvort foreldri, vegna fæðingar, framættleiðingar eða töku bams í varanlegt fóstur. Foreldraorlofið verður hægt að taka allt til átta ára aldurs barnsins. Hér er um algera nýjung að ræða hér landi en til grandvallar liggur skylda stjórn- valda og alþingis til að lögleiða Evróputilskipun þessa efnis. Tilskip- unin um foreldraorlof er árangur af starfi evrópskrar verkalýðshreyfing- ar og samningum um þetta efni á Evrópuvettvangi sem ASÍ tók þátt í að gera á árinu 1995. í reynd verður sameiginlegur réttur foreldra til or- lofstöku vegna fæðingar- og for- eldraorlofsins þannig 15 mánuðir vegna bams, í stað 6 mánaða nú. Af því er með framvarpinu aðeins tryggður réttur til greiðslu í 9 mán- uði. ASI hefði kosið að framvarpið tryggði foreldrum einnig rétt til greiðslu í foreldraorlofi og hefur haldið því sjónarmiði til haga í allri umræðu. Það náðist hins vegar ekki fram að þessu sinni, en hlýtur að vera sjálfsagt næsta skref í frekari úrbótum á réttindakerfi fyrir for- eldra á vinnumarkaði og börn þeirra. Tryggjum framgang frumvarpsins Auk þess sem að framan segir er með framvarpinu stefnt að einni lög- gjöf fyrir alla foreldra á vinnumark- aði. Með því er stigið mikilvægt skref í því að jafna réttindi foreldra og barna þeirra óháð því hvort þeir starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá hinu opinbera eða stéttarfé- lagsaðild. Mikilvægt er að þessu markmiði verði náð enda með öllu óviðunandi að stjómvöld mismuni þegnunum á grandvelli gamallar skiptingar launafólks í opinbera embættismenn og almennt launa- fólk. Að lokum skal áréttaður stuðning- ur við meginefni framvarpsins um leið og því er fagnað sem mikilvæg- um áfanga í réttarbótum fyrir for- eldra á almennum vinnumarkaði og böm þeirra. Jafnframt hlýtur verka- lýðshreyfingin að áskilja sér rétt til að koma með ábendingar og breyt- ingartillögur við einstök efnisatriði framvarpsins þegar það kemur til umfjöllunar á Alþingi. Höfundur er skrífstofustjóri Alþýðusambands Islands. Halldór Grönvold BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarssun Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 13. apríl lauk tveggja kvölda páskaeggjatvímenn- ingi með þátttöku 18 para og fóra leikar þannig: Ragnar Bjömsson - Sigurður Siguijónss. 390 Erla Siguijónsd. - Dröfn Guðmundsd. 372 Sigtryggur Jónsson-FriðjónVigfússon 363 Inga Lára Guðmundsd. - Unnur Sveinsd.347 Þrjú efstu pörin unnu sér inn veg- leg páskaegg í verðlaun og að auki vora dregin út tvö pör sem unnu aukaverðlaun í formi páskaeggja og æxlaðist það þannig að pör númer fjögur og sex, Inga Lára og Unnur og Freyja og Jón Steinar fengu þessi veglegu aukaverðlaun. Fimmtudaginn 20. apríl verður ekki spilað vegna páska. Fimmtudaginn 27. apríl hefst þriggja kvölda vortvímenningur Nestlé í boði Gunnars Kvaran ehf. og mun íyrirtækið gefa rausnarleg verðlaun í formi veglegra matar- karfna. Bridsfélag Kópavogs vill óska öll- um landsmönnum gleðilegra páska. Heimamenn sigruðu í svæðis- móti Norðurlands eystra Svæðismót Norðurlands eystra í tvímenningi var spilað 8. apríl á Húsavík með barometer-fyrirkomu- lagi. Sigurvegarar urðu Guðmundur Halldórsson og Hlynur Angantýs- son, B.H. sem hlutu 37 stig. Pejg^ unnu sér rétt til að spila í úrslitum Islandsmótsins í tvímenningi næsta haust. í 2.-3. sæti urðu Sveinbjörn Sigurðsson og Hans Viggó Reisen- hus, B.A og þeir Hákon Sigmunds- son og Kristján Þorsteinsson, B.D.Ó. með 29 stig. Þórhallur Hermannsson og Sigurður Marteinsson urðu fjórðu með 22 stig. Páskaeggjatvímenningnr á Akureyri Þriðjudaginn fyrir páska kl. 19:30 (í kvöld) verður spilaður tvímenning- ur í Hamri við Skarðshh'ð á veguwj— BA. með viðeigandi verðlaunum. Allt bridsfólk er velkomið og beðið að mæta tímanlega til skráningar. vg> mbl.is -4Í.Í.7MF eiTTHVPKÐ tSiÝTT Úr 1. málsgrein 28. greinar umferðartaga nr. 50/1987 Lögreglan í Reykjavík • Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á gang- braut eða í minna en 5 metra fjarlægð áður en að henni er komið. ||| Bílastæðasjóður Skeifunni 11 - Sími 58Ö 9890 - Veffang orninn.is Opið kl. 9-18 virka daga og kl. 10 16 laugardaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.