Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
99. TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
f^;!V' mmi t t
sðPÍÍfðO-?... í f ' y ^
Morgunblaðið/RAX
Unnið í járn-
blendinu
A
Aformum Bandar íkj anna um eldflaugavarnir mótmælt
VERKAMENN að störfum í Járn-
blendiverksmiðjunni á Grundar-
tanga. 1. maí, baráttudagur verka-
lýðsins, er á morgun og samkomur
launþega verða að venju haldnar
víða um land.
■ Ávörp/38-39
----t-H-----
Stj órn Pútíns hótar
gagnaðgerðum
Fimm vegnir
í skotárásum
Pittsburgh. Reuters.
34 ARA lögmaður myiti fimm menn
í skotárásum í nokkrum úthverfa
Pittsburgh í Bandaríkjunum í fyrra-
kvöld og særði einn til viðbótar lífs-
hættulega.
Maðurinn skaut m.a. á tvö sam-
kunduhús gyðinga í borginni og
árásimar virtust beinast gegn ýms-
um kynþátta- og minnihlutahópum.
Arásarmaðurinn kveikti fyrst í
heimili sínu og skaut nágrannakonu
sína, gyðing, til bana. Hann ók síðan
á jeppa um borgina og banaði tveim-
ur Kínverjum, manni af indverskum
uppruna og blökkumanni.
Moskvu, Washington. AP, AFP.
IGOR Ivanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði í gær að Rússar
hefðu bolmagn til að bregðast við
áformum Bandaríkjamanna um að
koma upp eldflaugavamakerfi sem á
að verja öll Bandaríkin gegn tak-
mörkuðum kjamorkuárásum.
Ivanov sagði að áformin gengju í
berhögg við ABM-samninginn frá ár-
inu 1972 sem takmarkar vamir gegn
langdrægum eldflaugum og bætti við
að Rússar myndu ekki láta nægja að
svara þeim með pólitískum aðgerð-
um.
„Pessi atburðarás yrði slæm en við
emm undir hana búnir,“ sagði ívanov
í viðtali við rússneska dagblaðið
Novje Izvestia. „Rússar hafa peninga
og bolmagn til að svara þessu og
Bandaríkjamenn vita það.“
Utanríkisráðherrann vildi ekki út-
lista nákvæmlega í hverju aðgerðir
Rússa myndu felast en sagði að þær
yrðu ekki aðeins „pólitískar".
Rússum afhent
samningsdrög
Bandarísk stjómvöld hafa afhent
Rússum drög að samkomulagi sem
fæli í sér endurskoðun á ABM-samn-
ingnum, samkvæmt frétt New York
Times á fostudag. Blaðið segir að
samningsdrögin hafi verið kynnt
Rússum í janúar og þau feli í sér að
bann við uppsetningu viðfeðmra
gagneldflaugakerfa verði afnumið.
Bandaríkjamenn vilja breyta
samningnum til að þeim verði kleift
að setja upp gagneldflaugakerfi til að
verjast hugsanlegum kjamorkuárás-
um ríkja á borð við Norður-Kóreu og
Iran. Rússar hafa ítrekað mótmælt
þessum áformum og hótað að svara
þeim með því að rifta öllum afvopn-
unarsamningum sínum við Bandarík-
in og fjölga kjamavopnum sínum.
Sendiherra Bandaríkjanna í Rússl-
andi, James Collins, staðfesti að
samningsdrögin hefðu verið afhent
rússneskum yfirvöldum en vildi ekki
tjá sig um efni þeirra. Hann sagði þó
að komið væri til móts við Rússa að
því leyti að gert væri ráð fyrir að fyr-
irhugað gagneldflaugakerfi gæti ekki
staðist allsherjarárás Rússa. Þing-
menn repúblikana í Bandaríkjunum
óttast að tillögurnar sem lagðar voru
fyrir rússnesk stjómvöld bindi um of
hendur Bandaríkjamanna að því er
varðar hönnun og gerð gagneld-
flaugakerfisins.
■ Gamalt deilumál/6
Ekkert okkar ætlaði
að verða dópisti þegar
við yrðum stór ^ íf>,
Þjóðminjar
vannýtt auðlind
FORRÉTTINDI
AÐ VINNA MEÐ
FRÍTÍMA FÓLKS
Filippseyjar
Viðræður
hafnar um
gíslana
Zamboanga, Jolo. Reuters.
SENDIMENN stjórnar Filipps-
eyja hófu í gær viðræður við ísl-
amska skæmliða sem hafa haldið 21
manni í gíslingu í viku.
Sendimennirnir sögðu að ekkert
væri hæft í fregnum um að skæru-
liðarnir hefðu hótað að hálshöggva
alla erlenda gísla sína ef stjórnin
fæli ekki erlendum milligöngu-
mönnum að semja við þá í stað Nurs
Misuaris, fyrrverandi leiðtoga ísl-
amskra uppreisnarmanna.
Gíslarnir orðnir
veikburða
Fréttamaður, sem fékk að ræða
við gíslana, sagði að þeir væm allir
orðnir veikburða vegna niðurgangs
og næringarskorts. Þeir hefðu að-
eins fengið hrísgrjón og hann hygð-
ist færa þeim matvæli á þriðjudag-
inn kemur þegar hann fengi að fara
til þeirra aftur.
Gíslunum var rænt í Malasíu fyrir
viku og þeir voru fluttir á Jolo-eyju
á Suður-Filippseyjum skömmu síð-
ar. I gíslahópnum eru tíu Malasíu-
menn, þrír Þjóðverjar, tveir Frakk-
ar, tveir Suður-Afríkumenn, tveir
Finnar, Líbani og Filippseyingur.
Fréttamaðurinn sagði að skæra-
liðarnir hefðu ekki viljað ræða
hvers vegna þeir tóku gíslana eða
hvenær þeir hygðust láta þá lausa.
Fregnir um kröfur skæruliðanna
eru mjög óljósar. Nokkrir filipps-
eyskir embættismenn hafa sagt að
meginmarkmiðið með gíslatökunni
sé að knýja her Filippseyja til að
hætta árásum sínum á vígi ísl-
amskra uppreisnarmanna á
nágrannaeyjunni Basilan.
reykjauik.com
reykjauik.com
reykjauik.com
reykjauik.com
reykjauik.com
réttun staður til
að vera á
MORGUNBLAÐK) 30. APRIL 2000
690900
090000