Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ áAkureyri SYNINGARSKRA f tengslum við vöru- og þjónustusýninguna í íþróttahöllinni á Akureyri dagana 12.-14. maí nk. gefur Morgunblaðið út sérstaka sýningarskrá. Skránni verður dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins frá Hvammstanga og austur á Egilsstaði. Þá verður Morgunblaðinu ásamt sýningarskránni dreift inn á öll heimili á Akureyri föstudaginn 12. maí nk. Sérblað Morgunblaðsins Daglegt líf verður þennan dag helgað fjölbreyttu mannlífi á Akureyri með margvíslegum viðtölum og greinum. DREIFT Á SÝNINGUNNI Skránni verður einnig dreift á sýningarsvæðinu en gert er ráð fyrir 8.000-10.000 gestir komi á sýninguna. HAFÐU SAMBANDl Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar auglýsingadeildar Morgunblaðsins í síma 569 1111. Einnig verða sölufulltrúar á skrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri í Kaupvangsstræti I dagana 2.-3. maí nk. í síma 461 1600. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 fimmtudaginn 4. maí. AUGLÝSINGADEILD Simi 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augi@mbl.is Ríkisvfxlar f markflokknm Útboð þriðjudagmn 2. maí í dag kl. 11:00 mun fara ffam útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á V1* mánaða ríkisvíxil, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokkur ifldsvíxla í markflokkum: Núverandi Aætlað hámark Flokkur Gjalddagi Lánstími staða* tekiima tilboða RU00-0719 19. júlí 2000 2'ámónuður 2.945 3.000.- *MUljónir króna Sölufyrirkomulag: Mdsvíxlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lifeyrissjóðum og trygginga- félögum er heimilt að gerá' tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki S00.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lána- sýsluríkisinsfyrirkl. 11:00, þriðjudaginn 2. mai 2000. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar em veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma S62 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: S62 4070 • Fax: S62 6068 www.laiiasysla.is * utbod@lanasysla.is Andlit sjónvarps- ins ✓ A þessari sjónvarpsstöð voru menn ekki að fara í launkofa með að það er ekki kunnátta ífréttamennsku sem mestu skiptirhjá þeim sem koma fram sem „fréttamenn heldur eru það leikhæfi- leikarsem helstþarfá að halda. ^ ANADISKi Ijósvaka- f miðlamógúllinn ^4l Moses Znamier lét W einhvem tíma þau JL. JL. orð falla, að sjón- varpsfréttir væru í raun og veru alveg jafn mikið um fólkið sem flytur þær og efnið sem fjallað er um. (Það má skilja þessa fullyrð- ingu sem hlutbundið afbrigði þess sem landi Znamiers, Marshall McLuhan, sagði um að miðillinn væri innihaldið.) Hvers vegna horfir maður á sjónvarps- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson fréttir? Þær hafa alveg ótrúlega marga galla sem ættu að fæla mann frá þeim. Þær eru stuttaralegar og oftast yf- irborðskenndar. Fréttnæmi í sjón- varpi ræðst fyrst og fremst af því hvort máhð sem um ræðir er myndrænt eða ekki. Og myndim- ar flækjast oft fyrir og draga at- hygli manns frá kjarna málsins. Nema auðvitað þegar kjarninn er myndrænn, en það er sjaldnast. Þar að auki segja myndir oftast ósatt. Einhvem tíma var sagt að myndir lygju ekki, en það hefur fyrir löngu komið á daginn að þetta er ekki rétt. Myndir, bæði ljósmyndir og sjónvarpsmyndir, ljúga ekki beinlínis, en þær segja ósatt með því að segja ekki nema lítið brot af sögunni og bjóða upp á óendanlega marga túlkunarmögu- leika, eins og kom hvað best í ljós á dögunum þegar bandaríska inn- flytjendaeftirlitið nam á brott kúbanska drenginn Elian Gonz- alez frá ættingjum hans í Miami. Þess vegna er ólíklegt að maður horfi á sjónvarpsfréttir til þess að fræðast um það sem er að gerast í heiminum, til slíks em aðrir fjölm- iðlar mun hentugri, ekki síst út- varp, sem er sennilega besti fréttamiðill sem til er. Sjónvarp hefur náttúrlega þann ótvíræða kost að maður þaif ekki að lesa fréttimar sjálfur, það er gert fyrir mann. En útvarpið hefur líka þennan kost. Þess vegna er spumingunni, sem lögð var fram í byrjun, enn ósvarað. En það er eitt sem sjón- varpsfréttir hafa framyfir bæði út- varpsfréttir og fréttir í dagblöðum - og Netið þar til nýverið - og það er, að sjónvarpsíréttir hafa andlit. Þær era sagðar af fólki sem horfir á mann um leið og það segir manni þær. Þeir sem búa til sjónvarpsfréttir era fyrir löngu búnir að átta sig á sannleiksgildi orða Znamiers - enda hefur hann lengi fengist við að búa til sjónvarpsefni, bæði fréttir og annað, og veit um hvað hann er að tala - og vita að í sjón- varpi skiptir útlit og framsetning langmestu, þegar kemur að því að næla í áhorfendur, og það er auka- atriði hvað fréttaþulirnir segja svo lengi sem þeir em að segja eitt- hvað um hitamál dagsins. (Og hitamál dagsins er oftast bara það mál sem allir hinir fjölmiðlamir em líka að fjalla um.) Kannski er þetta ekki nema eðlilegt. Þegar maður horfir á sjónvarpið er engu líkara en að fréttafólkið horfi á móti og það er eins og maður horfist i augu við það. Þetta eitt er kannski nóg til að maður verði að bráð þeirri blekkingu að maður eigi þarna samskipti við þetta fólk og þar af leiðandi fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér manneskjunni sjálfri, fremur en fréttinni sem hún er að segja manni. Það var fullkomlega í samræmi við þennan skilning Znamiers á eðli miðilsins, að þegar ónefnd bandarísk blaðakona ákvað að skipta um starfsvettvang og flytja sig yfir á sjónvarpsfréttastofu komst hún að því að þeir sem unnu á sjónvarpinu litu ekki á hana sem fréttamann, heldur töluðu um hana sem „talent". Á íslensku þýð- ir talent hæfileikamaður, eða bara beinlínis leikari, samkvæmt Tölvu- orðabókinni. (Það hefur líka verið stungið upp á að þýðingin „andht“ nái best utan um það sem átt var við í þessu tilfelli hinnar nýbökuðu sjónvarpsfréttakonu.) En kjami málsins er sá, að á þessari bandarísku sjónvarpsstöð vora menn ekki að fara í launkofa með það, að það er ekki kunnátta í fréttamennsku sem mestu skiptir hjá þeim sem koma fram sem „fréttamenn“, heldur em það leik- hæfileikar sem helst þarf á að halda. Þess vegna er líklegt að Anan- ova eigi framtíðina fyrir sér. An- anova er fréttakona af alveg nýrri sort. Hún er netheimagella, sem er hvergi til í mannheimum nema á tölvuskjám, og í hugarheimi allra þeirra aðdáenda sem hún hefur þegar eignast þótt hún sé nýkomin fram á sjónarsviðið. (Það má finna hana á www.ananova.com.) Ananova er bara tölvuforrit, búið til af bresku fjölmiðlafyrir- tæki, en mynd hennar er af 28 ára gellu með grænleitt hár, og hún talar ensku með svonefndum Atl- antshafshreim - blöndu af bresk- um og amerískum framburði. Hún segir fréttir allan sólarhringinn, og maður getur beðið hana að segja fréttir um þau málefni sem maður hefúr helstan áhuga á. Ananova mætir ekki á blaða- mannafundi eða fer til Eþíópíu að taka myndir af sveltandi bömum. Það em aðrir sem sjá um að mata hana á fréttunum sem hún segir, og að því leyti er hún í mjög svip- uðu hlutverki og sjónvar- psfréttafólk yfirleitt. Og hún hefur það framyfir venjulegt fólk að hún getur verið endalaust á vaktinni og það þarf engan í afleysingar. Rétt eins og venjulegt sjónvarpsfréttafólk er Ananova fyrst og fremst sögupersóna í framhaldsmyndaflokki sem heitir Fréttir. Þessi myndaflokkur er sendur út beint og er byggður á atburðum sem gerðust í raun og vem. Ananova er líka náskyld öðr- um frægum blaðamanni, nefnilega Tinna, því þau em bæði teikni- myndapersónur, en þó er sá mun- ur á, að Ananova segir raunvera- legar fréttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.