Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðminjafn og og Árbæjarsafn, sameini krafta sína eins og unnt er. Ég held að það gæti orðið báðum söfnunum til góðs að fá þar öflugt samstarf með sameiginlegum verk- efnum. Jafnvel að starfsmenn gætu skipst á verkefnum.“ Margrét segir að sér hafi liðið mjög vel að starfa í Arbæjarsafni og hún kveðji það með trega. „Ég vona bara að verði mikið samstarf þarna á milli,“ segir hún, „og að ég geti haft þau áhrif að tengsl Þjóðminjasafns og Reykja- víkurborgar styrkist." Styrkja þarf ímyndina „Hins vegar finnst mér mjög áhugavert á þessum tímapunkti, þegar ég er búin að vera í 10 ár, að takast á við eitthvað nýtt og krefj- andi.“ í Þjóðminjasafni eru auðvitað mjög spennandi tímar framundan. Þar verður nýtt og endumýjað hús- næði og ný grunnsýning er í vinnslu um sögu þjóðarinnar. Þar verða helstu þjóðargersemar okkar sýndar og nýjasta söguskoð- un og nýjasta tækni til miðlunar nýtt. Verða brátt kynntar nýjar til- lögur. Allt starfsfólkið kemur til með að taka þátt í gerð þeirrar sýn- ingar. Það verður mjög spennandi verkefni að vinna í því með þeim fjölhæfa hópi sem starfar á Þjóð- minjasafninu. Svo er þar auðvitað mikil gróska á sviði minjavörslu. Margt óunnið á því sviði um landið allt. Má kannski segja að menningarminjar á Islandi séu svolítið vannýtt auðlind og aug- Ijóst að leggja þarf áherslu á menn- ingartengda ferðaþjónustu í aukn- um mæli. Maður sér fyrir sér mörg spenn- andi verkefni á sviði menningar- minja, m.a. í samstarfi ríkis og sveit- arfélaga. Ýmsar rannsóknir liggja fyrir. Það þarf að gera átak í skrán- ingu og í að gera þetta aðgengilegra fyrir almenning. í allri umræðunni um byggðastefnu þarf að koma auga á alla þá möguleika sem rækt við minjar, sögustaði og byggðasöfn skapar með bættri þjónustu við ferðamenn, fyrir atvinnutækifæri og til ræktunar við heimabyggðina. Svo mastti lengi telja. Ég held að þurfí að gera átak í því að kynna þau verkefni sem safnið stendur fyrir. Þar er verið að gera fjölmargt frábært. Nú er t.d. búið að gera mikið átak í geymslumálum safnsins, sem lítið hefur borið á. Búið að fá mjög fínar geymslur til frambúðar, sem er afar stór og mikilvægur áfangi. Ég sé fyrir mér ýmis tækifæri til að auka fræðslu til almennings og auka miðl- un. Mér hefur oft fundist ósann- Morgunblaðið/Jim Smart Margrét með manni sínum Guðlaugi Þórðarsyni og börnunum sem biðu tilbúin að leggja af stað í páskaferðalag um leið og störfum hennar lyki um miðjan dag á skirdag. gjarnt hvernig umræðan um Þjóð- minjasafnið hefur verið. Þar hefur verið unnið margt frábært verk að undanförnu. Ég hefi því mikinn áhuga á að styrkja ímynd Þjóðminjasafnsins. Þar er af nógu að taka í verkefnum sem safnið hefur staðið fyrir og spennandi fyrir almenning að fá að fylgjast með. Ef við ætlum að standa vörð um menningarverð- mæti þjóðarinnar verðum við auð- vitað að vekja áhuga á þeim og fá al- menning með okkur. Mér finnst vera skylda Þjóðminjasafnsins að miðla þessum fróðleik á ýmsan hátt til að fá þjóðina með okkur, enda virk minjavarsla spurning um sam- hent átak. Sérstaklega að ná til ungs fólks til að auka áhuga og virðingu þess fyrir menningarverðmætum. Þessvegna er safnkennslan í minja- söfnunum svo mikilvæg. Þá er í rauninni verið að byggja til framtíðar. Þetta verður þá fyrst vinnandi vegur ef sérfræðingar og almenningur taka höndum saman.“ Menn segja stundum að lítið sé til sýnilegt á íslandi af fornri frægð. Margrét er því ekki sammála. „Það er mikið til af fornleifum og merkum minjum í landinu. Sumt er í mikilli hættu vegna þess að það hefur verið vanrækt víðs veg- ar um landið eða jafnvel gengið illa um. Hinsvegar hefur orðið mikil vakning á síðustu árum. En auðvitað vantar alltaf meira fjármagn. Fjár- veitingar til Þjóðminjasafnins eru allt of lágar og er tímabært að auka þær verulega þjóðinni og og þjóð- menningunni til heilla.“ Nútímaleg sýning Við ræðum um þá öru þróun í sýn- ingum sem orðið hefur með nýrri tækni, nýjum græjum, og ég vík tal- inu að fyrirhugaðri sýningu í Þjóð- minjasafni. „Það verður eflaust mjög nútímaleg sýning,“ segú' Mar- grét. „Það er orðinn fastur liður að nýtt er öll ný margmiðlunartækni við svona sýningar. Fyrir utan þessa föstu sýningu verður líka í safninu aðstaða fyrir tímabundnar sérsýn- ingar og því möguleikar á að hafa mjög gróskumikið starf. Stóra fasta sýningin á að fjalla um íslandssög- una eins og hún leggur sig. Núna er starfsemin tímabundið til húsa í Garðabænum meðan verið er að endurbyggja safnhúsið. Gert er ráð fyrir að sýningar verði opnaðar árið 2002 í aðalbygg- 1. maí í Reykjavík Kröfuganga dagsins fer frá Skólavörðuholti Safnast verður saman framan við Hallgrímskirkju kl. 13.30. Gangan leggur af stað kl. 14.00. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Útifundur hefst á Ingólfstorgi klukkan 14.30. Ræðumenn Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana Sönaur Karlakórinn Fóstbræður syngur nokkur lög Ávarp Rúnar S. Sigurjónsson, varaformaður Iðnnemasambands íslands Fundarstióri Stefanía Magnúsdóttir, stjórnarmaður í Verzlunarmannafélagi SO§| Reykjavíkur Verkalýðsfélögin í Reykjavík - BSRB Bandalag háskólanema - Iðnnemasamband íslands ingunni. Það verður verkefni næstu tveggja ára að endurbyggja húsið og setja upp þessar nýju sýningar. Svo stendur til að starfsfólkið og starfsemin flytji líka í Jarðfræðihús- ið. Ég vona að það verði tilbúið um líkt leyti. Gert er ráð fyrir að flutt verði í það um ári seinna. Reiknað var með að starfsemin í Garðabæn- um yrði þar ekki nema í fimm ár. En í Kópavoginum er reyndar varan- legt húsnæði, því þar eru þessar nýju geymslur til frambúðar. Þær eru afar glæsilegar og vel skipu- lagðar. Starfsfólkið flutti þangað muni og 2 milljónir mynda án þess að nokkuð færi úrskeiðis. Það er til marks um þá fagmennsku sem safn- ið býr við. Þetta er mjög stór áfangi. Mikil uppbygging er komin eins og ég segi á sviði minjavörslu og miðlunar, og húsnæðismálin í upp- byggingu. Svo það er sannarlega gaman að koma að þessu á þessum tímapunkti. Ferðast um landið Ég lít svo á að ég sé núna að kynna mér þetta allt“ segir Margrét þegar talið berst að því að Þjóð- minjasafnið hafi skyldum að gegna um allt land. „I sumar langar mig til að leggja áherslu á að skoða landið. Ég er svo heppin að Þór Magnús- son, fráfarandi þjóðminjavörður, hefur boðist til að koma með mér út á landsbyggðina. Það er ómetanlegt fyrir mig, þvi hann er hafsjór fróð- leiks um landið og minjasöfnin á landinu. Það verður gaman, því hann er þekktur fyrir að vera sér- lega skemmtilegur að ferðast með. Hann er svo fróður og hefur frá svo mörgu að segja. Ég vænti góðs af samstarfinu við hann. Þór er að fara í að sinna ýmsum rannsóknum í tengslum við Þjóð- minjasafnið. Ég vona að hann verði sem mest sýnilegur þar. Hann er m.a. að gera úttekt á störfum Matt- híasar Þórðarsonr fyrsta þjóðminja- varðarins. Og mun væntanlega gera úttekt á byggðasöfnum um landið. Svo öll hans þekking kemur til með að nýtast vel. Styrkur Þjóðminjasafnins felst m.a. í að þar er mjög hæfur og vel menntaður hópur með gríðarlega mikla reynslu. Það er mikill styrkur fyrir utan þessi ákaflega spennandi verkefni sem safnið hefur umsjá með. Mér finnst Þjóðminjasafnið og þjóðmenningin yfirhöfuð vera van- nýtt auðlind," áréttar Margrét Hall- grímsdóttir. „Það má vinna miklu meira með það. Með samhentu átaki okkar allra, mín og starfsmanna, er ég alveg sannfærð um að safnið komi til með að eflast á næstu árum með þessum sóknarfærum sem framundan eru með nýjum sýning- um, nýja húsnæðinu og vakningu á sviði umhverfismála og minjavernd- ar að ógleymdu auknu samstarfi um allt landið á sviði ferðamála og við sveitarfélög.“ Virk á vinnutíma Við víkjum talinu að öðru. Mar- grét er greinilega mikið á kafi í vinnu sinni. Á hún nokkrar lausar stundir? „Jú, jú, ég hefi vanið mig á að nota tímann vel og vera virk í vinnutímanum. Og aðskil vinnu og einkalíf. Ég er ekki ein af þeim sem er að vinna allan sólarhringinn. Ég legg áherslu á fjölskyldu mína og vil ekki fórna mínu einkalífi. Það kem- ur fram í starfi mínu og hefur alltaf gert að ég legg mikið upp úr frítíma mínum og vil gjaman geta sinnt bömunum mínum vel. Það hefur gengið hingað til. Enda ráðgemm við að ferðast um landið saman í sumar, bæði í fríum og í vinnuferð- um. Ég er svo heppin að maðurinn minn er útivistarmaður og fjalla- maður og þekkir landið eins og lóf- ana á sér. Hann er því góður leið- sögumaður á ferðalögum okkar. Það þykir okkur öllum skemmtilegt og sameinumst um það. Ég hlakka til og hann líka að skoða landið frá þessu sjónarhorni, að sameina frí og vinnu. Ég legg auðvitað mikið upp úr góðri samvinnu við byggðasöfnin úti um landið og minjaverðina. Mér finnst mjög mikilvægt að þeir sem starfa á þessu sviði á landinu öllu séu í sem bestu samstarfi og auð- vitað langar mig til að kynnast sem flestum sem tengjast þessu, heima- mönnum og bændum, auk safna- fólksins og hlakka til þess. Ég sé fram á að fyrstu mánuðina verði ég mikið til að setja mig inn í starfið og kynna mér aðstæður. Hluti af því er að fara um landið, heimsækja söfnin og þessa minja- staði. Að vísu geri ég það ekki allt á einu sumri, en ég hyggst að gera sem mest nú í sumar. Það gildir sama um öll þessi verk- efni sem safnið er að vinna í, þau eru mörg mjög spennandi og merkileg. Þarna eru margar deildir og þrjú svið, útiminjasvið, safnsvið og fjár- málasvið. Þar er farið með fornleifa- mál og húsverndarmál. Síðan eru það tölvumál safnsins og fræðsla ýmiss konar, munadeildin og myndadeildin og forvarslan, sem tengist mjög varðveislumálum í geymslunum. Ég er að vinna í að setja mig inn í þetta allt með aðstoð samstarfsmanna á Þjóðminjasafni. Þetta er ansi stór pakki og á gríðar- lega mörgum stöðum." Margrét er greinilega með allan hugann við þetta. „Já, ég finn vel fyrir því að ég sé orðin gagntekin af þessum nýju viðfangsefnum. Það var mjög gam- an að byrja á Þjóðminjasafninu, var sérstaklega vel tekið á móti mér. Þar er mjög góður hópur, sem ég hlakka sannarlega til að vinna með.“ hágæða ofnar Einu ofnarnir sem hlotið hafa vottun frá f Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á íslandi. Rekstrarþrýstingur MPa (10bar) íslenskur staðall. ÍST EN 442. OFNASMIÐJA REYKJAVIKUR Vagnhöfða tl • tl2 Reykjavfk • Sfmi: 577-5177 • Fax: 577-5178 ofnasmidJareykjavikurOsimnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.