Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 39 Allur fóru á hestbak, knúsuðu heimalninginn og komu svo við í fjósinu. Sumarbúðir fyrir fatlaða og ófatlaða á Löngumýri Hátíðar- kaffi og dagskrá í MÍR1. maí EINS og mörg undanfarin ár verður opið hús í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, á baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí og þá boðið upp á ýmis dagskráratriði. Kaffihlaðborð verður á boðstólum frá kl. 14, efnt verður til lítillar hluta- veltu og sýndar teiknimynda- syrpur fyrir yngstu kynslóð- inakl. 15-17. í sýningarsölum MIR við Vatnsstíg er nú uppi sýning á myndum úr starfi félagsins og rússneskra samstarfsaðila þess. Var myndasýning þessi sett upp í tilefni 50 ára afmæl- is MIR í mars. Einnig eru sýndar nokkrar myndir tengd- ar heimsstyrjöldinni síðari en í maí-byrjun eru liðin 55 ár frá lokum stríðsátaka í Evrópu og uppgjöf herja fasista. Af því tilefni verða sýndar tvær heimikdarkvikmyndir í bíósal MÍR sunnudagana 7. og 14. maí „Föðurlandsstríðið mikla“, fræg mynd eftir Rom- an Karmen, og „Herveldi Jap- ana brotið á bak aftur“ mynd frá 1945 gerð undir stjórn Al- exanders Zarkhi og Ilosifs Heifits. 1. maí kaffí í Garðabæ EINS og undanfarin ár verður 1. maí kaffi á vegum Garðabæj- arlistans. Opið verður í kaffi- stofu starfsfólks í Fjölbrauta- skólanum frá kl. 15-17. 1. maí samkoma á Ingólfstorgi FULLTRÚARÁÐ verkalýðs- félaganna í Reykjavík, BSRB, Bandalags háskólamanna og Iðnnemasambands íslands, standa fyrir 1. maí samkomu. Safnast verður saman á Skóla- vörðuholti fyrir framan Hall- grímskirkju kl. 13.30 og gengið Skóluvörðustíg, Bankastræti suður Lækjargötu, vestur Von- arstræti norður Suðurgötu og Aðalstræti inn á Ingólfstorg. Gangan leggur af stað kl. 14. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Útifundur hefst á Ing- ólfstorgi kl. 14.30. Aðalræðu- menn dagsins verða Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofn- ana. Karlakórinn Fóstbræður syngur og að því loknu flytur Rúnar S. Sigurjónsson, vara- formaður Iðnnemasambands íslands, ávarp dagsins. Fundarstjóri er Stefanía Magnúsdóttir, stjómarmaður í Vezlunarmannafélagi Reykja- víkur. Fundi lýkur um kl. 15.15 Rauður 1. maí á Hallveigar- stöðum RAUÐUR 1. maí er nú haldinn 7. árið í röð að Hallveigarstöð- um, Túngötu 14, kl. 20. Þessi baráttuhátíð að kvöldi 1. maí hefur verið samvinnuverkefni ýmissa vinstri- og friðarsam- taka frá árinu 1994. Að þessu sinni standa fem samtök að fundinum, Leigj- endasamtökin Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvénna, Samtök herstöðvaandstæðinga og Sósíalistafélagið. Dagskráin hefst með því að María S. Gunn- arsdóttir, formaður MFÍK, set- ur hátíðina og að því loknu flytja ávörp þau Helgi Seljan, framkvæmdastj. ÖBI, Sigurður Ingi Andrésson, kennari og Þórir Karl Jónasson, varafor- maður Leigjendasamtakanna. Tónlistaratriði verða í hönd- umÖnnu Halldórsdóttur, tón- listarmanns, Harðar Torfason- ar, trúbadors, Þorvaldar Þorvaldssonar, baritons og Júl- íönu Rúnar Indriðadóttur, píanóleikara. Um upplestur sjá þau Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorgeir Þorgeirsson. Kynnir verður Jón frá Pálmholti 1. maíhátíð- arhöld á Blönduósi 1. MAÍ hátíðarhöld Stéttarfé- lagsins Samstöðu verða í Fé- lagsheimilinu Blönduósi og hefjast kl. 15. Valdimar Guðmannsson, formaður Samstöðu setur há- tíðina og að því loknu flytur Björk Vilhelmsdóttir, formað- ur BHM, ávarp dagsins. Eftir kaffiveitingar syngur Samkór- inn Björk nokkur lög, því næst lætur Jóhannes Kristjánsson, skemmtikraftur og eftirherma, gamminn geisa. Fyrir yngstu kynslóðina verður svo teikni- myndasýning í rauða salnum. Stéttarfélagið Samstaða hvetur Húnvetninga til að fjöl- menna á hátíðarhöldin á bar- áttudegi verkalýðsins, segir í fréttatilkynningu. SUMARIÐ 1999 voru starfræktar sumarbúðir fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði. Sumarbúðimar voru haldnar að frumkvæði Skagafjarðar- deildar RKÍ og aðeins í tilraunaskyni fyrir 11 einstaklinga á svæðinu. Allar Rauða kross deildir á Norð- urlandi hafa ákveðið að standa sam- eiginlega að rekstri sumarbúða á Löngumýri næsta sumar ef næg þátt- taka fæst. Þrjú tímabil eru fyrirhuguð og ætluð einstaklingum 9 ára og eldri af öllu landinu, bæði fótluðum og ófótluðum. Einstaklingar með fótlun hafa þó forgang ef mikil aðsókn verð- ur. Tímabilin eru: 4.-13. júlí fyrir 9-12 ára, 17.-26. júlí fyrir 13-16 ára og 28. júlí fyrir 17 ára og eldri. Dagskrá búðanna verður með svip- uðu sniði og í fyrra nema hvað fleiri dagar verða nú fyrir rólegri tíma heima á Löngumýri; Fræðslu-, fond- ur- og hvíldartíma. Þess vegna verða búðimar lengdar úr 5 í 9 sólarhringa. Sefnt er að fjallgöngu á Mælifells- hnjúk öll tímabilin. Hjólastólar em engin fyrirstasða í þeim efnum og verða þeir sem þurfa bomir upp á bömm. Leitað verður til björgunar- sveita, ungmennadeilda Rauða kross- ins, skáta og annarra félagssamtaka sem þekkt em af störfum sínum og stuðningi við þá sem minna mega sín. Einnig er aðstoð einstaklinga sem áhuga hafa á verkefninu vel þegin. Karl Lúðvíksson verður sumarbúð- astjóri en hann’ er deildarstjóri við starfsbraut Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra. Hann lauk námi frá Kennaraskóla íslands, undirbúnings- deild sémáms 1971 og íþróttakenn- araskóla íslands 1972. Hann hefúr kennt í 28 ár, þar af 8 ár við sérk- ennslu. Hann var sumarbúðastjóri við Löngumýri sl. sumar og hefur verið- sumarbúðastjóri á Hólum í Hjaltadal frá upphafi eða frá og með árinul983. Theodór Karlsson hefur verið ráðinn sem leiðbeinandi en hann er á síðasta námsári við Kennaraháskóla íslands, þroskaþjálfaskor. Hann hefur starfað við nokkur sambýli í Reykjavík, bæði í launuðu hlutastarfi með skólanum og í starfsþjálfun á vegum skólans. Hann hefur líka eins árs starfs- reynslu sem leiðbeinandi við íþrótta- og bóklega kennslu við Steinsstaða- skóla í Skagafirði. LANCÖME fagnar vorinu með því að bjóða upp á hinar árvissu og vinsælu TILBOÐSPAKKNINGAR í eftirtöldum kremum: Hydra zen krem 50 ml, Hydra Zen Fluide 50 ml, Primordiale Intense 50 ml, Rénergie krem 50 ml og Re-Surface 30 ml. Dæmi um innihald pakkninganna: Rénergie krem 50 ml, taska, 100 ml Galatéis hreinsimjólk, 5 ml Rénergie augnkrem og 5 ml Re-Surface krem. Verðmæti gjafar um 2.800 kr. LANCÖME UM LAND ALLT Verðfrá Á nýlegu íbúðahóteli um 200 metra frá ströndinni Agia Apostol. Umboósmerr Hlúsfcröa um allt lard Akranes• S: 431 4884 Blðnduós • S: 452 4168 Borgames • S: 437 1040 Dalvík • S: 466 1405 ísafjöriur • S: 456 5111 Sauðárkrúkur • S: 453 6262/896 8477 Akureyri’ S: 462 5000 tfö7n»S: 478 1000 Egilsstaðir • S: 471 2000 Selfoss’S: 4821666 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 Keftavík' S: 421 1353 Grindavik • S: 426 8060 Faxafeni 5 • 108 Reykjavik • Simi 535 2100 • Fax 535 2110 *Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is Innifalið: Flug, gisting á Malou í 2 vikur, flugvallarskattar og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Miðað er við að 2 fullorðnir og 2 böm 2ja-11 ára að ferðist saman í júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.