Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
T---------------------------------------------------------------------------------
Ávarp verkalýðsfélaganna í tilefni af baráttudegi verkalýðsins 1. maí
, Afl í þína
þágu
Morgunblaðið/Ásdís
EFTIRFARANDI er 1. maí-
ávarp ársins 2000 frá Full-
trúaráði verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík, BSRB,
Bandalagi háskólamanna og Iðn-
nemasambandi Islands:
, „Islenskt launafólk stendur frammi
fyrir þjóðfélagsbreytingum sem
munu hafa mikil áhrif á vinnumarkað
og launafólk á komandi árum.
Fyrirtæki eru í flestum greinum að
stækka og sameinast. A sama tíma
tengist atvinnurekstur hér á landi í
vaxandi mæli fjölþjóðlegum fyrir-
tækjum. Markaðsvæðing og einka-
væðing opinberra fyrirtækja hefur
ýtt undir þessa þróun sem á sér sam-
svörun víðast hvar um heiminn. Fjár-
magn og völd safnast á fáar hendur
og á nýjum forsendum. Fákeppni og
einokun verða ríkjandi ef ekki er að
gætt. Þjónusta við almenning víkur
fyrir kröfu hluthafa um hámarks-
gróða.
-g Gagnvart þessum miklu breyting-
um stendur verkalýðshreyfíngin með
sígdd baráttumál sín um mannsæm-
andi kjör, aukin réttindi, launajöfnuð,
jafnrétti og bræðralag.
Verkalýðshreyfíngin verður í vax-
andi mæli að laga sig að þessum
breyttu aðstæðum. Hún verður að
styrkja enn frekar tengslin við fjöl-
þjóðleg samtök launafólks, á Norður-
löndum, innan Evrópu og um allan
heim. Þetta er svar verkalýðshreyf-
ingarinnar við hnattvæðingu fjár-
magnsins.
I umróti og uppstokkun efnahags-
lífsins hefur víða tekist betur til en
hér á landi að tryggja ýmis grunn-
réttindi launafólks. Verkalýðshreyf-
ingin verður að vera vakandi gagn-
vart þjóðfélagsöflum sem eru að móta
vinnumarkaðinn á forsendum mark-
aðsafla. Það er ásetningur okkar og
baráttumarkmið að beita okkur af al-
efli til að rétta og bæta hlut launafólks
í öllum greinum atvinnulífsins, til sjós
og lands. Jafnframt er það hlutverk
íslenskrar verkalýðshreyfingar að
styrkja stöðu launafólks sem býr við
lakari réttindi og kjör en við gerum
hér á landi. Ekki á að þola að fyrir-
tæki, hvort sem þau hafa innlent eða
erlent heimilisfang, taki að sér verk-
efni þar sem launafólki eru búin lak-
ari kjör en íslenskir kjarasamningar
kveða á um. Þessarar tilhneigingar
hefur gætt við ýmsar stórfram-
kvæmdir og á skipaflotanum.
Endurskoðum baráttuaðferðir,
leggjumst saman á áramar
Verkalýðshreyfíngin hefur á liðn-
um árum verið að endurskipuleggja
sig og endurmeta baráttuaðferðir sín-
ar. Hreyfingin verður í þessu efni enn
að skerpa áherslur sínar. Stéttarfé-
lögin verða áfram að vera lifandi bai-
áttutæki þeirra þúsunda sem fylla
raðir hennar, ella er hætt við að hún
koðni niður í innri átökum og tilgan-
gsleysi. Verkalýðshreyfingin þarf að
efla umræðu um þá hugmyndafræði
sem hún vill byggja á, hvaða skipulag
henni henti best í átökum við atvinnu-
rekendur og ríkisvald og hvaða
starfshættir séu líklegir til að duga.
Aldrei má gleymast að ekkert kemur í
stað þrotlausrar vinnu og baráttu.
Um áratugi hefur verkalýðshreyfing-
in barist fyrir grundvallarréttindum
launafólks. Þau réttindi voru ekki
sjálfsögð og í dag eru þau ekki heldur
sjálfgefin. Það þurfti harða baráttu til
að ná fram réttindum til launa í veik-
indum og slysum, uppsagnarrétti, or-
lofsrétti, atvinnuleysistryggingum og
hvfldarákvæðum. Reynslan kennir að
stundum hefur það tekið áratugi áður
en við njótum uppskerunnar af bar-
áttu okkar. Þar má nefna lífeyrissjóð-
ina sem í dag eru að verða fyrirmynd
annarra ríkja um það hvemig eigi að
byggja upp lífeyriskjör þjóða. Minn-
umst þess að það á við um þessi rétt-
indi sem önnur að þau urðu ekki tfl án
baráttu. Til þess að árangur náist
verðum við að leggjast saman á ár-
amar.
Baráttan skilar árangri
Hinn fyrsta maí fyrir réttu ári
gengu samtök launafólks til baráttu-
funda þar sem sérstök áhersla var
lögð á fjölskylduna. Arum saman
hafði hreyfingin þá lagt áherslu á að
bæta fæðingarorlofið og stuðla þann-
ig að fjölskylduvænna samfélagi.
Þessi barátta er nú að skila árangri
með nýrri löggjöf um bætt fæðingar-
orlof. Þetta er mikilvægt framfara-
spor og færir okkur heim sanninn um
að barátta skilar árangri. Af þessu
þurfum við að draga réttan lærdóm
og láta verða okkur hvatningu til
dáða. Framundan er að bæta þessi
réttindi enn meira, jafnframt því sem
við hyggjum að öðrum þáttum. Þann-
ig er með öllu óafsakanlegt að rflds-
stjómin skuli ekki sjá sóma sinn í því
að verða við kjarakröfum öryrkja og
aldraðra. Þvert á móti er það látið við-
gangast að bilið breikki á milli þeirra
annars vegar og launafólks hins veg-
ar. Verkalýðshreyfingin krefst þess
að orðið verði við réttmætum kröfum
samtaka öryrkja og eldri borgara um
bættan hag.
Framtíðarsýn
Þegar litið er til framtíðar og þeirra
verkefna sem bíða verkalýðshreyf-
ingarinnar að takast á við er akurinn
stór og víða lítt plægður. Við viljum
stuðla að jöfnuði í samfélaginu, út-
rýma atvinnuleysi, byggja upp hús-
næðiskerfi sem þjónar öllum lands-
lýð, bæta starfsmenntun og
símenntun og stórbæta samfélags-
þjónustuna á öllum sviðum. Góð og
vönduð velferðarþjónusta er forsenda
jafnaðar í þjóðfélaginu og heitir
verkalýðshreyfingin því að standa
vörð um hana og bæta. En til þess að
slíkt megi takast þarf hreyfingin að
byggja á samtakamætti. Hreyftngin
verður að vera nægilega sterk, sam-
stæð og skipulögð til að geta sinnt
þessum verkefhum. Hún verður að
laga starf sitt að breyttum tímum og
nýjum kröfum. Hún verður að hafa afl
tfl að móta áfram samfélagið og þróun
þess. Á því byggir verkalýðshreyfing-
in tilveru sína til framtíðar. Á því
velta hagsmunir heimilanna í landinu.
Til þess að verkalýðshreyfingin verði
„afl í þína þágu“ þarft þú að leggja
þitt af mörkum. “
F.h. verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík
Guðmundur I. Guðmundsson
Hildur Kjartansdóttir
Guðrún Oladóttir
Grétar Hannesson
Georg Páll Skúlason
f.h. BSRB
Garðar Hilmarsson
Þuríður Einarsdóttir
f.h. Bandalags háskólamanna
Björk Vilhelmsdóttir
f.h. Iðnnemasambands Islands
Þórunn Daðadóttir.
Ávarp Alþjóðasamtaka frjálsra verkalýðsfélaga
Breytum
hugsjónum
í veruleika
UPPHAF nýs árþúsunds markar um
leið upphaf nýs tímabils al-
þjóðavæðingar í efnahagsmálum
og framfara í vísindum og tækni.
Áhyggjur hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyf-
ingar af því hvernig þessari þróun er stýrt,
hafa reynst á rökum reistar. Þrátt fyrir að
óheft frelsi í viðskiptum geti skapað gífurleg-
an auð verður sífellt augljósara að það veldur
gka stóraukinni efnalegri mismunun, breikk-
andi gjá milli rikra og fátækra auk þess sem
það dregur úr möguleikum einstakra ríkja til
að beita lýðræðislegum ákvarðanatökum.
I dag þurfa þrír milljarðar manna, um
helmingur jarðarbúa, að lifa af minna en 150
krónum á dag og einn milljarður á minna en
75 krónum. Yfir helmingur jarðarbúa er án
nokkurra félagslegra réttinda eða velferðar.
250 milljónir barna vinna og enn fleiri njóta
ekki þeirra grundvallarréttinda að hljóta
menntun. Atvinnuleysi og of lítil atvinna er
stærra vandamál en nokkru sinni fyrr og
fómarlömbin eru einkum ungt fólk og konur.
En það hafa ekki allir tapað á því hvernig
staðið hefur verið að alþjóðavæðingunni. Það
þarf að leggja saman tekjur þriggja milljarða
af fátækustu íbúum jarðarinnar til að þær nái
þíkjum 225 ríkustu einstaklinganna. Áf 100
ríkustu efnhagsheildunum er meirihlutinn,
eða 51, ekki þjóðriki heldur fjölþjóðafyrir-
tæki.
Þetta er ekki okkar sýn á það hvernig vinn-
an ætti að vera á 21. öldinni
Við viljum þvert á móti byggja upp samfé-
lag án fátæktar, mismununar og óréttlætis,
samfélag sem er laust við ógnir styrjalda og
kúgunar.
Við viljum útrýma atvinnuleysi og tryggja
fulla atvinnu.
Við viljum heim þar sem öfgar ofgnóttar og
eymdar eru horfnar, heim þar sem konur og
karlar njóta jafnréttis til að vinna, njóta hæfi-
íf ika sinna og deila þeim með samfélaginu.
Við viljum mannsæmandi vinnu fyrir alla.
Við viljum lýðræðislegan heim þar sem rík-
isstjómir eru ábyrgar gagnvart fólkinu, allt
frá næsta nágrenni þess og upp til fjölþjóð-
legra stofnana. Virðing fyrir grundvallarrétt-
indum launafólks styrkir lýðræðið sem skapar
svo aftur fijálsara og jákvæðara umhverfi
fyrir launafólk til að beita þessum réttindum
súnum.
Við viljum að settar séu reglur um sam-
þjöppun valds og alþjóðafyrirtæki og að þær
séu settar með lýðræðislegum hætti, af fullri
virðingu fyrir mannréttindum og að þeim sé
hægt að beita til að framfylgja því að mann-
réttindi séu virt.
Við viljum ná fram því fulla jafnrétti sem
stéttarfélög hafa svo lengi barist fyrir - sam-
félagi þar sem engum er mismunað á grund-
velli húðlitar, trúarbragða, stjómmálaskoð-
ana, kynferðis, kynhneigðar, fötlunar, heilsu
eða aldui-s.
Við viljum skapa leiðir til að lifa og vinna í
öryggi, auka lífsgæði og vernda náttúruna í
þágu komandi kynslóða.
Við viljum að afkomendur okkar njóti ævi-
langrar menntunar og þroska sem skapi þeim
möguleika á að búa við meiri lífsgæði en við
njótum nú.
Hin alþjóðlega verkalýðshreyfing er afl
sem getur gert þessar hugsjónir að veruleika.
Við vitum hvers hreyfingin er megnuð þeg-
ar við lítum til baka yfir fyrstu 50 árin af
starfi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfé-
laga (ICFTU). Kynslóðirnar sem stofnuðu
ICFTU og gerðu úr því það sterka al-
heimssamband sem það er, höfðu hugsjónir
ekki ólíkar okkar. Þær stóðu frammi fyrir
verkefni sem virtist óvinnandi en samt
breyttu þær gangi veraldarsögunnar. Fmm-
kvöðlarnir myndu ekki aðeins vera ánægðir
með heiminn í dag heldur gætu þeir verið
stoltir af þeim framföram sem vinnandi fólk
hefur knúið fram víða um heim í nafni sam-
takamáttar frjálsra stéttarfélaga.
Viðfangsefni morgundagsins era ólík þeim
sem verkalýðshreyfingin glímdi við, jafnvel
fyrir skömmu síðan. Við vitum að við verðum
að endurskapa hreyfingu okkar til að ná
markmiðunum. Við vitum að við verðum að
breytast til að geta breytt heiminum.
Við verðum að sannfæra allt vinnandi fólk
um að með því að ganga í stéttarfélag geti
það tekið þátt í að breyta lífi sínu og aðstæð-
um til batnaðar og hjálpað félögum sínum í
öðrum löndum að gera það sama.
Við verðum að einbeita okkur að aðgerðum
sem skila árangri, bæði til að uppfylla vænt-
ingar félaga okkar og til að viðhalda sterkri
og skilvirkri verkalýðshreyfingu.
Við verðum að fá fram alþjóðlega viður-
kenningu á rétti stéttarfélaga til að hafa áhrif
á langtímaáætlanir og stefnumótun.
Við verðum að virkja hreyfinguna sem tæki
til að skapa valdajafnvægi á alþjóðavísu um
leið og við látum finna fyrir návist okkar á
vinnustöðum um heim allan.
Og við verðum að leita eftir meiri einingu
og samstöðu innan hinnar frjálsu og lýðræðis-
legu, alþjóðlegu verkalýðshreyfingar.
Við dagrenningu nýs árþúsunds þarf verka-
lýðshreyfingin á yngri kynslóðunum að halda
til að tryggja framtíð þeirra. Sú vinna hefst í
dag því það er nú í dag sem ICFTU hefur
formlega herferð sína við að virkja ungt fólk
til liðs við verkalýðshreyfinguna undir kjör-
orðinu Framtíðin hefst núna!
Ungt fólk þarf á verkalýðshreyfingunni að
halda því það er sá hópur sem verður harðast
fyrir barðinu á neikvæðum hliðum al-
þjóðavæðingarinnar. Það þarf á stéttarfélög-
unum að halda til að láta rödd sína heyrast og
til að leita sameiginlegra lausna á þeim
vandamálum sem það stendur frammi fyrir í
starfi og í samfélaginu öllu.
Og verkalýðshreyfingin þarf að gefa ungi
fólki aukið svigrúm til að láta skoðanir sínar í
ljósi og gera því kleift að leggja orku sína,
áhuga og hugmyndir í starf hreyfingarinnar.
Þegar við fögnum 1. maí árið 2000 hafa
verkalýðsleiðtogar frá öllum fimm heimsálf-
unum, sem sóttu 17. heimsþing ICFTU í
Durban í Suður-Afríku (3.-7. aprfl), heitið því
að vinna saman að því að gera heiminn að
betri stað fyrir launafólk og fjölskyldur þess.
Heimsþingið ákvað að forgangsverkefni
hreyfingarinnar ætti að vera baráttan fyrir
viðurkenningu á þeim grandvallarréttindum
launafólks sem Alþjóða vinnumálastofnunin
(ILO) byggist á, baráttan gegn mismunun í
hvaða mynd sem er, efling lýðræðis og aukinn
efnahagslegur stöðugleiki með því að koma
reglu á hinn alþjóðlega fjármagnsheim. Þetta
era ekki ný verkefni fyrir stéttarfélög. Nýj-
ungin felst í því að hreyfing okkar mun leitast
við að koma upp alþjóðlegu félagslegu örygg-
isneti og mun þannig teygja sig langt út fyrir
hina hefðbundnu kjarasamningagerð. Markm-
iðið er að virkja hundrað milljóna launafólks í
einni baráttu til að stöðva þá flóðbylgju fá-
tæktar sem sviptir milljarða manna tækifær-
inu til mannsæmandi lífs.
Nú sem fyrr gegna óháð, lýðræðisleg og
frjáls stéttarfélög lykilhlutverki við að byggja
upp félagslegt réttlæti og efnahagslegt lýð-
ræði.
Og það mun ekkert vald megna að stöðva
okkur því styrkur okkar byggist á mannlegri
samstöðu og gildum sem eru bæði sammann-
leg og njóta alþjóðlegs stuðnings.
Lengi lifi baráttudagur verkafólks.
Lengi lifi alþjóðleg samstaða verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Innan raða ICFTU era 216 sambönd stétt-
arfélaga í 145 löndum með samanlagt uml25
milljónir félagsmanna um heim allan.