Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 6
6 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Gamalt deilu-
mál ógnar
afvopnunar-
samningum
BAKSVIÐ
✓
Olíklegt þykir að samkomulag náist í deil-
unni um breytingar á ABM-samningnum
svokallaða fyrir fund Clintons og Pútíns
í júní vegna andstöðu Rússa og ágreinings
demókrata og repúblikana um hversu
öflufft fyrirhugað eldflaugavarnarkerfí
Bandaríkjanna eigi að verða.
AP
Igor Ivanov, utanrikisráðherra Rússlands, kyssir Madeleine Albright,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir fund þeirra um afvopnunarmál
í Washington á miðvikudag. Þriggja daga viðræðum þeirra lauk á
fimmtudag án þess að samkomulag næðist í deilu ríkjanna um hvort
breyta ætti samningnum sem takmarkar eldflaugavarnir þeirra.
GÖMUL deila um eldflauga-
vamir hefur nú blossað
upp að nýju milli Banda-
ríkjanna og Rússlands
áratug eftir hrun kommúnismans
sem virtist hafa bundið enda á karp
stórveldanna um afvopnunarmál.
Þótt sérfræðingar segi að nýjar
leikreglur í kjamorkumálum séu
tæknilega mögulegar hafa þær
strandað á tortryggni ráðamanna í
Rússlandi og ágreiningi demókrata
og repúblikana, auk óvissunnar um
niðurstöðu kosninganna í Bandaríkj-
unum í nóvember.
Deilumálið snýst um þá tillögu
Bandaríkjastjórnar að breytingar
verði gerðar á samningi frá 1972 sem
takmarkar vamir gegn langdrægum
eldflaugum (ABM) og hefur verið
einn af grunnþáttunum í fælingar-
stefnu stjómvalda í Washington og
Moskvu í tæpa þrjá áratugi.
Bandaríkjastjóm vill breyta
samningnum þannig að ríkin geti
komið upp eldflaugavarnarkerfum
til að verjast hugsanlegum kjam-
orkuárásum landa á borð við Norð-
ur-Kóreu og íran.
Rússnesk stjórnvöld hafa hins
vegar hafnað tillögunni og neitað að
semja um róttækar breytingar á
samningnum. Vladímir Pútín, ný-
kjörinn forseti Rússlands, hefur
styrkt stöðu sína í deilunni með því
að fá rússneska þingið til að stað-
festa START-II samninginn um
fækkun langdrægra kjamorkueld-
flauga en setja um leið það skilyrði
að Bandaríkin virði ABM-samning-
inn.
Repúblikanar em jafn ósveigjan-
legir í deilunni og staðráðnir í að
koma upp eldflaugavamarkerfi þrátt
fyrir andstöðu Rússa. Ólíklegt þykir
því að samkomulag náist í deilunni í
heimsókn Bills Clintons Bandaríkja-
forseta til Moskvu 4.-5. júní.
„Þetta er mjög viðkvæmt tímabil,"
sagði Anotolí Díakov, forstöðumaður
Afvopnunar- og umhverfismálamið-
stöðvarinnar í Moskvu.
„Bæði ríkin þurfa að gera
það upp við sig hvort þau
ætli að halda afvopnunar-
samningunum eða eyði-
leggja þá.“
Þessi deila kemur
nokkuð á óvart því af-
vopnunarmál hafa ekki verið á meðal
helstu þrætuepla ríkjanna síðustu
árin. Eftir hmn Sovétríkjanna töldu
flestir að deilur og samningaþref um
kjarnaodda og eldflaugar heyrðu
sögunni til. Ríkin tvö væm ekki leng-
ur óvinir. Og þótt afvopnunarviðræð-
urnar hefðu oft dregist á langinn
virtist meginástæðan vera sú að þær
hefðu verið vanræktar.
Hmn Sovétríkjanna hefur hins
vegar einnig orðið til þess að Banda-
ríkjamenn em ekki lengur einhuga
um hvaða hættur steðji að landinu og
hvernig draga eigi úr hættunni á
kjarnorkustríði. Þingmenn repúblik-
ana í Washington hafa lýst ABM-
samningnum sem tímaskekkju og
segja að annaðhvort þurfi að gjör-
breyta eða rifta honum til að Banda-
ríkin geti komið upp eldflaugavarn-
arkerfi til að verjast hugsanlegum
árásum óvinveittra ríkja í þriðja
heiminum.
Stjóm Clintons svaraði þessu póli-
tíska áhlaupi hægrimanna með því
að leggja til takmarkað vamarkerfi,
sem krefðist breytinga á ABM-
samningnum án þess að honum yrði
kastað fyrir róða.
Stjórnin segir að vamarkerfið eigi
að vemda öll ríki Bandaríkjanna fyr-
ir kjamorkueldflaugum Norður-
Kóreu og írans. Gert er ráð fyrir því
að tillögunni verði komið í fram-
kvæmd fyrir árið 2005 og samkvæmt
henni á að reisa nýja ratsjárstöð og
skotpalla fyrir hundrað gagneld-
flaugar á einum stað í Alaska, auk
þess sem fimm ratsjárstöðvar verða
endumýjaðar.
Rússar segja að Bandaríkjastjórn
gangi of langt með þessari tillögu en
margir repúblikanar segja að ganga
þurfi enn lengra. Forystumenn
repúblikana, þeirra á meðal forseta-
efni þeirra, George W. Bush, vilja að
gagnflaugum verði komið fyrir á
fleiri stöðum, meðal annars í hersk-
ipum.
Kínverjar hóta að fjölga
eldflaugum sínum
Andstæðingar varnarkerfisins í
Bandaríkjunum segja að Rússar og
fleiri þjóðir sem eiga kjamavopn hafi
fulla ástæðu til að óttast að áform
Bandaríkjanna raski hemaðarjafn-
vægi kjarnorkuveldanna.
Rússneskir embættismenn efast
um að Bandaríkin myndu ráðast í
svo dýrar og flóknar framkvæmdir
til þess eins að veijast hugsanlegum
árásum þróunarlanda eins og Norð-
ur-Kóreu. Ljóst er að
varnarkerfi gegn tak-
mörkuðum kjamorkuár-
ásum dugar ekki gegn
6.000 kjarnaoddum
Rússa en rússnesku
embættismennirnir ótt-
ast þó að áætlun Clintons
valdi nýju vígbúnaðarkapphlaupi og
verði vísir að öflugu varnarkerfi sem
geti varið Bandaríkin fyrir
allsherjarkjarnorkuárás og geri
kjamavopn Rússa gagnslaus. Vitað
er að Rússar hafa ekki bolmagn til að
koma upp slíku varnarkerfi. Aætlun
Bandaríkjastjórnar veldur Kínverj-
um jafnvel enn meiri áhyggjum þar
sem þeir eiga aðeins rúmlega tíu eld-
flaugar sem hægt yrði að skjóta á
Bandaríkin. Kínveijar hafa þegar
lýst því yfir að þeir hyggist svara
áætluninni með því að fjölga langd-
rægum kjarnavopnum sínum.
Embættismenn bandarísku
stjórnarinnar hafa ráðlagt Rússum
að semja um breytingar á ABM-
samningnum fyrir forsetakosning-
amar í Bandaríkjunum í nóvember
þar sem skilmálar Bandaríkjanna
yrðu miklu óhagstæðari ef Bush yrði
kjörinn forseti.
Sérfræðingar í afvopnunarmálum
sögðu að rökréttasta lausnin á deil-
unni fælist í því að Bandaríkin fengju
rétt til að koma upp takmörkuðu eld-
flaugavamarkerfi til að verjast
hugsanlegum árásum ríkja í þriðja
heiminum. í staðinn myndi Banda-
ríkjastjórn fallast á kröfu Rússa um
að ríkin semdu um mikla fækkun
langdrægra kjarnorkueldflauga.
Bandarískir embættismenn hafa
reyndar gefið til kynna að Clinton
hyggist leggja til þessa málamiðlun-
arlausn.
Rússar hafa hvatt til þess að
kjarnaoddum hvors ríkis verði fækk-
að í 1.500. Bandaríska varnarmálar-
áðuneytið hefur sagt að Bandaríkin
þurfi um 2.500 kjarnaodda til að
tryggja öryggi landsins en hugsan-
legt er að stjómin reyni að sefa
Rússa með því að fallast á að kjama-
oddunum verði fækkað í tæp 2.000.
Fámennur en áhrifamikill hópur
sérfræðinga í Rússlandi er þeirrar
skoðunar að slík lausn kynni að vera
landinu í hag. Takmarkað eldflauga-
varnarkerfi í Bandaríkjunum myndi
ekki raska hernaðarjafnvæginu
verulega ef takmarkanirnar yrðu
skilgreindar vandlega.
Rússar hóta að rifta
afvopnunarsamningum
Ráðamennirnir í Kreml hafa hins
vegar ekki léð máls á þessari hug-
mynd. Þeir segja að ABM-samning-
urinn sé undirstaða allra þeirra af-
vopnunarsamninga sem
gerðir hafa verið á síð-
ustu 25 árum og hóta að
rifta þeim ef Bandaríkin
koma upp varnarkerfinu.
Pútín hefur varað við
því að Rússar myndu
ekki aðeins hætta við að
fækka langdrægum kjarnorkueld-
flaugum sínum, heldur einnig smíða
nýjar fjölodda eldflaugar, rifta
samningnum um upprætingu meðal-
drægra kjarnorkueldflauga í Evrópu
og jafnvel samningnum sem
takmarkár hefðbundinn herafla í álf-
unni.
Rússar hafa aðeins léð máls á því
að semja um varnarkerfi sem bygg-
ist á skammdrægari gagnflaugum en
gert er ráð fyrir í tillögum Banda-
ríkjastjórnar. Talið er að mjög erfitt
verði fyrir Pútín að ná málamiðlun-
arsamkomulagi við Clinton eftir að
hafa tekið þessa hörðu afstöðu i upp-
hafi viðræðnanna. Það hjálpar ekki
heldur að kjörtímabili Clintons er að
ljúka og hann hefur ekki alltaf haft
betur í deilunum um afvopnunarmál
heima fyrir.
Samið verði
eftir kosningarnar
Nokkrir rússneskir sérfræðingar
óttast að náist málamiðlunarsam-
komulag á fundinum í júní verði erf-
itt fyrir Clinton að fá þingið til að
styðja það. Þeir benda á að Clinton
beið mikinn ósigur 1 fyrra þegar öld-
ungadeildin hafnaði samningnum
um allsherjarbann við kjarnorku-
sprengingum í tilraunaskyni. Þeir
segja að ef ráðamennirnir í Kreml
vilji ná málamiðlunarsamkomulagi
þurfi þeir að semja við leiðtoga sem
geti tryggt að það nái fram að ganga
á bandaríska þinginu.
Jafnt stuðningsmenn sem and-
stæðingar varnarkerfisins hafa
reyndar hvatt bandarísk stjómvöld
til að fresta því að taka ákvörðun um
hvort koma eigi áætluninni í fram-
kvæmd þar til eftir kosningamar.
„Jafnvel þótt Rússar næðu sam-
komulagi við Clinton væri engin
trygging fyrir því að næsta stjóm
Bandaríkjanna kæmi ekki til
Moskvu 18 mánuðum síðar til að
hefja nýja lotu viðræðna um breyt-
ingar á ABM-samningnum og jafn-
vel aftur síðar,“ sagði Aleksandr
Píkajev, sérfræðingur í afvopnunar-
málum í Moskvu.
Kostar 60 milljarða dala
Frumvarp um að komið yrði upp
takmörkuðu eldflaugavamarkerfi
um leið og það væri tæknilega mögu-
legt var samþykkt með miklum
meirihluta á bandaríska þinginu í
fyrra og Clinton staðfesti
það. Tilraun til að skjóta
niður langdræga eldflaug
með nýju vopni, sem
verður hugsanlega
uppistaðan í varnarkerf-
inu, misheppnaðist í jan-
úar og önnur tilraun er
ráðgerð í júní. Fjárlagaskrifstofa
Bandaríkjaþings áætlar í skýrslu
sem birt var á þriðjudag að varnar-
kerfi gegn takmörkuðum eldflauga-
árásum myndi kosta tæpa 60 millj-
arða dala, andvirði 4.400 milljarða
króna, til ársins 2015. í skýrslunni
var þó varað við því að auðvelt kynni
að reynast fyrir ríki eins og Norður-
Kóreu og Iran að finna leiðir til að
gera varnarkerfið gagnslaust.
Byggt á The New York Times,
Reuters og AP.
Greittfyrir
vitnisburð
Kaupmannahöfn. Morgunblaðid.
RÚMU ári eftir branann í Gautaborg
29. október 1998, þegar 63 ungmenni
létu lífið, samþykkti sænska stjómin
að greiddar yrðu þijár milljónir
sænskra króna, um 30 milljónir ís-
lenskra, fyrir vitnisframburð er gæti
leitt til þess að hægt væri að koma
dómi yfir hina seku. Degi síðar sagði
einn í hópi fjögurra granaðra frá hver
fjórmenninganna það var sem kveikti
í. Eftir það hafa hinir sagt frá og sá,
sem álitinn er hafa kveikt í, hefur ját-
að á sig verknaðinn.
Þetta hefur leitt til vangaveltna í
Svíþjóð hvaða áhrif það hafi að greitt
sé fyrir vitnisburð. En það er þó ekki
allur vitnisburður falur fyrir fé.
Langt er um liðið síðan sænska
stjómin auglýsti 50 miHjónir sænskra
króna fyrir upplýsingar er leitt gætu
til að morðið 1986 á Olof Palme þáver-
andi forsætisráðherra upplýstist. Það
hefur þó ekki dugað.
Sagði frá daginn eftir
Sá, sem sagði fyrst frá, er sá yngsti
í hópi fjögurra granaðra, sem allir
hafa verið í varðhaldi um hríð. Hann
er nýorðinn nítján ára, en var sautján
ára þegar bruninn varð. Hann missti
frænku og marga félaga í brananum,
sem varð á samkomu krakka er flestir
voru af erlendum upprana, einkum
frá Makedóníu.
Þegar braninn varð hafði drengur-
inn aldrei komist í kast við lögin. A
skemmtuninni hitti hann þrjá kunn-
ingja sína. Þeir eiga allir drjúga saka-
skrá þrátt fyrir ungan aldur. Tveir
era nítján nú og einn 21 árs. Þeir hafa
verið dæmdir fyrir þjófnað, rán, gróf-
ar misþyrmingar og einn þeirra einn-
ig fyrir morðtilraun.
Þegar kunningjamir lentu upp á
kant við þá sem héldu skemmtunina
af því þeir vildu komast ókeypis inn
og ekki borga sem svarar 400 íslensk-
um krónum fóra þeir út og vitnið með
þeim. Hann var viðstaddur þegar
stólum var hlaðið upp, eldfimum
vökva hellt yfir, rasl borið að og
kveikt í. Sá, sem vitnið benti á sem
þann er kveikt hefði í, var samkvæmt
framburði vitnisins og fleiri undir
annarlegum áhrifum, líklega af hass-
reykingum. Hann hegðaði sér undar-
lega og þegar vitnið hvatti hann til að
láta vera að kveikja í og síðan til að
slökkva eldinn sagði hann að þeir
skyldu fara út. Ekkert myndi gerast.
Sænskir fjölmiðlar hafa birt hluta
úr yfirheyrsluskýrslum lögreglunnar.
Þar kemur fram hvað flcveikjan var
hörmulega vanhugsuð og áhrifin, sem
ódæðið hefur haft á ungmennin. Vitn-
ið segir til dæmis frá að í hvert skipti
sem hann hafi hugsað um þetta hafi
hann kastað upp. Allir segjast óska
þess að þeir gætu farið aftur á bak í
tímann og látið vera að kveikja í. Sá,
sem kveikti í, segist hafa deyft sárs-
aukann á eftir með því að sniffa am-
fetamín.
Það hefur færst í aukana að yfir-
völd lofi greiðslum fyrir vitnisburð.
Auk lofaðrar greiðslu fyrir vitneskju
um Palme-morðið hefur verið lofað
tveimur milljónum fyrir upplýsingar
um morð á lögreglumanni, sem er enn
óupplýst.
I viðtali við sænska útvarpið á
fostudag sagði lögreglumaður að af-
staðan til greiðslna fyrir vitnisburð
hefði breyst mikið á undanfömum ár-
um. Hér áður fyrr hefði mönnum
kannski verið lofað vindlingapakka og
smápeningum. Breytingin nú endur-
speglaði bæði minni löngun almennt
til að segja frá og dragast inn í dóms-
mál, en einnig vaxandi hræðslu við
hefndarráðstafanir meintra glæpa-
manna. Flestir rannsóknarlögreglu-
menn og dómarar segja hræðsluna
mjög útbreidda í dómsmálum tengd-
um skipulagðri glæpastarfsemi.
Það veldur þó einnig áhyggjum að
greiðslur af þessu tagi geta farið til
glæpamanna, sem ekki fást til að
koma upp um félaga sína fyrr en fyrir
greiðslu. Spumingin sé líka hvort
með tilboðum um greiðslu sé verið að
ná í óheppilega gerð vitna. Almennt
má heyra að aðferðin að borga vitnum
sé í sjálfu sér hvorki góð né slæm, en
hins vegar sé nauðsynlegt að hugsa
fyrir hugsanlegar afleiðingar hennar.
Varnarkerfið
sagt geta rask-
að hernaðar-
jafnvægi kjarn-
orkuveldanna
Takmarkað eld-
flaugavarnar-
kerfi talið
kosta 4.400
milljarða kr.