Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
ÍDAG
,Í4
s
íl
Talið er að tæp fjögur þúsund börn á
fjórtanda aldursári fermist hjá
prestum Þjóðkirkjunnar árið 2000.
Stefán Friðbjarnarson staldrar við
tækifæri og freistingar unglinga í ís-
lenzku samfélagi.
Möguleikar
ungs fólks
til mennt-
unar og þekkingar
nú til dags eru
mörgum sinnum
fieiri en fyrri kyn-
slóða. í>að er vel.
Menntun og þekk-
ing eru langbeztu
„vopnin“ í lífsbar-
áttu einstaklinga og
þjóða. Án þessara
„vopna“ stendur fólk
höllum fæti á lífsins
vegi. Þær þjóðir sem
mestum fjármunum
hafa varið til mennt-
unar og visinda
standa bæði efna-
hagslega og menn-
ingarlega betur að
vígi en aðrar þjóðir.
Tækifærin til að
ferðast og kynnast
menningu og siðum
annarra þjóða eru
og mun fleiri og auð-
nýttari en fyrr á tíð.
Það hefur reynzt ís-
lenzkum þjóðarbúskap ómetan-
legt, hve víða, austan hafs og
vestan, íslendingar hafa leitað
fanga í menntunar- og þekking-
arleit. Breiddin og virknin í
menntun og starfshæfni þjóðar-
innar er meiri fyrir vikið.
Við byggjum ekki lengur land
sem er fjarri öðrum þjóðum, þótt
enn sé það yzt á Ránarslóðum.
Stórbætt fjarskipta- og sam-
göngutækni hefur fært þjóðir
heims í nábýli. Kostir þessa eru
fjölmargir. En gallar einnig aug-
ljósir. Það er ekki einungis það
bezta í umheiminum sem á
greiðari aðgang að íslandi en áð-
ur. Það gildir einnig um það sem
miður fer.
Það er ekki einungis að mögu-
leikarnir til menntunar og þekk-
ingar - og þar með til farsældar
- séu meiri nú en fyrr á tíð.
Freistingarnar eru og mörgum
sinnum fleiri og ásæknari; freist-
ingar sem geta leitt til eymdar
og óhamingju einstaklinganna -
jafnvel dauða langt um aldur
fram. Asóknin í tómstundir
fólks, ekki sízt ungs fólks, er
nánast yfirþyrmandi. Sölumenn
hvers kyns mýrarljósa eru eins
og mý á mykjuskán. Og „sölu-
menn dauðans“ eru sjaldan langt
undan.
Af þessum sökum reynir mikið
á ábyrgð heimila, skóla, kirkju
og samfélagsins alls gagnvart
æsku landsins. Það er fátt, ef
nokkuð, sem er mikilvægara en
að búa uppvaxandi íslendingum
jákvæð vaxtar- og þroskaskil-
yrði, þar sem hæfilegur agi og
umhyggja haldast í hendur. Það
skiptir nefnilega máli, reyndar
mjög miklu máli, inn í hvers kon-
ar fjölskyldu og hvers konar
þjóðfélag bam fæðist. Það er því
mikilvægt að rækta gamalgróin
kristin siðagildi í tölvu- og
tækniheimi nútímans, ekkert
síður en í veröld sem var. Meðal
annars háttvísi, hógværð, tillits-
semi og velvild í garð samferða-
fólksins.
Sjálfsagt er að nýta alla til-
tæka félags- og sálfræðilega og
annars konar fagþekkingu nýrra
tíma á þessum vettvangi. Sá efn-
isþáttur lykilsins að farsælu lífi,
sem mestu varðar, er samt sem
áður kristin menningararfleifð,
sem þróast hefur með þjóðinni í
þúsund ár. Sú menningararfleifð
þarf að umvefja og síast inn í
sérhvert íslenzkt ungmenni.
Foreldrar og aðrir aðstandendur
barns heita trúmennsku í þess-
um efnum þegar það er helgað
Kristi í skírninni. Sá ágæti og
orðhagi kennimaður, Heimir
Steinsson, kemst svo að orði um
skírnina í hugleiðingum í bókinni
Á torgi himinsins (Skálholtsút-
gáfan 1999):
„I skírninni er hvítvoðungur
helgaður Kristi með tákni hins
heilaga kross bæði á enni og
brjóst og þrívegis ausinn vígðu
vatni í nafni Guðs, - föður, sonar
og heilags anda. Engan vel-
gjörning stærri á ég að þakka en
þann, að þetta syldi fram við mig
koma ómálga...“ Við fermingu
staðfesir unglingurinn síðan þau
skírnarheit, sem við nafngift
hans vóru gefin, og lofar því að
hafa Krist að leiðtoga lífs síns.
Þetta tvennt, skírn og ferming,
eru áttavitar á lífsferlinum, og
þurfa í raun og sann að setja
mark sitt á lífsmáta og lífsvið-
horf einstaklinganna, ef vel á að
vera. Þetta er vert að hugleiða
nú í kjölfar upprisuhátíðarinnar,
páskanna, og fermingar nokk-
urra þúsunda íslenzkra ung-
menna.
Þrennt er það sem öðru frem-
ur leiðir líf okkar til farsældar og
fegurðar. Listin og vísindin, auk
trúarinnar, sem þyngst vegur.
Miklu varðar að ungt fólk, sem
fermst hefur, haldi sambandi við
kirkju sína - og tileinki sér boð-
skap hennar í breytni og viðhorf-
um. Það gildir að vísu um mörg
okkar, máski flest, að kirkjusókn
er minni en vera ætti og vera
þyrfti þau ár sem lífsgæðakapp-
hlaupið er mest. En við þurfum á
kirkjunni að halda - og hún á
okkur. Kenning hennar færir
okkur ljós lífsins, sem vísar veg-
inn, veg tækifæranna, framhjá
freistingunum.
VELVAKAMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Flug hættir, engin
göng og frysti-
húsinu lokað!!
HVER kannast ekki við
umræðuna sem hefur ver-
ið í samfélaginu síðast-
liðna mánuði um jarð-
göng? Ein á Vesturlandi
og önnur á Austurlandi.
Og talað var um að setja
þau á milli Reyðafjarðar-
Fáskrúðsfjarðar annars
vegar eða
Vopnafjarðar - Egils-
staða hins vegar á Austur-
landi. Og fara þau til
þeirra fyn-nefndu eins og
staðan er í dag.
Á Vopnafirði búa um
850 manns og ekki eru það
margir miðað við sum
sveita- og bæjarfélög á
landinu. En vissulega
nógu margir til þess að
það sé flugvöllur hérna.
En svo hefur verið um-
ræða um að hætta eigi
flugi hingað. Við verðum
sem sagt „innilokuð" allan
veturinn eins og heiðarn-
ar eru hérna í kringum
okkur.
Og svo er verið að tala
um að landsbyggðin sé að
hverfa. Ekki undrar mig á
því, miðað við hvernig
skipulagið á að vera á
þessu.
Það er byrjað að tala
um að það eigi að loka
frystihúsinu í sumar.
Hvar á fólkið að vinna?
Ég veit a.m.k. að það
verður ekki mikið um
vinnu hérna, þegar að
frystihúsið verður lokað.
Hvað verður um lands-
byggðina eftir 20 ár?
Á að láta landsbyggðina
hverfa eða á að gera eitt-
hvað í þessu?
H.I1.
Tapað/fundið
DBS Cybertrack
hjól týndist
MIÐVIKUDAGINN 26.
apríl sl. hvarf nýja hjóiið
mitt þar sem það stóð fyr-
ir utan Bolholt 6. Verði
einhver var við svart DBS
Cybertrack hjól í reiði-
leysi bið ég hann vinsam-
lega um að láta mig vita og
heiti fundarlaunum fyrir
ábendingu sem leiðir til
þess að ég endurheimti
hjólið. Viðar Ágústsson,
vidara@islandia.is, 898-
5966
SKAK
limsjón llelgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik
Meðfylgjandi staða kom
upp á milli Oskars Bjarna-
sonar, hvítt, (2218) og
bandaríska stórmeistarans
Nick De Firmian á nýloknu
Reykjavíkurskákmóti. Hvít-
ur lék síðast 27. g3-g4 sem
reyndist afar glæfraleg ráð-
stöfun. 27. Ddl hefði veitt
honum viðunandi tafl.
27...Hxf3! og hvítur gafst
upp þar sem eftir 28.Hxf3
Dxg4+ er fátt til varnar.
BRIDS
Vmsjón Guðmundur Páll
Arnarson
ÞRJÚ grönd eru tæplega
draumasamningurinn í
NS, en nokkur pör gösluð-
ust þangað og fóru yfirleitt
tvo niður. Isak Örn Sig-
urðsson í sveit Nýherja
fékk þó níu slagi gegn
þeim Skeljungsmönnum,
Erni Amþórssyni og Guð-
laugi R. Jóhannssyni. Þar
naut hann þess að sagnir
mótherjanna höfðu verið
mjög upplýsandi:
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
A A85
v A5
♦ 97653
+ G85
Vestur Austur
* KG763 + D2
v 107 v G963
* DG104 ♦ Á8
* 107 * K9643
Suður
+ 1094
v KD842
♦ K2
+ ÁD2
Vestur Norður Austur Suður
G.RJ. R.E. ÖA Pass
- - lhjarta Pass
lspaði Pass Pass 3grönd 21auf Allirpass Dobl
Opnun Arnar er í léttara
lagi, en kerfi þeirra félaga
er afbrigði af Bláa laufinu,
þar sem leyfilegt er að
vekja á fjórspila hálit og
segja svo lengri láglit á
eftir. ísak var í suður og
passaði fyrst, en doblaði
svo tvö lauf til að sýna góð
spil og mikinn hjartastyrk.
Makker hans, Rúnar Ein-
arsson, tók hins vegar út í
tvo tígla og hækkaði síðan
tvö grönd í geim.
Guðlaugur spilaði út
lauftíu og Isak fékk þann
slag á drottninguna. Hann
fór nú inn í borð á hjartaás
til að spila tígli að kóngn-
um. Örn dúkkaði og kóng-
urinn átti slaginn. Þá spil-
aði Isak spaðatíunni og
léta hana rúlla yfir á
drottningu austurs. Öm
tók tígulásinn og spilaði
sér út á spaða, en það var
skammgóður vermir. ísak
drap strax með ás; tók KD
í hjarta og sendi Örn inn á
fjórða hjartað. Nú átti Örn
ekkert nema lauf eftir og
varð að gefa níunda slag-
inn á gosann. Skemmtilegt
spil.
E.S. Svo virðist sem
vestur geti hnekkt geim-
inu með því að stinga upp
spaðgosa, en svo er ekki.
Sagnhafi drepur og spilar
svo þrisvar hjarta. Austur
á nú spaðadrottninguna
eftir, en ef vestur yfir-
drepur, verður spaðamilli-
spil að úrslitaslagnum.
En hvað gerist ef austur
stingur upp tígulás og spil-
ar meiri tígli? Það er
flóknara afbrigði, en með
besta framhaldi ætti vöm-
in þó að hafa betur.
Víkverji skrifar...
Yíkverja þykir það afskaplega
hvimleitt þegar íslenskri tungu
er misþyrmt og hefur stundum reynt
að benda á það sem miður fer. Dæmi
um það er þágufallssýkin, svokall-
aða, sem ýmsir virðast hreinlega
hafa sætt sig við.
Ymislegt annað fer í taugamar á
Víkverja og ástæða er til að nefna
eitt hér. Orðtökum er stundum
breytt - einhveijir taka eflaust upp á
þessu að gamni sínu, eins og Víkverji
man reyndar að hann og félagarnir
áttu til á menntaskólaárunum - en
gamanið kárnar þegar breytingam-
ar festast í málinu. Víkverji áttaði sig
á því í vikunni hve ein eyðileggingin
er orðin algeng þegar hann heyrði
konu á fórnum vegi á Siglufirði lýsa
þeirri skoðun sinni í sjónvarpsviðtali
að það væri „alveg út í Hróa“ að
leggja niður áætlunarflug til byggð-
arlagsins.
Flestir kannast líklega við hetjuna
Hróa hött úr Skírisskógi hinum
breska og orðatiltækið út í hött er
gamalt. Einhverjir grínistar tóku svo
upp á því - líklega á þeim áram þeg-
ar hvert mannsbam þekkti enn Hróa
hött - að tala um að hitt eða þetta
væri alveg út í Hrrín, þegar þeir áttu
við að það væri út í hött, í merking-
unni út í bláinn. Menn svara gjarnan
út í hött, tala jafnvel út í hött eða líta
jafnvel út í hött, skv. orðtakasafni
sem Halldór Halldórsson samdi.
í umræddri bók, 3. útgáfu frá
1991, tínir Halldór til ýmsar skýring-
ar á orðtakinu og segir einsýnt, „að
höttur hafi á landnámsöld (og fyrr)
verið haft um fjallstind og upprana-
leg merking orðtaksins er sam-
kvæmt því að „svara út í fjallið", þ.e.
svara ekki þeim, sem spyr, heldur út
í fjaliið, þ.e. buskann".
XXX
Gísli Jónsson, fyrrverandi
menntaskólakennari á Akur-
eyri, sem heldur úti þættinum ís-
lenskt mál hér í blaðinu einu sinni í
viku, sagði í samtali við blaðið í tilefni
1000. þáttarins í fyrra, að miðað við
þau viðbrögð sem hann fengi við
þættinum hefðu landsmenn mikinn
áhuga á íslenskri tungu. Og helsta
áhugamál manna væri að málið
breyttist ekki of hratt. „Að samheng-
ið í málinu héldist og að fólk tæki
ekki upp einhvers konar ambögur og
gætti þess að fara rétt með orðtök og
orðatiltæki. Það fór ákaflega mikið í
taugarnar á fólki ef það heyrði mál-
inu misboðið á einhvern hátt,“ sagði
hann í umræddu viðtali. Þetta rifjað-
ist upp fyrir Víkverja þegar hann
heyrði konuna tala um Hróa hött.
Hvetur Víkverji landsmenn því til að
hvíla sig á Hróa hetti, nema sögun-
um af honum, því næsta kynslóð veit
áreiðanlega ekkert um hvað er verið
að tala ef hún elst upp við það að
heyra í tíma og ótíma að eitthvað sé
„út í Hróa“.
xxx
Iáðumefndu viðtali nefndi Gísli
sem dæmi um breytingar á mál-
inu að ýmis orð komist í tísku en
hverfi síðan aftur og geri því ekki
mein. „Það koma oft upp einhver
tískuorð, bæði íslensk og erlend, sér-
staklega sem tákna mikið af ein-
hveiju, jafnvel lastyrði eða blótsyrði,
en lifa ekki lengi. Verða fljótt of slit-
in. Mörg blótsyrði sem menn notuðu
áður fyrr eru nú týnd og svo vora
menn náttúrlega að veigra sér við að
nefna andskotann og djöfulinn full-
um stöfum og þá komu fram alls kon-
ar tilbrigði af þessu. Menn sögðu fyr-
ir nokkrum áratugum glás af
einhverju, gomma af einhverju, gras
af seðlum og svona, en það er held ég
að hverfa aftur. Þetta gerir ekkert
til. Þetta er bara eins og snjóskafl
sem bráðnar með vorinu.“
Hugsanlegt er að það sem sagt
hefur verið um Hróa hött sé dæmi
um það, en Víkverji leyfir sér þó að
draga það í efa að sá skafl bráðni
með vorinu.
xxx
Víkverji er hvorki Hafnfirðingur
né Haukamaður en verður
engu að síður að viðurkenna að hann
varð mjög ánægður þegar Hauka-
menn urðu íslandsmeistarar í hand-
knattleik karla á dögunum. Ekki það
að hann hafi neitt á móti Fram, síður
en svo, og hefði sannarlega getað
glaðst fyrir þeirra hönd, en Víkverji
hefur lengi fylgst með íþróttum og
talið sig sjá að mjög blómlegt félags-
starf hafi í mörg ár verið unnið hjá
handknattleiksdeild Hauka. Segja
má að grasrótin sé sterk á þeim bæn-
um, auk þess sem félagið fagnar
stórafmæli á þessu ári og tekur í
haust í notkun nýtt og glæsilegt
íþróttahús á félagssvæði sínu á Ás-
völlum. Það var því ekki hægt að
kveðja gamla húsið við Strandgötu
með meiri glæsibrag en fagna þar
Islandsmeistaratitlinum eftir síðasta
leikinn.
Víkverji er heldur ekki KR-ingur
en gat að sama skapi glaðst innilega
fyrir hönd Vesturbæjarliðsins þegar
það varð Islandsmeistari í körfu-
knattleik karla. Þjálfarinn er ungur
heimamaður, sem er að þjálfa meist-
araflokk í fyrsta skipti, og þó svo út-
lendingarnir í liðinu séu mjög góðir
eiga KR-ingar mikið af ungum og
stórefnilegum strákum sem slógu
rækilega í gegn í úrslitakeppninni.
Suðurnesjamenn hafa nánast einok-
að körfuknattleikinn síðustu árin
með því að sigra á nánast hverju ein-
asta móti, en íþróttin aftur á móti átt
undir högg að sækja í höfuðborginni.
Með tilliti til þess hlýtur sigur KR
einnig að vera góður íþróttarinnar
vegna í heild.