Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 11
aftur,“ segir Hilda Jana, „ég fór að
umgangast sama hópinn og áður og
flutti á milli heimila, var bara þar
semhægt var að sukka hverju sinni.“
Fíknin jókst dag frá degi og hún
lærði inn á efnin á undrahraða.
„Þetta var í rauninni skeliilegur
tími,“ segir hún en hún á að baki fjór-
ar meðferðir á Vogi og eina á Vífil-
stöðum.
„Taktu mig í burtu frá
öllu þessu ógeði“
Síðasta fylleríið er minnisstætt,
móðir hennar var í útlöndum og faðir
hennar var líka í burtu og hún hafði
enn á ný byrjað í neyslu eftir með-
ferð. Hún og félagar hennar héldu
partý á heimili hennar þar sem mikið
gekk á og áður en yfir lauk var máva-
stellið í maski og íbúðin nánast í rúst.
„Krummi var á þessum tíma edrú en
ég hafði sem oftar fallið. Hann kom
heim og sá strax að ég var í vímu.
Mér þótti mjög vænt um Krumma,
en það er kannski dæmi um þann til-
finningakulda sem maður brynjar
sig með að þegar hann fann hass-
mola í veskinu mínu og hélt honum á
loft og spurði hvort fíkniefnin væru
mikilvægari en hann, þá svaraði ég
að þetta væri fáránleg spuming;
auðvitað væri hassið mikilvægara.
Svo sagði ég honum að fara og setja
efnið á sinn stað. Þegar þetta partý
hafði gengið í einhverja daga og allt
var í rúst var mér farið að líða veru-
lega illa og ég fór til Krumma og bað
hann um að taka mig í burtu frá öllu
þessu ógeði.
Við fórum út að keyra, fórum aust-
ur fyrir fjall, á Selfoss og Þingvöll og
enduðum á Akureyri, þar gistum við
á Hótel Norðurlandi. Þegar ég vakn-
aði morguninn eftir átti ég eitthvað
smávegis af hassi og einn bjór. Ég
fór í sturtu og þar þyrmdi einhvern
veginn yfir mig, ég var 46 kíló, vart
annað en beinagrind, öll marin á
handleggjunum eftir sprauturnar og
mér fannst ég einhvem veginn öll
svo skítug. Þarna í sturtunni upp-
götvaði ég eiginlega í fyrsta sinn að
ég hafði enga stjóm á mér og það
myndi enginn bjarga mér út úr
þessu nema ég sjálf. Ég hafði alltaf
haldið að einhver myndi koma og
bjarga mér út úr þessu, en þarna sá
ég í fyrsta skipti að ég yrði að gera
það sjálf. Mér fannst ég í rauninni
hvorki geta haldið áfram né hætt, en
þarna gafst ég upp,“ segir Hilda
Jana sem síðan, frá því í júní árið
1995, hefur ekki neytt áfengis- eða
vímuefna. Hálfum mánuði síðar fór
hún í 10 daga meðferð á Vogi, en
fékk ekki eftirmeðferð þar sem hún
hafði þegar farið í eina slíka það ár.
Hún segir að sér hafi verið ráðlagt
að búa ekki með Krumma, fara ekki í
skóla og flytja ekki heim til foreldra
sinna, en hún ekki farið eftir því.
Þvert á móti fluttu þau Krummi
heim til foreldra hennar og Hilda
Jana hóf nám í Armúlaskóla. „Þetta
gekk allt upp þótt mönnum hafi ekki
fundist þetta vera ráðlegt, svona
fyrst eftir að maður kemur úr með-
ferð og fer að takast á við lífið.“
Árið 1996 fluttust foreldrar Hildu
Jönu norður til Akureyrar og hún
fluttist einnig þangað um haustið þar
sem hún stundaði nám við Verk-
menntaskólann á Akureyri og lauk
stúdentsprófi þaðan um jólin 1997.
Hún starfaði hjá Jafningjafræðsl-
unni í tvö sumur fyrir norðan en nú
stundar hún nám í Kennaradeild Há-
skólans á Akureyri og hefur metnað
til að nýta krafta sína í framtíðinni í
að uppfræða unglingana.
Dýrkeypt reynsla
„Þegar ég fór að nota áfengi og
síðar fíkniefni hugsaði ég alveg út í
það að ég gæti orðið háð þessum efn-
um, en ég ætlaði mér aldrei að verða
það.
Það stóð aldrei annað til en að
hætta ef mér fyndist ég vera að fara
inn á þá braut. Á þessum tíma áttaði
ég mig engan veginn á því hvað ég
þurfti að ganga í gegnum áður en ég
vildi og gat hætt, né heldur hversu
ofboðslega erfitt það var. Þetta er
ekkert eins og að vakna einn góðan
veðurdag og segja; nú er komið nóg,
nú hætti ég. Ég vissi ekki þá að áður
en ég myndi hætta þessu ætti ég eft-
ir að aka drukkin, ljúga, stela, æla,
pissa á mig, lemja fólk og vera
nauðgað, særa fjölskyldu mína,
missa vini og reyna aftur og aftur að
fyrirfara mér, að missa trúna á allt,
líka á lífinu.
Markmið í forvamarstarfi þurfa að vera skýr svo þau skjli árangri, segir Hilda Jana, sem hér er Uti á leikvelli
með dóttur sinni, Iirafnhildi Lám.
Hún segist oft hafa verið spurð að
því hvemig í ósköpunum hún hafi
leiðst út á þessa braut, heimilisað-
stæður í góðu lagi, hún stundaði
íþróttir, gekk vel í skóla og féll þar
ágætlega inn í hópinn. „Ég sé ekkert
sérstakt sem hægt er að benda á, það
var ekkert sérstakt sem varð þess
valdandi að ég fór að sukka. Þetta
gerðist bara.“
Hilda Jana segir að síðar þegar
hún fór að vinna við forvarnarstörf
hafi einmitt það sem var hallærislegt
við fíkniefnaneyslu slegið í gegn.
Unglingunum hafi til að mynda
þótt það fyndið að helsta líkamlega
einkenni karlmanns sem notað hefur
ákveðin efni er að typpið á honum
skreppur saman og verður sama sem
ekkert. „Þetta var miklu áhrifameira
heldur en frásagnir af því hversu
margir sem byrja að nota fíkniefni
fremji sjálfsmorð eða verði geðveik-
ir,“ segir hún.
Enginn vill
taka ábyrgð
Reynsla hennar af forvarnarstörf-
um er sú að enginn vill taka ábyrgð,
kennarar bendi á heimilin, heimilin á
félagsskap unglinganna, unglingarn-
ir bendi öllum á að láta sig í friði og
stjórnmálamennimir bendi bara
hver á annan. „Þetta skilar afskap-
lega litlum árangri,“ segir hún og
finnst að því miður sé það viðhorf
enn ríkjandi meðal margra unglinga
að það sé flott að neyta áfengis og
fíkniefna. Því þurfi að breyta, en það
sé erfitt því hvarvetna megi sjá þess
stað að fullorðnir gefi frá sér tvöföld
skilaboð.
„Foreldrar benda börnum sínum á
að byrja ekki að drekka, en neyta
áfengis sjálf, kennarar sem fjalla um
skaðsemi áfengis neyta þess engu
síður, þjálfarar í íþróttum sömuleið-
Hilda Jana með dóttur sinni, Hrafnhildi Láru Hrafnsdóttur, þriggja ára.
Ég er fegin því að þessum kafla í
lífi mínu er lokið, í bili að minnsta
kosti, og nú á ég gott líf, yndislega
dóttur og mann, heimili, vini, sam-
visku, heiðarleika, bjartsýni og von.
Það er mér mikils virði að hafa feng-
ið fjölskyldu mína aftur, en hún hef-
ur stutt mig í gegnum þykkt og
þunnt. Ég fann lausn í AA-samtök-
unum, líkt og milljónir karla og
kvenna um víða veröld, ég er sko
langt í frá einsdæmi og margir hafa
margfalt verri sögu að segja en ég.
Sá stuðningur sem ég fékk í AA hef-
ur verið mér ómetanlegur, ég þarf þó
enn þann dag í dag að sinna mér sem
fíkli, þetta er ekkert búið, ég get
aldrei vitað hvað framtíðin ber í
skauti sér. Ég get bara ákveðið að í
dag ætla ég ekki að neyta vímuefna
og reyna að vera eins góð manneskja
og mér er fært. Meira get ég ekki,
fortíðin er að baki og framtíðin
ókomin, núið er það eina sem ég á,
núið er gjöf í sjálfu sér enda kallast
núið present á ensku.
Því miður voru ekki allir eins
heppnir og ég, nýlega frétti ég af
tveimur neyslufélögum mínum sem
selja sig í Kaupmannahöfn, sumir
eru í fangelsi og enn aðrir völdu auð-
veldu leiðina; dauðann. Ekkert okk-
ar ætlaði að verða dópisti þegar við
yrðum stór.“
Þótti verra að vera hall-
ærislegur en dauður
Hilda Jana segist ekki vilja horfa á
sig sem fómarlamb aðstæðna, hún
beri ábyrgð á sínu lífi, fortíð sinni
líka. Hún hafi eins og aðrir fengið
fræðslu um skaðsemi áfengis- og eit-
urlyfja í skóla. Það hafi bara ekki
skipt svo miklu máli, „mér fannst ég
þá vera ódauðleg og sérstök og ekk-
ert gæti komið fyrir mig, ekkert
slæmt. Þegar ég var unglingur skipti
þessi fræðsla okkur heldur ekki svo
miklu máli, þvi það þótti í rauninni
miklu verra að vera hallærislegur en
dauður.“
is, líka löggumar og stjómmála-
menn og fyrirmenn í þjóðfélaginu fá
sér í glas og sjást iðulega með glas á
loft í fjölmiðlum. Svo til allir drekka
og hvers vegna hefði þá ég ekki átt
að byrja á því líka, sem og unglingar
yfírleitt?“
Margir hafa bent á hversu sorg-
legt það er hve margt ungt fólk fer í
meðferð, fólk undir tvítugu, en Hilda
Jana segir að ólíkt því sem margir
telja, að forvamarstarf skili engu,
skili það þó þessu fólki fyrr inn í
meðferð og sem betur fer sé mikið
um að þetta unga fólk snúi af braut
eiturlyfjaneyslunnar. „Ég held að
það sé bara gott að fólk fer snemma í
meðferð, það á framtíðina fyrir sér
og vitanlega er betra að það takist á
við hana allsgáð, fremur en að halda
áfram í ruglinu," segir hún.
Sorgleg
staðreynd
Áfengi og fíkniefni hafa leikið
marga grátt, lagt einstaklinga og
fjölskyldur í mst og skilið eftir sig
djúp spor. „Ég held að nánast allir
sem hafa notað áfengi hafi lent í ein-
hverju sem þeir síðar kysu að hafa
ekki reynt, hafa gert eitthvað eða
sagt sem þeir sjá eftir. Þetta á við
um fjöldann sem vanalega er ekki að
misnota áfengi, en þeir sem lenda í
því að misnota vín þurfa að glíma við
margvísleg vandamál, kvíða, ótta,
depurð, þunglyndi, sjálfsvíg. Það er
sorgleg staðreynd að tæp 25% allra
karla á Islandi fara einhvem tíma á
lífsleiðinni í meðferð og tæp 10%
kvenna.
Stundum hugsar maður um hvort
þetta sé allt þess virði, fyrir stundar-
slökun og skemmtun," sagði Hilda
Jana.
Að hennar mati þarf að setja skýr
markmið í forvömum og hvað virkar
í þeim efnum. Nota ætti rannsóknir
til að komast að því og þegar menn
hafa komist að niðurstöðu þar um
þurfi að skoða gaumgæfilega hvern-
ig þessum markmiðum verður best
náð. Og þá þurfi allir að vinna saman
sem ein heild til að ná þessu mark-
miði. „Auðvitað er þetta draumsýn,
en við getum samt gert eitthvað, ef
við gefumst upp breytist ekkert, mér
finnst að við ættum að líta í eigin
barm án þess þó að verða svo sjálf-
selsk að við viljum eða þorum ekki að
styðja náungann. Foreldrar geta
staðið saman, mikið upplýsingaflæði
milli þeirra sem taka þátt í uppeldi
bama og unglinga getur skilað
árangri. Það sem mér finnst þó
skipta mestu máli er að unglingarnir
sjálfir sýni hvað í þeim býr og þeir
þurfi ekki að gera sömu mistökin,
mistökin þarf ekki að endurtaka, við
erum mörg sem höfum reynt þessa
leið, hún er ekki þess virði. Að lokum
vil ég minna á að uppreisn unglinga í
baráttu sinni við að verða fullorðin er
ekki ný af nálinni eins og glöggt má
sjá á þessum orðum: Krakkar nú til
dags eru harðstjórar. Þeir standa
uppi í hárinu á foreldrum sínum,
gleypa í sig matinn og eru dónaleg
við kennara sína.
Sókrates (425 f.kr).“
Rósa Ingólfsdóttir
er yfir sig hrifin
Rósa Ingólfsdóttir er mjög hrifin af Karin Herzog
súrefniskremunum og segir að þau henti sér af-
skaplega vel. „Þessi frábæru krem samræmast al-
veg minum lífsstíl en ég leitast við að nálgast upp-
runann sem mest. Ég er með blandaða húð en er
heldur betur búin að finna lausn á því með Vita-A-
Kombi 2 og 3. Þau vinna vel á þurrki í húð og líka
bólum. Eins er mjög gott að bera það á húðina
þegar maður er þreyttur, því það er endurnærandi.
Ég nota kremin alltaf undir farða og þá helst hann
vel á allan daginn. Með fullri virðingu fyrir öðrum
merkjum þá er ég á þeirri skoðun að Karin Herzog
vörurnar séu húðsnyrtivörur framtíðarinnar."
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
Rósa IngóHsdóttir kynnir
vörurnar í Apótekinu
Smáratorgi laugardaginn
6. maí kl. 13 til 17.
...ferskir vindar í umhirðu húðar
l