Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 31
FRÉTTIR
Ný nagla-
stofa opnuð
MÆÐGURNAR Gréta Hafstems-
dóttir og Ólína Þorsteinsdóttir hafa
opnað naglastofuna Gallerí neglur,
Lækjargötu 34c, Hafnarfirði.
Boðið er upp á vörur og þjónustu
tengda nöglum.
---------------
Heilbrigðisdeild
Háskólans á Akureyri
Þórarinn
ráðinn
deildar-
forseti
HÁSKÓLINN á Akureyri hefur ráð-
ið dr. Þórarin J. Sigurðsson deildar-
forseta heilbrigðisdeildar til næstu
þriggja ára.
Þórarinn J. Sigurðsson, dr. odont,
er fæddur á Isafirði. Hann er tann-
læknir frá Háskóla íslands 1974 og
lauk þaðan doktorsprófi í tannlækn-
isfræði á síðasta ári. Þórarinn er
sérfræðingur í tannholdslækningum
og starfaði sem tannlæknir á Akur-
eyri um alllangt skeið.
Frá 1991 gegndi hann stöðum að-
stoðarprófessors og síðan rannsókn-
arpróferssors við tannlæknaháskól-
ann í Loma Linda í Kalifomíu og
hefur frá 1999 stundað ýmsar rann-
sóknir við háskólann í Björgvin í
Noregi. Við þessar stofnanir hefur
hann stundað ýmsar rannsóknir
tengdar tannholdslækningum, eink-
um á endurnýjun beinvefjar.
Þórarinn er kvæntur Hildi Kára-
dóttur tannfræðingi og eiga þau tvo
syni.
------------
LEIÐRÉTT
Nafn Æsu féll niður
í frétt um starfslaun úr Launa-
sjóði fræðiritahöfunda í blaðinu í
gær féll niður nafn Æsu Sigur-
jónsdóttur sem fékk launin vegna
verkefnisins Islensk búningasaga í
ljósmyndum (1850-2000). Beðist er
velvirðingar á þessu.
Rangt heimilisfang
í upptalningu fermingarbarna í
Grensáskirkju í blaðinu gær var
heimilisfang Herdísar Skarphéð-
insdóttur rangt en hún býr að
Vættaborgum 74.
Stjörnuspá á Netinu
__ALLTAf= C/TTHVA& NÝTT
Fimm hundruð manns bókuðu
sig til Prag með Heimsferðum
Á TÆPUM tveimur vikum hafa
um fimm hundruð manns verið
bókaðir til Prag á vegum Heims-
ferða næsta haust að sögn Andra
Más Ingólfssonar, framkvæmda-
stjóra Heimsferða. Ferðaskrifstof-
an býður í fyrsta sinn upp á reglu-
legt flug til Prag tvisvar í viku í
október og nóvember. Andri Már
segist alls ekki hafa átt von á þess-
um miklu viðbrögðum en enn sem
komið er hefur ferðaskrifstofan
ekki auglýst Prag-ferðirnar form-
lega heldur einungis sent kynning-
arbæklinga til fyrirtækja auk þess
sem greint var frá þeimi í Ferða-
blaði Morgunblaðsins um miðjan
mánuðinn. Telur Andri Már
greinilegt að íslendingar séu til-
búnir að fara til annarra borga en
þeirra sem hingað til hefur verið
flogið reglulega til, svo sem Dubl-
in, Parísar og London.
Samtals um átján hundruð sæti
verða í boði hjá Heimsferðum til
Prag næsta haust en flogið er með
Boeing 737-300-vélum í eigu
tékknesku og þýsku ferðaskrifstof-
unnar Fischer. Flugið þangað er
um þrír og hálfur tími og er verðið
frá um 25.000 krónum með hótel-
gistingu og íslenskri leiðsögn.
Lengi getur gott batnað!
Mýkra
Endingabetra
Gripmeira
Rásfastara
Hlifðarkantur, ver felguna fyrir skemmdum
Gripflötur á hliðum
Hljóðlátara
BFGoodrich
Ath! Margar nýjar stærðir fyrir 15 og 16“ felgur mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^mdekk
HÝTT
ogennmvkra
- - -i'- ‘i : :.|f . ' ■ ,v ..
Eftir 20 ár á toppnum kemur BFGoodrich með nýtt og
byltingarkennt jeppadekk, All-Terrain KO (Kick Off-Road)
Dekkið sem kom fram á áttunda áratugnum olli straumhvörfum
og enn eru BFGoodrich fyrstir með nýjungarnar og tryggja sér
þannig forystuna um ókomna framtíð.
Útsölustaðir um land allt
www.benni.is
Vagnhöfða 23 & Kringlunni • Sfmi: 587 0 587 • Fax: 567 4340
Suðurströnd 4 • Seltjarnamesi
561 4110
aht.