Morgunblaðið - 14.05.2000, Page 1

Morgunblaðið - 14.05.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 110. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Einar Falur • • Haraldur Orn sóttur á pólinn ÍSLENSKI pólfarinn, Haraldur Örn Ólafsson, scst hér við tjald sitt á norðurpólnum í fyrrinótt, en hann var sóttur þangað aðfaranótt laugardags. „Það mátti ekki tæpara standa að þið kæmuð til að ná í mig, ísinn er búinn að vera að brotna svo mik- ið upp hér síðustu daga,“ sagði Haraldur Örn við bakvarðasveit- ina eftir komu hennar til pólsins. Hópurinn er væntanlegur heim til Islands á mánudagsmorgun og verður afreki Haralds Arnar fagnað með móttöku á Ingólfs- torgi kl. 18:00 á mánudag. ■ Það er alltaf leið/14 Mannskætt rútu- slys í Bosníu Kakanj. AFP, Reuters. FJÖRUTÍU og tveir létust og tólf slösuðust þegar rúta með 54 ísl- amska pílagríma innanborðs lenti úti í á í miðhluta Bosníu. Rútan ók í gegnum brúarhandrið og lenti í ánni nærri bænum Kakanj, norðvestur af Sarajevo. Að sögn lögreglu á staðnum voru fjórir alvarlega slasaðir og voru þeir færðir á sjúkrahús í borginni Zeniea, en bílstjórinn er sagður hafa misst stjórn á rútunni á miðri brúnni. Þá greindu fjölmiðlar í Belgrad frá því í gær að skotið hefði verið á Borsko Perosevic, háttsettan mann í sósíalistaflokki Slobodans Milosev- ics, forseta Júgóslavíu, á landbúnað- arsýningu. Perosevic lést á sjúkra- húsi eftir árásina, en öryggisvörður á sýningunni í borginni Novi Sad skaut á hann af stuttu færi. Lög- regla neitaði að staðfesta árásina. Átök íslamskra aðskilnaðarsinna og stjórnarhers 40 teknir í gíslingu á Filippseyjum Cotabato, Manila, Jolo. Reuters, AP. ÍSLAMSKIR uppreisnarmenn, MIFL, tóku 40 manns í gíslingu á suðurhluta Filippseyja snemma í gærmorgun að sögn DXMS-út- varpsstöðvarinnar og stjórnarhers- ins. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa ruðst inn í þorpið á flótta undan stjórnarher Filipps- eyja. Þar hafi þeir vakið þorpsbúa með byssuskotum, krafist matar og tekið 40 gísla með til búða sinna er þeir fóru. Til átaka kom við stjórnarherinn nokkru síðar og sagði Noel Det- oyato, fyrirliði landgönguliða, að skotið hefði verið á uppreisnar- menn. Að sögn Reuters-fréttastof- unnar tóku uppreisnarmennirnir 65 manns í gíslingu í árás sinni á þorpið. Talsmenn MIFL, sem berst fyrir sjálfstæðu íslömsku ríki á suðurhluta Filippseyja, neita slíkum frásögnum og segja að vera kunni að fólkið hafi orðið á milli í átökum MIFL og stjórnarhersins, sem deiluaðilar staðfesta báðir að hafi átt sér stað. Ekki er vitað um mannfall. 12 fréttamanna saknað Þá greindi lögregla á Jolo-eyju á Filippseyjum frá því í gær að hóps 12 fréttamanna væri saknað. Bíll fréttamannanna, sem héldu af stað snemma á laugardagsmorgun, hefði fundist yfirgefinn skammt frá búðum uppreisnarmanna sem kenna sig við Abu Sayyaf. Sá hópur hefur nú haft í haldi 21 erlendan gísl í þrjár vikur, en 11 af þeim 12 fréttamönnum sem saknað er eru erlendir. Að sögn lögreglu hafa fréttamenn þó áður heimsótt búðir Abu Sayyaf og snúið heilir til baka. Mikið hefur verið um mannrán á Filippseyjum sl. tvo mánuði og þykja árásir íslömsku uppreisnar- mannanna ógna öryggi ríkisstjórn- ar Josephs Estrada forseta. RISINN I SMÁRANUM Rafræn stjórnun LOKSINS FANN EG RÉTTA BRAGÐIÐ wsnmiwmmUtF A SUNNUDEQI Flug- skeytaárás á Bagdad Bagdad, Kúveit. AP, AFP, Reuters. UPPREISNARHREYFING sjíta, SCIRI, sem nýtur stuðn- ings írana, stóð fyrir flug- skeytaárásum á Bagdad, höfuð- borg Iraks, snemma í gærmorgun. Að sögn íraskra yfirvalda lentu flugskeytin í einu af íbúðarhverfum Bagdad með þeim afleiðingum að einn lést og fjórir slösuðust. Talsmenn SCIRI, sem þegar hafa lýst ábyrgð á árásinni, segja flugskeytunum hafa verið beint að einni af höllum Sadd- ams Husseins, forseta Iraks. Árásin hafi verið svar við grimmdarverkum Saddams á sjítum í Irak. MORGUNBLAÐHE) 14. MAI 2000 5 6909C 0 090000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.