Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 4

Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 4
4 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/5-13/5 ► SAMKEPPNISRÁÐ hef- ur beint þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að sam- keppnisstaða happdrætt- anna í landinu verði gerð sem jöfnust að þvf er varð- ar skilmála fyrir rekstrin- um og að einkaleyfi Happ- drættis Háskóla Islands verði numið úr gildi. ► FRUMVARP til laga um afnám lagaákvæða um skattfrelsi forseta íslands var lagt fram á Alþingi. í greinargerð með frum- varpinu segir að á undan- förnum árum hafi oftsinnis kviknað umræða í þjóðfé- laginu, að óeðlilegt sé að forseti lýðveldisins sé und- anþeginn greiðslu skatta og opinberra gjalda. ► í breytingartillögu við frumvarp um framkvæmd tiltekinna þátta í varnar- samstarfi Islands og Bandaríkjanna, er gert ráð fyrir að ákvæðum frum- varpsins, er varða verk- töku, verði frestað um eitt ár. Utanríkisráðherra seg- ir að frestuninni sé ætlað að skapa svigrúm til frek- ara samráðs við Banda- ríkjamenn um málið. ► SORPA fékk afhent virkjanaleyfi frá iðnaðar- ráðherra til þess að fram- leiða rafmagn úr metan- gasi sem verður til við rotnun sorps á urðunar- stað Sorpu í Álfsnesi. Ráð- gert er að framleiða eitt megavatt af raforku á staðnum og jafnframt stendur fyrir dyrum að hefja nýtingu á metangasi til að knýja bfla. Haraldur Örn náði norðurpólnum HARALDUR Örn Ólafsson náði norðurpólnum rétt fyrir klukkan hálftíu á miðvikudagskvöld fyrstur íslendinga. Davíð Oddsson forsætis- ráðheira tók við símtali frá Haraldi Erni þegar hann náði markmiði sínu eftir átta vikna göngu. Miklir fagn- aðarfundir urðu á norðurpólnum klukkan eitt aðfaranótt laugardags þegar ílugvél lenti þar til að sækja hann. í flugvélinni var unnusta Haraldar, Una Björk Ómarsdóttir, og fleiri. Níu milljarðar til samgöngumála NÍU MILLJARÐA króna viðbótar- fjármagni verður varið til sam- göngumála á næstu fimm árum, 2000-2004, og verður fjárins fyrst og fremst aflað með sölu ríkiseigna. I bókun samgöngunefndar er gert ráð fyrir að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar árið 2006. 4,6 milljörðum verður varið til jarð- gangagerðar á tímabilinu og einn milljarður er ætlaður til vegagerðar sem tengist virkjunum og stóriðju á Austurlandi. Forseti Póllands í heimsókn FORSETI Póllands, Aleksander Kwasniewski, og Jolanta, eiginkona hans, komu í tveggja daga heimsókn til landsins. í fylgdarliði forseta- hjónanna eru forystumenn úr ríkis- stjórn Póllands og stjórnendur úr ráðuneytum utanríkismála, efna- hagsmála og landbúnaðarmála auk áhrifamanna úr pólsku atvinnulífi. Forsetinn heimsótti m.a. Bessastaði og Alþingi. Ottast borgarastyrjöld ÓFRIÐARÁSTAND hefur ríkt í Sierra Leone í vikunni og höfðu á mið- vikudag þúsundir manna flúið átökin í landinu. Til harðra bardaga kom á fimmtudag er friðargæsluliðar Sam- einuðu þjóðanna og stjórnarher Sierra Leone hröktu uppreisnarmenn fjær höfuðborginni Freetown, en áður hafði verið unnið að því að styrkja varnir borgarinnar vegna vopnaðra sveita uppreisnarmanna. Ibúar lands- ins eru sagðir óttast valdatöku upp- reisnarmanna og sendu Bretar herlið til landsins á mánudag til að aðstoða við brottflutning. Hækkar ekki vexti EVRÓPSKI seðlabankinn ákvað á fimmtudag að hækka ekki vexti þrátt fyrir auknar kröfur meðal aðildarríkja Efnahags- og myntbandalagsins um að bankinn grípi til aðgerða gegn dal- andi gengi evrunnar, sem talið er kunna auka hættu á aukinni verðbólgu á svæðinu. Samið í Noregi SAMNINGAR tókust í launadeilunni í Noregi aðfaranótt þriðjudags og var verkföllum 86.000 félagsmanna norska alþýðusambandsins ýmist af- lýst eða frestað. Féllust vinnuveitend- ur á meiri kauphækkanii' en þeir höfðu áður samþykkt og óttast ýmsir að samningarnir hafi slæmar afleið- ingar fyrir norskt efnahagslíf. Hart barist á Jaffna-skaga BLÓÐUGIR bardagar geisuðu á Jaffna-skaga á Sri Lanka í vikunni milli skæruliðasveita Tamílsku tígr- anna og stjórnarhers Sri Lanka. Árásarsveitir sögðust á föstudag óð- um nálgast Jaffna-borg. Bann hefur verið lagt við fréttaflutningi af átök- unum. ► MIKLIR skógareldar hafa geisað í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum frá því á fimmtudag í síðustu viku. Um 8.000 hektarar skóg- lendis hafa eyðilagst í eld- unum og 20.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín. Á laugardag lýstu slökkviliðsmenn því yfir að þeir hefðu náð sljórn á eldinum. ► ONEL de Guzman, sem grunaður er um að vera einn af höfundum „ástar- veirunnar", viðurkennir að hafa hugsanlega komið henni af stað fyrir slysni. Áður hafði lögregla látið lausan Reonel Ramones, sem einnig liggur undir grun. ► VLADIMÍR Pútín Rúss- landsforseti tilnefndi á þriðjudag Míkhafl Kasjan- ov, einn helsta sérfræðing Rússa í efnahagsmálum, sem starfandi for- sætisráðherra landsins. Búist er við að dúman sam- þykki tilnefnefningu Kasj- anov með meirihluta at- kvæða. ► FULLTRÚAR Indónes- íustjórnar og skæruliða sem berjast fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs undirrituðu á föstudag samning um þriggja mánaða vopnahlé með það að markmiði að binda enda á tveggja ára- tuga átök í héraðinu. ► ROBERT Mugabe, for- seti Zimbabwe, segir að komið verði á fót nefnd sem úthluta eigi jörðum hvítra manna. Þá fyrir- skipaði hann landtöku- mönnum að láta af ofbeld- isverkum á jörðum hvítra. Samstarfssamningur lögreglunnar og Miðgarðs í Grafarvogi Morgunblaðið/Sverrir Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Geir Jón Þórisson, aðstoðai-yfirlögregluþjónn í Reykjavík, á tali við lögregluþjónana sem munu sinna löggæslu á nýju stöðinni í Grafarvogi, þá Óskar Bjarka Bjarnason, Ingólf Bruun, Einar Ásbjörnsson, Guðjón St. Garðarsson og Jóhann Jóhannsson. Lögreglan verði nær íbúunum LOGREGLUSTOÐIN í Grafarvogi hefur flutt starfsemi sína í fjölskyldu- miðstöðina Miðgarð og einnig hefur verið undirritaður samstarfssamn- ingm' milli Lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs þar sem lögð eru drög að auknu og víðtækara samstarfi. Samhliða flutningi lögreglustöðvar- innar mun viðvera þeirra lögreglu- þjóna sem sinna Grafarvogi lengjast verulega. Nú verða tveir lögreglu- þjónar á vakt í Grafarvogi frá klukk- an 7:30 til 23:30 alla virka daga, auk aðfaranætur laugardags. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Reykjavík, segir breytingu þessa eiga rætur að rekja til þess að lögreglustöðin í Hverafold hafi þótt orðin afskekkt í hverfinu og einnig hafi verið horft til samstarfs við þá þjónustu sem fram fer í Mið- garði. „Staðsetningin og sú starfsemi sem er þarna er mjög spennandi. Þangað sækja íbúar þjónustu og við viljum að fólkið líti á löggæsluna sem eðlilegan hluta af umhverfi sínu. Við- veran verður líka lengd, þama verða fimm lögreglumenn sem sérstaklega sinna Grafarvogi, vinna í þeim mál- um sem varða hverfið og hafa að leið- arljósi að tengjast starfsemi þess,“ segir Karl Steinar. Hverfatenging sérstaklega mik- ilvæg hvað ungt fólk varðar Karl Steinar segir það reynslu er- lendra lögregluliða að betur gangi að sporna við afbrotum þegar lögreglan hefur góða tengingu inn í einstök hverfi. Hann bendir einnig á að Graf- arvogurinn búi við nokkuð sérstaka íbúasamsetningu. Um 40% íbúa séu 25 ára og yngri, þannig að þau vanda- mál sem koma upp tengist mjög mik- ið ungu fólki, en þessa hverfateng- ingu lögreglunnai- segir hann sérstaklega mikilvæga þegar ungt fólk er annars vegar. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði við undirritun samn- ingsins að samstarfið lofaði afar góðu og það væri í góðu samræmi við nýjar áherslur í starfi lögreglunnar að færa lögreglustöð inn í húsnæði þjónustu- miðstöðvar. Hún benti á að mikilvægi þess að færa lögregluna nær íbúun- um og nauðsyn þess að efla forvarn- arstarf svo öll áhersla þyrfti ekki að vera á að slökkva elda sem þegar væru kviknaðfr. Þetta væri sérstak- SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN næði sennilega meirihluta í Reykja- vík ef kosningar færu fram núna. Hann fengi tæplega 53% atkvæða en R-listinn rösklega 47%. Munurinn milli flokkanna nær þó ekki að vera marktækur. Þetta eru niðurstöður í símakönnun sem Gallup gerði dag- ana 3.-25. apríl. Þegar Gallup gerði samskonar könnun í desember 1998 hafði R-listinn 52,5% en D-listi 47,5%. 41,7% lýstu sig ánægða með störf meirihlutans í Reykjavík en 31,8% lega mikilvægt hvað ungt fólk varð- aði. Regína Ásvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjölskylduþjónustunn- ar Miðvangs, sem sinnt hefur fræðslu- og foi-varnastarfi í Grafar- vogi, segir afar mikilvægt að eiga í góðu samstarfi við lögregluna. „Það skiptir öllu máli að lögreglan geti unnið með okkur að því að grípa inn í mál fljótt og vel og að hún sé í tengslum, með okkur, við skólana og félagsmiðstöðvamar. Nú eigum við möguleika á auknu samstarfi við lög- regluna, til dæmis varðandi forvarn- ir, umferðaröryggi, fræðslu til for- eldra og fleira,“ segir Regína. voru óánægð. Þá voru 30,9% ánægð með störf minnihlutans en 30,7% óánægð. 57,6% lýstu sig ánægð með störf Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra en 26,2% voru óánægð með störf hennar. 29,4% lýstu sig ánægð með störf Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita Sjálfstæðis- flokksins, en 41,2% voru óánægð. Samfylkingin bætir við sig í annarri símakönnun, sem Gallup gerði dagana 17. apríl til 7. maí, um hvað fólk hyggst kjósa, koma fram litlar breytingar á fylgi flokkanna. Samfylkingin, ein flokka, bætir við sig fylgi. Rúmlega 23% myndu kjósa Samfylkinguna ef kosningar færu fram núna en Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43% greiddra atkvæða og Framsóknarflokkurinn 13%. Sjálf- stæðisflokkminn mælist því nokkru yfir kjörfylgi sínu en Framsóknar- flokkurinn er nokkru fyrir neðan kjörfylgi sitt síðastliðið vor. Vinstri- grænir mælast með svipað fylgi og í síðasta mánuði og fengju rösklega 18% fylgi ef kosið yi'ði núna. Þetta er tvöfalt það kjörfylgi sem VG fengu síðastliðið vor. Frjálslyndi flokkurinn hefur sem fyrr um 2% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnarflokk- ana eykst ekki en stuðningur við rík- isstjórnina eykst og er 65%. Tæplega 68% karla styðja ríkisstjórnina og rösklega 62% kvenna. Stuðningur við ríkisstjómina minnkar eftir því sem kjósendur eru eldri. Næstum 97% sjálfstæðismanna styðja ríkisstjórn- ina og rösklega 89% framsóknar- manna. Rúmlega fimmtungur stuðn- ingsmanna Samfylkingarinnai' styður stjómina og tæplega þriðj- ungur vinstri-grænna. Gullfallegar gjafabækur Bráðskemmtilegar bækur með fjörugum myndskreytingum, hlýjum og hnyttnum texta. Tilvaldar til að gleðja hjarta mömmu og elskunnar þinnar. Verð 990 kr. Munið mæðradaginn Mál og menningl malogmenning.isl Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Siðumúla 7 • Sími 510 2500 Skoðanakönnun Gallup Sjálfstæðisflokkur næði sennilega meiri hluta í Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.