Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 12
12 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Falleg aðkoma er að svokölluðum Vetrargarði Smáralindar. Þar eru veitingastaðir og bíð og sýningar og skemmtanir á torginu flesta daga ársins.
Á tölvumyndinni sést yfir bygginguna í heild. Sá hluti hússins sem hér sést lengst til vinstri liggur meðfram Reykjanesbrautinni. Þar verða veitinga-
staðir, kvikmyndahús og risamarkaður Hagkaups. Við verslunarmiðstöðina verða stæði fyrir þrjú þúsund bfla og þangað eru fimm innkeyrslur.
það. Allir samstarfsaðilar okkar
gerðu sér grein fyrir því á undirbún-
ingstímanum að verkefnið gæti tekið
lengri tíma. Nú þegar byggingar-
framkvæmdir eru hafnar er fióst að
húsið mun opna á næsta ári. Eg held
að allir verði sáttir að lokum, þegar
menn sjá útkomuna. Það er mikil-
vægast að þetta virki,“ segir Pálmi.
Hann kveðst ánægður með niður-
stöðuna og sannfærður um að verk-
efnið sé eins vel unnið og mögulegt
er. „En það er ekkert eilíft. Tímarnir
breytast og við þurfum að laga okk-
ur að nýjum tímum. Það er hluti af
verkefni okkar að gera það mögu-
legt.“ Segir Pálmi að mikilvægt sé
að hafa möguleika til að stækka og
þróa bygginguna ef þær aðstæður
komi upp að þess þurfi. Fyrir því er
séð því lóðin er 110 þúsund fermetr-
ar að stærð og á henni má byggja
110 þúsund fermetra húsnæði.
Verslunarmiðstöðin verður rúmir 60
þúsund fermetrar að stærð og því
verður unnt að byggja þar 50 þús-
und fermetra til viðbótar. Hann tek-
ur þó fram að engar ákvarðanir hafi
verið teknar um framhaldið enda
hafi félagið þegar ráðist í gífurlega
stórt verkefni með þeirri íram-
kvæmd sem hafin er.
Verslað á Netinu
Ymsir hafa lýst efasemdum um að
þörf væri á svo mikilli viðbót við
„Smáralind er risa-
vaxið nýsköpunar-
verkefni sem leiða
mun til aukinnar
samkeppni, lægra
vöruverðs, bættrar
þjónustu og alþjóða-
væðingar."
verslunarhúsnæði höfuðborgar-
svæðisins, ekki síst eftir að aðrar
verslunarmiðstöðvar hafa risið og
stækkað. Einnig hafa heyrst raddir
um að offjárfesting í verslun hljóti
að leiða til hærra vöruverðs. í þessu
sambandi vekur Pálmi athygli á því
að smásöluverslun á höfuðborgar-
svæðinu fari hratt vaxandi, meðal
annars vegna fjölgunar fólks á svæð-
inu og aukins kaupmáttar. Þá verði
að hafa í huga að úrelding eldra hús-
næðis sé töluverð, ekki síður en í
öðrum atvinnugreinum, samfara
breyttu skipulagi og breyttum versl-
unarháttum.
Pálmi segir af og frá að vöruverð
hækki með nýrri verslunarmiðstöð.
Hún muni mæta brýnni þörf vegna
stækkandi markaðar og sjálfsagt
taka eitthvað frá þeim sem fyrir eru
í verslun, að minnsta kosti til að
byrja með. Við það aukist sam-
keppni sem haldi vöruverði í skefj-
um. „Smáralind er risavaxið nýsköp-
unarverkefni sem leiða mun til
aukinnar samkeppni, lægra vöru-
verðs, bættrar þjónustu og alþjóða-
væðingar. Húsið mun draga úr
mengun og stuðla að bættu um-
hverfi. Afkastageta hússins verður
margfóld á við það sem þekkist á
smærri verslunarsvæðunum," segir
Pálmi.
Jafnframt leggur hann áherslu á
möguleikana að ná til baka hluta af
þeirri verslun sem færst hefur úr
landi með innkaupum íslendinga er-
lendis. Það sé gert í Smáralind með
samstarfi við erlendar verslanakeðj-
ur. Slíkt samstarf geti leitt til út-
flutnings á íslenskri verslunarþekk-
ingu. .Afrakstur þess er að koma
fram með áformum Baugs hf. um að
byggja upp verslanir Debenhams og
Topshop á Norðurlöndunum," segir
Pálmi.
Einnig hafa menn velt fyrir sér
áhrifum aukinna viðskipta á Netinu
á verslun í landinu. Pálmi segir að
aukin notkun Netsins muni vissu-
lega hafa áhrif á verslunina og að
þeir sem ekki taki nýja verslunar-
hætti í þjónustu sína dæmi sjálfa sig
úr leik. Hann telur að þessi þróun
leiði til þess að staða stórra verslun-
armiðstöðva með verslanir og af-
þreyingu í bland styrkist verulega.
Fólkið muni áfram fara í verslunar-
miðstöðvarnar til að gera innkaup og
skemmta sér, sýna sig og sjá aðra.
Hann sér framtíðina ekki þannig
fyrir sér að fólk muni sitja við tölvu-
skjái frá morgni til kvölds og fara
helst ekki út fyrir hússins dyr. Fólk
vilji almennt njóta þess sem lífið hafi
upp á að bjóða og heimsóknir í versl-
unarmiðstöðvar séu hluti af því.
Pálmi viðurkennir að við undir-
búning byggingarinnar hafi forráða-
menn Smáralindar um tíma litið á
Netið sem ógnun við verkefnið. Það
álit hafi breyst við nánari skoðun á
málinu. „Nú lítum við á Netið sem
mikið tækifæri til hliðar við hina
hefðbundnu verslunarhætti." Pálmi
segir að ýmsir möguleikar séu við
hagnýtingu Netsins við verslun og
skiptar skoðanir um hvernig hún
muni þróast. Við undirbúning
Smáralindar hefur verið reiknað
með uppsetningu fullkomins sjón-
varpskerfis. Viðskiptavinirnir geti
skoðað sig um í búðinni með því að
fara inn á heimasíðu viðkomandi fyr-
irtækis og jafnvel valið sér vörur úr
hillunum.
„Um allan heim er fjárfest í stór-
um verslunarmiðstöðvum. Ný og
stærri hús eru byggð og önnur
stækkuð. Tilkoma netverslunar hef-
ur engu breytt í þeim efnum, nema
síður sé. Hlutfall netverslunar er að-
eins brot af þeirri aukningu sem er í
smásöluversluninni, bæði hér og er-
lendis, og halda mun áfram. En
menn verða að laga sig að breyting-
unum, annars verða þeir undir í
samkeppninni,“ segir Pálmi.
20 sinnum á ári
Verslunarmiðstöðin Smárahnd
verður mikið fyrirtæki. Reiknað er
með að verslanir þar nái 12% hlut-
deild af markaðnum í upphafi og að
hann aukist síðan í 15%. Það þýðir
að fyrirtækin muni velta rúmum 12
milljörðum í upphafi. Reiknað er
með 5-6 milljónum heimsókna á ári
sem þýðir að hvert mannsbam á Is-
landi komi þangað að meðaltali 20
sinnum á ári.
Smáralind verður einn af stærstu
vinnustöðum landsins. Áætlað er að
ársstörf í húsinu verði að meðaltali
700-800 en að starfsmenn verði tölu-
vert yfir eitt þúsund þegar mest
verður um að vera.
Tæknin verður notuð til að auð-
velda rekstur verslunarmiðstöðvar-
innar. Þannig er gert ráð fyrir að all-
ir búðarkassarnir verði tengdir
saman í einni miðlægri upplýsinga-
veitu, með sama hætti og þekkist í
nýjustu verslunarmiðstöðvum er-
lendis. Einnig verður sjálfvirk taln-
ing á gestum inn og út úr húsinu og
bílum inn og út af stæðum. Stjórn-
endur verslunarmiðstöðvarinnar
hafa því nokkuð nákvæmar upplýs-
ingar um viðskiptavini og veltu á
hverjum tíma og þróunina frá einum
tíma til annars. Með þessu móti er
hægt að meta áhrif kynningarstarfs
og skemmtunar sem efnt er til og
stjórna umferð svo dæmi séu tekin.
Smáralind ehf. á allt húsið og sér
um rekstur á sameiginlegu rými.
Pálmi segir að þetta rekstrarfyrir-
komulag sé notað víðast erlendis
enda sé það markvissara en það fyr-
irkomulag þegar hver verslunareig-
andi á sitt pláss. Hann líkir hlutverki
stjórnanda fyrirtækisins við agaðan
einvald. Þannig ákveður Smáralind
opnunartíma allra fyrirtækja í hús-
inu, þar getur enginn skorist úr leik.
„En allt þetta verður auðvitað að
gera í náinni samvinnu við rekstrar-
aðilana. Það er okkar hlutverk að
fóstra kaupmennina sem best og
hjálpa þeim við að ná sem bestum
árangri því verðmæti hússins og fyr-
irtækisins ræðst af því hversu mikil
veltan verður í heild,“ segir Pálmi
Kristinsson.
Kostar tæpa 10 milljarða
Smáralind verður stærsta hús
landsins og það mun kosta hátt í tíu
milljarða króna. Áætlað er að versl-
unarmiðstöðin kosti um 7 milljarða
króna og síðan þurfa rekstraraðil-
arnir sjálfir að kosta innréttingarn-
ar.
Hlutafé Smáralindar ehf. er nú
um einn milljarður króna en gert er
ráð fyrir að það verði aukið í tvo
milljarða fyrir lok ársins. Sex félög
og aðilar þeim tengdir eiga félagið
og allir svipaðan hlut. Fyrst ber að
telja frumkvöðlana, Byggingafélag
Gylfa og Gunnars ehf., og síðan fjár-
festana sem gengu til liðs við þá í
upphafi, Olíufélagið hf„ Saxhól ehf.
(Nóatúnsfjölskyldan), Byko hf. og
Skeifuna 15 ehf. (Valfellsfjölskyld-
an). Síðast gerðust Gaumur ehf.
(Bónusfjölskyldan) og Baugur hf.
hluthafar og eiga samtals um einn
sjötta fyrirtækisins. FBA og Lands-
banki Islands annast útvegum
þeirra 5 milljarða sem fyrirtækið
tekur að láni.
Eigendur Smáralindar stefna að
því að stofna fasteignafélag sem yrði
móðurfélag Smáralindar en gæti
einnig haft með höndum aðra starf-
semi. Hugmyndin er að skrá fast-
eignafélagið á almennum hluta-
bréfamarkaði í framtíðinni en Pálmi
tekm- fram að engar tímasetningar
hafi verið ákveðnar í því efni.
ístak hf. hefur hafið framkvæmdir
við byggingu SmáraUndar en áður
voru jarðvegsframkvæmdir langt
komnar. Fólk sem leið á um Reykja-
nesbrautina mun sjá örar breytingar
því framkvæmdirnar ganga hratt
fyrir sig. Þar verða hundruð og jafn-
vel á annað þúsund menn að störfum
þegar mest verður að gera næsta
sumar. Húsið rís á næstu mánuðum
og rekstraraðilar fá pláss sín afhent í
júní og júlí að ári. Pálmi Kristinsson
lofar því að öllu verði lokið þegar
verslunarmiðstöðin opnar við hátíð-
lega athöfn eftir rúma 16 mánuði,
það er að segja fimmtudaginn 20.
september 2001, klukkan hálft þrjú.