Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 14

Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 14
14 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LUGFERÐIN sem var farin til að sækja Harald Örn Ólafsson á norðurpól- inn hefur gengið vel, en löng hefur hún verið og ströng. Lagt var upp frá Resolute Bay í gærmorgun, árla, en þaðan eru um 1700 km á pólinn. Með í för voru Una Björk Omarsdóttir, unnusta Haralds Arnar, Ingþór Bjamason, félagi hans á fyrsta hluta göngunn- ar, og Hallur Hallsson og Skúli Björnsson úr svokallaðri bakvarða- sveit leiðangursins. Flogið var á Twin Otter-vél og tíu tíma tók að ná norðurpólnum, en tvisvar var milli- lent til að taka bensín, fyrst við veð- urstöðina Eureka og síðan á ísnum við 86. breiddargráðu, þar sem bens- ínbirgðir eru geymdar fyrir leið- angra. Fyrst í stað var flogið yfir snævi þakin en brött og hrikaleg fjöll eyj- anna nyrst í Kanada og síðan út yfir ísinn á Norður-íshafinu. Þá fyrst gerði maður sér grein fyrir erfiðleik- unum sem félagarnir Ingþór og Haraldur Örn þurftu að glíma við. Sléttir kaflar voru í sífellu brotnir upp af þrýstihryggjum sem kvíslast um ísbreiðuna. Þar hafa ísflekar mæst og þrýst upp með tilheyrandi uppbroti íshellunnar. Þá voru ótrú- lega víða vakir; langar rennur, ýmist með ísskæni eða alveg opnar, sums staðar stóreflis opin vötn. Vakirnar hafa verið að opnast í auknum mæli á síðustu dögum því veður hefur ver- ið hlýnandi á pólsvæðinu. Merkti flugbraut með bláum plastpokum Vel gekk að finna Harald Öm á ís- breiðunni, en sérkennilegt var að sjá þennan litla skærlita díl þar sem nokkrir íshryggir mættust. Har- aldur Örn hafði merkt flugbraut með bláum snjófylltum plastpokum og sjálfur stóð hann keikur við tjald sitt og sleða meðan flugstjórinn gerði fimm atrennur að brautinni. Loks var lent og ísnálar þyrluðust um vélina, en annars var veðrið ákaf- lega gott og bjart þegar rennt var upp að tjaldinu og Una Björk hljóp í fang fagnandi og gleiðbrosandi unn- usta síns. Eftir 45 mínútna stopp, þar sem skálað var í kampavíni, faðmast og ljósmyndir teknar, var búnaði pól- farans hlaðið í vélina og snúið til baka. Bensín var aftur sett á vélina á 86. breiddarbaug og síðan var haldið til gistingar í veðurstöðinni Eureka, en þá hafði flugferðin staðið í 17 klukkustundir. Klukkan var tvö að nóttu þegar komið var til Eureka og áætlað að halda áfram í morgunsárið til Resolute Bay. Leiðangursmenn koma til íslands á mánudagsmorg- un. Öll fita farin Áður en Haraldur Öm lagðist til svefns hér í Eureka fór hann í lang- þráð steypibað, og sagði það hafa verið mikinn lúxus. „En ég sé að ég hef horast mikið,“ sagði hann. „Öll fita er farin og ætli það hafi ekki eitt- hvað af vöðvum rýmað líka. Það mátti ekki tæpara standa að þið kæmuð að ná í mig, ísinn er búinn að vera að brotna svo mikið upp héma síðustu tvo daga,“ sagði Haraldur Örn þegar hann var búinn að faðma unnustu sína, Unu Björk Ómarsdóttur, Ingþór Bjamason og félagana úr bakvarðasveitinni, Hall Hallsson og Skúla Bjömsson. Skemmtilegra í seinna skiptið „Þetta er langt, því er ekki að neita,“ segir hann þegar hann er spurður hvort hann sé ekki þreyttur við ferðarlok. „Ég er búinn að vera tvo mánuði að ganga þessa 770 kíló- metra. En mér líður vel og ég er hraustur. Ég tók þetta af skynsemi, er mjög vel á mig kominn og var það vel stemmdur að ég gekk tvisvar á pólinn. Eftir fyrsta skiptið rak mig tólf km í burtu og þá gekk ég aftur á pólinn. Ég er í mjög góðu standi og hefði alveg getað haldið áfram ef því væri að skipta,“ en Haraldur bætir við að það standi nú ekki til, hann hlakki mikið til að komast heim. „Það var skemmtilegra í seinna skiptið, ég verð að viðurkenna það. Þá var ég ekkert þreyttur og þá meðtók ég þetta einhvern veginn betur. Það var einhvern veginn meiri gleði þó að stóra stundin hafi vissu- F Morgunblaðið/Einar Falur Haraldur Örn Ólafsson á ísbreiðunni við Twin Otter-flugvél First Air-flugfélagsins þegar hann var sóttur á norðurpólinn. Una Björk Ómarsdóttir, Skúli Björnsson og Hallur Hallsson taka saman sleða og tjald Haraldar. Það er alltaf leið Sérkennilegt var að sjá lítinn skærlitan díl í auðninni þar sem nokkrir íshryggir mættust. Þarna var Haraldur Örn Ólafsson, tjald hans og sleði. Þarna var norðurpóllinn. Einar Falur Ingólfsson var meðal þeirra sem sóttu Harald Örn á pólinn í fyrrinótt og sendi þessa frásögn og myndir frá Eureka í gærmorgun eftir langt og strangt ferðalag. Haraldur Öm Ólafsson fagnaði í Twin Otter-flugvél First Air-flugfélagsins yfír ís- breiðunni norður af Kanada, þegar flugvélin hófst á loft eftir að hann var sóttur á norðurpólinn, tveimur dögum eftir að hafa lokið göngu sinni á pólinn á tveimur mán- uðum. Á bakvið hann er Ingþór Bjarnason. lega verið í fyrra skiptið, það var þá sem göngunni lauk. Þetta er ekki bara að þramma yfir einhvem ís og ná tilteknum punkti, þetta hefur víðtækari merkingu að mínu mati. Maður er að setja sér takmark og maður getur gert það sem mann langar til ef allt er rétt gert.“ Endalaus víðátta af íshryggjum Haraldur steytir hnefann í fögn- uði þegar hann stígur upp í flugvél- ina af ísnum, sem hann hefur gengið og sofið á í tvo mánuði. Á meðan flugmennirnir aka vélinni fram og aftur og reyna að slétta flugbrautina rýna þeir Ingþór út um gluggana og spá í vakirnar sem kvíslast um allt og net þrýstihryggja, sem er svo óreglulegt að það er erfitt að gera sér í hugarlund að það sé mögulegt að fara yfir þetta svæði á skíðum. „Fólk heldur kannski að þetta sé sléttur snjór sem maður er að ganga yfir en það er nú langt frá því,“ segir Haraldur Örn. „Það er ekki sléttur blettur hérna. Maður er heppinn að finna svona staði þar sem mögulegt er fyrir flugvél að lenda.“ „Og þetta lítur miklu betur út úr lofti en af jörðu,“ skýtur Ingþór inn í. „Já, oft þegar maður hefur staðið með sleð- ann, sem er svona 80 kíló, hefur ekk- ert verið að sjá nema endalaus víð- áttan full af íshryggjum, hólum og hæðum og maður bara situr fastur. Togar og togar og maður hreyfist varla. Maður hugsar: Þetta er ekki hægt! En ein setning festist í huga mér: Það er alltaf leið. Hversu illa sem þetta leit út, hversu vonlaust sem þetta virtist vera, þá sannfærði ég mig um að það væri einhver leið. Eg kom kannski að íshrygg sem var úr ísblokkum á stærð við sumarbú- staði, og ég hugsaði: Hvernig á að vera hægt að komast yfir þessi ósköp?! En það var allt- afleið.“ Þegar vélin er að hefja sig til flugs segir hann eins og við sjálfan sig: „Er maður virki- lega að yfirgefa þennan heim hérna. Mér gekk virkilega vel að finna pólinn. GPS-tækið hreinlega taldi niður, ég var 300 metra frá, 250, og svo var ég kominn. Eg öskraði þegar ég var kominn þangað. Ég var svo þreyttur að ég hafði ekki rænu á að gera neitt annað en hringja heim og fara svo að hvíla mig,“ segir Haraldur. Stöðugl: á vaktinni „Þetta gengur mikið út á að vera sífellt að passa upp á sig; ekki vera svangur, ekki vera kalt, ekki detta í vök, ekki láta vindinn blása of mikið framan í sig, þá kelur mann, gæta sín á að hvflast nóg; maður þarf að passa sig ákaflega vel,“ heldur hann áfram. Ég var mjög meðvitaður um allt það sem ég þurfti að gera. Alltaf að hlusta á líkamann; gæta þess að láta hjartað ekki slá of ört. Norðurpóllinn er erfiður, það eru allt önnur lögmál hér en á Græn- landsjökli og suðurskautinu. Það þarf meiri orku, meiri einbeitingu, mótlætið er svo mikið hér. Það var svo oft sem maður sá enga glætu. Allt virtist vera lokað en svo gerist eitthvað og maður losnar. Maður er læstur milli hryggja en skyndilega verður allt slétt eins og augað eygir og virðist ætla að verða þannig næstu fimm dagana, en eftir einn og hálfan tíma er það búið og aftur hryggir að glíma við. Þetta var veruleg áskorun. Það má ekkert klikka og hugurinn verður að vera rólegur. Ef maður snýr við í höfðinu er eins gott að hætta strax.“ Létti þegar vélin lenti En hvernig var tilfinningin að sjá flugvélina koma? „Það var spennuþrungið augna- blik, að það væri virkilega að gerast að ég væri að fara af ísnum. Mér létti þegar vélin lenti, því ég vissi ekki hvort brautin sem ég valdi var nógu góð. En ég fann að þetta var loksins á enda og sérstakasta augnablikið var líklega þegar ég steig upp í flug- vélina af ísnum sem ég er búinn að vera á í tvo mánuði. Ég steig loks inn í eitthvað „reglulegt“. Ein af fáum stundum sem ég varð einmana á ísnum var einmitt Joegar ég sá þotu uppi í háloftunum. Eg tók eftir því hvað hún var eitthvað reglu- leg; ekki brotin og óregluleg eins og ísinn sem ég var á. Hitt skiptið þegar ég var einmana var á pólnum, að hafa ekki einhvern að fagna með mér. Annars hef ég verið í svo góðu sambandi við fjöl- skylduna, kvölds og morgna; þessi tengsl við fólk hjálpuðu alveg gríðar- lega. Mér gekk vel að takast á við að vera einn; mér fannst ég aldrei vera einn.“ En til hvers hlakkar hann þegar heim kemur? „Það er svo margt. Fyrst er bara að vera með fjölskyldunni. Nú er ég búinn að hitta Unu og svo hitti ég foreldrana og bræðurna, og svo er það maturinn! Hjá pólförum snýst mikið um mat á meðan á ferðinni stendur og lengi á eftir. Maður brennir svo miklu og þarf mikið; hugsanirnar snúast mikið um mat. Ég á eftir að njóta þess mikið að borða á næstunni. Og svo hlakka ég mikið til að leggjast í mjúkt rúm! Ég er búinn að sofa á köldum klaka. Mér var ekki kalt núna seinnipart ferðar- innar, en stundum fyrst, þegar kuld- inn fór niður í 50 stig á næturnar. Ég hef skynjað rosalega vel hvað fólk hefur staðið með mér. Fjöl- skyldan, vinimir, bakvarðasveitin, - ég hef fundið fyrir því, Svo hefur fólk sem ég þekki ekkert verið að biðja fyrir mér, það er líka eins og vemd- arengill hafi verið yfir mér. Þetta var enginn dans á rósum, það er stanslaus barátta að komast á norð- urpólinn. Eins og dæmin sanna er ekki sjálfgefið að það takist. Ég held ég eigi þessum stuðningi og hvatn- ingunni mikið að þakka. Þegar mað- ur er einn í svona heimi geta nokkur hvatningarorð skipt gríðarmiklu máli.“ Hann er spurður hvað hann hafi gert fyrst eftir að hann kom á pólinn. „Hvað ég gerði? Ég rak upp rosa- legt öskur,“ segir hann og brosir. „Og ég festi staðsetninguna 89,59,99 á bæði GPS-tækin, en það er ná- kvæmlega póllinn. í fyrra skiptið var ég svo þreyttur að ég gleymdi að vista stöðuna fyrr en mig hafði rekið 300 metra. Svo tók ég byssuna og hleypti af skoti, og í tjaldinu fékk ég mér köku sem Una hafði bakað og koníak. Og ég naut þess svo sannar- lega.“ Skemmtilegt að fá að taka svolítinn þátt í ævintýrinu Haraldur Öm og Una Björk sátu þétt saman í flugvélinni og héldust í hendur. „Það er nýtt hjá okkur að þú hlýir mér um hendumar, venjulega ert þú sú handkalda," segir hann og þau flissa. „Það er alveg ólýsanlegt að vera búin að fá hann aftur til sín,“ segir Una Björk, „ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu. Það er frábært hvað hann lítur líka vel út, er hress og hraustur. Mér fannst alveg ótrúleg upplifun að fá að fljúga yfir ísinn og hugsa um að hann skuli hafa gengið yfir allt þetta. Það er ákaflega gaman að fá nasasjón af þessu svæði sem hann hefur verið á. Ég var búin að sjá mikið af mynd- um frá leiðöngrum á þessum slóðum og gerði mér því í hugarlund hvernig þetta væri. En það þarf að leggja gíf- urlega mikið á sig til að geta þetta, til að sigrast á þessum erfiðleikum, og ég vissi að Haraldur gæti það. Já, það er mjög skemmtilegt að hafa komist hingað og fengið að taka svolítinn þátt í ævintýrinu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.