Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 20
20 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Greind í nýju ljósi
BÆKUR
F r æ ð i r i t
TILFINNINGAGREIND.
HVERS VEGNA ER
TILFINNINGAGREIND
MIKILVÆGARI EN
GREINDARVÍSITALA?
eftir David Goleman. Þýðing:
Áslaug Ragnars. Iðunn.
2000 - 338 bls.
ÞAÐ eru engin ný sannindi að
samfélag nútímans eigi við djúp-
stæða félagslega kreppu að stríða,
kreppu fjölskyldunnar og ein-
staklinganna. Sérstaklega er hún
áberandi í Bandaríkjunum þar sem
talið er að 70% líkur séu á því að
fólk sem gengur í hjónaband skilji
fljótlega. Undir niðri ólgar allt sam-
félagið af sundrungu og óuppgerð-
um málum. Fylgifiskarnir eru aukið
ofbeldi, dýrkun ódýrra meðala og
skyndilausna svo sem áfengis, fíkni-
efna, kláms og vændis en allt þetta
á að fylla upp í tilfinningatómið sem
fylgir upplausn fjölskyldulífsins.
Afleiðingamar eru svo yfirfull fang-
elsi og uppfullar meðferðarstofnan-
ir en umfram allt aukið þunglyndi.
Tíu sinnum meiri líkur eru á því um
þessi aldamót en hin seinustu að
menn fái þunglyndissjúkdóma og
að sögn bandarískra fræðimanna
eiga 18% bandarískra bama við svo
alvarleg geðvandamál að stríða að
þau ættu að fá sálfræði- eða geð-
læknisaðstoð.
Þetta er sannarlega ekki fögur
mynd en skotbardagar barna og
unglinga á strætum og í skólum í
Bandaríkjunum og harmleikir
tengdir þeim ættu að sannfæra
okkur um að fótur sé fyrir þessum
fullyi-ðingum. Hér á landi er upp-
lausnin ekki eins átakanleg en eigi
að síður umtalsverð. Sem kennari
upplifi ég það æ oftar að helmingur
eða jafnvel meiri hluti bekkjar komi
frá heimilum sundraðra fjölskyldna
oft eftir hatramma hjónaskilnaði.
Upplausninni fylgir ekki einungis
agaleysi og óreiða heldur ekki síst
tilfinningaleg vandamál.
Um þessi mál og önnur skyld
fjallar bók Daniels Golemans, Til-
finningagreind, sem vakið hefur
töluverða umræðu erlendis og
raunar einnig hérlendis. Megininn-
tak bókar Golemans snýst þó um
greind einstaklingsins. Mannsheil-
inn þroski með sér margvíslega eig-
inleika. Einn þeirra sé rökhugsun
sem ávallt hafi verið metin að verð-
leikum en menn gleymi oft að meta
aðra þætti mannlegrar hugarstarf-
semi, svo sem skapstillingu, atorku
og þrautseigju auk hæfileikans til
að hvetja sjálfan sig til dáða. Þessa
eiginleika nefnir hann einu nafni til-
finningagreind. Hann telur viður-
kenningu tilfinningagreindar afar
mikilvæga nú á tímum. Fjölskyldan
veiti ekki nægilegan tilfinningaleg-
an þroska og skólakerfið bjóði held;
ur ekki upp á raunhæfa kosti. I
greindarprófum og skólaprófum sé
fyrst og fremst einblínt á rökhugs-
unina en horft fram hjá tilfinninga-
legum þáttum. A hinn bóginn sé
það tilfinningagreind framar öðru
sem hjálpi okkur í samfélagslegu
lífi. Hægt og hægt sé atvinnulífið að
uppgötva að rökhyggjan dugi ekki
ein sér til góðra vinnubragða. Sá
sem hafi næmi og skilning á tilfinn-
ingum sínum og annarra sé líklegri
til að ná góðum árangri en sá sem
hafi rökhyggjuna eina að vopni. Nú
orðið byggist atvinnustarfsemi það
mikið á alls konar samvinnu að án
tilfinningagreindar geti menn varla
náð árangri. í einkalífinu sé hún
jafnvel enn mikilvægari.
Bók Golemans er yfirgripsmikil
og byggist á margvíslegum rann-
sóknum í anda hugfræði, atferlis-
stefnu og taugalíffræði. Hann setur
skoðanir sínar einarðlega fram og
rökstyður þær vel. Um skólastarf
segir hann m.a. „Einn er sá þáttur
menntunar sem mestu veldur um
þroska barna. Hann er sá að beina
barninu inn á svið þar sem hæfileik-
ar þess njóta sín best, þar sem það
verður ánægt og finnur til sín. Á
þessu höfum við algjörlega misst
sjónar en látum hins vegar öllum í
té fræðslu sem einkum hentar þeim
sem verða háskólakennarar, þ.e.
nái þeir settu marki. Hvaða vit er í
því að kenna nánast ólæsu barni
málfræðihugtök á borð við viðteng-
ingarhátt þátíðar og beygingar-
flokka nafnorða eða þriðjastigs-
jöfnu? Goleman tekur því undir
með öðrum fræðimanni Howard
Gardner sem segir: „Þau sam-
ræmdu hæfnispróf sem eru skilyrði
fyrir inngöngu í framhaldsskóla
eiga sér líka stoð í þeim skilningi að
ein tegund eiginleika sé til þess fall-
in að ráða úrslitum um framtíð ein-
staklings. Þjóðfélagið er gegnsýrt
af þessum hugsunarhætti.
Gegn slíkum hugsunarhætti vill
Goleman berjast. Greind manna sé
margbreytileg og skólinn verði að
laga sig að einstaklingunum og eig-
inleikum þeirra. í því ljósi eru sam-
ræmd próf fráleit.
Annars leyfi ég mér að setja
spurningarmerki við þá áherslu
sem Goleman leggur á mikilvægi
skólans og uppeldisstofnana. „Skól-
inn er orðinn eina samfélagsstofn-
unin sem vænta má að bæti úr
skorti á tilfinningalegri og félags-
legri hæfni hjá börnum. Af þessu
telur hann að skólinn eigi að taka á
sig aukna ábyrgð og „taka upp
þráðinn þar sem heimilin hafa
brugðist varðandi félagslega mót-
un.“ Eg hygg raunar þetta ekki
vera æskilegt markmið. Eitt er að
skólinn taki þátt í félagsmótun,
annað að hann beri meginábyrgð á
henni. Þá erum við farin að tala um
þjóðaruppeldi á börnum. Eg er ekki
viss um að mér lítist á þá framtíðar-
sýn. Það er í senn ódýr lausn, ein-
hvers konar smáplástur á svöðusár,
auk þess sem horft er fram hjá
meginvandanum, upplausn fjöl-
skyldunnar sem er og verður
meginuppspretta tilfinningalegra
vandamála.
Þýðandi hefur átt í nokkrum
vanda við þýðingu þessa rits. Það
er uppfullt af fræðiorðum á sviði
taugalíffræði, sál- og félagsfræði
sem alls ekki eru auðþýðanleg.
Raunar hefur mér fundist þessar
fræðigreinar hafa átt í nokkrum
erfiðleikum í íslenskum hugtakabú-
skap sínum. Þar sem textinn er laus
við fræðileg hugtök þessara fræði-
greina er hann nokkuð lipur og ljós.
En þegar á reynir klórar lesandi
sér stundum í höfðinu: „Samtímis á
sér stað annað spennumyndandi
flæði sem verður til þess að styrkja
almenna hæfni líkamans til athafna.
Upptök þess eru í möndlungnum en
síðan fer það um svonefnda nýril-
grein taugakerfisins. Áhrifin endast
mun lengur en áhrif þess orkuflæð-
is sem katekólamínefnin koma af
stað , enda getur þessi víðtæka
nýrilerting staðið tlmum og jafnvel
dögum saman. Stundum gefst þýð-
andi jafnvel upp við þýðingu hug-
takanna og lætui' þau standa á
ensku með einhvers konar skýr-
ingu. Ef til vill er hér þó fremur um
vanda fræðigreinarinnar að ræða
en þýðandans eins en gerir þó bók-
ina dálítið tyrfna á köflum.
Þótt sitthvað megi út á þýðing-
una setja er bókin þó í meginatrið-
um læsileg og vissulega er hægt að
sleppa tyrfnustu köflunum. En um-
fram allt eru skoðanir Golemans
tímabærar og ekki hægt að ganga
fram hjá þeim í umræðu um upp-
eldis- og heilbrigðismál. Samfélag-
inu er lífsnausynlegt að skoða málin
í því samhengi sem hann setur þau.
Skafti Þ. Halldórsson
Vortónleikar
í Seljakirkju
KÓR Átthagafélags Stranda-
manna heldur vortónleika í Selja;
kirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Á
efnisskrá eru íslensk og erlend
lög, bæði hefðbundin og óhefð-
bundin kórtónlist. Einsöngvari
verður Þórunn Stefánsdóttir.
Stjórnandi kórsins er Þóra V.
Guðmundsdóttir og píanóleikari
er Jón Sigurðsson.
nýi tónlistaiskólinn
FRA NYJA TONLISTARSKOLANUM
VORTÓNLEIKAR OG INNTÖKUPRÓF
NÝJA TÓNLISTARSKÓLANS
árið 2000
Mánud. 15. maí kl. 19:00
Þriðjud. 16. maí kl. 20:00
Miðvikud. 17. maí kl. 18:00
Miðvikud. 17. maí kl. 20:00
Fimmtud. 18. maí
Föstud. 19. maí kl. 19:00
Tónleikar nem. í HLJÓÐFÆRALEIK í 1.- 5.
Tónl. SÖNGNEMA í 7.- 8. stigi:
Gyða Björgvinsdóttir og Smári Vífilsson.
Tónl. SÖNGNEMA í 1.-5. stigi.
Tónl. SÖNGNEMA í 6,-8. stigi.
INNTÖKUPRÓF
Tónl. SÖNGNEMA í 7. stigi:
Anna Jónsdóttir og Lindita Óttarson.
stigi.
Laugard. 20. maí kl. 13:00
Tónleikar SUZUKI-DEILDAR.
Mánud. 22. maí
kl. 20:00 Tónl. nem. í HLJÓÐFÆRALEIK
6.-8. stigi.
Þriðjud. 23. maí kl. 20:00 Tónl. nem. í HLJÓÐFÆRALEIK í 7. stigi:
Garðar Snæbjörnsson leikur á fiðlu,
Magnús Guðjónsson leikur á gítar og
Pétur V. Pétursson leikur á gítar.
Allir OFANGREINDIR tónleikar fara fram á SAL skólans,
Grensásvegi 3, Rvík.
Miðvikud. 24. maí kl. 20:00 Tónl. STRENGJASVEITAR Nýja tónlistarskólans
STRENGJA-KVARTETTS og GÍTAR-TRÍÓS Nt.
Þessir tónl. fara fram í GRENSÁSKIRKJU,
Háaleitisbraut 66.
SKÓLASLIT verða á SAL skólans, FÖSTUDAGINN 26. maí kl. 18:00, kl. 6.
Frekari uppl. gefnar á skrifst. Nýja tónlistarskólans Grensásvegi 3,
kl. 14-17, alla virka daga, s. 553 9210 og 553 9215.
IfjíHD'
HAND
REPAIR
!i\i #\D = lí^c/VD
Með því að nota TíliND naglanæringuna færðu
þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo
þæi' hvorki klofna né brotna.
■ handáburðurinn
^ 1 frarT|le'^slu vl
teygjanlegri, þéttari húð. Alf§j
EINSTÖK GÆÐAVARA
IRiND
IIAND f, NAIL C A K •’ '• '<9Wgl|t-
Fást í apótekum og snyrti- Ik
vöruverslunum um land allt. |§L
Ath. naglalökU frá Trínd fást i tveimur stærðum
Vor naglalökkin eru komin í 6 nýjum bláum litum
Þýskar förðunarvörur
Ekta augnahára- og augnabrúnalitur,
er samanstendur af litakremi og geli
sem blandast saman, allt í einum
pakka. Mjög auðveldur í notkun,
fæst í þremur litum og gefur frábær-
an árangur. Hver pakki dugir í 20
litanir.
Útsölustaðir: Apótek og
snyrtivöruverslanir
ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli
góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnaiitnum
Nýjung
vXÆ-
Frábærar vörur á frábæru verði
Vatnsþynnanlegt vax- og
hitatæki til háreyðingar. Vaxið
má einnig hita f örbylgjuofni.
Einnig háreyðingarkrem,
„roll-on“ eða borið á með
spaða frá
byly
Laboratorios byty, S.A.
Útsölustaðin Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík. Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek,
Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1,
Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms
Apótek, Fínar Línur, Vestmannaeyjum, Árnesapótek, Selfossi.
Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317