Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 23 A ég aó kaupa tölvu? Þróun meðaltals 2,7 2,8 feb.'98 sept.‘98 mars'98 nóv.‘98 Greint eftir kyni meðaltal Karlar 2,6 Konur 2,9 Greint eftir fjölskyldutekjum, 300 þús. kr. eða meira 3,8 200 - 299 þús. kr. 2,7 100-199 þús. kr. 2,6 Undir 100 þús. kr. 1,6 Greint eftir búsetu meðaltal Höfuðþorgarsvæðið 2,9 Landsþyggðin 2,6 Greint eftir aldri 55 - 75 ára 2,1 45 - 54 ára 2,1 35 - 44 ára 3,9 25-34 ára 3,4 16-24 ára 3,3 Kosningar á Netinu vart til umrœðu HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR: „Með þessum hætti verður erindisreksturfólks oft skilvirkari og auðveldara er að sjá hvar mál eru stödd en áður. ” JÓHANN GUÐNIREYNISSON: „Það er ekkert vafamál að rafræn stjómsýsla á eftir að stóraukast á næstu árum. ” NEFND á vegum dómsmálaráðuneyt- isins hefur gert til- lögu um að efna til sérstakrar hug- myndasamkeppni um hvernig haga megi kosningum með raf- rænum hætti hér á iandi. Er öllum heimil þátttaka í sam- keppninni, en fyrirtæki sem fást við tölvutækni og hugbún- aðargerð eru sérstaklega hvött til þátttöku, enda um al- þjóðlegt viðfangsefni að ræða og því trúlegt að verðlauna- leiðirnar gætu nýst annars staðar og skapað höfundum sínum aukna möguleika til út- flutnings á hugbúnaði. Gert er ráð fyrir að kosning- ar fari fram á sérstökum kjörstað, en ekki í hejma- húsum. Ástæð- an er sú, skv. upplýsingum úr dómsmálar- áðuneytinu, að þótt netteng- ing sé út- breidd nái hún ekki til allra kjósenda og aukinheldur séu erflðleikar því bundnir að sannreyna hvort sá kjós- andi sem ýti á tölvutakkann sé í raun sá sem hann þyk- ist vera. Hugmyndir nefndarinnar taka til ýmiss búnaðar sem komið verði upp á kjörstað til að flýta kosningum og auð- velda framkvæmd þeirra. Bent er á að kjörskrá landsmanna sé þegar tölvuskráð og því sé hægt að kalla hana upp á tölvuskjám á öllum kjörstöðum og að kosning einstaklinga verði merkt og uppfærð á skránni jafnóðum. Maður, búsettur í Reykjavík, gæti þá kosið á Akureyri, en jafnóðum kæmi slíkt fram á skjám þeirra sem gæta kosn- ingaframkvæmdar í Reykjavík. Við þetta myndi sparast flutn- ingur á utankjörstaðaratkvæð- um milli kjördæma eins og nú er og af er talsverð fyrirhöfn. Bent er á aðra möguleika, t.d. að hætta notkun kjörseðla og nota í staðinn fleti á tölvu- skjám sem þrýst er á eða takka á sérstöku tölvutengdu bretti. Kosningin yrði þá skráð inn í innsigluð segulbönd í tölvunni. Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra segir að rétt sé að benda á að verið sé að óska eftir hugmyndum um tilhögun rafrænna kosninga, en engin ákvörðun hafi verið tekin um að hrinda slíkum breytingum í framkvæmd. Slíkt sé enda póli- tísk ákvörðun, sem Alþingi þyrfti að taka til umfjöllunar. „Fyrirhuguð fækkun og stækkun kjördæmanna er ekki ástæða þessarar samkeppni, en því er ekki að neita að meta þarf hvort nýjar aðstæður kalli á breytingar á framkvæmd þingkosninga og ef til vill koma góðar tillögur fram í samkeppninni, sem nýta má við þær breytingar,“ segir Sólveig. „Mikil áhersla er hins vegar lögð á það af hálfu dómsmála- ráðuneytisins að stórtækar breytingar á kosninga- framkvæmd eru ekki fyrirhug- aðar, enda þarf einnig breyt- ingar á löggjöf til. Lögð er áhersla á að taka verður lítil skref í einu svo ekki með neinu móti sé raskað því trausti sem almenningur ber til kosninga- framkvæmdar. Einnig verður að hafa í huga að kosningar á íslandi eru að mörgu leyti til fyrirmyndar, þátttakan er mik- il og framkvæmdin tiltölulega skilvirk.“ Að sögn Sólveigar koma kosningar á Netinu vart til um- ræðu að svo stöddu. „Eitt grundvallaratriða kosninga- löggjafarinnar er að kosninga- rétturinn er persónubundinn, en f netkosningu er vitaskuld erfitt að framfylgja því eftirliti sem nú fer fram á kjörstað." ur nú flest eyðublöð sín aðgengileg til útprentunar og lestrar á Netinu og vefur Alþingis sýnir vel hvaða mögu- leika upplýsingatæknin hefur í för með sér. Þar er m.a. hægt að fylgjast með þingfundum í beinni útsendingu, annaðhvort aðeins með hljóði eða þá hvort tveggja, hljóði og mynd auk þess sem ræður þingmanna og hvers kyns skjöl sem tengjast þingfundum eru jafnan komin inn á vef Alþingis skjóthendis. Margir þeirra viðmælenda sem rætt var við í vinnslu þessarar úttekt- ar sögðu raunar að vefur Alþingis sé dæmi um það besta sem gert hafi ver- ið á sviði upplýsingatækninnar hér á landi. Vefur Hæstaréttar fékk einnig afar jákvæða umsögn. Sveitarfélögin misjafnlega á vegi stödd Sveitarfélögin í landinu eru mjög misjafnlega á vegi stödd hvað upp- lýsingatæknina áhrærir. Mörg hafa þó tileinkað sér nýja tækni og um flest gildir að í stefnumótun til fram- tíðar er gert ráð fyrir þætti Netsins af fullum þunga. Þær upplýsingar fengust hjá Sam- tökum sveitarfélaga að ekki sé um eina heildarsýn að ræða í þessum efn- um, sveitarfélög komi að upplýsinga- tækninni hvert með sínum hætti og ekki hafi komið til að skapa eina heildarmynd. Það bæjarfélag, sem komið er einna lengst í þessum efnum er Hafn- arfjörður. Heimasíða bæjarins, hafn- arfjördur.is, þykir vel heppnuð og mildu skiptir að inn á hana koma upp- lýsingar hratt og örugglega. Þannig er unnt að nálgast fundargerðir úr ýmsum ráðum og nefndum bæjarins á Netinu skömmu eftir að fundi lýk- ur. Jóhann Guðni Reynisson er for- stöðumaður upplýsinga- og kynning- armála hjá Hafnarfjarðarbæ. Hann er ábyrgur fyrir daglegri umsjón með vefnum og hefur komið mjög að mótun framtíðarsýnar bæjarfélags- ins í upplýsingamálum. Má þar nefna verkefnið UTA, upplýsingatækni fyr- ir alla, og tilraunaverkefni að Hjalla- braut þar sem LoftNet Skýrr tengist 48 íbúðum í fjölbýlishúsi og íbúar þeirra geta verið í sítengdu netsamb- andi án þess að það hindri heimilis- símann. „í Hafnarfirði hefur frá uphafi ver- ið leitast við að nýta upplýsingatækni sem virkt verkfæri í stjómsýslunni," segir Jóhann Guðni. „I því skyni höf- um við unnið að þróun lausna, bæði inn á við og út á við. Við stöndum nú ágætlega út á við, t.d. hvað varðar heimasíðu bæjarins, en erum að taka innviðina í gegn og stefnum að því að skjalastjóm og gagnavinnsla sé fyrst og unnin með rafrænum hætti. Við viljum helst hafa pappírinn sem mest á einum stað og vonumst til að hann verði notaður í minna mæli hér eftir en hingað til.“ Jóhann Guðni segir að markmiðið sé skýrt; að færa afgreiðslu hinna ýmsu stofnana bæjarins eins mikið heim til fólks og frekast sé unnt. Mik- il vinna sé fólgin í því að koma upp- lýsingum og eyðublöðum yfir á Netið og því geti tekið nokkum tíma þang- að til lokatakmarkinu er náð. „Það er ekkert vafamál að rafræn stjómsýsla á eftir að stóraukast á næstu áram. Það á síðan eftir að skila sér í bættri þjónustu við íbúana, enda geta þeir fylgt erindum sínum betur eftir, séð hvar þau era stödd í kerfinu hverju sinni og verið vonandi al- mennt upplýstari en áður um málefni sem varða hagsmuni þeirra,“ bætir hann við. Til marks um rafræna stjómsýslu í Hafnarfirði er að á síðasta fundi bæj- arráðs var samþykkt að allir bæjar- fulltrúar fengju útbúna eigin skrif- stofu með þráðlausri tengingu inn í fundaherherbergi bæjarstjórnar og bæjarráðs. í skrifstofunni felst full- komin fartölva, innhringimótald og allt það sem þarf til að nýta megi skrifstofuna hvaðan sem vera kann, að heiman eða annars staðar. „Með þessu móti má með sanni segja að við tökum skref áfram hvað varðar rafræna stjómsýslu. Nú geta allir bæjarfulltrúar verið beintengdir við starfsemi bæjarins, hvar og hve- nær sem er,“ segir Jóhann Guðni ennfremur. Ný og bætt síða Reykjavíkur væntanleg Fleiri sveitarfélög halda úti öflug- um heimasíðum. Öll sveitarfélögin á höfúðborgarsvæðinu hafa eigin síður og hið sama gildir um stærri sveitar- félög úti á landi. Homfirðingar vora t.d. með þeim fyrstu sem nýttu sér tækifæri Netsins í þessum efnum og þar í bæ era nú uppi háleitar hug- myndir um frekari þróun upplýsinga- tækni á næstu öld. Fleiri má nefna, t.d. Akranes og Akureyri, en í síðar- nefnda bæjarfélaginu hafa verið gerðar tilraunir með gagnvirkni; til að mynda með sérstöku upplýsinga- andyri þar sem lögð er áhersla á að veita allar almennar upplýsingar um deildir og stofnanir bæjarins og þjón- ustu á þeirra vegum og bæjarbúar geti treyst því að fá svör við erindum sínum. Þar er einnig að finna vett- vang fyrir frjálsleg skoðanaskipti um helstu dægurmál hverju sinni. Heimasíða langstærsta sveitarfé- lagsins, Reykjavíkurborgar, geldur þess að innan hennar era of margar og ólíkar undirsíður þar sem mjög mismikil rækt er lögð við að miðla nýjum upplýsingum og koma þeim á framfæri á skilvirkan hátt. Þannig era sumar undirdeildir heimasíðunn- ar nokkuð öflugar, t.d. hjá borgar- verkfræðingi og innkaupastofnun, en aðrar ekki. Gagnrýnivert er að funda- gerðir er ekki unnt að nálgast allar á einum stað, heldur þarf að beita býsna mikilli útsjónarsemi til að vafra um veraldarvef borgarinnar þegar afla þarf ítarlegra upplýsinga. Halldóra Gunnarsdóttir, verkefn- isstjóri upplýsingamála hjá Reykja- víkurborg, segir að heimasíða borg- arinnar standi almennt ekki nægilega vel um þessar mundir, en miklar end- urbætur séu í bígerð og stefnt sé að því að ný og mun öflugri heimasíða borgarinnar liti dagsins ljós í septem- ber. „Um nokkurt skeið hefur verið unnið að endurskoðun síðunnar með það að markmiði að gera hana gagn- virka, svo fólk geti í auknum mæli sótt um ýmsa hluti á Netinu, sent inn ábendingar og fyrirspumir. Til stendur að skilgreina ábyrgð á síð- unni og undirdeildum hennar frekar en verið hefur, svo þess sé ávallt gætt að hafa nýjar og réttar upplýsingar á boðstólum," segir Halldóra. Halldóra leggur þó áherslu á að borgaryfirvöld standi á margan hátt vel í upplýsingabyltingunni, stór hluti erinda berist nú gegnum tölvupóst og þau njóti sömu stöðu í stjómkerfinu og annars konar póstur. Hún segir að víða innan borgar- kerfisins hafi verið tekin upp rafræn skjalavistunar- og verkferlakerfí. „Með þessum hætti verður erindis- rekstur fólks oft skiMrkari og auð- veldara er að sjá hvar mál era stödd en áður.“ Ekki gagnvirkni eins og stendur Þegar litið er á heimasíður opin- berra stofnana kemur í Ijós að þar er lítið sem ekkert um gagnvirka upp- lýsingatækni sem stendur. Að vísu er unnt að bera fram fyrirspurnir gegn- um tölvupóst, en um leið og erindin verða formlegri og markvissari kem- ur að gamalkunnum þætti stjórnsýsl- unnar, nefnilega eyðublaðinu. Einstakar stofnanir á vegum hins opinbera era einnig misvel á vegi staddar í upplýsingabyltingunni. Al- mennt virðist þó gert ráð fyrir mögu- leikum hennar í stefnumótun stofn- ana til framtíðar og í sumum tilvikum er skipulagsvinna vegna þess í fullum gangi. Tryggingastofnun mun í vaxandi mæli nýta sér möguleika rafrænnar stjórnsýslu og viðskipta, að sögn Hermanns Ólasonar, forstöðumanns tölvu- og upplýsingatækni hjá stofn- uninni. Hann segir að upp að vissu marki sé það nú þegar gert með lyfjaeftir- litskerfi TR og rafrænum samskipt- um við lyfjaverslanir. Hins vegar getur almenningur ekki gengið erinda sinna gegnum heimasíðu Tryggingastofnunar. Her- mann nefnir að mörg erindi sem skjólstæðingar Tryggingastofnunar eigi við stofnunina séu þess eðlis að þörf sé á þriðja aðila, t.d. læknum vegna útgáfu vottorða. „Á döfinni er að endurhanna vef stofnunarinnar. Þá verður hægt að ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.