Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 25 Þannig hafa forsvarsmenn heilsu- gæslustöðva hér á landi tekið al- mennt vel í það að tímapantanir hjá læknum og beiðni um endurnýjun lyfseðla fari um Netið. Fram kom í Morgunblaðinu undir lok marsmánaðar sl. að landlæknis- embættið legðist ekki gegn því að tölvupóstur væri notaður með þess- um hætti. Guðmundur Einarsson, forstöðu- maður Heilsugæslunnar í Reykja- vík, sagði þá að hugmyndir um slíkt væru ágætar, en undir Heilsugæsl- una heyra tíu heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætti þó við að stöðvarnar væru almennt ekki undir það búnar að taka á móti tíma- pöntunum eða beiðnum um lyfseðla með tölvupósti. Vinnusparnaður fyrirsjáanlegur Guðmundur sagði að allar heilsu- gæslustöðvarnar séu með netfang og tölvupósti sem berist þeim sé svarað eins og öðrum bréfum. Ekki sé hins vegar búið að koma upp kerfi til að sinna viðtalapöntunum í mikl- um mæli. Hann sagði að nú sé unnið að undirbúningi þess að unnt verði að koma samskiptunum í þennan farveg og áhugi sé fyrir því innan heilsugæslunnar. Jóhann Einvarðsson, forstöðu- maður Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja, sagði að málið hefði verið rætt hjá stofnuninni. „Við lítum svo á að þarna geti orð- ið vinnusparnaður. Við erum reynd- ar ekki búin að búa til okkar heima- síðu en vinna við það er komin í gang,“ sagði Jóhann og bætti við að þetta væri framtíðin. Teknar væru tímapantanir í dag og færðar inn í tölvu og það sé ekki mikið stökk að koma samskiptunum formlega fyrir með tölvupósti. Jóhann sagði að vinnusparnaður- inn verði ekki síður hjá viðskiptavin- um stofnunarinnar. Þeir eigi ekki að þurfa að taka sér frí frá vinnu til að fá t.d. lyfseðla afgreidda. Samskipti sjúklinga og heilbrigðisstofnunar verði þó að sjálfsögðu áfram einnig með eldra laginu. Mikið sé t.d. að aukast að læknar vilji fá sjúkhnga til sín til sjúkdómsgreiningar. í síma- viðtölum hafi einkum verið fengist við að framlengja lyfseðla. Við sama tækifæri sagði Pétur Pétursson, yfirlæknir á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri, að nú þegar væri boðið upp á samskipti í gegnum tölvupóst við heilsugæslu- stöðina. Mönnum sé hins vegar ráð- lagt að bera ekki trúnaðarupplýs- ingar upp á þessum miðli. Sjúklingar geti sent læknum skila- boð með tölvupósti, annaðhvort beiðni um að læknar hringi í þá eða endurnýi lyfseðla. „Við höfum varað við því að sjúkl- ingar treysti því að við höfum séð tölvupóstinn nema honum sé svarað. Auðvitað geta læknar verið fjarver- andi, jafnvel vikum saman, án þess að viðkomandi viti af því. Þetta er í raun eingöngu hluti af samskipta- ferli nútímans sem við erum alveg tilbúnir að nýta okkur og erum þeg- ar farnir að gera það,“ sagði Pétur. Öðru máli gegnir um tímapantan- ir, að mati Péturs. Sú leið hafí ekki verið farin ennþá að hægt sé að panta tíma hjá læknum með tölvu- pósti. Þó sé einfalt að koma því við. Eðli tímapantana sé hins vegar þannig að þær krefjist vandvirkra tjáskipta því fólki hentar ekki hvaða tími sem er og þiggur kannski ekki fyrsta boð um tíma. „Við höfum fyrir löngu gert okkur grein fyrir möguleikum tölvutækn- innar og sérstaklega hvað varðar miðlun upplýsinga," sagði Pétur. Upplýsingatækni fyrir alla Hafnarfjarðarbær hleypti nýlega af stokkunum verkefni sem líklega er ágætur mælikvarði á þá mögu- leika sem Islendingum mun bjóðast á hraðbraut upplýsinganna í fram- tíðinni. Verkefnið ber yfirskriftina UTA, Upplýsingatækni fyrir alla, og markmið þess felast í að tryggja öfl- uga möguleika í gagnaflutningi og sjá til þess að aðgengi almennings að tækninni sé nægileg, bæði hvað vai'ðar tæknibúnað og hugbúnað. ► Tilkynning um útboö og skráningu hlutafjár á Veröbréfaþing íslands hf. r Islenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. Hlutafjárútboð 1 Útgefandi: íslenski hugbúnaöarsjóöurinn hf., kt. 560497-2299, Laugavegur 77, 101 Reykjavík i Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Allt að 117.550.836 m.kr. að nafnverði. i Sölugengi til forgangsrétthafa: 13,30. I Sölugengi í almennri sölu: 15,10. Gengi í almennri sölu getur breyst f samræmi við markaðsaðstæður. i Sölutímabil: Sölutimabil til forkaupsrétthafa er frá 19. maí til 2. júní 2000. Sölutímabil til almennings er frá 6. júní til 9. júní 2000. Sölutimabilið í almennri sölu gæti þó orðið styttra ef allt hlutafé útboðsins klárast fyrir lok tímabilsins. Ekki verður um áskriftarsölu að ræða heldur fer almenn sala fram gegn staðgreiðslu. Umsjón með útboði: Skráning: Landsbanki islands hf. - Viöskiptastofa, Laugavegi 77,155 Reykjavík. Skráning hlutafjár verður að útboði loknu, eða íjúní. Skráningarlýsing og önnur gögn vegna útboös ofangreinds hlutafjár liggja frammi hjá Viðskiptastofu Landsbanka íslands hf. Einnig er hægt að nálgast utboöslýsinguna á heimasíðum Landsbankans, http://www.landsbanki.is og Íslenska hugbúnaöarsjóösins, http://www.ishug.is. Athygli er vakin á því aö hægt er aö skrá sig fyrir úthlutuöum forgangsrétti samkvæmt hlutahafaskrá eins og hún er í lok dags 10. mai 2000 og óska umframáskriftar á þeim heimasiöum sem getið er hér aö framan. Ef hluthafi ætlar að framselja forgangsrétt sinn ber að skila áskriftarblaði inn til Viöskiptastofu Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavik, 4. hæð. w mdsbanki Islai Kældu þig á ströndinni Þú f ærð tösku sem heldur drykkjunum þínum köldum með gjaldeyrinum. Nú fá allir þeir sem kaupa gjaldeyri hjá Sparisjóði vélstjóra fyrir 30.000 eða meira glæsilega f jölnota sumartösku að gjöf! Taskan er tilvalin á ströndina því hún heldur drykkjunum þínum köldum og þú kemur bæði handklæðum og sundfatnaði fyrir í henni. Allt er á sínum stað í sumartösku SPV. Kauptu gjaldeyrinn hjá Sparisjóði vélstjóra og fáðu sumartösku að gjöf. Verið velkomin á afgreiðslustaði okkar í Síðumúla í , Rofabæ 39 og Borgartúni 18. Simi575 4000 sþv Sparisjóður vélstjóra www.spv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.