Morgunblaðið - 14.05.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.05.2000, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ vinnslu enda er það mikil vinna því beinin eru bæði fleiri og smærri en í laxinum. Þar fyrir utan henta þær beinhreinsivélar sem framleiddar eru ekki vinnslu á silungi. Þess vegna er silungurinn beinhreinsað- ur með töng sem líkist flísatöng og þarf mikla nákvæmni og natni við þessa vinnu.“ Eruð þið þá ekki að selja dýrari framleiðslu en aðrir? „Við gefum okkur ekki út fyrir að selja ódýra vöru en varan okkar er þó vel samkeppnisfær í verði við annan fisk.“ Daglegur rekstur hjá Grásíðu ehf. er í höndum Ingveldar. Fjöl- skyldan er samhent og hjálpast að við reksturinn og vinnur þau verk sem þarf að sinna hverju sinni. Þegar Friðgeir hefur tíma aflögu starfar hann við fískvinnsluna og sama á við um synina. Þorgeir sé um reykinguna eins og áður segir, auk þess sem brýnsla á hnífum er alfarið í hans höndum. Foreldrar Ingveldar og Friðgeirs eiga hlut í fyrirtækinu og hafa þau hjálpað til við reksturinn á ýmsa vegu til dæmis við kynningar á framleiðslunni og fleira. Fyrirtækið hefur útvegað utanaðkomandi vinnu sem lætur nærri að nemi einu árs- verki. Þegar mest er að gera sem er á sumrin er Ingveldur með tvo til þrjá í vinnu hjá sér fyrir utan fjölskylduna. Of lítið gert af því að kynna físk sem grillvöru í upphaflegri áætlun stóð ekki til að framleiða graflax að sögn Ing- veldar en þróaðist út í það smám saman. „Við byrjuðum á því að framleiða graflax fyrir nokkra ein- staklinga og nú er hann orðinn um 10% af heildarframleiðslunni. Sú uppskrift sem ég nota við að grafa laxinn er fengin frá móðui- minni og höfum við aðlagað hana þannig að hún henti okkar vinnslu." Ingveldur segir að marineruðu flökin séu af frekar smáum fiski sem sé pakkað í neytendaumbúðir áður en þau fara á markað. „I fyrstu leit fólk á þessi flök sem sumarvöru og var fiskurinn einkum matreiddur á grill en nú er fólk einnig farið að steikja flökin á pönnu eða í ofni og salan er því orð- in jafnari. Árið 1998 framleiddum við IV2 tonn af þessum flökum en á síðasta ári fór framleiðslan í 3í4 tonn. Nú eru marineruðu flökin 40% af heildarframleiðslu okkar og reykti fiskurinn er 50% af fram- leiðslu fyrirtækisins. Mér finnst of lítið gert af því að kynna fisk sem grillvöru. íslending- ar framleiða kjöt sem sérstaklega er ætlað á grillið en fiskur er ekk- ert síðri matreiddur glóðarsteiktur, ef rétt er að farið. Ég ólst upp við það á mínu heimili að fiskurinn væri notaður á grillið og hefur mér þótt hann afar góður þannig," segir hún. Markaðssetning og dreifíng á eigin hendi Afurðir Grásíðu eru seldar í helstu verslunum á Norður- og Austurlandi og einstöku verslunum í öðrum landshlutum. í Reykjavík er fyrirtæki sem heitir Islenskur hagfiskur sem selur bæði mariner- uðu flökin og aðrar vörur Grásíðu í gegnum síma til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og sendir svo fiskinn heim að dyrum. Marineruðu flökin fara að mestu leyti sem kæli- vara í verslanir að sumrinu, en að vetrinum þegar eftirspurn er minni, er þeim eingöngu dreift sem frysti- vöru. Ástæðan er sú að það þarf að vera mikil hreyfing á þeim svo það svari kostnaði að framleiða þau og eftirspurnin er mest á sumrin. Fryst laxa- og silungsflök eru hins vegar seld í verslunum allan ársins hring. „Bragðgæði fisksins halda sér mjög vel þrátt fyrir frystingu,“ segir Ingveldur. „Ég hef tekið árs- gömul flök úr frysti hjá mér og þau hafa bragðast sem ný, það er því ekkert mál að selja þau í verslunum á vetrum.“ Markaðssetning og dreifing á af- urðum Grásíðu fer að mestu fram á vegum fyrirtækisins. „Við settum okkur það markmið í upphafi að auglýsa ekki vöruna í fjölmiðlum heldur kynna neytendum hana beint. Við höfum kallað þessa að- ferð munn við munn aðferðina, því Ingveldur Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grásíðu ehf. Morgunblaðið/Hildur Einars LOKSINS FANN EG RÉTTA BRAGÐIÐ eftir Hildi Einarsdótlur. VIÐSKIPn AIVINNUUr Á SUIMIMUDEGI ► Ingveldur Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grásíðu ehf., fæddist 13. júlí 1960 á Húsavík. Hún lauk námi í grunnskól- anum þar í bæ og fór því næst í Húsmæðraskólann á Laug- um í Reykjadal. Ingveldur og maður hennar, Friðgeir Þor- geirsson, byrjuðu búskap á Grásíðu í Kelduhverfi ásamt foreldrum Friðgeirs og byggðu tveim árum síðar nýtt íbúð- arhús á jörðinni sem þau nefndu Hraunbrún. Þau giftu sig hinn 10. desember 1977. Friðgeir hefur í mörg ár starfað sem sláturhússljóri hjá fiskeldisstöðinni Rifósi hf. ásamt sauðQárbúskap. I mörg ár vann Ingveldur við saumaskap eða þangað til hún ásamt manni sínum stofnaði Grásíðu ehf. - reykhús árið 1997. Þau Friðgeir eiga þrjá syni, Einar Árna, Helga Má og Björgvin Óla. REYKHÚSIÐ á Grásíðu stendur við Víkingavatn í Kelduhverfi. íbúamir við vatnið voru vanir að nýta silunginn sem er í vatninu sem ferskmeti á sumrin en taðreyktan á vetrum. Taðreyking hefur frá örófi alda verið ein algengasta aðferðin við að reykja kjöt og fisk hér á landi. Sú aðferð sem notuð er við reykingu afurða frá Grásíðu ehf. byggist ein- mitt á þessari gömlu verkþekkingu. Hér er um að ræða taðreyktan lax og silung. Fljótlega eftir að fyrir- tækið tók til starfa bættust fleiri vörutegundir við eins og grafinn lax og kryddlegin laxa og silungsflök, fersk eða frosin tilbúin beint á pönnuna eða á grillið. Ingveldur, sem hefur verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi, segir að hugmyndin að fyr- irtækinu hafi blundað lengi með þeim hjónum. Að baki þeirri hug- mynd lágu þær ástæður að staðan í sauðfjárbúskap er slík að fimm manna fjölskylda getur á engan hátt framfleytt sér af þeim fram- leiðslurétti sem bú eins og þeirra hefur í dag. Þar að auki fannst þeim full ástæða til að láta á það reyna hvort ekki væri hægt að skapa meiri atvinnu kringum full- vinnslu á afurðum úr laxi og sil- ungi, en í Kelduhverfi og Öxarfirði er framleiddur um það bil helming- ur alls eldisfisks sem til verður á landinu. Það skiptir líka máli að á Grásíðu voru útihús sem höfðu gegnt hlut- verki fjóss og vélageymslu, og voru ekki lengur í notkun og þau sáu fyrir sér að mætti nýta undir starf- semina. Það var svo á þjóðhátíðardaginn 17. júní fyrir tæpum þrem árum að þau hófust handa við að sníða gömlu útihúsin að þörfum reksturs- ins. Byrjað var á að rífa allt innan úr húsinu svo eftir stóðu aðeins steinveggir, sperrur og langbönd. „Áður en við byrjuðum að innrétta húsið öfluðum við okkur nákvæmra upplýsinga um hvaða kröfur eru gerðar til vinnustaðar sem þessa,“ segir Ingveldur. „Við endurbygg- inguna var farið að öllum kröfum sem þarf að uppíylla til að vinnslan fengi starfsleyfi. Eins og reglur gera ráð fyrir kom svo heilbrigðis- eftirlitið og lagði blessun sína yfir framkvæmdirnar í lokin. Til vinnslunnar keyptum við ýmis tæki og tól eins og kæli, frystitæki, beinhreinsivél og pökkunarvél og komum þar fyrir. I október sama ár var húsið fullbúið bæði að innan og utan. Taðreykja fískinn Það voru ýmsir sem töldu að það hefði verið hagkvæmara að byggja hús utan um starfsemina," heldur Ingveldur áfram frásögn sinni. „En það er alltaf hætta á þegar hús missa tilgang sinn að þau grotni niður og okkur langaði ekki að sjá það gerast á Grásíðu því íbúðarhús- ið og útihúsin mynda eina heild sem yrði þá ekki eins heilleg. Við ákváð- um því að nýta gömlu húsin.“ Fyrstu vörurnar sem fyrirtækið þróaði og sendi frá sér var tað- reyktur lax og silungur í lofttæmd- um neytendaumbúðum. Aðferðina við að reykja fiskinn byggja þau á þekkingu Þorgeirs Þórarinssonar, bónda á Grásíðu, föður Friðgeirs, sem verður 85 ára á þessu ári en hann sér um reykinguna á fiskin- um. „Þekking hans á reykingu með taði er lykillinn að framleiðslunni," segir Ingveldur. Á árum áður fór reykingin fram í torfkofum en á Grásíðu er reykhús- ið aflögð votheysgryfja sem hefur verið endurbyggð en hún stendur skammt frá vinnsluhúsinu. Ingveld- ur vill ekki upplýsa hvaða aðferðum er beytt við reykinguna og segir að það sé framleiðsluleyndarmál. „Til þess að vel takist til þarf taðið að vera þurrkað og verkað rétt,“ segir hún. „Við höfum því orðið að hverfa til fortíðar og setja hluta af fénu á tað í stað grinda eins og nú tíðkast. Þegar féð fer út á vorin þurfum við að stinga út úr fjárhúsunum og þurrka taðið. Hér áður fyrr þegar tað var verkað til reykingar var það borið á tún og hreykt þar og látið þorna. Þegar rigndi þurfti að stafla því saman og breiða yfir það. Við not- um nú nútímalegri aðferðir sem ekki eru eins háðar veðri og vind- um. í upphafi þegar við vorum að velta því fyrir okkur að fara út í þessa framleiðslu var taðið mesti óvissuþátturinn þ.e. hvort við gæt- um unnið nóg tað til að eiga í vinnsluna. Það er algengt að reyk- hús þurfi að kaupa tað dýrum dóm- um því taðið er orðið vandfengið vegna breyttra búskaparhátta. Nú nota menn líka ýmislegt annað við reykingu eins og ýmsar viðarteg- undir.“ Ingveldur segir að þegar þau hafi verið að kynna fiskinn hafi þau iðu- lega verið spurð hvort fiskurinn frá þeim væri ekki örugglega reyktur með kindataði því það séu margir, þá ekki síst eldri kynslóðin, sem ólst upp við taðreyktan fisk sem vilji helst ekki annað. „Þegar fólkið bragðar fiskinn okkar á það til að segja: „Loksins finn ég bragðið sem ég fann af reykta fiskinum heima!“ Það sem okkur finnst einnig dýr- mætt er að geta viðhaldið þeirri verkþekkingu sem þarf til að tað- reykja matvæli. Það eru ekki mjög margir sem búa yfir þessari þekk- ingu nú á dögum.“ Allur fískurinn beinhreinsaður Ingveldur segir að þau hafi sett sér það markmið að fiskurinn frá þeim væri allur beinhreinsaður og fullsnyrtur svo varan væri aðgengi- leg og fólk ekki að kaupa eitthvað sem það þyrfti síðan svo að henda eins og hún orðar það. „Ég tel að marineruðu flökin sem við erum að selja myndu ekki seljast eins vel ef fólk þyrfti að beinhreisa þau áður en þeirra er neytt. I því skyni keyptum við beinhreinsivélina. Fram til þessa hefur það ekki tíðk- ast að beinhreinsa silung við full- I fe
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.