Morgunblaðið - 14.05.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 31
Morgunblaðið/Hildur Einarsdóttir
Utihúsunuin á Grásíðu var breytt í vinnsluhús þar sem framleiddar eru
fullunnar vörur úr laxi og silungi.
„Vid höfum sett okkur þad markmið
að allur fiskur frá okkur sé bein-
hreinsaður og fullsnyrtur svo varan
sé aðgengileg og fólk sé ekki að
kaupa eitthvað sem það þarf síðan
að henda.“
kynningin felst í því að koma vör-
unni upp í munn viðskiptavinarins,'*
segir Ingveldur kímin.
„Við höfum lagt áherslu á að
taka þátt í vörukynningum og ein-
staka matvælasýningu. I þessum
kynningum höfum við Friðgeir og
fleiri úr fjölskyldunni annast kynn-
ingarstörfin. Þannig höfum við náð
persónulegu sambandi við við-
skiptavinina. Við höfum orðið vör
við að fólki finnist gott að tala við
framleiðendurna sjálfa. Það getur
þá spurt nánar út í innihald og
meðhöndlun vörunnar.
Óánægð með sífelldar hækk-
anir á þungaskatti bifreiða
Við höfum farið rólega af stað
með kynningu á vörum okkar því
við höfum viljað geta ráðið við það
sem við erum að gera, auk þess
sem framleiðslugeta okkar er að
vissu leyti takmörkuð enn sem
komið er.
Við höfum mjög gaman af kynn-
ingarstörfunum og höfum fundið að
þau skila sér vel. Friðgeir stóð til
dæmis í 24 klukkutíma við grillið
eina helgina í fyrra svo þetta getur
stundum verið strembið."
Er full nýting á vinnsluhúsinu?
„Nei, svo er ekki. Við erum alltaf
að hagræða og velta því fyiár okkur
hvernig við getum nýtt húsnæðið
og tækin betur. Vinnan er mjög
árstíðabundin, það er mikið að gera
á sumrin en minna á veturna. Þetta
er þó að breytast því fólk er í aukn-
um mæli farið að kaupa frystu,
marineruðu flökin frá okkur á vet-
urna. Aukin eftirspurn eftir þeim
gerir það líka að verkum að við get-
um unnið flökin þegar það er hent-
ugt fyrir okkur og gott hráefni
fæst.“
Dreifingin á afurðum Grásíðu
hefur verið í höndum Ingu. „Ég
hringi vikulega í verslanirnar sem
ég á viðskipti við. Flutningabíll fer
héðan úr Kelduhverfinu seinni
hluta hvers virks dags og varan er
því komin í verslanir um hádegi
daginn eftir og það á líka við um
Reykjavík," segir hún. „Þrátt fyrir
að dreifingin sé mikil vinna þá
sparar hún okkur umboðslaun auk
þess sem við erum í persónulegu
sambandi við stjórnendur verslan-
anna sem við teljum mikilvægt. Það
getur verið að við næðum meiri
dreifingu ef við hefðum öflugan
umboðsmann en við kjósum þessa
leið.“
Finnið þið ekki íyrir því að vera
langt frá stærsta markaðinum sem
er höfuðborgarsvæðið?
„Nei, það hefur ekki háð okkur
fram að þessu. Það sem við höfum
hins vegar verið óánægð með er að
það er sífellt verið að hækka
þungaskatt á bifreiðum. Þetta þýðir
auknar álögur á fyrirtæki sem eru
starfrækt út á landi. Við fiytjum
okkar vörur með bifreiðum og rek-
um sjálf sendibíl sem við notum til
að ná í hráefni og koma frá okkur
fullunninni vöru. Við verðum því
meira vör við þungaskattshækkanir
þar sem vegalengdir eru meiri hjá
okkur en til dæmis þeim sem búa í
Reykjavík.
Kenna afurðirnar við Grásíðu
Það er annað atriði sem ég vildi
koma að fyrst ég er farin að finna
að yfirvöldum. Það er mjög mis-
jafnt hvernig bæir éru í sveit settir
hvað varðar raflínur, þ.e.a.s. hvort
þeir hafa aðgang að eins fasa eða
þriggja fasa rafmagni. Þau fyrir-
tæki sem hafa eingöngu aðgang að
eins fasa rafmagni eiga ekki kost á
að nota eins öflug tæki við fram-
leiðsluna og hinir. Oft á tíðum eru
þessi eins fasa rafmagnstæki auk
þess mun dýrari. Þau fyrirtæki sem
vilja breyta yfir í þriggja fasa raf-
magn, og það á við um okkar fyrir-
tæki, þurfa að borga allan kostnað
við að fá raflínum breytt, sem getur
skipt hundruðum þúsunda, eða
jafnvel milljónum meðan fyrirtæki
og einstaklingar í þéttbýli geta
fengið þriggja fasa rafmagn með
því að greiða nokkrar þúsundir
króna.“
Talið berst að umbúðum afurð-
anna frá Grásíðu. „Við höfum ekki
haft bolmagn til að leggja mikið
upp úr umbúðum en teljum vöru-
merkið okkar vel heppnað," segú'
hún. „Við kusum að kenna afurðir
okkar við Grásíðu sem er alda gam-
alt bæjarnafn, auk þess að það er
alþekkt úr Gísla sögu Súrssonar.
Öllum okkar vörum er pakkað
inn í lofttæmda poka af mismun-
andi stærðum. Við höfum ekki vilj-
að notast við frauðplastbakka undir
fiskinn því erfitt er að farga þeim.“
50% aukning á verðmæti
og magni milli ára
Ingveldur lætur vel yfir rekstrin-
um og segir að þau Friðgeir hafi
gefið sér þrjú ár til að koma fyrir-
tækinu á legg svo það geti farið að
standa undir sér. „Enn sem komið
er er ekki hagnaður af rekstrinum
en við gerum okkur vonir um að
svo verði í náinni framtíð því aukn-
ing á verðmæti og magni jókst um
50% á milli áranna 1998 og 1999.
Það er ánægjulegt að finna að
veltuaukningin heldur áfram á
þessu ári. Ef bornir eru saman
fyrstu þrír mánuðir þessa árs og
ársins á undan þá hefur salan auk-
ist um 50% fyrstu þijá mánuði yfir-
standandi árs. Á síðastliðnu ári
velti fyrirtækið 6,3 milljónum króna
á móti 4,2 milljónum árið áður.
Auðvitað hefur þetta kostað
mikla vinnu,“ segir Ingveldur að-
spurð,“ en það er mjög ánægjulegt
hve varan okkar hefuð fengið góð
viðbrögð. Fyrirtækið hefur einnig
fengið góða umfjöllun í fjölmiðlum.
Það er eins og meira sé tekið eftir
litlum fyrirtækjum úti á landi en
stórum fyrirtækjum í Reykjavík.
Það er því ekki allt vont við að vera
úti á landi,“ segir hún sposk.
Fiskúrgangurinn endurunninn
Frá Grásíðu ehf. fellur töluvert,
til af fiskúrgangi sem nágranni
þeirra Þórarinn Þórarinsson, sauð-
fjárbóndi í Vogum, tekur og saltar
niður í tunnur, hakkar síðan og not-
ar sem fóður fyrir féð. „Við höfum
því ekki þurft að leggja í kostnað
við að urða þennan úrgang. Síðast-
liðið sumar jókst framleiðsla okkar
hins vegar það mikið að fé Þórarins
torgaði ekki því sem til féll af úr-
gangi og hefur okkar fé því notið
góðs af því í vetur. Með þessu spar-
ast nokkur fóðurbætiskostnaður,
auk þess sem hér á sér stað ákveð-
in hringrás. Féð fær fiskúrganginn
til neyslu sem gefur frá sér tað til
framleiðslunnar og svo hefst ferlið
aftur. - Ef þetta er ekki endur-
vinnsla þá veit ég ekki hvað er end-
urvinnsla!"
Ingveldur hefur verið vakin og
sofin yfir rekstri Grásíðu. Frá því
fyrirtækið var stofnað hafa verk-
efnin verið mörg og ólík. Fyrst fóru
kraftar þeirra hjóna í að byggja
upp vinnsluhúsið, síðan að þróa
vöruna, afla markaða, verka fiskinn
og fást við fjármálin.
Það kemur fram að Ingveldur
hefur takmarkaða skólagöngu en
það hefur ekki háð henni að neinu
marki. „Ég tel að maðurinn læri
ekki alltaf mest á því að vera i
skóla. Aðalatriðið er að vera opinn
fyrir því sem maður er að fást við,“
segir hún. Þegar Ingveldur er
spurð að því hvernig hún sjái fyrir
sér framtíðina segir hún að neyt-
endur eigi von á nýjungum frá fyr-
irtækinu með vorinu. Þetta verðui-
fullunnin vara úr laxi, tilbúin beint
á pönnuna. „Fyrirtæki eins og
þetta þarf að vera opið fyrir því
hvað markaðurinn vill hverju sinni
og svara kröfum hans,“ segir hún.
„Jafnframt þarf að gæta þess að
halda gæðum framleiðslunnar stöð-
ugum þannig að viðskiptavinirnir
viti ætíð að hverju þeir ganga.“
ífeyrír
Arsfundur 2000
IjfSSfl
í .
Ársfundur Samelnaða Iffeyrissjóðslns áríð 2000 verður haldinn mánudaginn 15. maí kL 16:00
að Grand Hótel; Reykjavik, Sigtúni 38.
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Önnur mál löglega upp borin.
Fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar um 7% hækkun lífeyris umfram verðbólgu.
Þeim sjóðfélögum sem hafa áhuga á kynna sér tillögur um breytingar á samþykktum Sameinaða lífeyrissjóðsins er bent
á að hægt er að nátgast þær á eftirfarandi hátt:
1. Á skrifstofu sjóðsins að Borgartúni 30, Reykjavík
2. Fá þær sendar með því að hafa samband í síma 510-5000
3. Fletta þeim upp á heimasíðu sjóósins á stóðinni www.tfteyrir.fc
Sameinaði lífeyrissjóðurinn er staersti lífeyrissjóður landsins og voru heildareignir hans 39,6 miijairdarí árslok
1999. Rekstur sjóðsins gekk afar vel á árinu 1999 og er tillaga um réttindaaukningu lögð fram í Ijósi þess. Raunávöxtun
sjóðsins var og rúmlega 10,000 sjóðfélagar greiddu til hans.
Reykjavík 17. apríl 2000,
stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins
Sð « l&l • s,í»i 81© S©ð© * fw; 810 8010 • «n©ttato»®iif«ydr,is • tfeyrtf.fc