Morgunblaðið - 14.05.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.05.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 37 MINNINGAR Anna elskaði fjölskylduna sína, böm og barnaböm og fékk ég alltaf að fylgjast með í hvert skipti sem hópurinn hennar stækkaði. Sögur af bamabörnunum í daglegu lífi vom hennar yndi og hún tók vel eftir persónuleika og séreinkennum hvers og eins. Það var notalegt að finna að hún leit á mig sem hluta af hópnum sínum. Anna min! Frá okkar fyrstu kynnum sýndir þú mér ætíð hlýju og virðingu. Þó ekki hefðir þú úr miklu að spila þá áttum við Hreinn þig alltaf að á okk- ar fyrstu búskaparárum. Þegar Ásta systir þín dó gekkstu honum í móð- urstað og börnunum mínum varst þú sú amma sem þau ekki áttu. Fyrir það get ég aldrei þakkað þér að fullu. Þú skilur eftir minninguna um ást- kæra frænku, ljúfa vinkonu, en fyrst og fremst góða manneskju. Með ást og söknuði kveð ég þig og óska þér góðrar ferðar á næsta tilverustig. Frilli, Daði, Víðir og fjölskyldur, Palli og Steinar. Ég votta ykkur samúð mína við fráfall Önnu og Sollu. Blessuð sé minning þeirra. Guðrún Jónína Magnúsdóttir. Elsku amma mín. Oft er stutt á milli gleði og sorgar í þessu lífi eins og ég fékk að reyna þegar mamma mín hringdi í mig og tilkynnti mér að þú hefðir dáið um morguninn. Þessi dagur átti að vera gleðidagur þar sem ég ætlaði að halda upp á tveggja ára afmæli sonar míns en ég vissi þó að þú myndir ekki komast í afmælið þar sem þú lást á spítala að berjast fyrir lífi þínu eftir erfiða aðgerð. Þetta var erfiður dagur, að reyna að gleðjast fyrir hönd sonar míns vitandi það að ég myndi aldrei geta hitt þig aftur. Á svona stundu þegar sorgarfrétt- ir berast þá hrannast minningarnar upp, mér finnst eins og allt hafi gerst í gær, þegar ég og Steinar frændi vorum uppi á háalofti í Hlégerðinu að leika okkur að StarWars-köllun- um hans. Ég átti þá nú reyndar líka eða þóttist eiga þá því við vorum mjög mikið saman á okkar yngri ár- um enda vorum við jafngömul. Fólki fannst það alltaf skrítið að heyra mig segja að ég ætti frænda sem væri jafngamall mér og mamma hans væri amma mín, ekki lagaðist það nú þegar ég sagði að hann væri bróðir hans pabba míns. I Hlégerðinu var nú margt brallað, ég man sérstak- lega þegar þú leyfðir mér og Steinari að leika okkur með hveitipoka og þá má með sanni segja að eldhúsið hafi verið „hveitað". Við vorum eins og hveitiklæddir draugar, en mikið rosalega var gaman hjá okkur. Mér eru mjög í minni fjölskyldu- jólaboðin sem þú hélst niðri á Ás- braut en þangað fluttust þið eftir að hafa búið í Hlégerðinu. Alltaf var boðið í hangikjöt á annan í jólum og voru öll börnin þín, makar og barna- börn að ógleymdri henni Sollu systur þinni mætt í sínu fínasta pússi. Ég man eftir rauða litla bílnum sem þú áttir og einu sinni fórum við út að keyra og þegar rennt var í hlað á Ásbrautinni, en það var smáhalli upp að húsinu, þá skildii- þú bílinn eftir í hlutlausum gír og settir ekki í handbremsu og svo ætlaðir þú bara að fara út úr bílnum og ég líka en þá 3iómabúðm öapðshom v/ l-assvogskirkjMgatlð ^ Sími: 554 0500 fór bíllinn að renna afturábak og við hlógum eins og vitleysingar og stuttu eftir það hættir þú að keyra og ég man að það fannst mér ekkert skrítið. Eftir að hafa búið á Ásbrautinni í nokkur ár fluttist þú niður í Gull- smára og þá ferðaðist þú allt með strætó og þær voru ófáar stundirnar sem maður rakst á þig á röltinu í Hamraborginni eða mætti þér labb- andi á Borgarholtsbrautinni þar sem þú varst að koma úr sundi. Það verð- ur skrítið að eiga ekki von á því að hitta þig í Hamraborginni aftur og skutla þér heim eða bjóða þér óvænt í mat eins og gerðist stundum. Það verður líka skrítið að geta ekki skroppið til þín í heimsókn í Gull- smárann og montað sig af litla stolt- inu mínu eða leyft þér að vera stolt af litla stoltinu mínu honum ísidór. Það er margt sem mig langar til að segja við þig en ég ætla að láta þessi fátæklegu orð duga í bili og eiga minningarnar um þig í hjarta mínu. Guð geymi þig amma mín, Anna Guðný. Það er frekar af vilja en mætti að ég skrifa þessi fátæklegu orð um vin- konu mina Önnu Friðleifs. Þegar ég hugsa til baka koma margar minn- ingar upp í hugann og eru þær allar ljúfar og góðar. Oft komst þú í heim- sókn og þá var hlegið og gert að gamni sínu, og rifjaðar upp gamlar minningar. Ég á eftir að sakna þín því ég gat alltaf leitað til þín með mín vandamál og þú reyndir að hjálpa mér að leysa þau og gafst mér góð ráð. Þú varst vel gefin kona og víðlesin. Ég gleymi ekki þegar þú komst í heimsókn eftir bókasafnsferð og baðst mig að keyra þig heim því bækumar voru svo þungar, þú sagð- ir: Það er best að fara í búð í leiðinni og nota ferðina. Alltaf varst þú mjög þakklát þegar maður gerði þér greiða. Oft gustaði af þér þegar við fórum eitthvað en það fór fljótt af þér því þreytan sagði til sín, þú varst svo úthaldslítil síðustu ár. Aldrei slepptir þú sundi, ef það kom fýrir þá varstu veik, þú varst sannkölluð sunddrottning Kópavogs. Ég man þú baðst mig að koma í sund, þú sagðir að ég hefði gott af því. Ég var ekki lengi að koma mér undan því með því að segja að ef ég færi ofan í laugina þá færi allt vatn úr henni og þú stæðir á bakkanum. Þú hafðir gaman af vitleysunni í mér, svona gátum við látið hvor við aðra og höfðum gaman af. Elsku Anna, nú er komið að kveðjustund. Ég þakka þér fyrir samfylgdina, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert og Guðmundur sonur þinn hefur tekið vel á móti þér og þið takið vel á móti Sollu systir þinni sem kvaddi þennan heim þrem dög- um á eftir þér. Blessuð sé minning þín elsku Anna, ég votta öllum ættingjum og vinum samúð mina. Minning um góða konu mun lifa. Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Hvíl í guðs friði. Þín vinkona Soffía Ragnarsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GEIRLAUG ÞÓRARINSDÓTTIR, Hrafnistu, áður Bugðulæk 17, Reykjavík, lést fimmtudaginn 4. maí sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Guðjón Ingi Eggertsson, Oddur Jónas Eggertsson, Jóhanna Katrín Björnsdóttir, Þórunn Arndís Eggertsdóttir, Hákon Jónsson, barnabörn og langömmubörn. t Dóttir mín, MAGNEA V. MAGNÚSDÓTTIR, Santana, Vista, Kaliforníu, lést á heimili sínu í Vista, Kaliforníu, þriðju- daginn 2. maí. Bálför hefur þegar farið fram. Fyrir mína hönd, systkina, barna og barna- barna. Magnús Berg Bergsteinsson. t Ástkær móðir okkar, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Sundlaugavegi 22, Reykjavík, lést á líknardeild Landspitalans miðvikudaginn 10. maí. Helga Rut Baldvinsdóttir, Sigurður B. Baldvinsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, JÓNU KRISTÍNAR HARALDSDÓTTUR, Grýtubakka 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki krabbameins- og gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun. Kristján Vernharðsson, Sigrfður Gunnarsdóttir, Stefán Hallgrímsson, Haraldur Gunnarsson, Ingibjörg Gísladóttir og barnabörn. 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar- svæðinu sem og þjónustu við landsbyggðina Í10 ár og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta verð allra á líkkistum og þjónustu við útfarir. Sími 567 9110 & 893 8638 Rúnar Geinnundsson Sigurður Rúnaisson www.utfarir.is utfarir@itn.is útfararstjóri útfararstjóri ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Baldur Einarsson Sverrir BHW Frederiksen útfararstjóri, Olsen WMl jfl útfararstjóri, ■a M sími 896 8242 útfararstjórt. ÆSD sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is - ................................................... T Kveðjuathöfn um móðursystur mína, HERDfSI ÖNNU TÓMASDÓTTUR frá Víghólsstöðum, til heimilis á Sólvangi í Hafnarfirði, verður í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 16. maí kl. 15.00. Jarðsett verður að Staðarfelli í Dölum laugar- fÍ daginn 20. maí kl. 14.00. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir. t Alúðarþakkir til allra fyrir samúð ykkar og hlý- 0% hug við fráfall og jarðarför DANÍELS GUNNARS JÓNSSONAR, Borgarnesi. Hjartans þakkir færum við starfsfólki deildar ■ 2B á Sjúkrahúsi Akraness og sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni. Jgr* Guð blessi ykkur öll. Hrefna Sigurðardóttir, og fjölskylda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.