Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Sverrír Jíríetfáneeon Simi: 575 8500 • Fax: 575 8505
Iðgg. fastdgnaeaU KY^ng:
Netfang: svernr@fastmidl.is
OPIÐ HÚS í DAG FRÁ KLUKKAN 13.00-15.00
GLAÐHEIMAR 4 í REYKJAVÍK
Glæsileg fyrsta hæð með
sér inngangi. Forstofa
með flísum á gólfi. Rúm-
gott forstofu herbergi
með dúk á gólfi og er
möguleiki á að opna Ihri.í
stofu. Stofan er rúmgóð
með parketi á gólfi. Eld-
hus er með ágætri inn-
réttingu og rúmgóðum
borðkrók. Baðherbergi er með fallegum flísum í hólf og gólf, baðkar og
sturta. Hjónaherbergi er rúmgott með parketi og góðum skápum. Garð-
ur og hús í sérlega aóðu viðhaldi. Elísabet tekur á móti gestum á milli
14:00 - 16:00 í dag. Áhv. 4,6. Verð 10,5 m.
N
r*
Glæsilegar skrifstofur - 560 fm - Fallegt útsýni
U.þ.b. 25 skrifstofuherbergi á 2 hæðum. Fullkomin fundaraðstaða.
Nýtískulegar og vandaðar innréttingar.
Faxafen 1.500 fm
Vandað húsnæði á 2. hæð. Stór opin rými með ótal nýtingarmögu-
Ieika.
734 fm - Besta verðið
Úrvals húsnæði fyrir framleiðslufyrirtæki. 380 fm vinnusalur. 107 fm
skrifstofur. 246 fm lagerrými í kjallara. Kr. 55 þ. fm. Byggingarréttur
fyrir 300 fm fylgir.
400 fm í miðborginni
Húsnæði á 2. hæð með góðum innkeyrsludyrum og útiplássi. Skrif-
stofuhluti með sjávarútsýni.
Ármúli 4-500 fm
Til leigu iðnaðarhúsnæði á götuhæð. Kjörið húsnæði fyrir hverskyns
þjónustu- og lagerhald. Bjart húsnæði. Mikil lofthæð.
Fjárfesting í verslunarhúsnæði
Til sölu úrvals verslunarpláss í verslunarmiðstöð með 10 ára traustum
leigusamningi. Leiga kr. 150 þ. á mán. Verð ca kr. 17 millj.
6x190 fm einingar
Nýtt iðnaðarhúsnæði við Lækjarmel. Hver eining kostar kr. 10,9 millj.
Lán frá seljanda allt að kr. 7,0 millj. Góð lofthæð. Möguleiki á milligólfi
í hluta húsnæðis.
Bílhlutaverslun - byggingarréttur
Til sölu er lítil en traust þifreiðavarahlutaverslun í Ártúnshöfða. 233 fm
lagerhúsnæði fylgir og byggingarréttur fyrir 655 fm nýbyggingu.
Fjöldi annarra eigna og fjárfestingarvalkosta
VAGIM JÚIMSSOIM EHF. fasteignasala
Skúlagötu 30, sími 561 4433
Júdasarbrennur
á páskum
PÁSKAR á Krít eru einstök reynsla
fyrir bælda og hefta lúterstrúar-
menn. Þeir minna meira á gamlárs-
kvöld og áramótagleði, en píslar-
göngu Krists og heilaga upprisu.
Þótt allir séu ekki jafntrúaðir og
fylgnir Orþódox-kirkjunni, halda
allir jafnmikið upp á páskana og
langflestir fara til kirkju sérstak-
lega á laugardeginum fyrir páska.
Þá er haldin kvöldmessa í öllum
kirkjum eyjarinnar og reyndar á
öllu Grikklandi, sem hefst um ellefu-
leytið og lýkur laust eftir miðnætti.
Að henni lokinni streyma alltr heim
til sín og éta sig pakksadda fram á
nótt. Flestir borða ekki kjöt í páska-
vikunni og hlakka því til að rífa það í
sig aðfaranótt páskadagsins ásamt
öðru góðmeti. Þar með lýkur páska-
vikunni og daginn eftir á páska-
sunnudag er páskalambið snætt við
mikinn fögnuð.
Krítverjar eru einstaklega gest-
risnir og alveg sérstaklega yfir
páskahátíðina, þá má enginn vera
einn og yíirgefinn, ekkert frekar en
á jólunum hjá okkur. Allir vildu
bjóða heim í mat um páskana, bæði
eftir laugardagsmessuna og eins í
páskalambið. Tilboðin streymdu til
okkar úr öllum áttum, jafnvel lækn-
irinn hvíslaði því að mér hvort ég
vildi ekki líta til hans í mat á sunnu-
deginum. Það varð úr að við þáðum
heimboð til hennar Dimitríu okkar
sem býr í 120 manna þorpi rétt utan
við ströndina. Við ætluðum að hitt-
ast í þorpskirkjunni í kvöldmess-
unni og fara síðan heim til hennar
og borða á okkur gat. Við rugluð-
umst samt aðeins á kirkjum í páska-
myrkrinu og fórum í næsta þorp við
Krítarkort
Júdasarbrennur um
páska er siður sem ein-
göngu viðgengst á Krít
og fer fram í öllum þorp-
um og bæjum. Hlín
Agnarsdóttir komst að
því að þær eru ekki
endilega öllum að skapi.
Okristilegt og frum-
stætt segja margir,
enda megi rekja siðinn
aftur til heiðinna minna.
hliðina og hittum hana ekki fyrr en
messunni lauk. Hún fann á sér að
við hefðum ruglast, svo hún sendi
hann Stelios manninn sinn til að
sækja okkur þar sem við stóðum ein
á kirkjutröppunum með okkar kerti
alveg að fara að gráta og allir farnir
heijn að borða.
A föstudaginn langa fara fram
miklar serimóníur sem snúast aðal-
lega í kringum líkbörm- og grafhýsi
Ki’ists. Það heitir „epitaphios" á
grísku sem þýðir grafhýsi. Snemma
morguns taka konur sig til í söfnuð-
um landsins og skreyta táknrænar
líkbörur Krists með litskrúðugum
ilmandi vorblómum. Seinna um
kvöldið er síðan farið í skrúðgöngu
með líkbörurnar um þorp og bæi.
Eg lenti inni í miðri göngunni sem
fór um Haniaborg. Þá var ég búin að
sniglast upp í nunnuklaustrið í
Korakies og hlusta þar á ævafornan
helgisöng nunnanna sem virtust
engu yngri en hljóðin sem þær gáfu
frá sér. Fólk streymdi inn og út úr
lítilli og þröngri klausturskirkjunni,
kveikti á kertum og kyssti líkbörur
Krists. Fyrir utan kirkjuna sat fólk
líka eða stóð undir trjám, talaði
saman, reykti og kyssti hvert annað
með orðunum „kallo paska“ - gleði-
lega páska. Skrúðgangan með lík-
börur Krists í Hania hlykkjaðist í
gegnum gamla tyrkneska hverfið
Splantzia og endaði niðri á höfn með
brennum og sprengingum. Við hafn-
arbakkann á innri höfninni var búið
að koma fyrir röð af bálköstum og
gálgum, en á þeim héngu tusku-
bráður sem einna helst minntu á
fuglahræður. Eldar loguðu glatt í
köstunum og við nánari eftir-
grennslan kom í ljós að hér væri
verið að brenna svikarann Júdas á
báli.
Júdasarbrennur um páska eru
siður sem eingöngu viðgengst á Krít
og fer fram í öllum þorpum og bæj-
um. Þær eru ekki endilega öllum að
skapi. Ókristilegt og frumstætt
segja margir, enda má rekja siðinn
aftur til heiðinna minna. Þegar ég
spyr hann Lambaþakis, sérfræðing
minn í krítverskum málefnum,
hvers vegna þeir kveikja í Júdasi á
páskum, þá verður hann alvarlegur
á svip og segir með dulitlum tilfinn-
ingaþrunga í röddinni: „Nú, af því
við þolum ekki svikara hér á Krít,
höfum aldrei og munum aldrei.“ Svo
4 ÞITTFE
Maestro hvar sem
m ÞÚ ERT
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Qfuntu
tískuverstun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
NÁMSKEIÐ UM
VISTME
•4 S'J I r i , rr; u rr, 2. - I ! . júrií 20Ó0
Er þér annt um umhverfið og kynslóðirnar sem
eiga að taka við þvi? Viltu sjá mannlegt samfélag taka
meira mið af verndun umhverfisins og skynsamlegri
nýtingu auðlindanna þar sem ekki er gengið á
höfuðstólinn?Viltu læra að breyta lifnaðarháttum
þínum í vistvænna horf og fá þjálfun í að flétta saman
nútíma tækni og gömlum náttúrulegum aðferðum
við að lifa vel af jörðinni og hlúa að henni; rækta
jörðina og samskipti við náungann um leið?
u
Námskeiðið er alþjóðlega viðurkennt, samtals 72 klst Námskeiðið
fer að mestu fram á ensku, en íslenskur sérfræðingur kennir einnig
á námskeiðinu og hjálpartil við skilning. Aðalkennari verður hinn
kunni „permacufture" -kennari Graham Bell sem er höfundur
bókanna „Permaculture garden" og „The Permaculture way".
Fræðslumiðstöð Sólheima stendur fyrir námskeiðinu og verður
byggðarhverfið á Sólheimum vettvangur námskeiðsins og verklegra
verkefna. Gisting á Gistiheimilinu Brekkukoti, Sólheimum.
Vistmenning eða permaculture hentar öllu fagfólki
og áhugafólki um umhverfismál, ræktun og félagsleg
málefni. Námskeiðið höfðar til þeirra sem vilja gera
eigið heimilishald sjálfbært og einnig þeirra sem
vinna með stærri skipulagsheildir og vilja sjá meira
af náttúrunni f nánasta umhverfi mannsins.
Upplýsingar:
Skránirg og nánari upplýsingar gefur Óðinn Helgi
íslma 486 4430 eda 486 4468 - 112.
Netfang: odinn@solheimar.is
am
FRÆÐSLUMiÐSTdÐ
SÓLHEiMA
GbmAL*Km>
Ecovillaöe
NeT'WÖKÍC