Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 48

Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 48
48 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens — FOLK HELDUR AÐ PAÐ FAI VÖRTUR BARA MEÐ PVÍ AÐ LEIKA MEB MIG! ENEKKERT ERFJÆR 5ANNLEIKANUM! PAUFA VIST VÖRTUR MEÐ SMÁSNERTINGU ! NU, HUNDAR ERU TRYSSIR HÚS- BÆNDUM SÍNUM A tyEDAN KETTIR LETU JAFNVEL MÓDUR SÍNA RÓA 17----------'nJ 1 AÐEINS SESN SREIDSLU Hundalíf Hún fórísína J ladtomr' rv versl^l^ZJi T=T TmFf -=nc=2 -JIp =30 \ Vl X v _o — ~0 i.i.i ... jt'' j— Ljóska Ferdinand í dag heiti ég Pálúia. Þótt þú hétir Lúðvík 14 þá Shakespeare sagði að nðfn stæði raér ekki væru áhugaverð. sagði. meir á sama. Ég veit hvað Shakespeare Af hveiju ætti ég að kalla mig Lúðvík 14. Það ætlar bara ekki að kvikna áperunni hjá henni. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Við erum kaup- menn á horninu Frá Hjördísi Andrésdóttur og Sigrúnu Kayu Eyfjörð: EFTIR AÐ hafa lesið bréf Guðnýjar Sigurðardóttur til Morgunblaðsins 9. maí máttum við undirritaðar til með að senda nokkrar línur í blað allra landsmanna. Við erum svona „kaupmenn á horninu“, rekum verslunina Skerja- ver sem staðsett er „á horninu" í Skerjafirðinum í Reykjavík. Versl- unin er ein af þessum litlu búðum sem reynir eftir fremsta megni að eiga flest það á boðstólum sem þarf til venjulegs heimilishalds. Við fórum ekki varhluta af verk- falli mjólkurfræðinga fremur en aðr- ar verslanir í landinu. Þrátt fyrir að panta eins mikið af mjólk og okkar litla rými leyfði var útséð kvöldið fyrir fyrirhugað verkfall að mjólk- urskortur yrði daginn eftir. Fyrsta hálftímann eftir að við opnuðum þennan ágæta verkfallsdag komu óvenju mörg ný andlit inn í búðina, einmitt til að bera sig eftir þessari eftirsóttu vöru, og það verður að segjast eins og er að ekki hvarflaði að okkur að skammta mjólkina, það- an af síður að fara eftir því hvort um fastakúnna eða sjaldséðari kúnna væri að ræða. Ekki urðum við varar við að hverfisbúar „hömstruðu" sér- staklega fyrir verkfallið, við gátum ekki betur séð en hver keypti þann skammt af mjólk sem hæfði fjöl- skyldustærð hans. Við viljum nota tækifærið og hvetja Guðnýju til að líta til okkar í Skerjaveri því þar leggjum við okkur í líma við að koma fram af jafn mikilli kurteisi við alla þá sem inn í búðina koma, hvort sem þeir eru ungir eða aldnir, kunnugir eða ókunnugir. Við reynum að koma því svo fyrir að allir viðskiptavinir okkar fari ánægðir út, með jákvæðar hugsanir og löngun til að koma aftur í búðina til okkar. A þessum síðustu (og verstu) tím- um þegar samkeppni á matvöru- markaði er orðin gífurleg höfum við þá staðföstu trú að „kaupmaðurinn á horninu“ sé síður en svo að deyja út, við teljum miklu líklegra að kúnna- hópur okkar eigi eftir að stækka eft- ir því sem frá líður. Þrátt fyrir að stærri verslanimar séu allra góðra gjalda verðar og flestir versli eitt- hvað þar í hverri viku þá er alveg sérstakt andrúmsloft hjá kaupmann- inum á horninu, persónulegt and- rúmsloft sem eðlilega er nánast úti- lokað að finna í stórmörkuðunum. Hjá okkur er sjaldnast stress, nán- ast aldrei biðraðir við kassann, ekki þetta stöðuga háreysti og hljóðræna áreiti sem við verðum íyrir í stóru búðunum. Kúnninn getur fengið sér kaffi í rólegheitum, spjallað við gesti og gangandi og valið úr ágætis úrvali af nýlenduvörum í rólegheitunum. Hvað viljum við hafa það betra? Verið velkomin í verslunina Skeijaver - litlu búðina með stóra hjartað! HJÖRDÍS ANDRÉSDÓTTIR, SIGRÚN KAYA EYFJÖRÐ, kaupmenn í Skerjaveri. Ætíð velkomin í Kjörbúð Reykjavíkur Frá Heimi L. Fjeldsted: GUÐNÝ Sigurðardóttir, Víðimel 58, sendir mér tóninn í bréfi til blaðsins 9. maí sl. Hvorki nafngreinir hún þó mig né verslun mína, Kjörbúð Reykjavíkur, Bræðraborgarstíg, en lýsir staðhátt- um svo að enginn sem til þekkir velk- ist í vafa um við hvaða verslun er átt í Vesturbænum. Hana vantaði mjólk og komið verkfall. Hún segist hafa verið him- inlifandi með þjónustuna í stórmark- aðnum þegar stúlkan gat bent henni á verslun sem hafði þá vöru sem hún leitaði að. Það vita reyndar fleiri en umrædd stúlka að kaupmaðurinn á horninu sér um sína. Guðný telur það mikla frekju hjá mér og jaðra við dónaskap að skammta mjólkina og að hafa hags- muni fastakúnna í fyrirrúmi. Rétt er að ég skammtaði mjólkina og miðaði við þrjá lítra svo allir fengju eitthvað. Ef ég hefði hagað mér eins og starfsfólk stórmarkaðanna hefði Guðný að líkindum ekki fengið neina mjólk og hefði þá ekki skrifað opið bréf í Moggann og kvartað undan kaupmanninum á horninu. Guðný getur gengið að því vísu að í næsta verkfalli mun ég haga viðskiptum mínum á sama hátt. Hún er ætíð velkomin í Kjörbúð Reykjavíkur og sem fastakúnni fær hún meira en þrjá lítra þegar til skömmtunar kemur næst. HEIMIR L. FJELDSTED, Kjörbúð Reykjavíkur, Bræðraborgarstíg 43. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.