Morgunblaðið - 14.05.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 55
FÓLK í FRÉTTUM
i
I
hann þegar farinn að ráðgera ferð til
Berlínar eftir hátíðina. „Ég ætla að
viða að mér heimildum fyrir skáld-
sögu sem ég er að skrifa um kalda
stríðið. Það er nokkuð sem ég hef
haft hug á lengi.“ Það koma langar
þagnir inni í orðræðunni; hann er
ekkert að flýta sér, enda tekur ekk-
ert við nema fleiri viðtöl. í máli hans
kemur fram að fyrsta skáldsaga
hans, „Wake of the Perdito Star“,
kemur út í Evrópu í sumar. Svo hef-
ur hann gaman af að mála. „Mér líð-
ur vel að þurfa ekki að vita af níutíu
manns sem eru að bíða eftir mér.“ Og
fyrr en varir er hann aftur farinn að
ræða um myndina. Hann segist fyrst
hafa heillast af hárfínum leik Mich-
aels Serraults í hlutverki lögfræð-
ingsins, sem sé fágaður og virðuleg-
ur á yfirborðinu, þótt smám saman
hrannist upp vísbendingar um annað
ískyggilegra í fari hans.
Yngist ekki
með árunum
Hearst var mun veikari fyrir í
meðförum Hackmans, mannlegri.
Hackman er ekki viss um að þessi
nýja túlkun falli í kramið á hátíðinni.
„Ég er ansi hræddur um að franska
pressan slátri myndinni, þar sem hún
er ameríska útgáfan af franskri
perlu,“ segir hann áhyggjufullur. En
af hverju vildi hann þá gera mynd-
ina?
„Ei-u þessar ákvarðanir ekki tekn-
ar á kaffihúsi þegar þögnin hefur
verið viðvarandi í tíu mínútur og ein-
hver miskunnar sig yfir aðra við
borðið með því að segja: „Endurger-
um bara gamla kvikmynd.““ Hann
kímir og heldui’ áfram: „Sú var þó
ekki raunin með þessa mynd, þótt
tilgangurinn væri ekkert göfugri.
Það sem vakti fyrir mér var löngunin
tii að breyta til; manngerðin er ólík
þeim sem ég hef fengist við fram að
þessu og mig langaði til að sýna
hvers ég væri megnugur. Þetta var
því fyrst og fremst eiginhagsmuna-
semi.“
Ef til vill... nú eða tilraunagimi.
Ekki virðist vanta neitt upp á hana
hjá Hackman, því næst leikur hann í
gamanmynd, sem verður að teljast
óvenjulegt þegar hann er annars
vegar. „Eg leik áttræðan milljóna-
mæring sem er blekktur af tveim
konum," segir hann.
Hversu gamlan, hváir blaðamaður.
leiðendur eru orðnir fjórir til fimm,
þá þarf maður að sleikja sig upp við
of marga. Ég er afleitur í því og lendi
iðulega upp á kant við alla. í nýlegri
mynd sem ég vann að voru þrjú
framleiðslufyrirtæki á tökustað sem
voru sífellt að skipta sér af öllu sem
fram fór.“
Reiknast það ekki á ábyrgð leik-
stjórans að halda framleiðendunum
frá leikurunum?
„Jú, leikarar eiga ekki að þurfa að
hafa áhyggjur af svona löguðu,“
svarar Hackman. „En vandamálið
við leikstjóra er að þeir eru í svo
slæmri samningsstöðu nema þeir
heiti Francis Ford Coppola. Fram-
leiðandinn er með þá í vasanum og
þeir fá engu ráðið. Sem betur fer var
því ekki þannig farið í „Under Susp-
icion“. Þá var ákvörðunarvaldið hjá
Stephen."
Hefur þér einhvern tíma lent sam-
an við framleiðendur af þessum sök-
um.
„Einu sinni,“ svarar Hackman.
„Ég hætti í myndinni, en sneri síðan
aftur. Þetta var framhald French
Connection."
Afhverju snerirðu aftur?
„Annars hefði ég þurft að greiða
himinháar skaðabætur. Allt var
þetta út af listrænum ágreiningi,
heldur heimskulegt.“
Ert þú kannski einn af þeim leik-
urum sem vilja ráða öllu á tökustað?
„Aðeins því sem snýr að mínu hlut-
verki, - ef ég er hróplega ósammála
leikstjóranum ligg ég ekki á skoðun-
ummínum."
A það við á fleiri sviðum? Gætirðu
hugsað þér að snúa þér að stjórnmál-
um?
„Nei.“
Hefurðu aldrei beitt þér á þeim
vettvangi?
„Ég sagði einu sinni halló við Ron-
ald Reagan,“ svarar hann. „Ég var
kynntur fyrir honum... eða ætti ég
frekar að segja að hann hafi verið
kynntur fyrir mér?“
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Gene Hackman ásamt ítölsku leikkonunni Monicu Bellucci og Morgan Freeman, en þau leika
saman í myndinni „Under Suspicion".
,Áttræðan,“ svarar Hackman og
skerpir á broshrukkunum. „Það er
ekki svo mikil sögufölsun," lýgur
hann svo.
Leiðirðu oft hugann að því að þú
sért farinn að eldast?
„Já,“ svarar hann skorinort. „Það
er nokkuð sem ég er mjög meðvitað-
ur um. Ég hef engan áhuga á að leika
afa. Mig langar til að takast á við eitt-
hvað krefjandi, sem felur í sér átök,
og þeim hlutverkum fækkar með
aldi-inum. Hann yppir öxlum. „En
þetta er ekkert sem maður fær við
ráðið.“
Beauty". „Mér er ekki boðið svo mik-
ið af þannig hlutverkum," segh- hann.
„Ætli það sé ekki vegna þess að það
orð fer af mér að ég vilji fá útborg-
að.“
Á það við rök að styðjast? spyr
blaðamaður.
„Já,“ svarar hann. „Ég hef leikið í
svo mörgum myndum að mér er farið
að leiðast. Það sem ég rýni í þegar
umboðsmaðurinn hringir er hug-
myndin á bak við myndina, launa-
greiðslurnar og fólkið sem stendur
að henni. Ég hef samt leikið í nokkr-
um óháðum myndum, enda kæmi það
illa út ef allar myndir sem maður léki
í væru teknar á glanspappír. Annars
verð ég að segja að harkan er alltaf
að aukast í Hollywood. Það eru sífellt
meiri peningar í spilinu, sem kallar á
aukinn þrýsting á að það náist hagn-
aður.“
Er þér kannski skapi næst að
hætta í kvikmyndum ?
„Einhvem tíma lýsti ég því yfir og
ég ætla ekki að falla í þá gildru aft-
ur,“ svarar hann. „Það sem fer mest í
taugarnar á mér er þegar aðalfram-
Harkan sífellt
að aukast
Hackman hefur lítið gert af því að
leika í óháðum myndum undanfarin
ár, þrátt fyrir að bandarísk kvik-
myndagerð hafi verið að þokast æ
lengra í þá átt með myndum á borð
við „Happiness“og „American
r'' fey
Gueelain ~ ^
mm —------—
l AÍi Mf
VETIVER 2000
Utsölustaðir: Snyritstofon Guerlnin, Snyrtivöruverslunin Claro, Kringlunni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Glæsibæ, Snyrtivöruverslunin Stella, Bankastræti,
Snyrtivöruverslunin Sondra, Smóranum, Snyrtivöruverslunin Oculus , Austurstræti, Snyrtivöruverslunin Andorra, Hofnorfirði, Apótek Keflavikur, Farðinn,
Vestmannaeyjum, Hjó Mariu, Amaro, Akureyri
w lt ...........................
T1
•’Tr
V E N C
NY OG GLÆSILEG FORÐUN
ÚTSÖLUSTAÐIR:
HAGKAUP KRINGLUNNI, SMÁRANUM
SNYRTIVÖRUVERSLUNIN NANA, HÓLAGARÐI
LYF OG HEILSA KRINGLUNNI, MJÓDD
VERSLUNIN MIÐBÆR, VESTMANNAEYJUM
Dilbert á Netinu