Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fleiri uppsagnir hjá HB á Akranesi
40 manns til við-
Frumraun Kristins Sigmundssonar í Vínaróperunni
„Draumurinn rættist
bótar sagt upp
í Sandgerði
RÚMLEGA fjörutíu starfsmönnum
hjá Haraldi Böðvarssjmi hf. í Sand-
gerði verður sagt upp störfum vegna
þess að hætt verður vinnslu á þurrk-
aðri loðnu þar, a.m.k. tímabundið,
vegna verðfalls á mörkuðum í Japan.
Tilkynnt var um uppsagnirnar á
fundi með starfsmönnum í gær og
koma þær til viðbótar uppsögnum á
17 starfsmönnum fyrirtækisins á
Akranesi vegna breytinga á fyrir-
komulagi löndunar, en frá þeim upp-
sögnum var sagt í Morgunblaðinu í
gær.
Samanlagt fækkar starfsmönnum
fyrirtækisins því um sextíu og koma
uppsagnirnar smám saman til fram-
kvæmda á næstu sex mánuðum, að
sögn Haraldar Sturlaugssonar,
íramkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Hjá HB starfa nú um 350 manns
og fækkar í um 300 við þessar upp-
sagnir.
Haraldur sagði að ástæðan fyrir
því að ákveðið hefði verið að hætta
a.m.k. tímabundið vinnslu á þurrk-
aðri loðnu í Sandgerði stafaði af því
að seinni hluta árs 1999 hefði orðið
almennt verðfall á þurrkaðri loðnu í
Japan og ekki væri fyrirsjáanleg
breyting á afurðaverði til hækkunar.
Að öðru leyti hefði framleiðslan
gengið mjög vel, gæðin verið mikil
og starfsfólkið skilað mjög góðum
árangri í vinnslunni þrátt fyrir erfíð-
an rekstur. Vonandi yrði hægt að
taka upp þráðinn sem fyrst aftur
þegar afurðaverð hækkaði á nýjan
leik.
„Pað er alltaf mjög erfítt að segja
upp fólki, en það bætir þó örlítið úr
skák að það er eftirspurn eftir fólki í
margvísleg störf bæði á Akranesi og
í Sandgerði," sagði Haraldur enn-
fremur.
Mikil aðsókn
að mbl.is
eftir jarð-
skjálftann
MIKIL aðsókn var að Morgun-
blaðinu á Netinu, mbl.is, á síð-
asta sólarhring í kjölfar jarð-
skjálftans sem reið yfir
Suðurland klukkan 00:51
aðfaranótt miðvikudags.
Fyrsta klukkutímann eftir
skjálftann fékk Fréttavefur
Morgunblaðsins um þrjú þús-
und heimsóknir en fréttaþjón-
usta var veitt alla nóttina. Alls
voru heimsóknir til mbl.is
63.921 talsins og hafa ekki verið
fleiri á einum sólarhring frá því
vefurinn var opnaður fyrir
rúmum tveimur árum.
B4 4'
64 2’
038’
838’
Vftðurstole fslandt
2000-08-22 22M
SOTCTlAldur (klst,)
0 4 8 12182)24
-226’ ~2 2’ -216’ -21’ -206’ -20’ -166’
63-8’
83,8*
Víkingar í
Hafnarfirði
644’
64,2*
64"
Stöðug skjálftavirkni á Suðurlandi
-226’ -22’ -216’ -21’ -20,6" -20’ -186’
ALÞJÓÐLEG víkingahátíð var sett
í Hafnarfirði í gær. Þetta er í þriðja
sinn sem slík hátíð er haldin þar.
Búist er við á milli 10-15 þúsund í
Hafnarfjörð um helgina. Á mynd-
inni skylmast brynjaðir víkingar og
virðast ekkert draga af sér í blíð-
unni á Víðistaðatúni í gær.
fyrr en ég átti von á“
Virknin hefur
ekki færst
í vesturátt
STÖÐUG skjálftavirkni var á mæl-
um Veðurstofunnar í gær. Flestir
voru skjálftarnir í Flóanum, við
Hestfjall og vestan við það.
Páll Halldórsson, jarðeðlisfræð-
ingur segir að tíðni skjálfta sé mjög
svipuð og var í fyrradag en þá hafi
verið um einn skjálfti á mínútu. Eftir
stóra skjálftann aðfaranótt miðviku-
dags hægði töluvert á smáskjálftum
en þeir hafa síðan aukist aftur, sér-
staklega fyrir vestan upptök stóra
skjálftans. Stærsti skjálftinn í gær
mældist 2,5 á Richter-skala og var
hann á svæðinu í kringum Hestfjall.
Myndin að ofan er fengin frá Veður-
stofunni í gærkvöldi og sýnir hluta af
öllum þeim skjálftum sem orðið hafa
á Suðvesturlandi. Svörtu þríhyming-
amir tákna SIL-jarðskjáíftamælinet
Veðurstofunnar en lituðu punktarnir
jarðskjálfta. Þeir nýjustu em rauð-
litaðir og þeir elstu bláir. Skjálftarn-
ir uppfærast sjálfvirkt á vef Veður-
stofunnar á hálftíma fresti.
Samkvæmt kortinu er skjálfta-
virknin á því svæði sem slgálftarnir
urðu á en virknin hefur ekki færst í
vesturátt. Vefslóðin er http://
www.vedur.is/ja/skjalftar.html.
Hægt er að komast á slóðina í gegn-
um mbl.is.
KRISTINN Sigmundsson bassa-
söngvari kom fram í Vínaróperunni
á þriðjudagskvöld og er það í fyrsta
sinn sem hann syngur í þessu fræga
óperuhúsi.
Kristinn var fenginn til að hlaupa
í skarðið í tveimur sýningum fyrir
ítalska bassasöngvarann Ruggiero
Raimondi í óperunni L’italiana in
Algeri, sem á íslensku nefnist
Ítalíustúlkan í Alsír, eftir Rossini.
Kristinn segir flutninginn hafa
gengið nyög vel og að viðtökur hafi
verið góðar.
Hann syngur hlutverk Mustafa
sem er eitt stærsta hlutverkið í sýn-
ingunni. Á móti honum syngur
Agnes Balpsa sem hlotið hefur lof
víða um Iönd fyrir túlkun sína á
titilhlutverki óperunnar „Þetta er
gömul uppfærsla eftir Ponelle sem
frumsýnd var fyrir tíu árum og hef-
ur farið mjög víða,“ segir Kristinn.
„Ég söng í þessari sömu upp-
færslu í Miinchen í fyrrahaust
þannig að ég þekki
hana ágætlega.“
Kristinn hefur á
ferli sínum sem söngv-
ari sungið í mörgum
stærstu óperuhúsum
heims og skemmst er
að minnast þegar
hann kom fram í
Metropolitan-
óperunni með stór-
tenórnum Placido
Domingo. í viðtali við
Morgunblaðiö eftir þá
tónleika benti Krist-
inn á að hann hefði
sungið í öllum stærstu
óperuhúsum heims
nema Vínaróperunni.
Því segir hann að þetta boð hafí
komið skemmtilega á óvart og að
draumurinn hafi ræst fyrr en hann
átti von á.
Hann bendir á að sér hafi reynd-
ar staðið til boða að syngja í Vínar-
óperunniáður en hann
hafi alltaf verið mjög
bókaður á þeim tíma.
„Núna var ég hins veg-
ar í sumarfríi og gat
því hlaupið í skarðið,"
segir hann og virðist
ekki síður ánægður
með tækifærið til að fá
að njóta sólarinnar og
synda í Dóná.
Kristinn stundaði á
sínum túna nám í Vín
og segist hafa verið
tíður gestur í Vínar-
óperunni.
„Ég held að ég hafi
farið í óperuna 3-5
sinnum í viku,“ segir
hann hlæjandi. „Mér þótti mikið til
koma og nú loksins, eftir allan
þennan tíma, fæ ég svo að koma
hingað aftur.“
Kristinn mun syngja í Vínaróper-
unni öðru sinni í kvöld.
Kristinn
Sigmundsson
Sérblöð í
/ £
BIOBLAÐIÐ
>TI
v'5^ I
il
Útsendari frá Lazio fylgist með
Rakel /B5
Góðir möguleikar hjá KR, ÍA og ÍBV
í Evrópukeppni /B1
Með
Morgun-
blaðinu ■
dag er
dreift
blaði frá
Olíufé-
lagínu,
„Sumar-
vörur“.
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is