Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fleiri uppsagnir hjá HB á Akranesi 40 manns til við- Frumraun Kristins Sigmundssonar í Vínaróperunni „Draumurinn rættist bótar sagt upp í Sandgerði RÚMLEGA fjörutíu starfsmönnum hjá Haraldi Böðvarssjmi hf. í Sand- gerði verður sagt upp störfum vegna þess að hætt verður vinnslu á þurrk- aðri loðnu þar, a.m.k. tímabundið, vegna verðfalls á mörkuðum í Japan. Tilkynnt var um uppsagnirnar á fundi með starfsmönnum í gær og koma þær til viðbótar uppsögnum á 17 starfsmönnum fyrirtækisins á Akranesi vegna breytinga á fyrir- komulagi löndunar, en frá þeim upp- sögnum var sagt í Morgunblaðinu í gær. Samanlagt fækkar starfsmönnum fyrirtækisins því um sextíu og koma uppsagnirnar smám saman til fram- kvæmda á næstu sex mánuðum, að sögn Haraldar Sturlaugssonar, íramkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hjá HB starfa nú um 350 manns og fækkar í um 300 við þessar upp- sagnir. Haraldur sagði að ástæðan fyrir því að ákveðið hefði verið að hætta a.m.k. tímabundið vinnslu á þurrk- aðri loðnu í Sandgerði stafaði af því að seinni hluta árs 1999 hefði orðið almennt verðfall á þurrkaðri loðnu í Japan og ekki væri fyrirsjáanleg breyting á afurðaverði til hækkunar. Að öðru leyti hefði framleiðslan gengið mjög vel, gæðin verið mikil og starfsfólkið skilað mjög góðum árangri í vinnslunni þrátt fyrir erfíð- an rekstur. Vonandi yrði hægt að taka upp þráðinn sem fyrst aftur þegar afurðaverð hækkaði á nýjan leik. „Pað er alltaf mjög erfítt að segja upp fólki, en það bætir þó örlítið úr skák að það er eftirspurn eftir fólki í margvísleg störf bæði á Akranesi og í Sandgerði," sagði Haraldur enn- fremur. Mikil aðsókn að mbl.is eftir jarð- skjálftann MIKIL aðsókn var að Morgun- blaðinu á Netinu, mbl.is, á síð- asta sólarhring í kjölfar jarð- skjálftans sem reið yfir Suðurland klukkan 00:51 aðfaranótt miðvikudags. Fyrsta klukkutímann eftir skjálftann fékk Fréttavefur Morgunblaðsins um þrjú þús- und heimsóknir en fréttaþjón- usta var veitt alla nóttina. Alls voru heimsóknir til mbl.is 63.921 talsins og hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring frá því vefurinn var opnaður fyrir rúmum tveimur árum. B4 4' 64 2’ 038’ 838’ Vftðurstole fslandt 2000-08-22 22M SOTCTlAldur (klst,) 0 4 8 12182)24 -226’ ~2 2’ -216’ -21’ -206’ -20’ -166’ 63-8’ 83,8* Víkingar í Hafnarfirði 644’ 64,2* 64" Stöðug skjálftavirkni á Suðurlandi -226’ -22’ -216’ -21’ -20,6" -20’ -186’ ALÞJÓÐLEG víkingahátíð var sett í Hafnarfirði í gær. Þetta er í þriðja sinn sem slík hátíð er haldin þar. Búist er við á milli 10-15 þúsund í Hafnarfjörð um helgina. Á mynd- inni skylmast brynjaðir víkingar og virðast ekkert draga af sér í blíð- unni á Víðistaðatúni í gær. fyrr en ég átti von á“ Virknin hefur ekki færst í vesturátt STÖÐUG skjálftavirkni var á mæl- um Veðurstofunnar í gær. Flestir voru skjálftarnir í Flóanum, við Hestfjall og vestan við það. Páll Halldórsson, jarðeðlisfræð- ingur segir að tíðni skjálfta sé mjög svipuð og var í fyrradag en þá hafi verið um einn skjálfti á mínútu. Eftir stóra skjálftann aðfaranótt miðviku- dags hægði töluvert á smáskjálftum en þeir hafa síðan aukist aftur, sér- staklega fyrir vestan upptök stóra skjálftans. Stærsti skjálftinn í gær mældist 2,5 á Richter-skala og var hann á svæðinu í kringum Hestfjall. Myndin að ofan er fengin frá Veður- stofunni í gærkvöldi og sýnir hluta af öllum þeim skjálftum sem orðið hafa á Suðvesturlandi. Svörtu þríhyming- amir tákna SIL-jarðskjáíftamælinet Veðurstofunnar en lituðu punktarnir jarðskjálfta. Þeir nýjustu em rauð- litaðir og þeir elstu bláir. Skjálftarn- ir uppfærast sjálfvirkt á vef Veður- stofunnar á hálftíma fresti. Samkvæmt kortinu er skjálfta- virknin á því svæði sem slgálftarnir urðu á en virknin hefur ekki færst í vesturátt. Vefslóðin er http:// www.vedur.is/ja/skjalftar.html. Hægt er að komast á slóðina í gegn- um mbl.is. KRISTINN Sigmundsson bassa- söngvari kom fram í Vínaróperunni á þriðjudagskvöld og er það í fyrsta sinn sem hann syngur í þessu fræga óperuhúsi. Kristinn var fenginn til að hlaupa í skarðið í tveimur sýningum fyrir ítalska bassasöngvarann Ruggiero Raimondi í óperunni L’italiana in Algeri, sem á íslensku nefnist Ítalíustúlkan í Alsír, eftir Rossini. Kristinn segir flutninginn hafa gengið nyög vel og að viðtökur hafi verið góðar. Hann syngur hlutverk Mustafa sem er eitt stærsta hlutverkið í sýn- ingunni. Á móti honum syngur Agnes Balpsa sem hlotið hefur lof víða um Iönd fyrir túlkun sína á titilhlutverki óperunnar „Þetta er gömul uppfærsla eftir Ponelle sem frumsýnd var fyrir tíu árum og hef- ur farið mjög víða,“ segir Kristinn. „Ég söng í þessari sömu upp- færslu í Miinchen í fyrrahaust þannig að ég þekki hana ágætlega.“ Kristinn hefur á ferli sínum sem söngv- ari sungið í mörgum stærstu óperuhúsum heims og skemmst er að minnast þegar hann kom fram í Metropolitan- óperunni með stór- tenórnum Placido Domingo. í viðtali við Morgunblaðiö eftir þá tónleika benti Krist- inn á að hann hefði sungið í öllum stærstu óperuhúsum heims nema Vínaróperunni. Því segir hann að þetta boð hafí komið skemmtilega á óvart og að draumurinn hafi ræst fyrr en hann átti von á. Hann bendir á að sér hafi reynd- ar staðið til boða að syngja í Vínar- óperunniáður en hann hafi alltaf verið mjög bókaður á þeim tíma. „Núna var ég hins veg- ar í sumarfríi og gat því hlaupið í skarðið," segir hann og virðist ekki síður ánægður með tækifærið til að fá að njóta sólarinnar og synda í Dóná. Kristinn stundaði á sínum túna nám í Vín og segist hafa verið tíður gestur í Vínar- óperunni. „Ég held að ég hafi farið í óperuna 3-5 sinnum í viku,“ segir hann hlæjandi. „Mér þótti mikið til koma og nú loksins, eftir allan þennan tíma, fæ ég svo að koma hingað aftur.“ Kristinn mun syngja í Vínaróper- unni öðru sinni í kvöld. Kristinn Sigmundsson Sérblöð í / £ BIOBLAÐIÐ >TI v'5^ I il Útsendari frá Lazio fylgist með Rakel /B5 Góðir möguleikar hjá KR, ÍA og ÍBV í Evrópukeppni /B1 Með Morgun- blaðinu ■ dag er dreift blaði frá Olíufé- lagínu, „Sumar- vörur“. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.