Morgunblaðið - 23.06.2000, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tillögur að nýrri Þjórsábrú
Heiðarbær
-. ba" Skálmholt
Ný brú yfír Þjórsá hönnuð
Brtra
Hnngvegur um
Þjórsá - Lína 2F
,« _ • ...£.....C
tyórsárfinj Hringvegur um''r?Í5V
Þjórsá - Lína 3B
Urriðafoss
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Séð yfir efra brúarstæðið þar sem auðveldara væri að brúa ána en vega-
gerð beggja vegna brúar yrði meiri.
Tvö brúarstæði
koma til greina
Selfossi. Morgunblaðið.
TVO brúarstæði koma til greina við
staðsetningu nýrrar brúar yfir
Þjórsá. Annað brúarstæðið er tæp-
um 200 metrum neðan núverandi
brúar og hitt stæðið um 650 metrum
ofan hennar. „Það er verið að skoða
þessa möguleika, við erum komnir
niður á tvær leiðir og erum að bera
þær saman,“ sagði Steingrímur
Ingvarsson, umdæmisverkfræðing-
ur Vegagerðarinnar. Hann sagði að
báðar leiðimar gerðu ráð fyrir að nú-
verandi brú stæði áfram. Til brúar-
gerðarinnar verða veittar 223 millj-
ónir á næsta ári, 2001, 209 milijónir
árið 2002 og 28 milljónir 2003. Gert
er ráð fyrir að taka nýja brú í notkun
2002.
Neðri leiðin yfir Þjórsá fylgir nú-
verandi vegi en mikill hæðarmunur
er milli bakkanna þar sem brúar-
stæðið er. Vegagerð er minni á þess-
ari leið, 3,5 km, en framkvæma þarf
miklar skeringar í holtunum sem
vegurinn fer um. Efri leiðin kostar
meiri vegagerð, 4,5 km, en sjálf
brúin er ódýrari auk þess sem vegur-
inn fer yfir mjög blauta mýri og sker
eignarlönd. Þá er hæðarmunur milli
bakka mun minni. Efri leiðin breytir
aftur ýmsum aðstæðum, s.s. teng-
ingu við heimreiðar og aðrar brautir.
Steingrímur Ingvarsson sagði að
farið yrði í kynningarferli innan tíðar
varðandi nýtt brúarstæði og vega-
gerð. „Við þurfúm að heyra í fólki,
sveitarstjórnum og landeigendum og
setja þá inn í þetta mál og heyra
þeirra álit,“ sagði Steingrímur.
Hann sagði að það væru ýmis sjónar-
mið í þessu og báðar leiðirnar hefðu
sína kosti og galla.
Almannavarnaráð sendir frá sér tilkynningu í kjölfar
frétta í erlendum fjölmiðlum
Orökstuddur orðrómur
um ógnarskjálfta
ALMANNAVARNIR rfkisins hafa
sent frá sér tilkynningu þar sem seg-
ir að orðrómur á höfúðborgarsvæð-
inu og víðar um að yfirvofandi sé
ógnarjarðskjálfti á Reykjavíkur-
svæðinu, eigi ekki við nein vísindaleg
rök eða ummæli að styðjast. Hafþór
Jónsson, fulltrúi hjá Almannavöm-
um rQdsins, segir að fjöldi upphring-
inga hafi borist Almannavörnum frá
skelkuðum höfuðborgarbúum sem
hafa leitað upplýsinga um hvort eitt-
hvað sé hæft í orðrómnum.
Hafþór kveðst telja að kvitturinn
hafi komist á kreik vegna fréttaflutn-
ings erlendra fjölmiðla og vísar þar
m.a. til fréttar í Aftonbladet í Noregi
í fyrradag sem byggð er á frétta-
skeyti frá alþjóðlegu fréttastofunni
NTB þar sem segir að Islendingar
búi sig nú undir stærsta jai'ðskjálft-
ann í meira en eina öld, skjálfta sem
yrði minnst 7 á Richter-kvarða. AP-
fréttastofan sendi sömuleiðis frá sér
frétt um allan heim þar sem segir að
sérfræðingar spái hér stærsta jarð-
skjálftanum síðastliðin 100 ár, a.m.k.
7 á Richter-kvarða.
Talað um skjálfta allt
frá 7-11 á Richter!
Hafþór Jónsson, fulltrúi hjá Al-
mannavömum ríkisins, sagði að orð-
rómurinn virtist hafa dreift sér hratt
um Reykjavíkursvæðið. Orðrómur-
inn var í þá veru að vænta mætti ógn-
arjarðskjálfta við Reykjavík og
nefndir vora jarðskjálftar allt frá 7
og upp í 11 á Richter. „Við sáum fulla
ástæðu til að grípa inn í og leiðrétta
þetta því hér er órökstuddur orðróm-
ur á kreiki sem er í eðli sínu fólki og
umhverfi mjög óhollur," segir
Hafþór.
Hann sagði að í erlendum fjölmiðl-
um hefðu verið skrif í þessa átt og
gætu þau hafa ýtt undir þennan orð-
róm. Hann segir að orðrómur af
þessu tagi skelfi fjölda viðkvæmra
sálna og því verði að kveða hann nið-
ur. Margar hringingar bárast Al-
mannavömum í gær, m.a. frá stórum
vinnustöðum, með fyrirspumum um
hvort von væri á slíkum ógnar-
skjálfta á næstu augnablikum. „Stað-
reyndin er sú að okkar ágætu vís-
indamenn hafa fullt vald á þeim spám
sem þeir gefa út. Sögulegar heimildir
allar virðast sömuleiðis vera mjög
trúverðugar í þá vera að sú hámörk-
un sem vísindamenn höfðu talað um
fyrirfram virðist vera nokkuð rétt og
þegar skjálftar gangi til vesturs sé
minni hætta vegna þess að jarðlögin
séu þar veikari," segir Hafþór.
Úlfar Antonsson, forstöðumaður
Ferðaskrifstofu íslands, segir að eft-
ir seinni skjálftann hafi borist fáeinar
afþantanir á ferðum erlendra ferða-
manna til landsins án þess að skýr-
ingar hafi verið gefnar. Einnig hafi
borist margar fyrirspumir um hvort
óhætt væri að koma til landsins. „Það
virðist vera beygur í mönnum. Þama
er aðallega um Evrópubúa að ræða,
mest frá Skandinavíu. Svo virðist
sem umfjöllun fjölmiðla þar hafi farið
yfir strikið," segir Úlfar.
Hann kveðst telja að það væri
helst í verkahring t.d. utanríkisráðu-
neytisins, með tilvísun til aðgangs
þess að sérfræðingum, að koma rétt-
ari upplýsingum á framfæri við er-
lenda fjölmiðla áður en umfjöllun
þeirra færi að skaða hagsmuni ferða-
þjónustunnar að ráði.
Helgi Jóhannsson, forstjóri hjá
Samvinnuferðum-Landsýn, segir að
streymt hafi inn fyrirspurnir vegna
jarðskjálftanna, einkum frá Spáni.
Hann segir að misvísandi fréttir í er-
lendum fjölmiðlum séu áhyggjuefni.
Hann vonar að þessar upplýsingar
séu ekki komnar frá fréttarituram
sem búsettir era hér á landi og þurfi
að krydda sínar fréttir til að selja
þær.
Hann vonast til þess að þessi
fréttaflutningur hafi ekki frekari
áhrif en bendir þó á að þegar hafi
borist nokkrar afpantanir frá Spáni.
Jarðrask á Reykjanesi
Sprungur mynd-
uðust
HÓPUR göngumanna frá ferðafé-
laginu Útivist gekk fram á tvær
sprangur í suðurbrún Keilis á
Reykjanesi í gær. Að sögn Gunnars
H. Hjálmarssonar, fararstjóra hjá
Útivist, eru sprangurnar greinilega
nýtilkomnar og hafa að öllum lík-
indum orðið til við jarðskjálftann
aðfaranótt miðvikudags.
„Sprangurnar era ekki breiðar,
hvor um sig kannski hálfur sentí-
rnetri á breidd en þær era samt
sem áður mjög greinilegar,“ segir
Gunnar. Ekki gafst ráðrúm til þess
að athuga með lengd sprungnanna
en Gunnar segir þær töluvert lang-
ar, allavega tugi metra.
Sprangurnar liggja í brúninni við
toppinn í suðurstefnu og að sögn
Gunnars liggur grjóthnullungur við
í Keili
kantinn á annarri þeirra sem
greinilega hefur færst til í jarð-
skorpunni. Hann segir einnig
greinilegt að eitthvað hafi hranið úr
klettunum við uppgönguleiðina á
Keili við jarðskjálftann.
Að sögn Gunnars ættu göngu-
ferðir á þessum slóðum ekki að vera
varhugaverðar eftir skjálftana, þótt
það geti verið hættulegt að klöngr-
ast í fjallshlíðum þegar skjálfti ríð-
ur yfir.
Einnig hefur Morgunblaðið haft
spurnir af því að miklar sprangur
séu á toppi Trölladyngju og var-
hugavert sé að vera þar á ferð.
Tveir fjallagarpar gengu þar upp á
miðvikudagskvöld og rak í roga-
stans þegar upp var komið þegar
þeir sáu vegsummerkin.
Tryggingafélögin semja við Viðlagatryggingu um að koma að mati á jarðskjálftatjóni
A annað þúsund tjóna-
tilkynningar borist
TILKYNNINGAR um eitthvað á
annað þúsund tjón eftir jarðskjálft-
ana á Suðurlandi hafa þegar borist
tryggingafélögunum. Viðlagatrygg-
ing Islands ber tjónið en til að flýta
fyrir því að uppgjör eignatjóna gætu
farið fram buðust eignatryggingafé-
lögin til að koma að því að meta tjón
sem viðskiptamenn þeirra hafa orðið
fyrir.
I gær gerðu Viðlagatrygging ís-
lands og Samband íslenskra trygg-
ingafélaga (SÍT) með sér samkomu-
lag þess efnis að eignatryggingafélög
innan SIT skuli annast mat á smærri
eignatjónum sem orðið hafa í jarð-
skjálftum síðustu daga. Til greina
kemur að tryggingafélögin kalli fólk
inn úr sumarfríum til að taka þátt í að
meta tjónin.
100 tilkynningar og
fyrirspumir á dag
Tryggingafélögin hafa tekið við
tjónstilkynningum frá viðskiptavin-
um sínum undanfama daga. Fá
tryggingafélögin mikinn fjölda til-
kynninga og fyrirspuma á hveijum
degi og ekki liggja fyrir nákvæmar
tölur um hversu mörg tjón hefur verið
tilkynnt um í heild og enn þá síður
hversu mikið tjónið er þegar allt er
talið.
Vátryggingafélagi íslands hafði
síðdegis í gær borist á sjöunda hundr-
að tilkynninga. Þar sem tjón hefur
orðið bæði á innbúi og fasteign era
skráð tvö tjón. Frá því jarðskjálftinn
varð aðfaranótt miðvikudags hafa
Sjóvá-Almennar fengið 100 tilkynn-
ingar og fyrirspumir á dag vegna
beggja skjálftanna og áður höfðu bor-
ist um 40 tilkynningar eingöngu
vegna fyrri skjálftans. Hjá Trygg-
ingamiðstöðinni var áætlað að á ann-
að hundrað tjónstilkynningar hefðu
þegar borist til félagsins. Samkvæmt
þessu má áætla að þegar hafi verið til-
kynnt um eitthvað á annað þúsund
tjón.
Tilkynningar til tryggingafélag-
anna era einfaldar, einungis er til-
kynnt um tjón og stað og með fylgir
örstutt lýsing. Nánari upplýsingar
fást við matið sem verður framkvæmt
annaðhvort á vegum Viðlagatrygg-
ingar eða viðkomandi tryggingafé-
lags, eftir umfangi tjónsins sam-
kvæmt fyrstu lýsingu. Eggert Á.
Sverrisson, framkvæmdastjóri ein-
staklingsöygginga VÍS, segir að tjón-
in séu mjög mismunandi en þó komi á
óvart hvað sé mikið um tjón á fast-
eignum. Hjálmar Sigþórsson, yfir-
maður tjónadeildar Tryggingamið-
stöðvarinnar, segir áberandi hvað
mikið sé um tjón á innbúum í sumar-
bústöðum, sérstaklega eftir seinni
skjálftann.
Tryggingafélögin
annast matið
Vegna þess hversu mörg tjónin era
óskaði Samband íslenskra trygginga-
félaga eftir því við Viðlagatryggingu
að ræddir yrðu möguleikar á því að
eignatiyggingafélög innan vébanda
SIT kæmu að því að meta tjón sem
fellur undir Viðlagatryggingu. Stjóm
Viðlagatryggingar fundaði um málið í
gær og í framhaldi af því náðust
samningar þess efnis að tryggingafé-
lögin muni sjá um mat á tjóni sem
verður á innbúi og öðra lausafé og
fellur undir Viðlagatryggingu Islands
en mat á stærri tjónum verður sem
áður í höndum Viðlagatryggingar.
Morgunblaðið/Þorkell
Starfsmenn VÍS voru í óðaönn í gær að taka við tjónatilkynningum
vegnajarðskjálftanna.
Ljóst er að mikið verk er framund-
an við að meta tjónin en tjónadeildir
tryggingafélaganna fáliðaðar vegna
sumarleyfa. Eggert hjá VÍS segir að
ekki sé búið að ráða fram úr því
hvemig matið verði framkvæmt en
segir ljóst að hjá VÍS verði allur til-
tækur mannskapur settur í verkið.
Jafnvel gæti komið til þess að fólk
yrði kallað inn úr sumarfríum tíl að
taka þátt í því. „Við munum setja okk-
ar metnað í að Ijúka matinu eins fijótt
og mögulegt er enda er það mikilvægt
fyrir fólk,“ segir Eggert.
Hjálmar hjá Tryggingamiðstöðinni
segist ekki hafa neinn mannskap til að
annast matið en málið verði leyst,
annaðhvort með því að kalla mann-
skap inn úr sumarleyfum eða ráða
sérstaka verktaka. Hann treystir sér
ekki til að áætla hvað það geti tekið
langan tíma að meta skemmdimar,
segir hugsanlegt að það taki 2-3 vikur.
Tjónþolum ber að snúa sér til síns
vátryggingafélags með beiðni um
tjónsmat en þeir sem þegar hafa haft
samband við sitt tryggingafélag þurfa
ekki að óska eftir mati sérstaklega
heldur munu starfsmenn félaganna
hafa samband við þá á ný. Þeim til-
kynningum sem Viðlagatryggingu
hafa borist beint eða frá lögreglu
verður komið áfram til hlutaðeigandi
vátryggingafélags.