Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans
Fylgjandi frekari
bankasamruna
HALLDÓR J. Kristjánsson banka-
stjóri Landsbanka íslands segir
bankann vera fylgjandi frekari sam-
runa á bankamarkaði. Hann segist
hafa mesta trú á svokölluðum
kostnaðarsamruna, en sem kunnugt
er hefur verið rætt um frekari sam-
einingu á íslenskum fjármálamark-
aði í kjölfar samruna Islandsbanka
og FBA.
Þetta kom fram á fundi sem
Landsbankinn hélt í gær til að
kynna Fjárfestingabanka Lands-
bankans.
Kostnaðarsamrunar miða að því
að minnka kostnað fyrirtækjanna
sem sameinast og ná fram samlegð-
aráhrifum, þ.e. samnýta svipaða
starfsemi sameinuðu félaganna.
Verði af slíkum samruna á íslensk-
um bankamarkaði yrði að öllum lík-
indum um samruna viðskiptabanka
að ræða. Halldór segir að reynslan
sýni að kostnaðarsamrunar gefist
almennt betur en tekjusamrunar.
Með sameiningu viðskiptabanka
ætti að nást um 35% lækkun á
kostnaði minni einingarinnar, eða
12% af sameiginlegum kostnaði.
Sameining viðskiptabanka við fjár-
festingarbanka eða tryggingafélag
skili mun minni samlegðaráhrifum.
Halldór segir að ótvíræð fylgni sé
milli samþjöppunar á markaði og
arðsemi banka. „Við verðum að
horfa til þróunar í smærri ríkjum
Evrópu. Þar er ekki óalgengt að
stærstu bankarnir séu með 40%
markaðshlutdeild og jafnvel upp í
70% á einstökum svæðum. Með
sameiningu annars og þriðja
stærsta banka íslands myndi hlut-
deildin verða um 50%,“ segir hann.
Nýtt skipurit Landsbanka var
kynnt á fundinum í gær. Samkvæmt
því er starfsemi bankans skipt í
tvennt; upplýsingavinnslu/rekstur
og tekjusvið. Tekjusviði er skipt í
þrennt; viðskiptabankasvið, Lb-
verðbréf og fjárfestingabankasvið,
sem var umfjöllunarefni fundarins.
Fjárfestingabanki Landsbanka sér
um þjónustu við lífeyrissjóði, fjár-
festingai-félög, fyrirtæki, sveitarfé-
lög og fjársterka einstaklinga.
Hann skiptist í alþjóða- og fjár-
málasvið og íyrirtækjasvið. Tryggvi
Tryggvason kynnti alþjóða- og fjár-
málasvið. Greinar þess eru fimm
talsins; fjárstýring, alþjóðaviðskipti,
áhættustýring, afgreiðsla viðskipt-
astofu og fjármálamarkaðir. Fjár-
stýringin ber ábyrgð á lausafjár-
stjórn bankans og hefur umsjón
með vaxtastýringu og tekjumyndun
hans. Hún sér um innri verðlag-
ningu og innlenda jafnt sem erlenda
verðbréfun (e. securitisation). Þá er
aðalféhirðir bankans í fjárstýring-
ardeildinni.
Alþjóðaviðskiptadeildin sér um
erlenda fjánnögnun Landsbankans
og samskipti við erlenda banka og
fjármálafyrirtæki. Deildin sér einn-
ig um samskipti við lánshæfísmats-
fyrirtæki, ábyrgð og innheimtur og
erlenda greiðslumiðlun.
Ahættustýring ber ábyrgð á og
hefur eftirlit með þróun áhættu-
grunns bankans. Hún annast samn-
ingu reglna sem varða áhættustýr-
ingu og fjárstýringu, auk
skýrslugerðar varðandi alla áhættu-
þætti bankans. Þá stýrir hún heild-
aráhættustigi bankans, bæði á
markaði og í útlánum.
Afgreiðsla viðskiptastofu sér um
afgreiðslu innlendra og erlendra
verðbréfaviðskipta, afleiðuviðskipta,
gjaldeyrisviðskipta, innlendra og
erlendra peningamarkaðsviðskipta
og vörsluþjónustu fyrir innlenda og
erlenda viðskiptavini.
Fjármálamarkaðssvið annast
daglega starfsemi Landsbankans á
gjaldeyris-, verðbréfa- og peninga-
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka fslands, kynnti Fjár-
festingabanka Landsbankans á fundi í Háskólabíói í gær.
markaði. Þar má telja stjórnun
gjaldeyrisstöðu bankans og stöðu
erlendra reikninga, gjaldeyrismiðl-
un, verðbréfamiðlun, umsjón með
viðskiptum bankans með afleiður,
viðskipti með markaðsverðbéf í eig-
in reikning og vöruþróun markaðs-
afm’ða á verðbréfamarkaði. Fjár-
málamarkaðssviðið skiptist í
gjaldeyrisstýringu, gjaldeyrismiðl-
un, peningamarkað, verðbréfamiðl-
un, eigin verðbréfaviðskipti og
rannsóknir og vöruþróun.
Fjárfestingabanki LÍ með
helming eigin fjár bankans
Brynjólfur Helgason fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
kynnti starfsemi fyrirtækjasviðs.
Hann sagði að starfsemi fjárfest-
ingabankans næði til um helmings
af efnahagsreikningi og eigin fé
Landsbanka íslands hf., en heildar-
eignir Landsbankans voru 193,1
milljarður króna um áramótin. Eig-
ið fé bankans var á sama tíma 11,4
milljarðar króna og víkjandi lán þar
að auki 4,7 milljarðar.
Fyrirtækjasvið Landsbankans er
sérhæfð þjónusta fyrir stærstu við-
skiptavini bankans. „Við hyggjumst
nú bjóða upp á persónulegri þjón-
ustu en áður, umfangsmeiri ráðgjöf
og bjóða upp á skuldastýringu,"
segir hann.
Landsbankinn er nú að vinna að
því að gera þjónustu sína á Netinu
notendavænni og ráðgert er að
þeirri vinnu verði lokið í október
næstkomandi. Þá er einnig ætlunin
að bjóða upp á aukna þjónustu á
Netinu.
:
I
L
Morgunblaðið/Sverrir
Nýr skeiðvöllur
í Víðidal
Meistari
í ræðu-
mennsku
Á NÝAFSTÖÐNU Evrópu-
þingi Junior Chamber í Oosten-
de í Belgíu náði Th. Stella Haf-
steinsdóttir, Junior Chamber
Vík, þeim árangri að sigra í
mælskukeppni einstaklinga.
Þetta er í fjórða sinn á aðeins
fímm árum sem íslendingur
hlýtur Evrópumeistaratitilinn.
Stella verður því fulltrúi
Evrópu í mælskukeppni ein-
staklinga á heimsþingi JC
hreyfingarinnar sem fram fer í
Japan í nóvember nk. Um-
ræðuefnið í keppninni tengdist
eins og fyrr þema heimsforseta
hreyfíngarinnar, Kaiynar Bis-
dee, sem er „Viðhorf markar
vegsemd“.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fákur í
Reykjavík opnaði nýjan skeiðvöll
í Víðidal í gær, en landsmót
hestamanna í ár verður haldið í
Víðidal í júlímánuði. Er búist við
tugþúsundum gesta á mótið, bæði
innlendum og erlendum.
ATKVÆÐI í póstatkvæðagreiðslu
um nýjan kjarasamning Eflingar -
stéttarfélags og ríkisins voru talin
á miðvikudag
. Á kjörskrá voru 1.311 félags-
menn. Af þeim greiddu 273 at-
Það var Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, borgarstjóri, sem opnaði
völlinn formlega, en á myndinni
sóst hún ásamt félögum í Fáki
spretta úr spori á nýja vellinum.
Við hlið hennar ríður formaður
Fáks, Bragi Ásgeirsson.
kvæði eða 20,82%. Atkvæði féllu
þannig að já sögðu 157 eða 57,5%,
nei sögðu 110 eða 40,3%. Ógildir
seðlar voru sex eða 2,2%.
Kjarasamningurinn var því sam-
þykktur.
Samningar Eflingar
og ríkisins samþykktir
Sektir vegna van-
skila á sköttum
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fjóra
menn til sektargreiðslna vegna van-
skila á virðisaukaskatti og stað-
greiðslu opinberra gjalda að upphæð
um 4 milljónir króna. Tveir mann-
anna voru dæmdir til að greiða 300
þúsund krónur til ríkissjóðs, sá þriðji
greiðir 750 þúsund krónur og sá
fjórði eina milljón ki’óna. Héraðs-
dómur hafði áður sýknað mennina af
öllum kröfum ákæruvaldsins. I dómi
Hæstaréttar kemur fram að höfuð-
stóll skuldanna var að fullu greiddur
við útgáfu ákæru.
Mennirnir fjórir komu allir að
rekstri fjögurra félaga, sem málið
tók til. Félagið K-67 rak veitingastað
í Keflavík og tók síðar við rekstri
Tunglsins í Reykjavík í hálft ár, fé-
lagið íslenskt framtak rak Pizza 67
við Nethyl, P-67 stjórnaði vöi-umerk-
inu Pizza 67 og innheimti leigutekjur
vegna þess og T-67 rak Pizza 67 við
Tryggvagötu.
Ekki vanræksla á
að skila skýrslum
Hæstiréttur sakfelldi mennina
fyrir að hafa vanrækt að standa skil
á virðisaukaskatti og staðgreiðslu
opinberra gjalda, sem haldið var eft-
ir af launum starfsmanna. Rétturinn
sagði leiða af ákvæðum laga og eðli
máls að skattgreiðslur gengju íyrst
upp í eldri skuldir og féllst ekki á það
sjónarmið að draga bæri frá ákæru-
fjárhæð greiðslur, sem áður voru
látnai’ ganga upp í ógreiddan virðis-
aukaskatt og staðgreiðslu eldri tíma-
bila og álag og dráttarvexti. Þá taldi
rétturinn að greiðsla
á höfuðstól skuldanna í júní 1998,
áður en ákæra var gefin út, hefði
ekki áhrif á sakarmat, en taka mætti
tillit til hennar við ákvörðun refsing-
ar. Hæstiréttur leit einnig til þess
við ákvörðun refsingar að brotin fól-
ust ekki í vanrækslu á að skila
skýrslum eða í rangfærslum.
Svínabúið Brautarholti
kaupir Síld og físk
„VIÐ stefnum að því að efla þetta
fyrirtæki á eigin forsendum og
sjáum mikla möguleika til þess,
því vörumerki fyrirtækisins, Ali,
er mjög sterkt merki,“ sagði
Kristinn Gylfi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Svínabúsins Braut-
arholti, en eigendur þess keyptu í
gær z/3 hluta í Sfld og fiski af
systkinunum Katrínu og Skúla
Þorvaldsbörnum en Geirlaug syst-
ir þeirra heldur sínum þriðjungi.
Áuk þessa keypti Svínabúið
Brautarholti fasteignir Síldar og
fisks í Dalshrauni og á Minni-
Vatnsleysu.
25-30% markaðshlutdeild
Að sögn Kristins Gylfa verður
samanlögð markaðshlutdeild þess-
ara fyrirtækja á svínakjötsmarkaði
25-30% en engar fyrirætlanir eru
uppi um sameiningu fyrirtækj-
anna. Svínabúið Brautarholti mun
áfram selja með sama hætti og áð-
ur undir vörumerkinu Gæðagrís og
meðal annars í gegnum Kjötvinn-
sluna Esju sem fyrirtækið á helm-
ings hlut í. Markaðshlutdeild fyrir-
tækisins á kjúklinga- og
eggjamarkaði er svipuð og á svína-
markaðnum og segist Kristinn
Gylfi telja útlitið á kjötmarkaðnum
gott og segir kjötneyslu hafa auk-
ist, sérstaklega neyslu svína- og
kjúklingakjöts.
Þorvaldur Guðmundsson stofn-
aði Síld og fisk árið 1944 og eru
það börn hans sem nú eru að selja.
Þeir sem eiga Svínabúið Brautar-
holti eru Jón Ólafsson og synir
hans, Kristinn Gylfi, Ólafur, Björn
og Jón Bjarni.
Eins og títt er þegar stórir
samningar eru annars vegar er nú
unnið að áreiðanleikakönnun á Síld
og fiski og mun niðurstaða hennar
liggja fyrir í lok júlí.
1
!