Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 15

Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 1 5 Framkvæmdir að hefjast við byggingu hótels á Dalvík Tré gróðursett í stað hefðbund- innar skóflustungu FINNSKI sendiherrann á íslandi, Timo Koponen, gróðursetti í gær, ásamt fleirum, tré á Dalvík þar sem framkvæmdir við nýtt hótel munu hefjast síðar í sumar. Gróðursetn- ingin markar í raun upphaf fram- kvæmdanna og kemur í stað hinnar hefðbundnu skóflustungu. Má kannski segja að það sé táknrænt þar sem nýja hótelið mun vera eitt fyrsta hótelið í heiminum sem er byggt frá grunni með forsendur og staðla norræna umhverfismerkis- ins, Svansinsj í huga. Að sögn Sig- urbjargar Arnadóttur, eins af frumkvöðlum nýja hótelsins, sem hlotið hefur nafnið Pólstjarnan, verða gerðar rannsóknir sem miða að því að stuðla að vistvænna, heil- brigðara og öruggara húsnæði en áður þekkist. Umhverfisþáttur hót- elsins er stærsta samvinnuverkefni Finna og íslendinga hingað til. Við athöfnina í gær söng hluti af karlakór Dalvíkur nokkur lög og þá gróðursettu, ásamt sendiherra Finna, fulltrúi umhverfisráðuneyt- isins, bæjarstóri Dalvíkurbyggðar, sóknarprestur Dalvíkurbyggðar og ræðismaður Finna á Norðurlandi alls þrjú tré. I fréttatilkynningu frá fram- kvæmdaaðilum hinnar nýju þjón- ustubyggingar kemur fram að á allra síðustu árum hafa komið fram auknar kröfur um vistvæna ferða- þjónustu. Hin svokallaða græna stefna er studd af hinu nýsam- þykkta norræna umhverfismerki fyrir hótel, Svaninum. Til þessa hafa aðeins þrú hótel hlotið Svan- inn, tvö í Svíþjóð og eitt í Noregi. Rannsóknir á umhverfisþáttum Allar tilraunir við notkun viðar, byggingarefnis, frárennslis, gæði lofts innanhúss og eldvarnarhæfni byggingarinnar miðast að því hótel- ið sé sem umhverfisvænast en jafn- framt öruggt, segir Sigurbjörg. Rannsaka skal veðrunarþol viðar í Listasumar Tvær sýningar opnaðar TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar á vegum Giifélagsins á Listasumri laugardaginn 24. júní. Sigtryggur Bjami Baldvinsson opnar fyrstu myndlistarsýningu sumarsins í Ketilhúsinu kl. 16. Hann er Akureyringur, fæddur ár- ið 1966. Uppistaðan í sýningu hans nú eru stór olíumálverk, sem sór- staklega voru máluð fyrir þessa sýningu, og viðfangsefni hans spanna milli þess hlutbundna og óhlutbundna, dýptar og raunyfir- borðs málverksins og hins naum- hygla og skreytikennda. Sýningin stendur til 16. júlí næst- komandi og er opin daglega frá kl. 14 til 18 en lokað er á mánudögum. Tinna Gunnarsdóttir opnar sýn- ingu sem nefnist Snagar í forstofu Deiglunnar, en um er að ræða list- rænt hannaða snaga sem hanga munu uppi sem sjálfstæð sýning í allt sumar. Tinna er Reykvíkingur, fædd ár- ið 1968, og hefur að baki langt lista- og hönnunarnám, m.a. á Islandi, Englandi og Italíu Morgunblaðið/Kristján Sendiherra Finna á Islandi, Timo Koponen, og ræðismaður Finna á Norðurlandi, Þórarinn B. Jónsson, gróðursetja tré í sameiningu við at- höfnina á Dalvík. öllum byggingunum, en gerðar verðar tilraunir með nýjungar í verkun viðar. Einnig verða tilraun- ir með hreinsunarkerfi fyrir frá- rennslisvatn og rotþró, sem sér- staklega er ætluð strjálbýli, gistiheimilum og smáum byggðar- lögum á heimskautasvæðum. Að sögn Sigurbjargar eru bygg- ingarnar sex, þar af er hótel með fundarsölum, veitingaaðstöðu og gistiaðstöðu fyrir 80-100 manns. Fjögur orlofshús verða einnig á svæðinu ásamt baðhúsi. Arkitekt er Friðrik Friðriksson og aðalráðgjafi hans í umhverfismálum er Jouko T. Parviainen. Jouko hefur stjórnað fjölda umhverfisverkefna í Finnl- andi, aðallega innan ferðamála. Auk þess hefur hann unnið sem ráðgjafi á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar og Evrópusambandsins. Að sögn Sigurbjargar mun hið nýja hótel verða styrkur fyrir alla ferðaþjónustu við utanverðan Eyja- fjörð. „Það óskapast margir yfir stærðinni en ég hef sagt að lítil ein- ing er mun dýrari í rekstri en stór. Þetta er í raun vænlegasta stað- setning á landinu til að reka hótel á ársgrundvelli. Hér eru samgöngur góðar en stutt er á flugvöllinn á Ak- ureyri. Skíðasvæðið, gönguleiðir, Friðiandið að ónefndu hafinu með öllum sínum möguleikum er aðeins steinstar héðan, sagði Sigurbjörg. Stefnan er að ljúka vinnu við grunn húsanna í haust, reisa þau að vori og taldi Sigurbjörg að starfsemi ætti að geta hafist eftir rúmt ór. Morgunblaðið/BFH Gistiheimilið Engimýri. Gistiheimilið á Engimýri opnað sumargestum GISTIHEIMILIÐ á Engimýri í Oxnadal hefur verið opnað sum- argestum en nýir eigendur hafa tekið við stjórninni og mun þeir brydda upp á ýmsum nýjungum í sumar. Gistiheimilið, sem er í nýlegu húsi, getur hýst tólf manns í upp- ábúnum rúmum en þar að auki er boðið upp á svefnpokapláss og tjaldstæði. Tjaldbúðagestir hafa afnot af allri aðstöðu í húsinu, þar á meðal salernum, sturtum og matsal. Boðið er upp á morg- unverð, hádegisverð og kvöldverð ef pantað er með fyrirvara. Frá Engimýri er stutt í margs konar þjónustu og afþreyingu. Á bænum er hestaleiga og stutt er í veiði í Hraunsvatni, á Þela- mörk er sundlaug og aðeins tek- ur um tuttugu mínútur að aka til Akureyrar. Þá eru fallegar gönguleiðir í nágrenni Engimýr- ar, náttúrufegurð og sögufrægir staðir. Jónsmessuhátíð í Kjarnaskógi NORRÆNA félagið á Akureyri heldur sína árlegu Jónsmessuhátíð í kvöld, föstudagskvöldið 23. júní, í Kjarnaskógi. Safnast verður saman kl. 20 á bíla- stæðinu við gamla afleggjarann og gengið í skóginn þar sem vigt verður rjóður sem félagið hefur fengið til ættleiðingar en það er m.a. hugsað sem framlag félagsins til ræktunar- starfa og umhverfisverndar. Að því loknu verður farið á giillsvæðið þar sem grillaðar pylsur, brauð og drykkir verða til sölu á hóflegu verði. Anna Richards spinnur miðnætur- dans og Wolfgang Frosti Sahr sér um tónlist. Þá verður fjöldasöngur og gleði að hætti norrænna manna. Framhaldsdeild VMA á Dalvík ekki starfrækt næsta skólaár Unnið verði að upp- byggingu útvegsnáms BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar fjallaði á fundi í gær um þá ákvörðun forsvarsmanna Verk- menntaskólans á Akureyri að starfrækja ekki framhaldsdeild VMA á Dalvík og lýsti yfir von- brigðum sínum með að sjávarút- vegsnám í landinu skuli vera í uppnámi. Skorar bæjarráð á for- svarsmenn VMA og yfirvöld menntamála í landinu að vinna að uppbyggingu sjávarútvegsnáms á framhaldsskólastigi „með það í huga að nýtt verði sú aðstaða og sá mannafli sem hér er fyrir hendi,“ segir í bókun bæjarráðs. Þá vill bæjarráð að skoðað verði hvaða möguleikar eru fyrir hendi fyrir nema við utanverðan Eyja- fjörð til að stunda almennt fram- haldsnám á svæðinu. Alls bárust 20 umsóknir Forsvarsmenn Verkmennta- skólans á Akureyri hafa tilkynnt þá ákvörðun að ekkert framhalds- nám fari fram á Dalvík næsta vet- ur þar sem of fáar umsóknir um skólavist bárust eða 20 talsins, þar af 17 frá nýnemum. Boðið var upp ó nám á almennri braut, sjáv- arútvegsbraut, fiskvinnslubraut og skipstjórnarbraut. Átta sagt upp störfum Þá var starfsfólki tilkynnt munnlega að því yrði sagt upp störfum, en um er að ræða átta manns í allt, þar af eru fimm sér- hæfðir kennarar. Björn Björnsson, kennslustjóri útvegssviðs VMA á Dalvík, sagð- ist ósáttur við að námið yrði lagt niður og benti á að starfsfólk sem sagt hefur verið upp störfum yrði ekki til staðar ef ákveðið yrði síð- ar að bjóða upp á þetta nám. Hann sagðist hafa skilning á því ef skólahald yrði lagt niður tíma- bundið þar sem of fáar umsóknir bárust, en kvaðst vilja að nám á útvegssviði yrði kynnt betur og það á landsvísu, enda teldi hann að bjóða ætti upp á slíkt nám á landsbyggðinni þar sem flest störf í þessum geira væru. Ósáttur við skamman aðlögunartima Þá sagðist Björn einnig ósáttur við það að skólinn á Dalvík fengi einungis eitt ár í aðlögunartíma eftir að skipstjórnarnámi var breytt, en talað hefði verið um þriggja til fimm ára aðlögunar- tíma þar sem ljóst hefði verið að aðsókn að náminu yrði dræm fyrst eftir breytingarnar. Þá nefndi hann að aðrir skólar virt- ust fá lengri aðlögunartíma. Neikvæð umræða um sjóvarút- vegsmál, kvótakerfið, uppsagnir fiskvinnslufólks og neikvætt við- horf íslendinga til starfa í fisk- vinnslu taldi Björn vera helstu ástæður þess að fleiri sækja ekki um nám á útvegssviði en raun ber vitni. Hljómsveit Rúnars Júlíussonar skemmtir föstudags-og laugardagskvöld Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum. Haföu samband M, fin __Kt - vogir eru okkarfag - Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.