Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 1 5 Framkvæmdir að hefjast við byggingu hótels á Dalvík Tré gróðursett í stað hefðbund- innar skóflustungu FINNSKI sendiherrann á íslandi, Timo Koponen, gróðursetti í gær, ásamt fleirum, tré á Dalvík þar sem framkvæmdir við nýtt hótel munu hefjast síðar í sumar. Gróðursetn- ingin markar í raun upphaf fram- kvæmdanna og kemur í stað hinnar hefðbundnu skóflustungu. Má kannski segja að það sé táknrænt þar sem nýja hótelið mun vera eitt fyrsta hótelið í heiminum sem er byggt frá grunni með forsendur og staðla norræna umhverfismerkis- ins, Svansinsj í huga. Að sögn Sig- urbjargar Arnadóttur, eins af frumkvöðlum nýja hótelsins, sem hlotið hefur nafnið Pólstjarnan, verða gerðar rannsóknir sem miða að því að stuðla að vistvænna, heil- brigðara og öruggara húsnæði en áður þekkist. Umhverfisþáttur hót- elsins er stærsta samvinnuverkefni Finna og íslendinga hingað til. Við athöfnina í gær söng hluti af karlakór Dalvíkur nokkur lög og þá gróðursettu, ásamt sendiherra Finna, fulltrúi umhverfisráðuneyt- isins, bæjarstóri Dalvíkurbyggðar, sóknarprestur Dalvíkurbyggðar og ræðismaður Finna á Norðurlandi alls þrjú tré. I fréttatilkynningu frá fram- kvæmdaaðilum hinnar nýju þjón- ustubyggingar kemur fram að á allra síðustu árum hafa komið fram auknar kröfur um vistvæna ferða- þjónustu. Hin svokallaða græna stefna er studd af hinu nýsam- þykkta norræna umhverfismerki fyrir hótel, Svaninum. Til þessa hafa aðeins þrú hótel hlotið Svan- inn, tvö í Svíþjóð og eitt í Noregi. Rannsóknir á umhverfisþáttum Allar tilraunir við notkun viðar, byggingarefnis, frárennslis, gæði lofts innanhúss og eldvarnarhæfni byggingarinnar miðast að því hótel- ið sé sem umhverfisvænast en jafn- framt öruggt, segir Sigurbjörg. Rannsaka skal veðrunarþol viðar í Listasumar Tvær sýningar opnaðar TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar á vegum Giifélagsins á Listasumri laugardaginn 24. júní. Sigtryggur Bjami Baldvinsson opnar fyrstu myndlistarsýningu sumarsins í Ketilhúsinu kl. 16. Hann er Akureyringur, fæddur ár- ið 1966. Uppistaðan í sýningu hans nú eru stór olíumálverk, sem sór- staklega voru máluð fyrir þessa sýningu, og viðfangsefni hans spanna milli þess hlutbundna og óhlutbundna, dýptar og raunyfir- borðs málverksins og hins naum- hygla og skreytikennda. Sýningin stendur til 16. júlí næst- komandi og er opin daglega frá kl. 14 til 18 en lokað er á mánudögum. Tinna Gunnarsdóttir opnar sýn- ingu sem nefnist Snagar í forstofu Deiglunnar, en um er að ræða list- rænt hannaða snaga sem hanga munu uppi sem sjálfstæð sýning í allt sumar. Tinna er Reykvíkingur, fædd ár- ið 1968, og hefur að baki langt lista- og hönnunarnám, m.a. á Islandi, Englandi og Italíu Morgunblaðið/Kristján Sendiherra Finna á Islandi, Timo Koponen, og ræðismaður Finna á Norðurlandi, Þórarinn B. Jónsson, gróðursetja tré í sameiningu við at- höfnina á Dalvík. öllum byggingunum, en gerðar verðar tilraunir með nýjungar í verkun viðar. Einnig verða tilraun- ir með hreinsunarkerfi fyrir frá- rennslisvatn og rotþró, sem sér- staklega er ætluð strjálbýli, gistiheimilum og smáum byggðar- lögum á heimskautasvæðum. Að sögn Sigurbjargar eru bygg- ingarnar sex, þar af er hótel með fundarsölum, veitingaaðstöðu og gistiaðstöðu fyrir 80-100 manns. Fjögur orlofshús verða einnig á svæðinu ásamt baðhúsi. Arkitekt er Friðrik Friðriksson og aðalráðgjafi hans í umhverfismálum er Jouko T. Parviainen. Jouko hefur stjórnað fjölda umhverfisverkefna í Finnl- andi, aðallega innan ferðamála. Auk þess hefur hann unnið sem ráðgjafi á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar og Evrópusambandsins. Að sögn Sigurbjargar mun hið nýja hótel verða styrkur fyrir alla ferðaþjónustu við utanverðan Eyja- fjörð. „Það óskapast margir yfir stærðinni en ég hef sagt að lítil ein- ing er mun dýrari í rekstri en stór. Þetta er í raun vænlegasta stað- setning á landinu til að reka hótel á ársgrundvelli. Hér eru samgöngur góðar en stutt er á flugvöllinn á Ak- ureyri. Skíðasvæðið, gönguleiðir, Friðiandið að ónefndu hafinu með öllum sínum möguleikum er aðeins steinstar héðan, sagði Sigurbjörg. Stefnan er að ljúka vinnu við grunn húsanna í haust, reisa þau að vori og taldi Sigurbjörg að starfsemi ætti að geta hafist eftir rúmt ór. Morgunblaðið/BFH Gistiheimilið Engimýri. Gistiheimilið á Engimýri opnað sumargestum GISTIHEIMILIÐ á Engimýri í Oxnadal hefur verið opnað sum- argestum en nýir eigendur hafa tekið við stjórninni og mun þeir brydda upp á ýmsum nýjungum í sumar. Gistiheimilið, sem er í nýlegu húsi, getur hýst tólf manns í upp- ábúnum rúmum en þar að auki er boðið upp á svefnpokapláss og tjaldstæði. Tjaldbúðagestir hafa afnot af allri aðstöðu í húsinu, þar á meðal salernum, sturtum og matsal. Boðið er upp á morg- unverð, hádegisverð og kvöldverð ef pantað er með fyrirvara. Frá Engimýri er stutt í margs konar þjónustu og afþreyingu. Á bænum er hestaleiga og stutt er í veiði í Hraunsvatni, á Þela- mörk er sundlaug og aðeins tek- ur um tuttugu mínútur að aka til Akureyrar. Þá eru fallegar gönguleiðir í nágrenni Engimýr- ar, náttúrufegurð og sögufrægir staðir. Jónsmessuhátíð í Kjarnaskógi NORRÆNA félagið á Akureyri heldur sína árlegu Jónsmessuhátíð í kvöld, föstudagskvöldið 23. júní, í Kjarnaskógi. Safnast verður saman kl. 20 á bíla- stæðinu við gamla afleggjarann og gengið í skóginn þar sem vigt verður rjóður sem félagið hefur fengið til ættleiðingar en það er m.a. hugsað sem framlag félagsins til ræktunar- starfa og umhverfisverndar. Að því loknu verður farið á giillsvæðið þar sem grillaðar pylsur, brauð og drykkir verða til sölu á hóflegu verði. Anna Richards spinnur miðnætur- dans og Wolfgang Frosti Sahr sér um tónlist. Þá verður fjöldasöngur og gleði að hætti norrænna manna. Framhaldsdeild VMA á Dalvík ekki starfrækt næsta skólaár Unnið verði að upp- byggingu útvegsnáms BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar fjallaði á fundi í gær um þá ákvörðun forsvarsmanna Verk- menntaskólans á Akureyri að starfrækja ekki framhaldsdeild VMA á Dalvík og lýsti yfir von- brigðum sínum með að sjávarút- vegsnám í landinu skuli vera í uppnámi. Skorar bæjarráð á for- svarsmenn VMA og yfirvöld menntamála í landinu að vinna að uppbyggingu sjávarútvegsnáms á framhaldsskólastigi „með það í huga að nýtt verði sú aðstaða og sá mannafli sem hér er fyrir hendi,“ segir í bókun bæjarráðs. Þá vill bæjarráð að skoðað verði hvaða möguleikar eru fyrir hendi fyrir nema við utanverðan Eyja- fjörð til að stunda almennt fram- haldsnám á svæðinu. Alls bárust 20 umsóknir Forsvarsmenn Verkmennta- skólans á Akureyri hafa tilkynnt þá ákvörðun að ekkert framhalds- nám fari fram á Dalvík næsta vet- ur þar sem of fáar umsóknir um skólavist bárust eða 20 talsins, þar af 17 frá nýnemum. Boðið var upp ó nám á almennri braut, sjáv- arútvegsbraut, fiskvinnslubraut og skipstjórnarbraut. Átta sagt upp störfum Þá var starfsfólki tilkynnt munnlega að því yrði sagt upp störfum, en um er að ræða átta manns í allt, þar af eru fimm sér- hæfðir kennarar. Björn Björnsson, kennslustjóri útvegssviðs VMA á Dalvík, sagð- ist ósáttur við að námið yrði lagt niður og benti á að starfsfólk sem sagt hefur verið upp störfum yrði ekki til staðar ef ákveðið yrði síð- ar að bjóða upp á þetta nám. Hann sagðist hafa skilning á því ef skólahald yrði lagt niður tíma- bundið þar sem of fáar umsóknir bárust, en kvaðst vilja að nám á útvegssviði yrði kynnt betur og það á landsvísu, enda teldi hann að bjóða ætti upp á slíkt nám á landsbyggðinni þar sem flest störf í þessum geira væru. Ósáttur við skamman aðlögunartima Þá sagðist Björn einnig ósáttur við það að skólinn á Dalvík fengi einungis eitt ár í aðlögunartíma eftir að skipstjórnarnámi var breytt, en talað hefði verið um þriggja til fimm ára aðlögunar- tíma þar sem ljóst hefði verið að aðsókn að náminu yrði dræm fyrst eftir breytingarnar. Þá nefndi hann að aðrir skólar virt- ust fá lengri aðlögunartíma. Neikvæð umræða um sjóvarút- vegsmál, kvótakerfið, uppsagnir fiskvinnslufólks og neikvætt við- horf íslendinga til starfa í fisk- vinnslu taldi Björn vera helstu ástæður þess að fleiri sækja ekki um nám á útvegssviði en raun ber vitni. Hljómsveit Rúnars Júlíussonar skemmtir föstudags-og laugardagskvöld Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum. Haföu samband M, fin __Kt - vogir eru okkarfag - Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.