Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Jónsmessu-
hátíð á Selfossi
EINS og undanfarin ár munu fyrir-
tæki og stofnanir á Selfossi bjóða Ár-
borgarbúum og gestum til morgun-
verðar í tjaldi á Jónsmessudag, 24.
júní. Að þessu sinni verður tjaldið við
Fjölbrautaskóla Suðurlands. Morg-
unverðurinn hefst kl. 9. Boðið verður
upp á hlaðborð.
Að loknum morgunverðinum verð-
ur mikið um að vera, Bylgjulestin
verður á ferðinni, leiktæki fyrir
börnin, félagar úr Leikfélagi Selfoss
bregða á leik og verða m.a. með and-
litsmálun fyrir börn, tjaldmarkaður,
bílasýning frá Heklu, búvélasýning
frá Bújöfri, MBF sýnir nýuppgerðan
mjólkurbíl frá gamla tímanum ásamt
brúsapalli, keppt verður í Hálanda-
leikunum, leitað að Sumarstúlku Séð
og heyrt o.fl.
Árborgarbúar og aðrir eru hvattir
til að fjölmenna og njóta þess sem í
boði verður, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fornleifauppgröftur í Reykholti í Borgarfírði.
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
Fornleifarannsóknir í Reykholti komnar í fullan gang
Fræðslu-
fundur um
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Hafsteinn Bjarnason, eigandi Byggðasels, Ingibjörg Pálmadóttir ráð-
herra, Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, og Árni
Magnússon, formaður stjórnar Heilsugæslustöðvar Hvergerðis, undir-
rita samninginn.
Leigusammngur
um heilsugæslustöð
Hveragerði - Samningur milli
stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar
í Hveragerði og Byggðasels ehf.
um leigu á húsnæði undir heilsu-
gæslustöð í Hveragerði var undir-
ritaður síðastliðinn föstudag af
Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigð-
isráðherra.
Húsnæðið sem um ræðir verður
í nýbyggingu sem Byggðasel er að
hefja byggingu á í miðbæ Hvera-
gerðis. Sá hluti húsnæðisins, sem
hýsa á heilsugæslustöð, er samtals
um 380 fermetrar á 2 hæðum.
Húsið skal afhendast fullbúið eigi
síðar en 15 júní 2001.
í máli Árna Magnússonar, for-
manns stjórnar Heilsugæslustöðv-
arinnar í Hveragerði, kom fram að
gríðarleg breyting verður á starf-
semi heilsugæslustöðvarinnar með
tilkomu nýs húsnæðis. Um um-
talsverða stækkun á húsnæðinu er
að ræða þar sem núverandi heilsu-
gæslustöð er um helmingi minni
en hin nýja í afar óhentugu hús-
næði sem aldrei var hannað til að
gegna þessu hlutverki. Með stærra
húsnæði verður hægt að bjóða enn
betri og fjölbreyttari þjónustu við
Hvergerðinga og aðstöðu eins og
hún gerist best í landinu.
Að sögn Hafsteins Bjarnasonar,
eiganda Byggðasels, er einnig gert
ráð fyrir lyfjaverslun í húsnæðinu,
en hluta þess er enn óráðstafað.
áhrif áfalla
FRÆÐSLUFUNDUR um áhrif
áfalla verður haldinn í Brautarholti
fyrir Gnúpveija- og Skeiðahrepp í
dag, föstudag, kl. 13. Fundirnir eru
opnir öllum sem áhuga hafa og eru
íþúar Árnessýslu sérstaklega hvattir
til að mæta.
Rætt verður um áhrif áfalla á
börn, unglinga og fullorðna og
hvernig hægt sé að bregðast við
þeim.
Heilsugæslan, áfallateymi Land-
spítalans, almannavarnanefndir og
Rauðakrossdeild Ámessýslu halda
þessa fræðslufundi.
Fjöldahjálparstöð Rauða krossins
verður starfrækt í Sólvallaskóla á
Selfossi næstu daga. Fólk er hvatt til
að leita þar aðstoðar. Hægt er að
bóka viðtöl við sálfræðinga í síma
fjöldahjálparstöðvarinnar.
36 nemendur útskrifuðust frá Menntaskólanum á Egilsstöðum.
36 nemendur braut-
skráðir frá Menntaskól-
anum á Egilsstöðum
Egilsstöðum - Nú á vorönn voru
brautskráðir 36 nemendur frá
Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Þetta var tuttugasta og fyrsta
brautskráningin frá skólanum og
alls hafa þá útskrifast um 755
nemendur frá upphafi. Flestir
nemendur útskrifuðust af félags-
fræðibraut en þeir voru 16, sjö
luku námi af tveimur brautum og
einn nemandi lauk stúdentsprófí
frá félagsfræði-, mála- og náttúru-
fræðibrautum.
Viðurkenningar hlutu Eyrún
Huld Haraldsdóttir fyrir góðan ár-
angur í íslensku, Gunnar
Guðmundsson fyrir góðan árangur
í frönsku og Guðmundur Þorkell
Guðmundsson fyrir góðan árangur
í sögu og áhuga á sögu Austur-
lands. Helga Jóna Jónasdóttir
hlaut viðurkenningu fyrir fram-
úrskarandi námsárangur í raungr-
einum og stærðfræði og auk þess
góðan árangur í íslensku og
þýsku. Þess má geta að Helga
Jóna hefur tekið 58 áfanga við
skólann og fengið 36 sinnum 10 í
einkunn. Hún hefur tekið 7
stærðfræðiáfanga og fengið 10 í
þeim öllum. Sóley Þrastardóttir
fékk viðurkenningu fyrir fram-
úrskarandi námsárangur al-
mennt. Hún hlaut viðurkenningar
fyrir góðan árangur í dönsku,
frönsku og þýsku. Sóley hefur á
fjórum árum tekið 3 brautir og
Morgunblaðið/Jósep Marinósson
lokið 220 einingum. Nokkrir
nemendur fengu viðurkenningar
fyrir störf að félagsmálum. Þeir
voru: Aðalsteinn Jósepsson, Arn-
þór Björn Reynisson, Hlynur
Gauti Sigurðsson, Stefán Bene-
dikt Vilhelmsson, Stella Stefáns-
dóttir, Þóra Magnea Helgadóttir
og Þórunn Bylgja Borgþórsdótt-
ir.
AIls voru um 230 nemendur
skráðir við skólann á vorönn í
dagskóla, þar af 60 nemendur sem
stunduðu nám utanskóla og í öld-
ungadeild voru 75 nemendur
skráðir. Tæplega 100 nemendur
voru á heimavist. Skólameistari
Menntaskólans á Egilsstöðum er
Helgi Ómar Bragason.
Mun umfangsmeiri
uppgröftur í sumar
Reykholti - Fornleifauppgröfturinn í Reykholti er nú
kominn í fullan gang að nýju og hefur svæðið frá fyrra
sumri verið stækkað um 8 metra til norðurs. Uppgröftur-
inn í sumar hófst fyrr en áður hefur verið og mun standa í
allt að 9 vikur.
Mestallt tímabilið starfa tólf manns við uppgröftinn, en
auk Islendinga samanstendur hópurinn af fornleifafræð-
ingum frá Evrópu og N-Ameríku. Auknu fjármagni hefur
verið veitt í þetta verkefni í sumar. Guðrún Svein-
bjarnardóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri, seg-
ist vonast til að rannsóknum verði lokið á neðra svæðinu í
sumar og að skýr mynd fáist af tengingu Snorraganga við
elstu húsin, sem liggja undir yngri byggingastigum.
Við framkvæmdir á lóð gamla Héraðsskólans var kom-
ið niður á leifar forns ruslahaugs vestanvert við skólahús-
ið. í sumar verða þessar leifar rannsakaðar frekar, m.a.
af sérfræðingum frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Von-
ast er til að þær rannsóknir geti varpað frekara ljósi á
daglegt líf fyrri alda.
Sérstakt mannvirki verður skoðað betur í sumar
Á nýja svæðinu sem opnað var í sumar standa vonir til
að varpa megi Ijósi á allsérstakt mannvirki með stólpa-
hleðslum, sem fannst nyrst í uppgreftrinum sl. sumai-,
auk leifa af hverahrúðri sem bendir til notkunar heits
vatns á þessum stað.
Á þessu stigi má skipta uppgraftarsvæðinu gróflega í
þrjú byggingarstig: I efsta lagi er gangabær frá 17.-19.
öld. Undir honum eru mannvirki sem tímasett hafa verið
með kolefnisgreiningu til 15.-16. aldar og þar undir liggja
göngin sem hafa verið aldursgreind með kolefnisgrein-
ingu til 11.-13. aldar.