Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BETRA KYNLÍF MEÐ
LANDIÐ
ASTROGLIDE
FÆST í APÓTEKUM
FÁIÐ PRUFU í APÓTEKINU
ymus.vefurinn.is astroglide.com
SANYL
ÞAKRENNUR
Fást í flestum byggingavöru-
verslunum landsins.
£ ÁiFABORG
Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755
Hátíðleg athöfn á Skriðuklaustri
Gjöf skáldsins
loks veitt verð-
u g viðtaka
Geitagerði - Starfsemi Stofnunar
Gunnars Gunnarssonar á Skriðuk-
laustri í Fljótsdal hófst formlega
sunnudaginn 18. júní síðastliðinn að
viðstöddum Birni Bjamasyni,
menntamálaráðherra, Skúla Birni
Gunnarssyni, forstöðumanni Stofn-
unar Gunnars Gunnarssonar, Gunn-
ari Bimi Gunnarssyni, bamabama-
bami skáldsins, og íjölda annarra
gesta. Frá þeim degi verður setur
stofnunarinnar, hús Gunnars Gunn-
arssonar skálds, opið gestum eftir
gagngerar endurbætur. Sú marg-
háttaða menningarstarfsemi sem nú
bíður þessa merka húss hófst einnig
sama dag með sýningu á verkum
Gunnars Gunnarssonar yngra, list-
málara.
Hátíðin hófst með tónum hljóm-
listarmannanna Hallfríðar Ólafs-
dóttur og Armanns Halldórssonar.
Pá bauð Skúli Björn gesti velkomna.
AfWMHilDWm
Lýsti hann þakkiæti fyrir þann vel-
vilja sem honum væri sýndur í starfi
forstöðumanns þessarar nýju stofn-
unar sem og þann velvilja sem hún
nyti hjá stjórnvöldum og meðal fólks.
Hann rakti forsögu Stofnunar Gunn-
ars Gunnarssonar sem nú væri form-
lega að taka til starfa, allt frá því
skáldið og kona hans, Franzisea,
hófu búskap á Skriðuklaustri sum-
arið 1939 með byggingu hússins
mikla og þar til álíka margir og unnu
það sumar við byggingu þess hefðu
nú, sextíu og einu ári síðar, lagt hönd
að þeim endurbótum á húsinu og
margháttuðum undirbúningi að
formlegri opnun þess sem seturs
Stofnunar Gunnars Gunnarssonar.
Barnabamabarn Gunnars og
Franziscu, Gunnar Bjöm Gunnars-
son, sonur Franziscu, dóttur Gunn-
ars Gunnarssonar yngra, listmálara,
ræddi meðal annars í ávarpi sínu
þessa sérstæðu gjöf langafa síns og
langömmu. Engirm íslendingur hefði
gefið þjóð sinni stærri gjöf að sér lif-
andi og hefði hún þó fengið öll skáld-
verk hans að auki. Það væri sér mikið
gleðiefni að loksins skyldi þessari
gjöf vera veitt sú viðtaka sem henni
sæmdi. Bæri einkum að þakka það
Birni Bjarnasyni, menntamálaráð-
herra, en einnig bæri að þakka mörg-
um fleirum. Sérstaklega vildi hann
nefna austfirsku þingmennina Helga
Morgunblaðið/Guttormur
Starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar hófst formlega með hátíð
sem haldin var á Skriðuklaustri um helgina.
Seljan, Jón Kristjánsson og Hjörleif
Guttormsson. Þeirra stuðningur við
málefni Skriðuklausturs hefði verið
óbrigðull og ötull.
Sýndi stórhug
Bjöm Bjarnason, menntamálaráð-
herra, gerði að umtalsefni þann stór-
hug sem skáldið hefði sýnt með þess-
ari gjöf tO þjóðar sinnar. Héðan í frá
yrði ekki frá því vikið að veita henni
þá viðtöku sem bæri. Séð yrði til þess
að Stofnun Gunnars Gunnarssonar
sinnti því hlutverki í sögu, menningu,
vísindum og listum sem til var stofn-
að með gjöfinni. í því sambandi rakti
ráðherrann aðdraganda og undir-
búning að stofnun Stofnunar Gunn-
ars Gunnarssonar, síðast þær fjár-
veitingar sem til verksins hafa
runnið á undanfornum ámm. Enn
væri margt ógert en brýnt væri að
Ijúka m.a. endurbótum á húsinu
þannig að öllum væri sómi að. Ráð-
herrann kvaðst opinn fyrir því að
Stofnun Gunnars Gunnarssonar yrði
beitt til að efla menningarlíf á Aust-
fjörðum utan eiginlegs verksviðs
hennar.
Að loknum ávöi’pum var húsið
skoðað og sýning Gunnars Gunnars-
sonar yngra, listmálara.
Árið 1939 flutti Gunnar Gunnars-
son með fjölskyldu sína heim í fæð-
ingarsveit sína eftir þriggja áratuga
dvöl í Danmörku. Haustið áður hafði
hann samið um kaup á jörðinni
Skriðuklaustri af Sigmari G. Þormar.
Um sumarmál hófust framkvæmdir.
Laust fyrir jól sama ár var flutt í hús-
ið og er í minnum haft hversu hratt
gekk verkið þrátt fyrir litla véltækni.
Til dæmis var öll steypa í húsið
hrærð með rekum og ekið í mótin í
hjólbörum. Vinna við grjóthleðsluna
var tímafrek. Velja þurfti hvern stein
af kostgæfni og hreinsa vandlega áð-
ur en hann var múraður í vegginn.
Nú er þessi hleðsla eitt helsta sér-
kenni hússins ásamt torfburstinni.
Það var svo haustið 1948 að þau
hjón tóku þá ákvörðun að bregða búi
og flytja til Reykjavíkur og afhenda
íslenska ríkinu fyrir hönd þjóðarinn-
ar jörðina ásamt mannvirkjum að
gjöf. Gunnar fékk þá Pál Hermann-
sson alþingismann og Guttorm
Þormar í Geitagerði til að votta gjöf-
ina með áritun á gjafabréf hinn 18.
september sama ár.
verður opnað með formlegum hœtti
í Flugskýli 7, Akureyrarflugvelli
laugardaginn 24. júni kl. 10.00.
í tengslum við opnunina verður fyrri hluti
íslandsmótsins í listflugi
haldinn á Akureyrarflugvelli.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Börn af Leikhólum í heimsókn á HDíð þar sem þau fengu að leika sór við lömb.
Ólafsfirði. Morgunblaðið.
BÖRNIN á Leikhólum í Ólafsfirði
fóru nýlega í sveitina og fengu að sjá
og leika við lömb vorsins. Farið var
fram í BQíð. Hlíðarhjónin, Gunnar og
Svanfríður, voru reyndar í burtu, en
Hildur A. Ólafsdóttir tók á móti
bömum, nokkrum foreldrum og
starfsfólki Leikhóla.
Lömb að
leika sér við
Það var gaman í þessari ferð og
bömin réðu sér ekki fyrir kæti þeg-
ar þau fengu að elta lömbin og meira
að segja halda á þeim, eins og mynd-
in hér að ofan ber glöggt með sér.
Kindumar vom hins vegar ekki al-
veg eins kátar, því þær jörmuðu ámát-
lega og snusuðu í allar áttir að súium
afkvæmum, eins og þær vildu segja:
Þetta em engin lömb að leika sér við!
Ný sjón-
arhorn
Flateyri. Morgunblaðið.
ÞAÐ getur verið erfitt að sitja inni í
kennslustofum þegar sumarið nálg-
ast. Nemendur í 4.bekk Grannskóla
Önundarfjarðar fengu þó að njóta
útiverunnar í síðasta myndmennta-
tíma vetrarins. Verkefni kennslu-
stundarinnar fólst nefnilega í að
klippa út pappírsramma og ganga
síðan með hann um bæinn í leit að
nýjum sjónarhornum.
Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson