Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Hagsmunaaðilar um vísbendingar um mikið brottkast
Mikilvægt að
bregðast rétt
við vandamálinu
Heildarafli íslenskra skipa
í maímánuði, 1997-2000
Þús. tonn
90----
80----
I59.940I
70~
60
50
40
30
20
10
66.866--------
BBBffl M?
Annar afli
Kolmunni
1997 1998 1999 2000
Ur
íslenskri
lögsögu
Botnfiskaflinn
í maí, þúsund tonna
97 98 99 00
Fiskaflinn í maí
Meira af kolmunna
HAGSMUNAAÐILAR í sjávarút-
vegi segja að vísbending um mikið
brottkast á fiski í athugun Fiskistofu
á aflasamsetningu komi ekki á óvart
en brýnt sé að kanna málið nánar til
að hægt sé að bregðast við vandan-
um.
I gær greindi Morgunblaðið frá at-
hugun Fiskistofu og haft var eftir
Árna M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, að aðgerðir Fiskistofu
væru liður í að taka á vandamálinu.
Ekki má heimfæra niður-
stöðurnar á allan flotann
Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra-
félags íslands, segir að niðurstöður
Fiskistofu séu í samræmi við það
sem hann hafi heyrt annars staðar,
en í upplýsingamar vanti hvort um-
ræddir bátar eigi nægan kvóta eða
ekki. „Ef þetta eru minni bátar með
lítinn veiðirétt, sem eru að reyna að
ná hámarki út úr veiðunum, er þetta
nákvæmlega eins og ég heyri.“
Eftirlitsmönnum Fiskistofu hefur
þótt aflasamsetning báta undarleg
og hefur verið nefnt sem dæmi að
einstaka bátar hafi eingöngu komið
með 5 kg fisk eða þyngri að landi.
Helgi segir sem dæmi að meðalvigt
hjá ístogaranum Páli Pálssyni á ísa-
firði á síðasta fiskveiðiári hafi verið
2,4 kg sem sýni að togarafiskur sé
smár. „Skip með heilsársveiðirétt
eru ekki að kasta en það er ákveðinn
áhættuhópur í þessu og það eru bát-
ar með lítinn veiðirétt og bátar með
sérveiðiheimildir sem eiga kannski
ekki fyrir með aflanum. Sjálfsagt
tíðkast þetta eitthvað þar þótt ég viti
það ekki fyrir víst og auðvitað þarf að
rannsaka þetta og komast að niður-
stöðu.“
Helgi segir að ekki megi draga of
víðtækar ályktanir og segja að niður-
stöður Fiskistofu í umræddri athug-
un megi heimfæra á allan flotann.
Auðvelt sé að draga hring utan um
áhættuhópinn og áætla gróflega
magn brottkastsins. Ekki sé hægt að
liggja undir fullyrðingum þess efnis
að brottkastið sé 250 þúsund tonn ár
eftir ár heldur verði að komast að
hinurétta.
„Ég geri ekki lítið úr þessu og
þetta þarf auðvitað að skoða þótt ég
hafi þá trú að megnið af íslenskum
sjómönnum standi ekki í slíku. Ég
ber alltof mikla virðingu fyrir þeim
til að ætla þeim það.“
Ráðherra maður að meiri
Grétar Mar, formaður Farmanna-
og fiskimannasambands Islands,
segir að niðurstöður Fiskistofu komi
ekki á óvart. „Brottkastið er það sem
maður hefur vitað til margra ára,
komið oft inná og bent á, að það er
einn af þeim fylgifiskum núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfis sem menn
hafa raunverulega stungið í sandinn
og haldið að allt væri í lagi.“
Hann segir nauðsynlegt að breyta
leikreglunum þannig að ekki verði
þessi innbyggði hvati til að henda
fiski. „Leikreglumar verða að vera
þannig að menn sjái sér ekki hag í því
að henda fiski í sjóinn, hvaða leiðir
sem eru notaðar og hvaða fiskveiði-
stjórnunarkerfi sem er.“
Að sögn Grétars er brottkastið
sveiflukennt og ómögulegt að segja
um hvað það er mikið í heild. „Gegn-
umgangandi hefur brottkastið verið
töluvert en það er misjafnt og margir
þættir hafa áhrif. Það fer eftir kvóta-
stöðu útgerða, fiskiríi, landshlutum -
hvar mesta fiskiríið er á hverjum
tíma - stærð fisks sem er að ganga,
leiguverði á kvótaþingi, markaðs-
verði og svo framvegis. Allt er þetta
breytilegt frá einum degi til annars;
það sem var hægt í gær er ekki hægt
í dag. Það er erfitt að segja til um það
upp á kíló eða grömm en ég hef
stundum sagt að nálægt 20% af fiski
færi í sjóinn aftur. Hins vegar er það
teygjanlegt eins og hjá Hafró.“
Grétar segir mikilvægt að viður-
kenna að um vandamál sé að ræða.
„Það er það sem allir eiga að gera og
mér finnst sjávarútvegsráðherrann
maður að meiri að ræða þessi mál á
opinskáan hátt en forveri hans nán-
ast útilokaði þennan þátt. Þegar
vandamál koma upp á að byrja á að
greina það og reyna síðan að finna
leiðir til lausnar sem duga.“
Þarf stóraukið eftirlit
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands Islands, segir að
niðurstöðumar staðfesti það sem
hann hafi óttast að væri í gangi og
fram hafi komið; verið væri að henda
fiski í meira mæli en menn hefðu gert
sér grein fyrir.
„Það er ekkert til varnar annað en
stóraukið eftirlit," segir Sævar. „Ég
hef verið að reyna að leggja áherslu á
að framsal veiðiheimilda væri stór
þáttur í brottkasti en fengið lítinn
hljómgrunn. Það þarf engan hag-
fræðing eða viðskiptafræðing til að
segja mér það, að sá maður sem
kaupir veiðiheimild fyrir 110 krónur
kemur ekki með afla að landi sem
hann fær minna fyrir. Ég óttast mjög
að í stjómkerfinu sé þessi stóri galli
að valda okkur þessum búsifjum.“
Sævar segist sannfærður um að
brottkast sé eitthvað í öllum báta-
flokkum alls staðar á landinu en óvist
sé hvað magnið sé mikið. „Sumir eru
ekkert í þessu og þeir sem eiga næg-
ar veiðiheimildir henda engum fiski
en það verður að auka eftirlitið og fá
hið sanna í Ijós. Það er hægt en það
þarf mannafla til þess og sjálfsagt
peninga og þá verður að setja þá í
þetta.“
Viljum aðgerðir
gegn brottkasti
„Gögn Fiskistofu em vissulega
sláandi en fráleitt lýsandi fyrir al-
mennt ástand, enda er í þeim að
gefnu tilefni fylgt eftir ákveðnum
bátum. Við emm hins vegar fylgj-
andi því að gripið verði til aðgerða
gegn brottkastí þar sem það við-
gengst og það era allir hagsmunaaði-
lar sammála um það,“ segir Friðrik
J. Amgrímsson, framkvæmdastjóri
Landssambands íslenskra útvegs-
manna. Hann segir Guðjón A. Krist-
jánsson fara með rangt mál þegar
hann fullyrði að enginn geti leyft sér
að koma með fisk undir 70 sentimetr-
um að landi vegna þess að arðsemis-
krafan sé svo mikil. „Þetta er einfald-
lega kolrangt og það veit Guðjón
betur en margur annar. Megnið af
þeim sem veiða við ísland stunda
ekki slíkt, enda hafa þeir sem henda
fiski aðeins stundarhagsmuni að leið-
arljósi. Það er mjög mikilvægt að
taka á brottkasti en það má ekki nota
umræðuna í pólítískum tilgangi. Það
er erfitt að taka sönnunarlega á
brottkasti en við viljum leita leiða til
að koma í veg fyrir að fiski sé hent.
Það er útvegsmönnum, sjómönnum
og reyndar allri þjóðinni í hag,“ segir
Friðrik.
FISKAFLI landsmanna síðastliðinn
maímánuð var 85.396 tonn, en var
61.507 tonn í maímánuði árið 1999.
Aukningin skýrist af mun meiri veiði
á kolmunna, en alls veiddust 28.879
tonn miðað við 2.279 tonn í maímán-
uði 1999. Botnfiskaflinn dróst lítil-
lega saman, fór úr 56.220 tonnum í
54.016 tonn nú. Þorskaflinn var
19.701 tonn og dróst saman um 750
tonn. Þá var einnig minna veitt af
„ÉG legg áherslu á að flestir sem
stunda veiðamar virða leikreglumar
og fara eftir þeim,“ segir Öm Páls-
son, framkvæmdastjóri Landssam-
bands smábátaeigenda, um meint
brottkast á fiski. „Hins vegar get ég
tekið undir með Guðjóni A. Krist-
jánssyni alþingismanni í Morgun-
blaðinu í gær að líkur em á að sú teg-
und af brottkasti, sem ég flokka
undir handvalið í land, hafi aukist.
Hins vegar er þetta nýjasta upp-
ákoman í umræðunni sem því miður
snýst allt of oft um að kenna sjó-
manninum um allt sem miður fer í
fiskveiðistjórnuninni."
Örn segir ekki einfalt mál að kort-
leggja hvað brottkastið sé mikið „og
það verður ekki gert með því að
senda veiðieftirlitsmenn um borð í
einn og einn róður og alhæfa út frá
því. Það þarf að byrja á því að skil-
greina hvað brottkast er og greina
tegundir þess og reyna þannig að
meta hvað miklu er hent og hvort
hægt sé að koma í veg fyrir það. I
mínum huga er brottkast mismunur
ýsu og karfa en ufsaafli jókst um
rúm 500 tonn. Skel- og krabbadýra-
afli dróst einnig saman, fór úr 2.708
tonnum í 2.127 tonn.
Sem fyrr skýrist aukinn afli það
sem af er árinu af auknum loðnu- og
kolmunnaafla. Skel- og krabbadýra-
afli hefur hins vegar dregist vem-
lega saman, eða um tæp 4 þús. tonn
frá 1999,18 þús. tonn frá 1998 og 20
þús. tonn frá 1997.
á því sem drepið er og það sem komið
er með að landi. Þetta er ekki nýtt og
verður áfram. Það er óhjákvæmilegt
við veiðarnar sjálfar en er mismun-
andi eftir því hvaða veiðarfærum er
beitt. Körlum á handfæmm finnst til
dæmis mjög ósanngjamt að kvótinn
hjá þeim sé reiknaður á sama hátt og
hjá togara því óhjákvæmilega drepst
meira við trollveiðamar heldur en um
borð kemur og slíkur mismunur er
ekki fyrir hendi í handfæraveiðum."
Að sögn Amar er mikilvægt að
breyta hugarfari þeirra sem stunda
brottkast en hann bendir á að það sé
ekki auðvelt. „Tökum dæmi, “ segir
hann. „Maður, sem á lítinn ufsakvóta,
er á þorskveiðum. Hann fær ufsa og
hyggst leigja ufsakvóta en kemst að
því að verðið á ufsanum í leigunni er
hærra en hann fær fyrir að skila fisk-
inum í land. Þessi maður er auðvitað i
mjög erfiðri stöðu en þegar kvótinn
er ákveðinn þarf að taka þetta með í
reikninginn. Það er alltaf einhver
meðafli og menn verða að fá heimild
fyrir honum.“
Flestir fara
að leikreglum
Brottkast ætíð
verið stundað
„VIÐ hendum ekki einum einasta
fiski, enda með rúmar veiðiheimildir.
En eflaust er eitthvað stundað
brottkast á Islandsmiðum. Við fáum
stundum dauðan fisk í dragnótina en
ég hef hins vegar ekki trú á því að
brottkastið sé tugir eða jafnvel
hundmð þúsunda tonna, eins og
sumir halda fram,“ segir Brynjar
Guðmundsson, skipstjóri á drag-
nótabátnum Steinunni SH frá Ólafs-
vík. „En það em einhver brögð að
þessu. Aflasamsetning milli báta get-
ur verið mismunandi þótt þeir séu að
veiða á sömu slóð. Við löndum tölu-
vert af eins til tveggja kílóa fiski en
ég veit til þess að bátar koma ekki
með neinn fisk að landi sem er undir
þremur og hálfu kílói. Það má ekki
alhæfa neitt í þessu sambandi því
aðrir geta verið með stærri möskva í
veiðarfæranum og sloppið þannig við
að veiða smærri fisk. Það er hins
vegar erfitt að mæla brottkast ná-
kvæmlega. Að mínu viti myndi engu
breyta þótt skipt væri fiskveiði-
stjómunarkerfi. Brottkast hefur
ávallt verið stundað og gildir þá einu
hvaða kerfi er við lýði. Líklega væri
best að auka eftirlit, á svipaðan hátt
og Fiskistofa virðist nú hafa gert, og
þyngja refsingar.
Meðan skuttogaravæðingin stóð
sem hæst og aflabrögðin vora sem
best var hent gríðarlegu magni af
fiski. Það hefur því verið hent
óhemju af fiski á íslandsmiðum í
gegnum tíðina. Þetta hefur þó breyst
á seinni ámm. Þegar menn þurfa að
leigja sér aflaheimildir á háu verði
koma þeir vitanlega með verðmæt-
asta fiskinn að landi. Aður fyrr var til
dæmis alþekkt að netabátar lönduðu
tveggja nátta fiski. En nú er sáralítið
um að menn landi dauðblóðguðum
fiski, enda er hann verðminni. A móti
má hins vegar segja að sóknar-
mynstrið hafi breyst þannig að menn
reyna að láta netin ekki liggja í sjó
tvo daga í röð. Þrátt fyrir það er allt-
af eitthvað af dauðblóðguðum fiski í
netunum eftir nóttina,".
Minna brottkast en áður
„Þegar ég var að byrja til sjós var
hent töluvert af fiski en sennilega
var þá hent meira af smáfiski. Ég get
samt fullyrt að það er ekki hent jafn
miklu af fiski á togumnum nú orðið,
að minnsta kosti ekki ísfisktoguran-
um,“ segir Sigurður Haraldsson,
skipstjóri á ísfisktogaranum Björ-
gúlfi EA frá Dalvík. „Líklega er
brottkastið aðallega stundað hjá
þeim sem þurfa að leigja eða kaupa
kvóta. Menn vilja ekki koma með fisk
að landi sem þeir kaupa eða leigja á
rúmar 100 krónur en geta síðan selt
á aðeins 70 krónur. Fiskveiðstjórn-
unarkerfið hvetur þannig til brott-
kasts. Færeyingar vildu heldur ekki
nota kvótakerfi vegna þess að það
leiddi til brottkasts. Það má einnig
benda á að meðan veiðar vora frjáls-
ar var alltaf eitthvað um brottkast.
Þrátt fyrir það sveifluðust fiskistofn-
amir upp og niður. Niðursveiflan er
því ekki brottkasti að kenna,“ segir
Sigurður.
Það henda allir físki
Sigurður Marínósson, skipstjóri á
Bára ÍS og formaður Landssam-
bands útgerðarmanna kvótalítilla
skipa, þvertekur fyrir að brottkast
sé bundið við skip sem þurfi að kaupa
eða leigja aflaheimildir. „Brottkast
er alls staðar stundað í jafnmiklum
mæli því allir era að skila fiski á
sama markaðinn og á sama raunvirð-
inu. Fiskistofnarnir standa ekki und-
ir arðsemiskröfunni sem markaður-
inn gerir í dag. Þeir bátar sem þurfa
að leigja til sín heimildir þurfa skilj-
anlega að koma með sem verðmæt-
astan fisk að landi og nota þess
vegna veiðarfæri með stærri möskv-
um til að forðast smáfiskinn. Kvóta-
lausir bátar eru ekki saklausir af
þessu en það era aðrir ekki heldur.
Sumir eru hins vegar ekki menn til
að segja sannleikann og reyna að
leiða umræðuna á þessa braut.“
Sigurður telur að brottkast sé
stundað í meiri mæli nú en áður,
enda hvetji núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi til þess. Þannig hafi
markaður fyrir fisk, sem kom dauð-
blóðgaður í land af netabátunum og
var verkaður í salt, nánast horfið.
„Dauðblóðgaður fiskur hættí að
koma á land eftir að kvótakerfið var
sett á. Kerfið býður upp á brottkast,
við verðum að viðurkenna það. Fær-
eyingar köstuðu kvótakerfi fyrir
róða vegna þess að það hvatti til
brottkasts. Þeir sögðu sjálfir að
brottkastið væri um 30-35% af veidd-
um afla. Samkvæmt því telst mér til
að í fyrra hafi um 65-70 þúsund tonn-
um af þorski verið hent aftur í sjóinn,
um 25-30 þúsund tonn af ufsa og um
8-10 þúsund tonn af ýsu,“ segir Sig-
urður.