Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 30

Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Boston-háskóli gerir samning við fjárfesta um stofnun nýs fyrirtækis Aðgangur að sjúkraskrám seldur í hagnaðarskyni SJÚKRASKRÁR og upplýsingar um þátttakendur í heimsþekktri rannsókn, Framingham-hjartarann- sókninni, verða í fyrsta sinn seldar í hagnaðarskyni samkvæmt samningi Boston-háskóla, sem stóð fyrir rann- sókninni, við hóp fjárfesta. Fram- ingham-rannsóknin markaði tíma- mót í rannsóknum á hjartaáfollum og heilablóðfalli og vísindamenn út um allan heim hafa haft aðgang að gögnunum án endurgjalds í hálfa öld. Þetta kemur fram í frétt banda- ríska dagblaðsins Boston Globe 16. þessa mánaðar. Blaðið segir að Boston-háskóli hafi gert samning við hóp fjái-festa, sem hafi samþykkt að leggja 21 milljón dala, andvirði 1,6 milljarða króna, í nýtt fýrirtæki, Framingham Genomic Medicine. Fyrirtækið á að nota gríðarmikið safn rannsóknarinnar af erfðafræði- legum, klímskum og atferlisfræði- legum upplýsingum til að búa til stóran rafrænan gagnagrunn. Gert er ráð fyrir að lyfjafyrirtæki og líf- tæknifyrirtæki greiði árlegt gjald fyrir aðgang að þessum gögnum. Boston-háskóli, sem á 20% í nýja fyrirtækinu, segir að vísindamenn út um allan heim haldi aðganginum að gögnunum án endurgjalds og að friðhelgi einkalífs sjúklinganna verði vernduð. Hjarta-, lungna- og blóðstofnun Bandaríkjanna (NHLBI), sem fjár- magnaði hjartarannsóknina að miklu leyti, segir hins vegar að enn hafi ekki verið gerðar fullnægjandi ráðstafanir til að vemda persónu- upplýsingar. Yfirmaður stofnunar- innar hyggst fara til Boston síðar í mánuðinum til að reyna að ná sam- komulagi við háskólann, sem er ekki rekinn í hagnaðarskyni, og fyrirtæki hans. Farið að dæmi íslenskrar erfðagreiningar Boston Globe segir að deCODE genetics, móðurfyrirtæki Islenskrar erfðagreiningar, hafi orðið fyrst til að koma hugmyndinni um víðtækan erfðafræðilegan gagnagrunn í fram- kvæmd. Framingham Genomic yrði hins vegar fyrsta fyrirtækið í Bandaríkjunum sem fengi víðtækan aðgang að svo umfangsmiklum upp- lýsingum um stóran hóp sjúklinga af mörgum kynslóðum. Blaðið telur fullvíst að þessi áform valdi deilum um hvort selja eigi gögn, sem fengin eru með opinber- um fjáríramlögum, í hagnaðarskyni. „Það er aðeins til ein Framing- ham-rannsókn í öllum heiminum," sagði Claude Lenfant, yfirmaður NHLBI, sem veitti 40 milljónir dala, andvirði rúmra þriggja milljarða króna, í rannsóknina. „Hægt er að túlka orðalagið þannig að þeir fái einkaaðgang að upplýsingunum. Við myndum aldrei fallast á það. Þessar upplýsingar fengust með opinberu fé. Hvers vegna ættum við að veita einum manni eða einu fyrirtæki að- gang að þeim?“ David Lampe, talsmaður Boston- háskóla, sagði að háskólinn og nýja fyrirtækið væru enn að reyna að ná samkomulagi um hvemig útfæra ætti samninginn í smáatriðum. Hann bætti við að háskólinn vildi að ávinningur almennings af gögnum rannsóknarinnar yrði eins mikill og nokkur kostur væri og það væri að- eins hægt með fjármagni frá fjár- festum í einkageiranum. Þátttakendur beðnir leyfis Framingham-hj artarannsóknin byggist á upplýsingum um fjölskyld- ur sem búa í samnefndri borg vestan við Boston og gögnunum hefur verið safnað í 52 ár. Vísindamenn hafa þurft að leggja fram sérstaka grein- argerð til að fá aðgang að upplýsing- um um erfðir og fjölskyldusögu þátttakendanna - meðal annai’s DNA-sýnum af 5.000 íbúum Fram- ingham. Lenfant kvaðst vilja öruggari tryggingar fyrir því að persónuupp- lýsingar verði vemdaðar og að vís- indamenn Boston-háskóla, sem hafi fjárhagslegra hagsmuna að gæta af Framingham Genomic, taki ekki þátt í eftirliti með fyrirtækinu. Háskólinn hefur sent bréf til allra þátttakendanna í rannsókninni sem em enn á lífi, alls 6.000 manns. Hann segir að aðeins tveir hafi óskað eftir því að upplýsingar um þá verði ekki settar í gagnagrann fyrirtækisins. Lenfant sagði að lögfræðingar NHLBI væru að fara yfir samning stofnunarinnar við Boston-háskóla til að meta hver eigi hin ýmsu gagnasöfn Framingham-rannsókn- arinnar. „Mikilvægast er að svara því nákvæmlega hver eigi hvað.“ Fred Ledley, yfirmaður vísinda- deildar Framingham Genomics, sagði að hlutabréf í fyrirtækinu yrðu sett í fjárvörslu í þágu góðgerðar- starfsemi í Framingham-borg. Fyr- irtækið hyggst einnig leggja fram fé til að fjármagna siðfræðilega ráð- gjafaraefnd og vísindafræðslu í skól- um borgarinnar, að sögn Lampe. í Boston Globe kom einnig fram að Ledley ráðfærði sig við George J. Annas, forseta heilbrigðislagadeild- ar Boston-háskóla og sérfræðing í siðfræði læknavísinda. „Enn era nokkur mál sem era óútkljáð milli Boston-háskóla, Framingham-rann- sóknarinnar og fyrirtækisins, en Fred Ledley skilur þörfina á því að taka á siðfræðilegu málefnunum áð- ur en hann hefst handa,“ hafði blaðið eftir honum. Eins og fram kom í Morgunblað- inu á þriðjudag hefur Annas gagn- rýnt íslensk stjórnvöld fyrir að veita íslenskri erfðagreiningu aðgang að sjúkraskrárapplýsingum um Islend- inga til skráningar í gagnagranni á heilbrigðissviði án þess að leitað væri samþykkis þeirra. Fjórðung- ur manna býr við kröpp kjör Genf. AFP. UM fjórðungur sex milljarða jarðarbúa lifir á minna en ein- um dollara á dag, andvirði tæpra 76 króna, að því er Al- þjóðavinnumálastofnunarin (ILO) greindi frá nýlega. Fátækum jarðarbúum hef- ur fjölgað um 200 milljónir á síðustu fimm árum, aðallega í Afríku sunnan Sahara, Aust- ur-Evrópu og Mið- og Suð- austur-Asíu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Al- þjóðavinnumálastofnunarinn- ar í Genf. Lifa á minna en dollara á dag Hartnær þriðjungur íbúa þróunarlandanna þarf að framfleyta sér á minna en ein- um dollara á dag og 30% þeirra era ólæsir og óskrif- andi. Þá hafa 30% ekki að- gang að hreinu drykkjarvatni og 30% barna undir fimm ára aldri eru undir eðlilegri þyngd. I skýrslu ILO kemur fram að rúmlega 40% íbúa Afríku sunnan Sahara og Asíu búa við kröpp kjör og fátæktar- hlutfallið fer enn hækkandi. 150 milljónir íbúa heimsins eru án atvinnu og þar af fær aðeins um þriðjungurinn ein- hvers konar atvinnuleysis- bætur. EUROCAPO rtmucam mmw frábærar. med meó matvoru Griiriá mbas irlon 'h ádxr: H14.- kr/ky riú: 8jj78»m kr/kg '^Toro/sósur - á steikina ÆíOUae - Iemlitn ------9 Hr/kg Grill lærísneidar 1. flokkur áðar: 1SS7.k?/ks nú: 1298 kr/kg man. - fas. 11.m - 20. lauqard. 10.A «18. sunnud.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.