Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Boston-háskóli gerir samning við fjárfesta um stofnun nýs fyrirtækis Aðgangur að sjúkraskrám seldur í hagnaðarskyni SJÚKRASKRÁR og upplýsingar um þátttakendur í heimsþekktri rannsókn, Framingham-hjartarann- sókninni, verða í fyrsta sinn seldar í hagnaðarskyni samkvæmt samningi Boston-háskóla, sem stóð fyrir rann- sókninni, við hóp fjárfesta. Fram- ingham-rannsóknin markaði tíma- mót í rannsóknum á hjartaáfollum og heilablóðfalli og vísindamenn út um allan heim hafa haft aðgang að gögnunum án endurgjalds í hálfa öld. Þetta kemur fram í frétt banda- ríska dagblaðsins Boston Globe 16. þessa mánaðar. Blaðið segir að Boston-háskóli hafi gert samning við hóp fjái-festa, sem hafi samþykkt að leggja 21 milljón dala, andvirði 1,6 milljarða króna, í nýtt fýrirtæki, Framingham Genomic Medicine. Fyrirtækið á að nota gríðarmikið safn rannsóknarinnar af erfðafræði- legum, klímskum og atferlisfræði- legum upplýsingum til að búa til stóran rafrænan gagnagrunn. Gert er ráð fyrir að lyfjafyrirtæki og líf- tæknifyrirtæki greiði árlegt gjald fyrir aðgang að þessum gögnum. Boston-háskóli, sem á 20% í nýja fyrirtækinu, segir að vísindamenn út um allan heim haldi aðganginum að gögnunum án endurgjalds og að friðhelgi einkalífs sjúklinganna verði vernduð. Hjarta-, lungna- og blóðstofnun Bandaríkjanna (NHLBI), sem fjár- magnaði hjartarannsóknina að miklu leyti, segir hins vegar að enn hafi ekki verið gerðar fullnægjandi ráðstafanir til að vemda persónu- upplýsingar. Yfirmaður stofnunar- innar hyggst fara til Boston síðar í mánuðinum til að reyna að ná sam- komulagi við háskólann, sem er ekki rekinn í hagnaðarskyni, og fyrirtæki hans. Farið að dæmi íslenskrar erfðagreiningar Boston Globe segir að deCODE genetics, móðurfyrirtæki Islenskrar erfðagreiningar, hafi orðið fyrst til að koma hugmyndinni um víðtækan erfðafræðilegan gagnagrunn í fram- kvæmd. Framingham Genomic yrði hins vegar fyrsta fyrirtækið í Bandaríkjunum sem fengi víðtækan aðgang að svo umfangsmiklum upp- lýsingum um stóran hóp sjúklinga af mörgum kynslóðum. Blaðið telur fullvíst að þessi áform valdi deilum um hvort selja eigi gögn, sem fengin eru með opinber- um fjáríramlögum, í hagnaðarskyni. „Það er aðeins til ein Framing- ham-rannsókn í öllum heiminum," sagði Claude Lenfant, yfirmaður NHLBI, sem veitti 40 milljónir dala, andvirði rúmra þriggja milljarða króna, í rannsóknina. „Hægt er að túlka orðalagið þannig að þeir fái einkaaðgang að upplýsingunum. Við myndum aldrei fallast á það. Þessar upplýsingar fengust með opinberu fé. Hvers vegna ættum við að veita einum manni eða einu fyrirtæki að- gang að þeim?“ David Lampe, talsmaður Boston- háskóla, sagði að háskólinn og nýja fyrirtækið væru enn að reyna að ná samkomulagi um hvemig útfæra ætti samninginn í smáatriðum. Hann bætti við að háskólinn vildi að ávinningur almennings af gögnum rannsóknarinnar yrði eins mikill og nokkur kostur væri og það væri að- eins hægt með fjármagni frá fjár- festum í einkageiranum. Þátttakendur beðnir leyfis Framingham-hj artarannsóknin byggist á upplýsingum um fjölskyld- ur sem búa í samnefndri borg vestan við Boston og gögnunum hefur verið safnað í 52 ár. Vísindamenn hafa þurft að leggja fram sérstaka grein- argerð til að fá aðgang að upplýsing- um um erfðir og fjölskyldusögu þátttakendanna - meðal annai’s DNA-sýnum af 5.000 íbúum Fram- ingham. Lenfant kvaðst vilja öruggari tryggingar fyrir því að persónuupp- lýsingar verði vemdaðar og að vís- indamenn Boston-háskóla, sem hafi fjárhagslegra hagsmuna að gæta af Framingham Genomic, taki ekki þátt í eftirliti með fyrirtækinu. Háskólinn hefur sent bréf til allra þátttakendanna í rannsókninni sem em enn á lífi, alls 6.000 manns. Hann segir að aðeins tveir hafi óskað eftir því að upplýsingar um þá verði ekki settar í gagnagrann fyrirtækisins. Lenfant sagði að lögfræðingar NHLBI væru að fara yfir samning stofnunarinnar við Boston-háskóla til að meta hver eigi hin ýmsu gagnasöfn Framingham-rannsókn- arinnar. „Mikilvægast er að svara því nákvæmlega hver eigi hvað.“ Fred Ledley, yfirmaður vísinda- deildar Framingham Genomics, sagði að hlutabréf í fyrirtækinu yrðu sett í fjárvörslu í þágu góðgerðar- starfsemi í Framingham-borg. Fyr- irtækið hyggst einnig leggja fram fé til að fjármagna siðfræðilega ráð- gjafaraefnd og vísindafræðslu í skól- um borgarinnar, að sögn Lampe. í Boston Globe kom einnig fram að Ledley ráðfærði sig við George J. Annas, forseta heilbrigðislagadeild- ar Boston-háskóla og sérfræðing í siðfræði læknavísinda. „Enn era nokkur mál sem era óútkljáð milli Boston-háskóla, Framingham-rann- sóknarinnar og fyrirtækisins, en Fred Ledley skilur þörfina á því að taka á siðfræðilegu málefnunum áð- ur en hann hefst handa,“ hafði blaðið eftir honum. Eins og fram kom í Morgunblað- inu á þriðjudag hefur Annas gagn- rýnt íslensk stjórnvöld fyrir að veita íslenskri erfðagreiningu aðgang að sjúkraskrárapplýsingum um Islend- inga til skráningar í gagnagranni á heilbrigðissviði án þess að leitað væri samþykkis þeirra. Fjórðung- ur manna býr við kröpp kjör Genf. AFP. UM fjórðungur sex milljarða jarðarbúa lifir á minna en ein- um dollara á dag, andvirði tæpra 76 króna, að því er Al- þjóðavinnumálastofnunarin (ILO) greindi frá nýlega. Fátækum jarðarbúum hef- ur fjölgað um 200 milljónir á síðustu fimm árum, aðallega í Afríku sunnan Sahara, Aust- ur-Evrópu og Mið- og Suð- austur-Asíu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Al- þjóðavinnumálastofnunarinn- ar í Genf. Lifa á minna en dollara á dag Hartnær þriðjungur íbúa þróunarlandanna þarf að framfleyta sér á minna en ein- um dollara á dag og 30% þeirra era ólæsir og óskrif- andi. Þá hafa 30% ekki að- gang að hreinu drykkjarvatni og 30% barna undir fimm ára aldri eru undir eðlilegri þyngd. I skýrslu ILO kemur fram að rúmlega 40% íbúa Afríku sunnan Sahara og Asíu búa við kröpp kjör og fátæktar- hlutfallið fer enn hækkandi. 150 milljónir íbúa heimsins eru án atvinnu og þar af fær aðeins um þriðjungurinn ein- hvers konar atvinnuleysis- bætur. EUROCAPO rtmucam mmw frábærar. med meó matvoru Griiriá mbas irlon 'h ádxr: H14.- kr/ky riú: 8jj78»m kr/kg '^Toro/sósur - á steikina ÆíOUae - Iemlitn ------9 Hr/kg Grill lærísneidar 1. flokkur áðar: 1SS7.k?/ks nú: 1298 kr/kg man. - fas. 11.m - 20. lauqard. 10.A «18. sunnud.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.