Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Brasilískir sellóleikarar: Marcio Carneiro, Matias de Oliveira Pinto og Peter Dauelsberg leika í Salnum.
Brasilískir selló-
leikarar í Salnum
Margnota
landkynning
ÞRÍR brasilískir sellóleikarar halda
tónleika í Salnum í Kópavogi á morg-
un, laugardag, kl. 17. Tríóið kallar
sig „Cello trio“ og er skipað Marcio
Carneiro, Matias de Oliveira Pinto
og Peter Dauelsberg.
Carneiro er prófessor við Tónlist-
arháskólann í Detmold, de Oliveira
Pinto kennir við Listaháskólann í
Berlín (HDK), en Dauelsberg gegnir
kennarastöðu við Ríkisháskólann í
Sáo Paulo.
Peir hittust fyrst árið 1985. í upp-
hafi var vinnan eingöngu helguð
ánægjunni af samspilinu. En þeir
fengu strax á fyrsta árinu tónleika-
tilboð, sem á næstu árum þróuðust
yfir í tónleikaferðir. I dag heldur
LAUGARDALSVÖLLUR KL. 20
Norrænt ungmennamót
Ævintýravika á íslandi þarsem hald-
ió veröurmót fyrirallt aö 4.000 ung-
menni víösvegar aö á Noröurlöndun-
um. Á dagskránni veröurlögö
áhersla á menningu, umhverfi og
íþróttir.
Meöal vióburöa í dag er setningar-
hátíð á Laugardalsvelli kl. 20 og
Jónsmessuskemmtun í Fjölskyldu-
garðinum meö Jónsmessubrennu kl.
22. Diskótek um kvöldiö á Broad-
way.
Mótió stendur til 28. júní.
www.umfi.is/kultur
ÍSAFJÖRÐUR/FLATEYRI
Menningarveisla
Fjölskylduhátíó verður haldin á Flat-
eyri í skjóli garöanna ofan viö bæinn
oghefst kl. 21.
Ýmsir aöilar taka þátt í þessari há-
tíð, m.a. Leikfélag Flateyrar, skátarn-
irfísafjaröarbæ, leikhóþurinn Morr-
inn o.fl.
Menningarveislan, sem stendur til
26.júní, erjafnframt hluti afsam-
starfsverkefni menningarborgarinnar
og sveitafélaga.
vesttirferdir@vesturferdir.is
GALDRASÝNING
ÁSTRÖNDUM
Ætlunin meö galdrasýningu á
Ströndum er aö gera íslenskum
galdramálum ítarleg skil og bera þau
saman viö galdrafárið sem herjaöi á
meginland Evróþu.
Sellótríóið reglulega tónleika í
Evrópu og einnig í Brasilíu og var
tríóinu boðið að halda þrenna tón-
leika á alþjóðlegu hátíðinni Sandor
Vegh á Azoreyjum í fyrra.
Frá Bartók
yfír í nútíðina
Efnisskráin spannar allt frá Bar-
tók, klassísk og rómantísk verk, yfir
í nútíðina (verk í upprunalegri út-
setningu, en einnig í eigin útsetning).
Sérstök áhersla er lögð á tónlist suð-
ur-amerískra tónskálda, Krieger,
Miranda, Zenamon, Medaglia, Villa-
Lobos, Piazolla. Auk þess er efnis-
skráin stöðugt bætt með verkum nú-
tíma evrópskra tónsmiða. Flest
Sýningin veröursett upp á fjórum
stööum í Hólmavíkurhreþþi.
Fyrsti áfanginn verðuropnaðurá
Hólmavík á Jónsmessunótt og er
sögulegyfirlitssýning um galdra og
galdramenn 17. aldar.
www.akademia.is/galdrasyning
AKUREYRI - L2000
Leiklistarhátíö á Akureyri stendur til
25.júní.
www.tv.is/bil/L2000
LAUGARDALUR Kl. 17
Sumaríþróttavika ÍBR
Meöal viöburöa er körfuknattleiks-
mót í Laugardal í samvinnu við KKÍ,
sem hefst kl. 17 og Miönæturhlauþ
á Jónsmessu sem hefst frá Laugar-
dalslaug kl. 23.
Sumaríþróttavikan erhaldin ísam-
starfi við Íþróttahátíð ÍSÍog fjöl-
marga aðra skipuleggjendurog
stendur til 24. júní.
www.ibr.is
REYKJAVÍKURHÖFN
- Fólk og bátar í noróri
„ Fólk og bátar í norðri “ er fljótandi
farandsýning um borð í flutningaskip-
inu M/S Nordwest, sýningmeó ein-
stöku safni báta frá Noröur-
löndunum, Eistlandi og Hjalt-
landseyjum.
Flutningaskipið Nordwest heimsækir
í sumar ellefu hafnir í sex löndum. í
dag verður leiðsögn um sýninguna
kl. 18.
www.reykjavik2000.is wap.olis.is
verkanna hafa verið samin sérstak-
lega fyrir tríóið.
Hefur gefíð út
tvær geislaplötur
Fyrsta geislaplata tríósins var
gefin út árið 1995. Vorið 2000 tók
Sellótríóið upp aðra geislaplötu sína,
sem í tilefni af 500 ára afmæli Bras-
ilíu er eingöngu tileinkuð brasilísk-
um tónskáldum.
Frá miðjum maí til júlí heldur tríó-
ið tónleika m.a. í Berlín, Branden-
borg og fylkinu Mecklenburg-Vor-
pommem.
Miðaverð á tónleikana í Salnum er
1.200 og er miðasala opin alla virka
daga frá kl. 13-19.
Stuttsýn-
ing’ á mál-
verkum
Höllu Har
HALLA Har listmálari og glerlista-
maður úr Keflavík opnar stuttsýn-
ingu á málverkum í Galleríi Reykja-
vík, Skólavörðustíg 16, í dag,
fostudag, kl. 14.
Halla nam myndlist í Handíða- og
myndlistaskóla Islands og síðar við
kennaradeild sama skóla. Frá 1978
hefur hún verið fyrst við nám og síð-
an störf á hinu virta gler- og mósaík-
verkstæði dr. H. Oidtmans í Þýska-
landi, sem er eitt hið elsta og virtasta
sinnar tegundar, segir í fréttatil-
kynningu.
Halla hefui- haldið fjölda einka-
sýninga og tekið þátt í samsýningum
hérlendis og erlendis. Verk hennar
hafa hlotið fjölda viðurkenninga og
hafa verið valin til birtingar í lista-
verkabókum útgefnum af Kiefel-for-
laginu í Þýskalandi. Hún var valin
listamaður Keflavíkur 1993.
Halla hefur unnið fjölda glerverka
sem sjá má m.a. í Hveragerðiskirkju,
Selfosskirkju, Stykkishólmskirkju,
Hótel Örk, Bænahúsi NLFÍ í Hvera-
gerði, Menntaskólanum á Akureyri,
Listasafni Hjörning í Danmörku,
kapellu í Mainz, auk 50 mz glerverks
í PKL-skrifstofubyggingunni í Linn-
ich í Þýskalandi o.fl.
Sýningin stendur til 2. júlí. Gall-
eríið er opið mánudaga til föstudaga
kl. 10-18, laugardaga kl. 11-16 og
sunnudaga kl. 14-16.
TONLIST
Seltjarnarneskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Kórverk eftir Snorra S. Birgisson,
Jón Nordal, Hildigunni Rúnarsdótt-
ur, Báru Gri'msdóttur, Tavener,
Britten, Debussy, Standford, Pai-ry,
Hafliða Hallgrímsson, Jón Leifs og
Ravel. Hljómeyki (einsöngvarar
Hildigunnur Halldórsdóttir S, Guð-
rún E. Gunnarsdóttir A, Eyjólfur
Eyjólfsson T, Ólafur E. Rúnarsson
Bar.) u. stj. Bernharðs Wilkinson.
Miðvikudaginn 21. júnf kl. 20:30.
SÖNGHÓPURINN Hljómeyki
er nú á förum til norræn-
baltneskrar kórahátíðar í Skien í
Noregi og kynnti af því tilefni
ferðadagskrá sína með tónleikum f
Seltjarnarneskirkju sl. miðvikudag
og í Kirkjuhvoli í Garðabæ þrem
dögum áður.
Textar íslenzku kórlaganna,
ekki sízt brot úr eldri alþýðuvísum
í þulustíl eins og „Dilli þér nú
Drúþíus og Pálma“ eða úr pápísk-
um kvæðaforða, „María væn, þín
veitist bæn, / virgo gloriosa“,
komu hugrenningum af stað um að
enn geti tónskáld okkar gengið að
nærri ónýttum textasjóð öld af öld
aftur, ef þjóðlegur gállinn er á
þeim, enda ljóðaframleiðsla - og
varðveizla - allt frá landnámi með
ólíkindum, en æðri tónmenntark-
unnátta aftur á móti kornung. Val-
möguleikar íslenzkra tónskálda í
þeim efnum virðast þar af leiðandi
næsta öfundsverðir hjá því sem
gerist annars staðar, þó að enn
vanti stórt og aðgengilegt safnrit
eða „heildarsýnisbók" yfír íslenzk-
an alþýðukveðskap frá upphafi
vega. Það er engin spurning, að
útkoma slíks rits yrði mikil lyfti-
stöng íslenzkri kórmennt og söng-
lagagerð - að ógleymdu hagræðinu
að auðsóttum og síuppfærðum
upplýsingum á vefsíðum Tón-
verkamiðstöðvar um hvaða textar
hafa verið tónsettir og af hverjum.
Það ætti sömuleiðis að teljast
líklegt, að í kjölfarið á kynningu
úrvalskóra á við Hljómeyki á kóra-
mótum erlendis ykist eftirspurn
eftir íslenzkum kórperlum. Ur
þessari dagskrá mætti nefna Af-
morsvísu Snorra Sigfúsar, Heil-
ræðavisu Nordals, Andvökunótt
Hildigunnar Rúnarsdóttur, Eg vil
lofa eina þá e. Báru Grímsdóttur,
Hættu að gráta e. Hafliða og
Requiem Jóns Leifs. Mætti því
senn fara að huga að sönghæfum
textaþýðingum. Sama gildir um út-
breiðsluhæfustu einsöngslögin.
Eða er ekki kominn tími til að
flytja út margnota nútímatónlist?
Hin rytmískt kviksilfraða Af-
morsvísa er, ásamt Maríusmelli
Báru Grímsdóttur, Ég vil lofa eina
þá, kærkomin viðbót í fremur
gisna flóru hrynfastra kórlaga
okkar, þótt vandmeðfarin sé.
Hljómeyki söng verkið af smitandi
gleði, og dverghög dýnamísk fágun
var áberandi í Sofðu nú sælin e.
Snorra og sérstaklega í Heilræða-
vísu Jóns Nordal. Og sannast
sagna víðar, enda minnist undirr.
sjaldan að hafa heyrt aðra eins
natni lagða við þá hlið mála hjá ís-
lenzkum kammerkór fyrr en á
þessum tónleikum.
Hin stuttu kórlög Hildigunnar,
Ástin græðir eftir vos og Sé ástin
einlæg og hlý (við dansandi inn-
tínslurithátt a la „The Flying
Pickets") voru ljúf, og fersk en
markviss hljómabeiting naut sín
vel í hinu frumlega Andvökunótt
við athyglivert hugleiðsluljóð Hild-
igunnar Halldórsdóttur. Tvísöngs-
mótað lag Báru, Að minni sálu am-
ar, lofaði góðu um þróunar-
möguleika þessa nýforna bræð-
ingsstíls, og fyrrgetinn „etnískur"
gimsteinn hennar, Ég vil lofa eina
þá, var sunginn ögn hægar en
algengast er, án þess að yrði í
neinu þyngri á bárunni. Rennileg
meðferð hennar á léttkrydduðum
streituakkorðum í María, drottins
liljan skilaði sér vel í fáguðum
söng kórsins, þótt e.t.v. hefði mátt
vera agnarögn hægari.
Efth- kyrrlátt lag Johns Taven-
ers við barnaþulu W. Blakes, The
Lamb, kom bráðfallegt verk B.
Brittens, A Hymn to the Virgin,
þar sem blandaður einsöngvara-
kvartett myndaði latneskan antí-
fón úr nokkurri fjarlægð við söng
stærri kórsins á ensku. Andstæð-
urnar milli slétta kvartettsöngsins
og hins útsungnara stórkórshljóms
voru vægast sagt hrífandi, og
greinilegt að stjórnandinn var þar
á algjörum heimavelli, því útfærsla
kórsins afhjúpaði ekkert minna en
ótvírætt „stile antico“-sniIldarverk
sem sannarlega mætti heyrast hér
oftar. Myndaði verkið að meðtal-
inni íðilfagurri perlu Stanfords
nokkru síðar, Beati quorum via,
hápunkt tónleikanna.
Debussy er ekki þekktastur hér
fyrir kórverk, og var tilbreyting að
Trois chansons, sem sýndu bæði
frumlega nálgun og meistaraleg
tök á miðlinum; fyrst með sérlega
„raffíneraðri“ hljómaframvindu,
síðan með dansandi próvensölsk-
um rytma, og loks með gáskafullu
lagi í ýmsum tempóum með ein-
söngvurum á móti heildarkórnum.
Eftir undurfallega túlkun á hálf-
barokklegri mótettu Stanfords,
Beati quorum (þrátt fyrir örlítið
en greinanlegt tónsig í tenór þar
sem víðar, t.a.m. í síðasta lagi
Báru), söng kórinn My soul there
is a country; hómófónískara verk
og nær enska þjóðlaginu, en ekki
óvandmeðfarið, enda víða hátt-
liggjandi í sópran, sem átti til að
hvessast í tóni á efstu og sterkustu
nótum.
Hugvitssamar endursmíðar
Hafliða Hallgrímssonar á Fjórum
íslenzkum þjóðlögum hafa heyrzt
víða hér undanfarið og ekki að
ófyrirsynju, en tæplega betur
sungnar en við þetta tækifæri, þar
sem Hljómeykið m.a. skartaði ein-
hverjum fallegasta pianissimo-
hljómi sem hugsazt getur. Sami
kostur naut sín að fullu í Requiem
og Vögguvísu Jóns Leifs, þrátt
fyrir eina (vart heyi-anlega) feil-
innkomu í sópran í síðara laginu.
Eftir þessa samfelldu sigur-
göngu olli lokaatriðið, Trois chans-
ons eftir Maurice Ravel, óhjá-
kvæmilega vonbrigðum, miðað við
háan staðal þess sönghóps sem
einna næst kæmist gæðum er-
lendra atvinnukammerkóra hér á
landi. Kannski hefur þreyta verið
meðverkandi, en í öllu falli var
fremur daufur tónn yfir þessum
þrem söngvum, þar sem nr. 1 og 3
innramma allegóríska depurð mið-
lagsins með háðkímnum frásögn-
um úr guðsgræna sveitalífinu.
Kom þessi hlutfallslegi andklím-
ax satt að segja á óvart, enda þótt
lögin gerðu greinilega miklar la-öf-
ur til nákvæmrar samstillingar og
lýtalausrar inntónunar. Sópran og
tenór (ef ekki fleiri) hefðu mátt
vera hreinni í Nicolette (I.), Para-
dísfuglarnir (II.) var lúinn,
óspennandi og hugsanlega of hæg-
ur, og líflegt síðasta lagið hefði
með réttu getað náð miklu meira
flugi, enda skorti þar flestan þann
kraft, hraða og presísjón sem
menn eiga að venjast af Hljóm-
eyki. En burtséð frá téðri „há-
deyðu“, sem sönghópurinn ætti að
fara létt með að laga, var vissulega
mikil ánægja af vandaðri og bráð-
skemmtilegri dagskránni, og vart
hægt að hnjóta um fleira í túlkun
en talið var. Nema ef vera skyldi
um sígildan vanda allra kóra: skort
á skýrari samhljóðum í textafram-
burði, einkum í endum orða.
Ríkarður Ö. Pálsson
jKjyi-2ooo
Föstudagur 23. júni
I