Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
TONLIST
Gulli sleginn
sálmaspuni
(lOislaplötur
SÁLMAR LI'FSINS
Signrður Flosason, sópran-, altó-,
tenor- og barrýtonsaxófóna,
Gunnar Gunnarsson orgel. Hall-
grímskirkja, Reykjavík, 4. og 5.
janúar 2000. Utgáfa: Mál og
menning, MM 020.
FÁTT vakti meiri athygli á síð-
ustu djasshátíð í Reykjavík en tón-
leikar Sigurðar Flosasonar og
Gunnars Gunnarssonar í Hall-
grímskirkju. Þar fluttu þeir tólf
sálma sem notaðir eru við kirkju-
legar athafnir á veggöngu manns-
ins frá vöggu til grafar. Tíu þeirra
eru nú komnir út á hljómdiski og
fjórum bætt við sem ekki voru á
dagskrá hljómleikanna. Sleppt var
jólasálmunum tveimur, sem fluttir
voru í Hallgrímskirkju og seinna
ásamt fleiri jólasálmum í Laugar-
neskirkju, enda áætlað að gefa síð-
ar út disk með jólasálmum og er
það vel - sérí lagi ef hann heppn-
ast með jafn miklum ágætum og
þessi.
Það verður að segjast, eftir að
hafa hlustað að nýju á upptöku frá
tónleikunum og diskinn, að það var
hárrétt ákvörðun hjá þeim félögum
að hljóðrita sálmana að nýju.
Margir þeirra eru svipaðir í bæði
skiptin, en sumir hafa tekið
stakkaskiptum og í öllum tilfellum
eru þau til bóta, nema ef vera
skyldi bálkurinn er nefndist Brúð-
arsteypa á tónleikunum og sam-
anstóð af brúðarmarsi Mendelsons
og sálminum Vor Guð í Jesú nafni
nú. Var bálkurinn að mestu langur
framúrstefnulegur spuni þeirra fé-
laga, kraftmikill og sjálfvakinn.
Hann hefur verið styttur um helm-
ing og sakna ég ferskleikans sem
einkenndi hann.
Einhver glæsilegasta túlkun Sig-
urðar og Gunnars á diskinum er á
frábærum sálmum Þorkels Sigur-
björnssonar, þeim vinsæla Heyr
himna smiður og Til þín Drottinn
hnatta og heima. Spuni Sigurðar
eftir að Heyr himna smiður hefur
verið leikinn af organistanum er
mun markvissari en á tónleikunum
og í einu orði sagt glæsilegur. Það
er sosum ekki miklu breytt, en hið
sterka tónahlaup í kjölfar hins
þurra næstum tónlausa blástur í
upphafi. gefur sólónum nýtt líf.
Kraftur Gunnars í upphafi, Til þín
Drottinn hnatta og heima, er all
ólíkur því sem hann leikur oftast
og þegar Sigurður blæs sálminn í
altóinn er loftið þrungið spennu og
tekst honum vel að vekja hrynsveit
í huga hlustandans þá hann spinn-
ur einn og orgelið þagnar.
Fögur er foldin, er mun betur
blásinn í baiTýtoninn en fyrr - og
styttri - en ólíkt því sem gerist í
Stytta af Guðríði
Þorbj arnardóttur
afhjúpuð á Hellnum
FORSETI íslands,
herra Ólafur
Ragnar Grímsson,
afhjúpar afsteypu
af listaverki Ás-
mundar Sveins-
sonar á Lauga-
brekku á Hellnum
á Snæfellsnesi, af
fyrstu hvítu móð-
urinni í Ameríku,
Guðríði Þorbjarn-
ardóttur. Athöfnin
fer fram á sunnu-
dag, kl. 14.
Verkið er af-
hjúpað til minn-
ingar um að sú
merka kona Guð-
ríður Þorbjarnar-
dóttir fæddist á
Laugabrekku fyr-
ir rúmlega þúsund
árum og ólst upp
þar og á Arnar-
stapa uns hún
fluttist til Græn-
lands með for-
eldrum sinum.
Snemma virtist
Guðríður laða að
sér djarfhuga sigl-
ingakappa því á
Arnarstapa sá Stytta Ásmundar Sveinssonar af Guðríði.
hana Einar Þor-
geirsson sem var
jafnan í siglingum milli landa og
farnaðist vel. Bað hann Orm á
Arnarstapa, sem var fóstri Guð-
ríðar, að leita bónorðs fyrir sig
en ekki fdkk hann Guðríðar.
Á Grænlandi giftist Guðríður
Þorsteini, syni Eiríks rauða, en
Leifur Eiríksson var þá í Vín-
landsferð sinni. Hjónabandið var
frekar stutt því Þorsteinn lést og
var því Guðríður ung ekkja þegar
Þorfinnur karlsefni kom til
Grænlands. Hann var djarfhuga
og stefndi á Vínlandsferð eftir
frægðarför Leifs en áður en til
hennar kom kvæntist hann Guð-
ríði og fór hún í fcrðina með hon-
um. A Vínlandi fæddi hún þeim
son, Snorra Þorfinnsson, og hefur
því verið talin vera fyrsta hvíta
konan sem fæddi barn í Ameríku.
Frá Vínlandi héldu þau Guðríð-
ur og Þorfinnur til Grænlands og
þaðan til Noregs til að selja vör-
ur sínar og loks heim til Islands
þar sem þau settust að í Skaga-
firði. Síðar á ævinni ferðaðist
hún til Noregs og suður Evrópu
til Rómar þar sem hún dvaldi um
langa hríð en sneri þó aftur til Is-
lands þar sem hún lést í Skaga-
firðinum.
sálmum Þorkels, er hér hefðbund-
inn djassspuni á ferð og sama ein-
staka smekkvísin og lýríkin í und-
irieik Gunnars þar og annarsstaðar
á skífunni. Sjálfur á hann góðan
sóló þarna sem víðar.
Fyrir utan sálma Þorkels hrifu
mig mest af sálmum disksins: Um
Kristí greftran, gamalt íslenskt
Passíusálmalag þarsem blúsaður
altóinn og tregandi orgelið gæða
sálminn nýju lífi en minna jafn-
framt á erindi Hallgríms: Ætíð þá
sér þú sálað hold/ sett verða niður
í jarðarmold/ hryggur þú vert og
hugsa brátty hér við þú líka
skiljast átt. Þá skal nefna: Jesús
Kristur lífsins Ijómi, frá upphafi
fimmtándu aldar, þar sem barrý-
tónsaxófóninn og orgelið upphefja
fornan brag þungan og gæða fá-
gætum töfrum. Ekki má gleyma
sálminum ægifagra, Ó höfuð
dreyra drifið, frá upphafi
sautjándu aldar. Sálmurinn er tölu-
vert styttri en á tónleikunum og er
sú stytting til bóta. Leikur þeirra
félaga að tónalitum og tóntegund-
um er markviss og seiðandi.
Margir hafa tárast er Sigurður
og Gunnar leika Fögur er foldin,
Eg kveiki á kertum mínum og Ó,
Jesús bróðir besti. Tveir þeir fyrr-
nefndu eru fyrst og fremst jarð-
arfarasálmar. Ég minntist á, Fög-
ur er foldin, hér að ofan, en
uppáhalds túlkun mín á þeim sálmi
er með Eggerti Stefánssyni, Ég
kveiki á kertum mínum, er blásinn
í tenór og þessi útgáfa mun betri
en á tónleikunum. Sigurður er að
sjálfsögðu fyrst og fremst altó-
saxófónleikari, barrýtoninn og
sópraninn leika í höndum hans, en
á tenórnum hefur hann síst tök.
Það sem verður hrífandi þegar
hann blæs það í altóinn verður
stundum sentímental þegar tenór-
inn er annars vegar og það á við
um Á Hausaskeljastað - afturá
móti er sópranspuninn í, Ó, Jesú
bróðir besti, Ijúfur undir lagboða
orgelsins, en lagið sjálft er dálítið
Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason.
sýróp og fer vel að láta það birtast
í lok spuna Sigurðar og endurtaka
svo eftir sóló Gunnars.
Heyr mína bæn, er næsti bær
við, svo og þrír nýju sálmar disks-
ins: í öllum löndum lið sig býr,
sem er sænskt þjóðlag, O blíði
Jesú blessa þú, frá síðustu öld og
Jesú er besti vinur barnanna, sem
lifnar þó allur og dafnar í skemmti-
legri gospelblúsútsetningu þeirra
félaga. Eitt lag er ónefnt: Eigi
stjörnum ofar, samið af Hans Puls
1962. Saxinn upphefst nútímalegur
áðuren ljúf laglínan kveður við og
altóspuninn Sigurðar með norræn-
um blæ yfir líðandi orgeltónum uns
Gunnar fær orðið og verður nokk-
uð framústefnulegur og brýtur upp
einhæfa tónmyndina.
Þeir félagar beita allri sinni
þekkingu, leikni og listfengi við að
koma þessum sálmum í djassbún-
ing. Þarsem þeir eru báðir vel
menntaðir í hefðbundnum tónlist-
arskólum og hafa fengist við nær
alla flóru tónlistar, er leitað í fleiri
brunna en þann er spratt upp af
afróamerískri menningu og styrkir
það diskinn. Hann er í alla staði
vel heppnaður og ætti að ná til
margra - og það sem fellur mér
síst á disknum mun trúlega falla
öðrum best.
Vernharður Linnet
Gamlir tímar og nýir
ERLENDAR
BÆKUR
Spennusaga
„TIMELINE“
Eftir Michael Crichton. Ballantine
Books. 2000.496 síður.
í NÝJUSTU spennusögu sinni,
„Timeline", sem út kom í vasabroti
hjá Ballantines-útgáfunni í þessum
mánuði, tekur metsöluhöfundur
heimsins, Michael Crichton, fyrir
tímaferðalög og fjallar um þau á
ákaflega vísindalegan hátt. Rétt eins
og í Júragarðinum, þekktustu sögu
höfundarins, ætlar auðmaður nokkur
að selja túristum aðgang, ekki að
endursköpuðum risaeðlum í þetta
skiptið, heldur sjálfri mannkynssög-
unni. Skemmtanir eru það sem fólkið
á nýju árþúsundi mun krefjast í æ
ríkari mæli og hann ætlar að sjá því
fyrir tímaferðalögum.
Crichton-formiílan
Þeir sem lesið hafa bækur Cricht-
ons vita að hverju þeir ganga, hálf-
gerðu fræðiriti. Fremst er inngangur
um skammtafræði og hugmyndina
um tímaferðalög. Hann heitir Vísindi
við lok aldar. í lok bókarinnar er löng
og ítarleg heimildaskrá bæði yfir rit
er fjalla um þann tíma sem Crichton
kýs að senda sína tímaferðalanga til
og yfir vísindarit sem hann hefur
stuðst við þegar hann hannaði tíma-
vélina sína. Allt er þetta gert til þess
að ná fram einskonar raunveruleika-
blæ á efni sem er algjör fantasía, eins
og Crichton bendir raunar sjálfur á í
enn einum aukakafla, sem þer yfir-
skriftina Þakkir.
Að auki er textinn brotinn upp
með skýringarmyndum og teikning-
um. Með þessu er hann að sýna svart
á hvítu hversu mikla vinnu hann hef-
ur lagt í rannsóknir á viðfangsefninu
en það er spurning hvort lesandinn
er nokkru bættari með þessum upp-
lýsingum. Ljóst er að Crichton hefur
kannað mjög sögusviðið sem hann er
að fást við, lesandinn gerir sér gi-ein
fyrir því, en varla hefur hann ætlað
sér að búa til eiginlegt sagnfræðhit.
Crichton-formúlan hefur lítið
breyst frá Júragarðinum. í aðalhlut-
verki er hópur vísindamanna sem
hver um sig eru afburðamenn. Þeir
fást við nýja og byltingarkennda
tækni sem færa mun mannkyninu,
ja, heilmikla skemmtun er það fyrsta
sem kemur upp í huga Crichtons og
virkar heldur veikt ef satt skal segja.
Þeir fást við næstum óyfirstíganlega
erfiðleika áður en yfir líkur og þeir
gera sér grein fyrir að vísindin eru á
villigötum. Það er eitt af einkennum
vísindaskáldskapar Crichtons; auð-
valdið ætlar að hagnast óendanlega á
tæknibyltingunum en vísindamenn-
irnir hafa nægan siðferðisstyrk til
þess að sjá hættuna og bregðast rétt
við.
Tvær sögur
Það eru tvær sögur í Timeline.
Annars vegar mjög fróðleg og hnýsi-
leg saga úr nútímanum um byltingu í
vísindum. Tímaferðalagshugmyndin
er gömul í bókmenntum vísinda-
skáldskaparins, nær til daga H. G.
Wells, og hún er heillandi en Cricht-
on vinnur eftir nýjustu kenningum
um skammtafræði og samhliða ver-
aldir og tekst að búa til talsvert
sennilegan vísindaskáldskap (gengið
er út frá svipaðri hugmynd í bíó-
myndinni Frequency, sem nú er
sýnd í kvikmyndahúsum).
Hin sagan gerist í Frakklandi á
fjórtándu öld en þangað hefur
Crichton kosið að senda ferðalanga
sína. Aldarfjórðungur er liðinn af 100
ára stríðinu og átök geisa á milli
tveggja lénshöfðingja. Inn í þau
blandast ferðalangarnir svo um mun-
ar en minnugir þess að þeir mega
ekki gera neitt sem breytt getur
gangi sögunnar. Þar á meðal er Mar-
ek, sem er sérfræðingur í miðöldun-
um og furðulega góður hermaður
þess tíma, Kathy, sem er úrræðagóð
og hugrökk og Chris, sem reynist
betri en enginn þegar á þarf að halda.
Síðasta bók Michael Crichtons,
Airframe, olli nokkrum vonbrigðum
vegna tíðinda- og spennuleysis. Þessi
er betri því ekki er tíðindaleysinu
fyrir að fara en einhvern veginn tekst
Crichton samt ekki, þrátt fyrii- alla
heimildaskrána, að notfæra sér sögu-
sviðið til gagns fyrir skáldskapinn.
Bókin er næstum fimm hundruð síð-
ur og söguhetjurnar eru á flestum
þeirra á hlaupum undan hermönnum
og riddurum án þess að maður upplifi
þær í neinni raunverulegri hættu. Og
mórallinn um hættuna sem stafar af
vísindauppgötvunum í gróðaskyni
einu saman eru gamlar íréttir þegar
Crichton á í hlut.
Arnaldur Indriðason
I
I