Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 39 LISTIR „Bró þegar mér var boðið að syngja með þessu stórliði“ í RISAVÖXNU 2000 sæta sirkus- tjaldi í Hagenbeck-dýragarðinum í Hamborg er verið að sýna óperuna Carmen. Réttast væri að kalla þetta óperusirkusinn Carmen því að inn á milli atriða eru sýndir loftfimleikar, eróbikk, flamencodans og píkadorar frá Spáni leika listir sínar við naut í vígahug. Dýravinir gengu með látum út af sýningunni en meginþorri sýn- ingargesta skemmti sér konunglega og mátti þar sjá margar skærustu kvikmyndastjömur Þýskalands. Að- alsöngvararnir koma frá Metropolit- anóperunni í New York, Ríkisóper- unni í Vín og Berlín. Stjómandinn Cord Garben er heimsþekktur og hefur m.a. hlotið Grammy-verðlaunin eftirsóttu fyrir klassíska tónlist. Meðal þeirra sem munu syngja hlutverk Don José í þessari upp- færslu er tenórinn Magnús Gíslason sem hefur verið búsettur í Kaup- mannahöfn um nokkurt skeið. Hann var viðstaddur frumsýninguna og til taks ef tenórinn Otoiel E. Gonzaga skyldi forfallast. Leikstjórinn Mich- ael Temme sagði í samtali við Morg- unblaðið að það hefði verði mjög ánægjulegt að vinna með Magnúsi; hann hefði mikla og dramatíska rödd og hefði alla burði til að ná langt. En hver er þessi Magnús Gíslason sem nú syngur aðalhlutverk með fremstu óperusöngvurum heims? Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og lauk söngnámi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Ég spurði hann fyrst hvað hann væri að Magnús Gíslason tenórsöngvari tekur um þessar mundir þátt í uppfærslu á Carmen í Hamborg. Davíð Ólafsson ræddi við Magn- ús sem er búsettur í Kaupmannahöfn. gera í Kaupmannahöfn. „Ég vann alltaf með söngnáminu hjá Natan og Olsen. Einu sinni voram við nokkrir á fundi í Kaupmanna- höfn þegar kollegi minn spurði mig hvort ég gæti ekki fengið vinnu við að syngja í Danmörku f'yrst ég væri alltaf gólandi. Ég tók hann á orðinu og hringdi í Konunglegu óperuna í Kaupmanna- höfn. Svo ótrúlega vildi til að það var fyrirsöng- ur daginn eftir og ég skráði mig. Ég fékk stöðu við óper- una og hef verið þar í bráðum tíu ár.“ - Hvað heftir þú svo veríð að syngja? „Ég hef aðallega einbeitt mér að konsertum og mjög oft sungið t.d. Requiem eftir Verdi og Missa di glor- ia e. Rossini. Af stóram óperuhlut- verkum hef ég sungið Cavaradossi (Tosca), Pinkerton (Madama Butter- fly), Max (Der Freischútz), Florestan (Fideho) og Erik í Hollendingnum fljúgandi. Þessa stund- ina er ég svo að vinna fleiri Wagnerhlutverk með undirleikara." - En hvernig atvikað- ist það að þú fékkst hlutverk Don José í Hamborg? „Ég söng á tónleikum sem Cord Garben hlust- aði á. Hann kom til mín eftir konsertinn og bað mig að syngja fýrir sig. Ég vissi ekkert hvað hann hafði í huga fyrir mig. Mér brá því þegar hann bauð mér að syngja Don José með þessu stórliði. Ég tók því strax, enda hentar hlutverkið rödd minni mjög vel,“ segir Magnús. - Hvernig var að búa sig undir svona stóra sýningu? „Þetta var alveg stórkostleg til- finning og ég fór strax á fullt við að vinna hlutverkið. Það er mér líka mikils virði hvað ég hef fengið góð viðbrögð frá meðsöngvuranum, hljómsveitarstjóranum og ekki síst leikstjóranum, Michael Temme. Magnús Gíslason tenór Hann vann algjört kraftaverk að ná þessari sýningu saman við jafnerfið- ar aðstæður og þarna vora. Svo eru umboðsmennirnir líka komnir á fullt og þessa stundina er ég allt í einu kominn með fimm umboðsmenn en ég passa mig á að færast ekki of mik- ið í fang,“ segir Magnús. - Hvernig gekk þér svo að vinna persónuna Don José? „Don José er skemmtúegt hlut- verk sem er gaman að túlka og leika. Hann elskar heitt og þjáist mikið og mér finnst bara svo stórkostlegt að tjá það,“ segir Magnús. - Hvað muntu syngja margar sýn- ingar? „Upphaflega voru mér boðnar tíu sýningar en svo í síðustu viku báðu þefr mig að syngja þrjár í viðbót. Sýningamar gætu því orðið mun fleiri og ég lít á það sem viðurkenn- ingu á því sem ég er að gera. Fyrsta sýningin er 25. júní og svo dreifast þær fram í september.“ - Hvað finnst þér svo um þessa a 11- sérstæðu uppfærslu? „Þetta er mjög sniðugt. Óperan er mjög „áhorfendavæn“. Það er verið að höfða til þeirra sem ekki hafa farið á ópera áður. Fólk elskar sirkusatrið- in sem er tvinnað inn í þetta og nauta- atið slær alltaf í gegn. Bolinn er þó stundum til vandræða. Hann hefur ekki alltaf vilja koma inn í hringinn og einu sinni gekk ekki að koma hon- um út,“ sagði Magnús og hló. Sýning- arnar era daglega utan mánudaga til 1. október og hefjast kl. 19.30. Hjördís Brynja sýnir á Café 22 HJÖRDÍS Brynja opnar sýninguna Alfa/Omega á Café 22 á Jónsmess- unni, laugardaginn 24. júní kl. 14. Hjördís Brynja er fædd 1964 í Reykjavík. Hún hefur stundað myndlistarnám á íslandi, Frakk- landi og síðast í Svíþjóð, þar sem hún lauk MA námi í myndlist 1998. Hún hefur haldið fjölda sýninga í Frakklandi og Svíþjóð, auk sam- sýninga á íslandi, en þetta er fyrsta einkasýning hennar hér á landi. Verk hennar eru í eigu fjöl- margra, t.d. Eimskipafélagsins o.íl. Auk þessa hefur Hjördís haldið tvær netsýningar. I fréttatilkynningu segir að Hjördís hafi unnið mikið með geó- metrísk form og þar má nefna ser- íur eins og Vikudagarnir, sem sam- anstendur af sjö málverkum í eggolíutemperu, og Boðun Maríu sem er þrjú málverk, einnig í egg- olíutemperu, sem er hennar aðal myndmiðill. Annars eru myndirnar eins konar rannsókn á birtu og myrkri, hinu smáa og stóra. Myndir eftir hana má sjá á Net- inu á slóðunum: http://www.algon- et.se/~tessa7/ninex.htm og algon- et.se/~tessa7/sindex.htm. Ljósaklif opið til miðnættis í TILEFNI af Jónsmessunni verður sýning Halldórs Ásgeirssonar „og að bátur beri vatn að landi“ í Ljósklifi í Hafnarfirði, opin kl. 21-24, í kvöld, fostudagskvöld. Félagar í finnska leikhópnum SiriusTeatern. Háðsádeila á Ingólfstorgi FÉLAGAR í finnska leikhópnum Sirius Teatern verða með götuleik- hús á Ingólfstorgi á sunnudag kl. 17 og flytja leikritið „Martin Luther og Thomas Miinzer." Leikritið er háðsádeila eftir Þjóðverjann Dieter Forte og fjallar á beittan hátt um hræsni, fégræðgi og klofning innan kirkjunnar. Sirius Teatern er atvinnuleikhús án fasts sviðs eða fastra meðlima sem starfað hefur frá árinu 1992. Leikhúsið sérhæfir sig í óhefð- bundnum, tilraunakenndum upp- setningum og er aðaláherslan lögð á leikrit sem sjaldan eða aldrei hafa verið færð á svið. Verkefni ársins 2000 er það stærsta sem leikhópurinn hefur hingað til tekist á hendur en hann er nú á ferðalagi með sýningu sína milli allra menningarborga Evrópu, sem eru níu talsins þetta árið. Hópurinn var í Bergen um síð- ustu helgi en þar að auki hefur verkið þegar verið sýnt í Helsinki, en það er hluti af opinberri dagskrá menningarborgarinnar f Helsinki. Sýningarnar verða endurteknar næstu tvo daga, mánudag og þriðjudag, og hefjast þær einnig kl. 17. Þjóðminjaverðir á hringferð um landið MARGRÉT Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður er á hringferð um landið til þess að skoða söfn og minjar undir leiðsögn Þórs Magn- ússonar fyrrverandi þjóðminja- varðar. Á fyrsta deginum, þriðjudaginn 20. júní, var farið á Suðurland; komið við á Keldum og á Skógum, Kirkjubæjarklaustri, í Hólmi og á Hnausum. Komið við á Kálfafelli, Hörgslandi og Núpsstað. Þaðan var haldið í Skaftafell og komið að Hofi. I fyrradag, miðvikudag, var komið niður til Hafnar og þaðan haldið á Djúpavog. Langabúð og Geysir skoðuð og einnig Teigar- horn. Stríðsárasafnið á Reyðarfirði skoðað. Gamla-búð á Eskiffrði skoðuð og þaðan haldið á Egils- staði. í gær, fimmtudag, var rætt við Guðnýju Zoéga, minjavörð Austurlands. Haldið frá Egilsstöð- um að Galtastöðum og að Burstar- felli og Sauðnesi. í dag verður far- ið að Kópaskeri, safnið á Snartarstöðum skoðað og þaðan haldið til Húsavíkur. Grenjaðar- staður og Þverá heimsótt og þaðan haldið til Akureyrar. Farið í Minja- safnið á Akureyri laugardaginn 24. júní, ný sýning skoðuð og fleira markvert á vegum Minjasafnsins. Farið á opnun á nýju flugsafni á Akureyri. Farið að Laufási, Grund og Saurbæjarkirkja skoðuð. Sunnudaginn 25. júní verður far- ið að Skipalóni, Möðruvöllum og þaðan til Dalvíkur. Skoðað safnið Hvoll. Farið að Hofsósi og að Gröf og Hólum. Farið að Sjávarborg og Glaumbæ, Víðimýri og Stóru-Ökr- um mánudaginn 26. júní. Heimilis- iðnaðarsafnið á Blönduósi skoðað og farið að Reykjum. Þaðan haldið í Borgarnes og Ákranes. Að lokum verður farið um Vesturland 4. júní. Kristinn og Jónas á ísafírði Engin fyndni KVIKMYNDIR Regnboginn KEVIN OGPERRY „KEVIN AND PERRY GO LARGE“*'/i Leikstjóri: Ed Bye. Handrit: Dave Cuinmings og Harry Enfield. Aðal- hlutverk: Harry Enfield, Kathy Burke, Rhys Ifans, Laura Fraser, James Fleet. 2000. ÞESSI breska gamanmynd er byggð á efni gamanþátta í sjónvarpi um tvo vini, Kevin og Perry, sem dreymir um það eitt að sofa hjá. Hún sver sig mjög í ætt við bandarískar gamanmyndir sem gera út á heimsk- una en er á allan hátt miklum mun síðri. Það er nánast ekkert íyndið í allri myndinni en hins vegar er nóg af hryllilega misheppnuðum tifraun- um gerðar til þess að kalla fram hlát- ur. Hjálparmeðulin eru prump, kúk- ur, standpínur og gröftur. Ha, ha, ha. Myndin er líka ömurlega leikin. Leikarar langt komnir á fertugs- aldur leika unglinga um fimmtán ára aldur sem hafa greind leikskóla- bama. Leikurinn snýst þannig mest um fettur og grettur og aulalegan fýlusvip sem verður þreytandi á fyrstu fimm mínútunum. Söguþráðurinn er með afbrigðum tómlegur. Kevin og Perry halda til Ibiza til að slá í gegn sem plötusnúð- ar og komast yfir stelpur. Vondi plötusnúðurinn á staðnum gerir þeim allt til miska en þeir eru þrátt fyrir allt nógu heimskir til þess að allt fer vel að lokum. Sjálfsagt á gróf og dónaleg fyndn- in að vera aðall myndarinnar. Eins og þeir Farelly-bræður hafa sýnt með myndum sínum er hægt að búa til óþverralega fyndni og sleppa með það. Höfundar Kevins og Pemys hafa ekki skopskyn til þess að búa til fyndni úr því sem hneykslar. Myndin þeirra er bara prump. Arnaldur Indriðason KRISTINN Sig- mundsson óperusöngv- ari og Jónas Ingimund- arson píanóleikari koma fram á tónleikum í ísafjarðarkirkju mánudagskvöldið 26. júní nk. kl. 20:30. Á efnisskránni eru íslensk og erlend söng- lög, antikaríur og óp- eruaríur. Tónleikamir eru framlag Tónlistarfé- lags Isafjarðar til Menningarveislu ísa- fjarðarbæjar og verða lokaatriðið á dagskrá Menningarveislunnar. Forsala aðgöngumiða er hafin í Bókaverslun Jónasar Tómassonar Jonas Ingimundarson Kristinn Sigmundsson og er miðaverð 1.500 kr. en 800 kr. fyrir börn 16 ára og yngri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.