Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 49
MINNINGAR
LIST OG
HÖIVfOTIV
Þjftðarbókhlaða
MINNINGARBROT
ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR
REYKJAVÍK í BRÉFUM
OGDAGBÓKUM
Opið á tímum
Þjóðarbókhlöðunnar.
Til 31 ágúst. Aðgangur ókeypis.
KVENNASÖGUSAFN íslands,
stendur fyrir sýningu í fornritadeild
Þjóðarbókhlöðunnar á verkum Astu
Sigurðardóttur frá Litla Hrauni í
Kolbeinstaðahreppi á Snæfellnesi
(1930-1971).
Leið Astu lá á vit menntunar í höf-
uðborginni þegai- hún var 14 ára,
lauk þar landsprófi og seinna kenn-
araprófi. En kennaraprófið var ein-
ungis áfangi út á lífsbrautina og
aldrei mun Ásta hafa hugsað sér að
gerast kennari, námið aftur á móti
dýrmæt undirstaða í íslenzku máli,
en þar mun metnaður hennar hafa
verið drjúgur. í öllu falli hafði Ásta
ekki dvalist í höfuðborginni nema sjö
ár og var að auk ekki nema tuttugu
og eins árs þá nafn hennar var á allra
vörum fyrir smásöguna Sunnudags-
kvöld til mánudagsmorguns. Birtist í
tímaritinu Líf og List, sem Stein-
grímur Sigurðsson gaf út um nokk-
urra ára skeið, og segja má að gert
hafi hana bæði nafnkennda og al-
ræmda. Nafnkennda fyrir góð tök á
málinu og mikla frásagnargáfu, al-
ræmda fyrir berorða og hispurslausa
lýsingu á svalli sínu og ástalífi þessa
tvo örlaga- og viðburðaríku daga er
atburðarásina mörkuðu. Kunn var
Ásta þó fyrir vegna sundurgerðar í
klæðaburði, sérstæðs þokka og ríku-
legrar beitingar andlitsfarða, þó að-
allega varalitar, jafnframt ögrandi
og frjálslegrar framkomu og að hún
var í slagtogi með atómskáldum og
bóhemum. Ei heldur til ávinnings að
hún vann fyrir sér sem nakin fyrir-
sæta í Myndlistaskóla Reykjavíkur
og Myndlista- og handíðaskólanum
en slíkur meintur ósómi vai- mjög
milli tannanna á fólki á þessum ár-
um, er yfirleitt lagði að jöfnu nekt
sem unaðsemdir ástalífsins og klám.
Helst þá hlutirnir komu upp á yfir-
borðið, öllu minna mál ef þeir gerð-
ust bak við byrgða glugga, geymslu-
staður flöskunnar sömuleiðis undir
borðum, fordómarnir á fullu, sá sem
ekki kynni að fela skyldi síður stela.
Hálfsannleikur guðsorðið og þarmeð
gilt og viðtekið siðgæði. Fyiir þá sem
upplifðu hernámsárin, fengu þau í
æð frá fyrsta degi, með ástandið í
beinu sjónmáli allt um kring var
þetta þversagna- og hræsnikennt, að
ekki sé enn fastar að orði kveðið. Hér
holdgerði Ásta í raun tímana og
margt sem fólk vildi ekki sjá né
Jón Kaldal; Ásta Sigurðardótt ir,
um 1951.
kannast við en naut þó
ríkulega. I pukrunar-
leysi sínu átti hún bara
ekid til þá skinhelgi sem
mjög hefur loðað við Is-
lendinga og er fylgja
einangrunar sem þeir
hafa löngum og af und-
arlegri ákefð keppst við
að sverja af sér og virð-
ist enn fara vaxandi. Lít-
um einungis til her-
námsáranna og þann
auð og framfarir sem
þau lögðu grunn að hjá
þessari nær ósjálfbjarga
kotþjóð á hjara verald-
ar. Voru vart gengin hjá
garði en menn hófu að
afmá heimildir þeirra og
eru enn að, þótt menj-
amar séu svo litlar og
fáar er svo er komið
sögu að víðast teldust
þær þjóðargersemar
fyrir þau sögulegu hvörf
sem þau ullu. Hvar í höf-
uðborginni sér stað
heimildasafn yfir þessa
merkilegu tíma og
áhrifa þeirra á þjóðfé-
lagsbygginguna, hvar
magn þeirra var yfir-
þyrmandi áður en yfir
lauk? Minnismerki ekk-
ert 0.00. nema vera
skyldi ráðhús Reykja-
víkur, og trúlega með
öllu ómeðvitað af hálfu
arkitektanna, en þarna í
horninu á mótum Tjarn-
argötu og Vonarstrætis stóðu her-
braggar.
Mér er_í fersku minni hve mjög
sópaði að Ástu á þessum árum, í útliti
lostfögur og munaðarfull, ekki spillti
hér mikið þykkt svart hár, miklar og
bogadregnar augnabrúnir, ásamt því
að fjarrænt og suðrænt útlitið gat
minnt á spákonu. Lítið var hún að
fela þessar guðsgjafir náttúrunnar,
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Frá sýningu á verkum Ástu Sigurðardóttur í
Kvennasögusafninu.
var raunar á stundum eins og hold-
gervingur syndarinnar, eins konar
Kiki á Montparnasse íslenzka list-
heimsins, þótt ekki lánaðist íslenzk-
um myndlistarmönnum að koma
auga á það og skjalfesta útlit hennar
til framtíðarinnar, nema helst Jóni
Kaldal sem tók af henni frábærar
ijósmyndir. Fortek þó ekki að list-
spírur tímanna hafi gert af Ástu
frambærileg myndverk, veit að hún
var afar gott módel, þótt ekki tali ég
af reynslu, en hún var fyrirsæta ár-
gangsins á eftir mér í Handíðaskól-
anum, m.a. Hrings Jóhannessonar
og Guðmundar Erró, skildi bara eitt
tjald bekkina. Kynntist Ástu aldrei
neitt að ráði persónulega en hún er
mér afar minnisstæð einkum frá
skólaböllum þar sem hún mætti vel-
búlkuð og seiðandi eins og vera bar
um limafagra hrund. Þegar ég lít til
baka þykir mér sköpunarverkið í
senn hafa verið listaverk og eða-
lmálmur, en lifði á röngum stað og
röngum tíma, við getum rétt ímynd-
að okkur hvað mögulega hefði orðið
úr þessum efnivið í dag.
Það er einmitt efniviðurinn sem er
grunnþáttur sýningarinnar í Þjóðar-
bókhlöðunni, en í formi sínu og upp-
setningu getur hún vart talist annað
en kynning, eða kannski forboði að
einhverju meiru. Hversu vel hefur
tekist tÖ um þá hlið er snýr að rithöf-
undarferli Ástu verða aðrir að dæma
um, en ég veit að meira liggur eftir
hana á myndlistarsviði. Hér voru
hæfileikarnir fyrir hendi en ekki
samsvarandi skólun að baki athafna
hennar og um ritað mál, menn löng-
um hvorki skilið það hér á landi né
meðtekið, að jafn strangar reglur
gilda um grunnnám í sjónmenntum
og bókmenntum. Sýningarskrá er
engin og skoðandinn fær ekkert á
miili handanna til að styðjast við, en
vísa má til skilmerkilegrar gi-einar
Kristínar Rósu Armannsdóttur bók-
menntafræðings í Lesbók 3. júní.
Fyrirhugað er að flytja sýninguna
upp á hæð og kannski auka eitthvað
við hana, og væri þá mikilsvert að
láta þá gi-ein liggja frammi, jafnvel
fjölfalda hana. En helst segir þessi
framníngur mér, að það sé löngu
tímabært að taka saman sýningu á
manneskjunni Ástu Sigurðardóttur,
skilgreina frá fieii'i hliðum hver hún
hafi verið og tímana sem hún lifði á
um leið. Leita uppi myndverk sem
voru gerð af henni og fá lýsingar
samtíðarmanna á persónunni, er það
trúa mín að það væri verðugt og
heillandi verkefni fyrir metnaðar-
gjarnan sýningarstjóra sem drjúga
athygli myndi vekja.
Rétt að vekja athygli á sýning-
unni, Reykjavík máli og myndum, í
fordyrinu, þótt ekki sé beinlínis um
listsýningu að ræða. En hér er safar-
íkur efniviðurinn fyrir jafnt skáld,
rithöfunda sem myndlistarmenn,
hann er við fótskör sérhvers manns,
en annað mál hvort og hvemig hann
er meðtekinn. Sannast hér að óþarfi
er að fara yfir höf og lönd með þann
metnað í farteskinu að auðnast að
meðtaka heiminn í gegnum gleraugu
menningarmarkaðsstjóra mannfleiri
þjóða. Lærdómsríkt fyrir nútíma-
manninn að rýna til næstliðinnar for-
tíðar, þá önnur manngildi vom við
lýði og hraðinn ekki aðalatriðið.
Annars vegar er um að ræða bréf
þriggja tengdra kvenna, sem fæddar
voru á tímabilinu 1828-1864, þeirra
Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur, Guð-
rúnar Borgfjörð, dóttur hennar og
Jóns Borgfirðings og Sigurjónu
Jónsdóttur sem var laundóttir Jóns
Borgfirðings og þar með hálfsystir
Guðrúnar. Eru béf Sigurjónu einstök
heimild um líf og sjálfsímynd stúlku
sem ólst upp án nokkurra tengsla við
föður sinn en áræddi að hafa sam-
band við hann á fullorðinsárum. Hins
vegar dagbækur fjöguma íslend-
inga, þar sem dregnar eru upp smá-
myndir af lífinu í Reykjavík á árun-
um 1882-1915. Verkakonunnar Elku
Bjömsdóttur (1881-1924), rituð
1915, námsmannsins Ólafs Davíðs-
sonai' (1862), rituð 1882, fangans og
kraftbirtingarskáldsins Magnúsar
Hj. Magnússonar (1873-1916) rituð
1911 og skáldkonunnar Torfhildar
Hólm (1845-1918) rituð 1889.
Forvitnileg og vel upp sett sýning,
og mikill akkur að lítilli skrá sem
liggur frammi.
Bragi Ásgeirsson
Frá sýningnnni Reykjavík í bréfum og dagbókum.
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
í Þjóðar-
bókhlöðu
Tveir septettar
í Fríkirkjunni
Kammerhópurinn OCTO á góðri stund.
• •
Ornefni í
Reykjavík
GUÐLAUGUR R. Guðmunds-
son fræðir gesti Árbæjarsafns-
ins um ömefni í Reykjavík á
sunnudag kl. 14. Mun hann fjalla
um ömefni í landi Reykjavakur
og gamlar þjóðleiðir til bæjar-
ins. Á undan erindi hans mun
Borgarkórinn syngja undir
stjórn Sigvalda Snæs Kaldalóns.
Sýningu lýkur
Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti
Sýningu Húberts Nóa lýkur
fimmtudaginn 29. júní.
Kammertónlistarhópurinn OCTO
heldur tónleika í Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 27. júní
kl. 20.30.
OCTO er skipað fiðluleikurun-
um Margréti Kristjánsdóttur og
Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, Her-
dísi Jónsdóttur víóluleikara, Lo-
vísu Fjeldsted sellóleikara, Há-
varði Tryggvasyni bassaleikara,
Kjartani Oskarssyni klarínettu-
leikara, Emil Friðfinnssyni horna-
leikara og Rúnari Vilbergssyni
fagottleikara.
Á efnisskránni eru tvö verk:
Septett í E-dúr op. 40 eftir
franska tónskáldið Adolphe Blanc
og septett í Es-dúr op. 20 eftir
Ludwig van Beethoven. Septett-
inn eftir Blanc hefur aldrei verið
fluttur hér á landi áður, en hann
var saminn rétt eftir miðja síð-
ustu öld. Beethoven samdi sinn
septett í ársbyrjun árið 1800 og
var verkið frumflutt í Vínarborg
2. apríl það sama ár. Septett
Beethovens var á sínum tíma eitt
allra vinsælasta verk tónskáldsins
og fjölmörg tónskáld á 19. öld
tóku verkið sér til fyrirmyndar,
bæði hvað form og hljóðfæraskip-
an snertir.
Kammertónlistarhópurinn
OCTO kom fyrst saman fyrir fjór-
um árum og hélt þá tónleika í
Fríkirkjunni í Reykjavík og Akur-
eyrarkirkju. Á hausti komanda
eru fyrirhugaðir fleiri tónieikar. ,